Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Side 20
Á íslensku er til orð eitt sem fáir skilja. Okkar skörpustu hugar velta því fyrir sér hvaðan það kemur og hvað það merkir. Orðið er „ábyrgð“. Á þriðjudaginn kom í ljós að 300 milljóna króna kosningar á landsvísu hefðu reynst vera kolólöglegar. Fyrirmælum í lögum var engan veginn fylgt, þótt þau séu nógu einföld fyrir leikskólakrakka í föndri. Eins og eftir öll íslensk klúður byrjaði strax afneitunin á ábyrgðarhugtakinu. Á -orðið kom við sögu hjá Guð-rúnu Pétursdóttur, formanni stjórnlaganefndar, í viðtali við Rás 2 daginn eftir að dómurinn féll. Ógilding kosninganna er ekkert lítið mál fyrir stjórnlagaþingið, en engu að síður vildi Guðrún, formaður stjórn- laganefndar, allra síst taka orðið sér í munn. „Ég er ekki þannig skapi far- in að ég vilja elta einhvern sem ber ábyrgðina,“ sagði hún. Eflaust roðnaði hún við að segja þetta. Ábyrgð er þannig í eðli sínu að hún verður ekki hunsuð. Það er ábyrgðarleysi í sjálfu sér að hunsa hana. Það er það sem er svo magnað við ábyrgðina. Hún fer fyrst að skipta máli þegar einhverjum dettur í hug að hlaupa undan henni. Og svei mér þá, hér hafa verið hlaupin ofur- maraþonin. Á meðan hefur ábyrgðin vaxið og vaxið eins og snjóbolti á leið- inni niður fjallshlíð. Á rið 2008 höfðu Íslending-ar stundað þann kappleik að hlaupast hver á fætur öðrum undan ábyrgðinni, þannig að hún hafði safnast upp í ógnarstórt flóð sem vofði yfir okkur öllum. Vegna þess að djörfustu hugar Íslands skilja ekki orð- ið héldu þeir að þetta væri einhvers konar náttúruhamfarir, sem þeir hefðu ekkert með að gera. Og þeir hlupu og hlupu. Skakklappandi, skjögrandi og skokkandi fóru útrásarvíkingar, stjórn- málamenn, embættismenn og eftir- litsaðilar út um hvippinn og hvappinn. Ábyrgðarleysið sem hugarfar er rótgróið inn í stjórnmálin og embættismannakerfið. Stærsta deilan á Alþingi í fyrra snerist um það hvort það ætti yfir höfuð að reyna að láta ráðherra axla svokallaða ráðherra- ábyrgð, sem skilgreind er í lögum. Það er nefnilega ekki nóg að Á-orðið sé skrifað í lög, sagt í ræðustól og öskrað á Austurvelli. Þeir bara skilja það ekki. Á meðan þeir bera sjálfir ábyrgð-ina kannast þeir ekki við hana. Það er bæði lýsing á sjúkdómn- um og viðbrögðunum. Ábyrgðarleys- ið einkennir störf þeirra, og síðan viðbrögð þeirra við klúðrum. Ferill- inn er þessi: Ábyrgðarleysi > Klúður > Afneitun á ábyrgð > Umkvartanir um ábyrgð þeirra sem taka á ábyrgðar- leysinu. Ábyrgðarhluti er að þeirra að mati að sérstakur saksókn-ari yfirheyri vesalings banka- mennina og enn meiri ábyrgðarhluti að leyfa landsdómi að fara yfir mál Geirs Haarde. Þeir eru þá ekki blindir á ábyrgð eftir allt saman. Þeir eru fjar- sýnir á hana. Sukksess græningjadeilda bank-anna var slíkur, á góðæristím-um, að nú logar þjóðarskútan stafna í milli af málaferlum. Yfirleitt er um það að ræða að gráðugt fólk sem heimtaði helling af peningum í arð, er að reyna að komast hjá því að borga kúlulánin sín. Fólk einsog Ólöf Nor- dal, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, Bjarni Ben, formaður sama flokks og Þorgerður Katrín, fyrrverandi vara- formaður, eru öll að rembast við að komast hjá því að borga lán sem góð- æringjarnir gáfu þeim, þegar þau lof- uðu að vernda kvótann. Og í dag er íhaldinu svo sannarlega skemmt, því núna hefur skilanefnd Hæstaréttar, með Jón Steinar í broddi fylkingar, efnt þau loforð að vernda hag íhaldsmenna; að passa að íslensk þjóð eignist ekki nýja stjórnarskrá. Það var kænska hjá Dabba litla blaðbera að koma sínum mönnum að í Hæstarétti. Stórskuldug Ólöf Nordal gargar einsog bjáni í þingsal og heimtar að stjórnin fari frá vegna þess, sem hún kallar afglöp við framkvæmd kosninga til Stjórnlagaþings. Og flokkur hennar kyrjar: -Auðlindir áfram í eigu þjófa! Látum okkur sjá. Á meðan glæpa- menn stjórnuðu Íslandi og ráku fé í réttirnar í fyrsta og annan flokk, var hér slík ringulreið á öllu, að græðgi varð að ráða. Og í dag, þegar ríkisstjórn Jó- hönnu er að rembast við að snúa öllu