Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Síða 23
Umræða | 23Helgarblað 28.–30. janúar 2011 dómari við æðsta dómstól þjóðarinn- ar hefði verið skipaður af ráðherrum eins og sama stjórnmálaflokksins? Og þessir ráðherrar hefðu oftar en einu sinni gengið algjörlega í berhögg við almenn álit um hæfni umsækj- enda um dómarastöðurnar? Í dóm- inn hefðu verið skipaðir nánir vinir og frændur æðstu valdhafa? Og ýmsir sem hefðu starfað innan viðkomandi flokks? Og þar sætu líka menn með mjög náin tengsl við þann atvinnuveg sem helst teldi sér ógnað af stjórn- lagaþingi, og einmitt þeir væru með- al þeirra dómara sem nú hefðu dæmt stjórnlagaþingskosninguna ógilda? Þið fyrirgefið fjórtán sinnum, en mér finnst bara enginn dónaskapur að benda á þetta. Öllum mínum hjartkæru vinum í Sjálfstæðisflokknum bendi ég bara á hvílík svívirða þeim þætti það ef ráðherra Samfylkingar eða Vinstri grænna hefði skipað hvern einasta dómara Hæstaréttar og þar sætu frændur og bridgefélagar Össurar Skarphéðinssonar eða Steingríms J. Sigfússonar. Þeir myndu, trúi ég, hafa orð á því öðru hvoru. AFSLÁTTUR AF GÓÐRI STJÓRNSÝSLU? En margir aðrir töldu vel að merkja fráleitt að gagnrýna ákvörðun Hæsta- réttar á þessum forsendum. Gleði- bylgja fór að sjálfsögðu um Sjálfstæð- isflokkinn, sem alltaf hafði verið á móti því að almenningur fengi með einhverjum hætti að koma nálægt samningu nýrrar stjórnarskrár, en jafnvel utan hans fögnuðu margir úr- skurði Hæstaréttar. Því þar væri svo augljóslega ver- ið að úrskurða í samræmi við hinn stranga lagabókstaf – og „mikilvægt að farið sé NÁKVÆMLEGA að lögum, tala nú ekki um í svona mikilvægum málum”, eins og það var orðað á einum stað. Og maður hálfskammaðist sín fyrir að efast um úrskurð Hæstarétt- ar. Vildi maður kannski bara fá afslátt á góðri stjórnsýslu og almennilegri lögfræði af því óvart var ég eindregið fylgjandi því að stjórnlagaþingið yrði háð og hafði m.a.s. verið kosinn á það í hinum ógildu kosningum?! Því vissulega efast ég um úrskurð Hæstaréttar. Ég ítreka enn að Hæsti- réttur hafði fullan rétt til að fella þennan úrskurð, en spurningin er aft- ur á móti: ÞURFTI hann að gera það? Þar er ég mjög efins. Eins og Eirík- ur Tómasson og fleiri hafa bent á þá er í lögum kveðið á um að ógilda skuli kosningar ef sýnt þyki að einhver hafi beðið tjón af þeim annmörkum sem á kosningunum voru. Og hér má skjóta því að Eiríkur þessi Tómasson hefur í að minnsta kosti tvígang verið metinn mun hæfari umsækjandi um hæsta- réttardómarastöðu en sá sem við- komandi ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins valdi í það og það skiptið. Hann er því ekki asni úti í bæ. ENGINN BEIÐ TJÓN AF Enginn hefur ennþá sýnt fram á að neinn hafi beðið tjón af vegna þeirra annmarka sem voru á stjórnlagaþing- skosningunni. Og á þá að refsa öllum þeim fjölda, sem tók þátt í kosning- unni á heiðarlegan hátt, fyrir mistök kjörstjórnar og/eða annarra ráða- manna? Einhver vildi svara þessu með því að nefna þetta dæmi: Ef bíll fer yfir á rauðu ljósi um miðja nótt, og enginn vegfarandi nálægt, á þá sem sagt ekki að refsa honum? Bara kasta lögum og reglum fyrir róða af því enginn beið tjón af lögbrotinu? Þetta er ekki mjög gott dæmi. Í fyrsta lagi var bílstjórinn ekki einn í bílnum, þetta var býsna stór rúta og í henni voru allir kjósendur til stjórn- lagaþings. Eiga þeir og vilji þeirra að vera einskis metin, af því bílstjórinn ansaðist til að rjúka yfir á rauðu? Má ekki refsa bílstjóranum hæfilega, fyr- ir þetta tiltölulega meinlausa brot, án þess að svipta hann um leið bílnum sínum og gera alla farþega hans þar með strandaglópa? ÖMURLEG RÉTTARMORÐ Hæstiréttur hefði sem hægast get- að farið þá leið að ávíta kjörstjórn og þess vegna ríkisstjórn og Alþingi mjög harðlega í úrskurði sínum, en þó leyft kosningunni að halda gildi sínu – enda ekki verið sýnt fram á nokkurn einasta óheiðarleika í framkvæmd hennar. En þetta gerði Hæstiréttur ekki. Hann túlkaði lögin mjög strangt. Kærendur þurftu ekki að sýna fram á að einhver hefði beðið tjón af ann- mörkunum á kosningunni. Allt bara dæmt ógilt, af því ef til vill hugsanlega kannski hefðu atkvæði mögulega fall- ið einhvern veginn öðruvísi ef engir annmarkar hefðu verið á. Og enn: Hæstiréttur hafði fulla heimild til að gera þetta. Ég dreg það ekki í efa. En ég get ekki hins vegar fagnað eins og svo margir yfir strang- leika Hæstaréttar í þessu