á betri veg, heyri ég af því að fólk vilji fá mafíu sjálfstæðismanna og Framsókn- ar til valda. Það þykir ekki ganga nógu vel í kappreiðunum hjá núverandi stjórn. Truntan sem Jóhanna keppir á er fótalaus, vegna þess að fætur henn- ar voru seldir og gervilimunum var síðan stolið. En, sem betur fer, á þjóð- in enn dugmikla menn einsog hinn fyrrverandi Davíð Oddsson eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður, fólk sem veigrar sér ekki við að fordæma seinaganginn hjá lappalausri bikkju ríkisstjórnar Jóhönnu. Í dag ættum við að fordæma í eitt skipti fyrir öll þá glæpamenn sem hér lögðu allt í rúst. Svo getum við haldið stjórnlagaþing. Og þá þurfum við að koma okkur upp skemmtilegum skila- nefndum. Ekki svona þjófagengi eins- og núna tæmir kjötkatla. Við þurfum skilanefnd sem skilar til þjóðarinnar því sem ríkisstjórn helmingaskipta- veldisins stal frá þjóðinni. Blákaldur bolurinn þarf skilanefnd sem skilar til íhaldsins öllum dómurunum sem fengu sæti í hæstarétti í gegnum klíku. Og bolurinn þarf skilanefnd sem skilar því til afturhaldsins að við þurfum hér stjórnlagaþing – sama hvað það kostar. Fortíð þjóðar frekar svört; fals og sukk og glaumur. En framtíðin er bara björt og betri en nokkur draumur. 20 | Umræða 28.–30. janúar 2011 Helgarblað „Þetta er eins og myndar- legt kjaftshögg í andlit- ið.“ n Ástrós Gunnlaugsdóttir stjórnlaga- þingmaður þegar hún heyrði af úrskurði Hæstaréttar. Hún er ein þeirra sem keypti auglýsingar í kosningabaráttunni og notaði til þess eigið sparifé. – DV „Maður situr heima hjá sér með von í brjósti og svo fær maður svona í andlitið.“ n Erla Erlendsdóttir, sem er í greiðslu- aðlögun hjá umboðsmanni skuldara, fékk þau svör frá umsjónarmanni sínum að hann hafi ekki getað sinnt málefnum hennar sem skyldi vegna þess að hann hefði verið upptekinn við að horfa á HM í handbolta í vinnunni. – Bylgjan „Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir.“ n Dagur Sigurðsson, þjálfari Fucshe Berlin, sem gagnrýndi Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara fyrir að láta Alexander Petersson spila of mikið á HM á meðan Ólafur Stefánsson væri heill heilsu. – Vísir „... þá væri barnið löngu komið heim.“ n Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður sem hafnar þeim rökum innanríkisráðherra um að ekki hafi staðið á ráðuneytinu í málefnum Jóels Færseth sem fæddist á Indlandi með aðstoð staðgöngumóður. – Vísir Handrukkarar sægreifanna Meðal þess sem hefur sýkt ís-lenskt samfélag er að sjálf-skipaðir hópar taka forræð- ið af þinginu. Þannig hefur það verið lenska að illvíg og illa þokkuð samtök hafa stjórnað að tjaldabaki. Allur al- menningur þekkir orðið Landssam- band íslenskra útgerðarmanna sem um áratugaskeið hefur með mis- munandi aðferðum stjórnað þing- mönnum og ráðherrum. Þetta lið út- hlutaði þannig sjálfu sér einkarétti til að stunda fiskveiðar á Íslandsmið- um. Og þeir hafa í gegnum tíðina ítrekað kallað eftir því að sett yrðu lög á launþega þeirra, sjómennina, til að grípa inn í kjaradeilur. Lýðræð- islega kjörnir fulltrúar hafa gjarnan hlýtt ofbeldismönnunum. Skjálfandi stjórnarherrar hafa ekki þorað öðru en að hlýða þeg- ar sægreifaaðallinn krefst aðgerða. Stjórnmálamenn vita sem er að ef þeir standa gegn blygðunar- lausu valdinu verður reynt með öll- um ráðum að svipta þá trúverðug- leikanum. Og fremur en að sækja gegn óværunni hopa þeir. Undan- tekningar þess er að finna í Vinstri grænum undir forystu Jóns Bjarna- sonar sjávarútvegsráðherra sem ótt- ast ekki gráan her hinna miðaldra valdamanna. Í Samfylkingu leiðir þingmaðurinn Ólína Þorvarðardótt- ir baráttuna gegn greifunum sem þykjast eiga miðin í kringum landið. Bæði eru þau leynt og ljóst nídd nið- ur af hagsmunaöflunum sem í krafti peninga úr auðlindinni halda úti linnulausum áróðri í samfélaginu. Allt er lagt undir til að almenningur fái ekki eigur sínar til baka. En nú hafa sægreifarnir fengið liðsstyrk. Samtök atvinnulífsins hafa með ósvífnum hætti krafist hlut- deildar við stjórn landsins. Vilhjálmi Egilssyni framkvæmdastjóra dugar ekki að fara með umboð atvinnurek- enda til að semja við launþega. Hann setur fram þá kröfu að sægreifarn- ir verði látnir í friði með góssið. Vil- hjálmur, sem fer með umboð fjölda atvinnurekenda á þurru landi, er að beita karamelluframleiðendum til þess að knýja stjórnvöld í landinu til að hverfa frá sjávarútvegsstefnu sem kosið var um. Almenningur í land- inu kaus að innkalla veiðiheimildir. Vilhjálmur var ekki í framboði, enda engin eftirspurn eftir pólitískum kröftum hans. Þetta er gróf íhlutun í stjórn landsins. Handrukkarar sæ- greifanna höfðu áður hótað stjórn- völdum þegar skötuselurinn var tek- inn út úr kvóta. Þá stóðust þau álagið og óttinn réð ekki för. Skötuselurinn syndir nú óveðsettur um miðin. Láti Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon undan of- beldishótunum eiga þau að víkja. Þeirra hlutverk er að standa með fólkinu. Leiðin fram hjá ógnvöld- unum og til réttlætis er sú að leggja hið illræmda kvótakerfi í dóm þjóð- arinnar. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla hefði ótvírætt vægi. Fólkið í land- inu fengi þá loksins að segja sitt um stærsta rán Íslandssögunnar. Leiðari Bókstaflega Reynir Traustason ritstjóri skrifar:„Þetta lið úthlutaði þannig sjálfu sér einkarétti. Skemmtilegar skilanefndir Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Á meðan glæpa- menn stjórnuðu Íslandi og ráku fé í réttir í fyrsta og annan flokk, var hér slík ringulreið á öllu, að græðgi varð að ráða. Dómarar Davíðs n Hæstiréttur Íslands hefur verið óþægilega mikið í umræðunni eftir að dómurinn ógilti kosningar til stjórnlagaþings. Í kjölfarið lét Davíð Oddsson Moggann hneykslast gríðarlega á ríkisstjórninni. Það lýsir fram- sýni Davíðs að svona skyldi fara í Hæstarétti. Í valdatíð sinni lagði hann gríðarlega áherslu á að skipa sína menn í dómstóla og lögreglu og var þá sjaldnast spurt um hæfni. Stór hluti Hæstaréttar nú er einmitt með nafn Davíðs sem stimplað á ennið. Skjaldborg Kristjáns n Kristján Gunnarsson, verkalýðsleið- togi í Keflavík, stendur tæpt þessa dagana. Fjármálaeftirlitið hefur verið að skoða gjörninga hans í embætti stjórnarformanns Spari- sjóðs Keflavíkur þar sem hann sat samhliða því að stjórna lífeyrissjóði og verkalýðsfélagi. Hermt er að innan Alþýðusambands Íslands sé málið mjög viðkvæmt og þar forðist menn í lengstu lög að ræða stöðu félaga síns. Þó er talið að þöggunin haldi ekki til lengri tíma og ferill verkalýðsleiðtogans sé í uppnámi. Njósnalykill á heimili n Enginn botn hefur fengist í risastóra tölvumálið á skrifstofu Alþingis. Mogginn lét að því liggja að um væri að ræða samstarf þingmanna Hreyfingarinnar við njósnaöfl á heimsvísu. Mar- grét Tryggvadótt- ir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur aftur á móti gert stólpagrín að málinu. Hún telur sig nú verða fyrir njósnum á heimili sínu: „Hér á heimilinu hefur fundist torkennilegur minnislykill merktur Kaupþingi sem enginn kannast við að eiga (við höfum reyndar ekki spurt neinn). Inni á honum eru engin gögn. Þetta hlýtur að vera njósnalykill,“ segir hún á Facebook. Kaupendur Sjóvár n Enn liggur ekki fyrir hverjir eignist tryggingafélagið Sjóvá í gegnum fagfjárfestasjóð Arion banka, Stefni. Greint hefur verið frá því að Stefnir ætli að kaupa meirihluta í tryggingafélaginu en ekki er vitað hverjir muni fjárfesta í Stefni. Athygli vekur hins vegar að Stefnir var hluti af fjárfestahópi Heiðars Más Guðjónssonar sem stóð einn eftir í söluferlinu um Sjóvá í fyrra áður en hópurinn dró sig út úr ferlinu vegna tafa á sölunni. Nú spyrja menn sig að því hvort kaup Stefnis á Sjóvá sé önnur aðferð sama hóps til að eignast tryggingafélagið og hvort það muni koma upp úr kafinu að Heiðar Már standi eftir að lokum sem einn stærsti hluthafi Sjóvár þrátt fyrir allt. Sandkorn tryGGvAGötu 11, 101 reykJAvík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johannh@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Svarthöfði Íslenska bannorðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.