máli. Mér hefur iðulega þótt sem Hæstiréttur sé á þeim mun meiri villigötum sem hann heldur sér fastar í lagabókstaf sinn. Dæmir eftir honum einum, en ekki anda laganna altso. Tökum dæmi. Um 1980 voru framin ömur- leg réttarmorð á Íslandi þegar hóp- ur ungs fólks var dæmdur sekur um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana. Það þarf ekkert að fjölyrða mikið meira um það; allir sem lesa málsskjölin hljóta að komast að þeirri niðurstöðu að hvorki rannsókn málsins né með- ferð þess fyrir dómi stóðust nokkrar einustu kröfur um sanngirni eða rétt- læti. Það verður Hæstarétti sem stofn- un ævarandi hneisa að hafa tekið þátt í því hneyksli. MINNI VIRÐING FYRIR HÆSTARÉTTI Nú. Rúmum 15 árum síðar tókst Sævari Ciecielski með næstum ofur- mannlegu átaki að neyða dómskerfið til að horfast í augu afglöp sín. Nauð- ugur viljugur var Hæstiréttur knúinn til að svara því hvort málið skyldi tekið upp að nýju. Og þá átti sér stað eigin- lega ennþá meira hneyksli. Hæstirétt- ur úrskurðaði að engin efni væru til að fara að róta í þessu gamla máli. Ástæðan sem Hæstiréttur hengdi hatt sinn á var að í lögum er kveðið á um að ný sönnunargögn þurfi til að taka mál upp að nýju. Sævar og lög- maður hans höfðu vissulega fund- ið ýmis ný gögn, en Hæstiréttur taldi þau hvergi nærri nægja. Og fyrst þessi nýju gögn skorti, þá skyldi málið kyrrt liggja. Það dugði sem sagt ekki að þarna hafði augljóst réttarmorð átt sér stað, það dugði ekki að biðja Hæsta- rétt að lesa málsskjölin þar sem van- hæfnin og ruglið og bullið beinlínis lekur af hverri síðu – nei, fyrst þröng skilyrði til endurupptöku voru ekki til staðar samkvæmt orðanna hljóðan, þá skyldi ekkert með málið gert. Hæstirétti hefði þó verið í lófa lag- ið að úrskurða hin nýju gögn Sævar nægja til að taka málið upp aftur, og rétturinn hefði líka getað úrskurðað að fyrri dómur hefði einfaldlega verið svo fjarri góðri dómaframkvæmd að bara þess vegna væru efni til að taka málið upp. En nei, Hæstiréttur gerði það ekki. Hann túlkaði lögin um endurupptöku mála svo þröngt sem verða mátti. Ég verð að viðurkenna að æ síð- an hef ég borið svolítið minni virð- ingu fyrir Hæstarétti en ég gerði áður, og fyrir þeim miklu hugsuðum sem þar sitja – hvað þá því viðhorfi að ævinlega sé réttast að túlka lög mjög þröngt. HÆSTIRÉTTUR HEFUR AUKIÐ Á UPPLAUSNINA Ég vildi alla vega óska að Hæstiréttur hefði ekki gert það á þriðjudaginn var. Með því hefur hann bara aukið á upp- lausnina og úlfúðina og svartsýnina í samfélaginu og var nú ekki á bæt- andi. Það var val Hæstaréttar, hann þurfti ekki að gera það. En hann telur sig væntanlega ekki mega taka tillit til ástandsins í samfélaginu þegar hann fellir sína Salómonsdóma. En látum svo vera. Þetta er búið og gert. Það má og á að ræða og gagn- rýna hina dæmafáu ákvörðun Hæsta- réttar á málefnalegan hátt, eins og ég vona að ég hafi nú gert, en fyrst og fremst verðum við að taka því sem orðið er, og reyna að láta það ekki verða að enn einu misklíðarefninu í samfélaginu. Það var til dæmis öm- urlegt að horfa upp á viðbrögð stjórn- málamanna við úrskurði Hæstaréttar. Í stað þess að menn tækju þessu áfalli eins og sameiginlegum löðrungi sem allt stjórnkerfið hefði orðið fyrir, þá upphófst – og stendur enn yfir – sami villimannlegi skotgrafahernaðurinn og í öllum öðrum málum. Sveiattan Alþingi! Og hafi nokkur minnsti vafi leikið á um að nauðsynlegt sé að taka hin mikilvægustu mál (eins og nýja stjórnarskrá) úr höndum þingsins, þá voru “umræðurnar” á þingi á þriðju- daginn var hin endanlega sönnun þess. FRAM TIL SIGURS! Ákvörðun Hæstaréttar verður sögu- leg og umdeild lengi enn. Sjálfur er ég ósáttur við hana og verð það áfram, þótt rétturinn hafi haft lögformlega heimild til að fella þennan úrskurð. En honum verður alla vega ekki breytt, og nú skiptir mestu að þau öfl sem vilja stjórnlagaþingið feigt fái ekki að ráða ferðinni. Því við vitum hvað fyrir þeim vakir, óbreytt ástand til að maka krókinn á kostnað okkar allra. Reynum nú einu sinni að standa saman, í stað þess að neyta síðustu kraftanna í skotgröfinni til að rífa hvert annað á hol. Finnum boðlega leið upp úr þessu og byrjum að krafla okkur í átt til mannsæmandi þjóð- félags. Saman. Það er ekki vonlaust enn. Eða eins og Hrafn bróðir minn segir jafnan: Fram til sigurs! FRAM TIL SIGURS! Laugardaginn 29. janúar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.