Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Síða 28
28 | Úttekt 28.–30. janúar 2011 Helgarblað
n Stjórnsemi, lítil sjálfsvirðing, afneitun
og undanlátssemi eru meðal einkenna
Er meðvirkni skilgreind sem geðrænt
vandamál?
„Nei, streita er alltaf undanfari
meðvirkni. Einkenni meðvirkni geta
leitt til geðrænna sjúkdóma, svo sem
kvíðasjúkdóma, depurðar sem breyt-
ist í þunglyndi og meltingarfærasjúk-
dóma.“
Veit fólk sem leitar sér hjálpar
vegna einkenna meðvirkni, að um
meðvirkni er að ræða?
Sumir eru búnir að gera sér grein
fyrir að þeir eigi við andlega erfiðleika
að stríða sem þeir tengi við með-
virkni, en gera sér sjaldnast grein fyr-
ir að meðvirkni sé einnig félagsleg og
líkamleg. Þar fyrir utan er einnig ver-
ið að styðja óæskilega hegðun annars
einstaklings.“
Er algengt að fólk sem á við með-
virkni að stríða eigi líka við annars
konar „vandamál“ eða geðræna sjúk-
dóma að stríða?
„Margir eiga við aðra sjúkdóma
að stríða. Ef um andlega sjúkdóma er
að ræða má velta fyrir sér hvort þeir
komi í kjölfar streitu og meðvirkniá-
stands.“
Hversu alvarlegt er það að fólk þjá-
ist af meðvirkni?
„Það er alvarlegt ástand fyrir ein-
staklinginn og þá sem í kringum
hann eru þar sem einstaklingurinn
er andlega, líkamlega og félagslega
háður annarri manneskju og nýtur
ekki sinna lífsgæða til fulls. Hann er
fastur í eigin viðhorfum sem eru alla
jafna röng.“
Margir greina sig ranglega
meðvirka
Nú er meðvirkni ekki bundin við að-
standendur alkóhólista, hversu al-
geng er hún?
„Meðvirkni er algeng og öðl-
ast ekki líf nema einstaklingar séu í
samskiptum við aðra einstaklinga og
streita sé til staðar.“
Er meðvirkni algengari nú en fyrir
einhverjum áratugum, eða er umræð-
an og meðvitundin einfaldlega meiri?
„Meðvitund um hugtakið og ein-
kenni meðvirkni er meiri nú og fólk
óhræddara að leita aðstoðar. Það er
þó áhyggjuefni að margir eru sjálfir
að greina sig ranglega meðvirka. Best
er að láta fagaðila um að greina hvort
um meðvirkni sé að ræða.“
Hvað getur valdið meðvirkni hjá
einstaklingi sem elst ekki upp við
áfengisvandamál á heimilinu?
„Að vera í samskiptum við ein-
staklinga á heimili eða vinnustað
þar sem streita er til staðar og erfið
samskipti. Einnig geta áföll og erfið
reynsla hjá einstaklingi á fullorðins-
árum leitt til meðvirkni sem og lítið
sjálfstraust.
Oft heyrist fólk segja setningar á
borð við „þú ert svo mikill kóari“, eða
„ferlega ertu meðvirk/ur“, en gerir það
sér grein fyrir hvað raunverulega felst
í hugtakinu meðvirkni?
„Því miður er þetta hugtak ofnot-
að og oft notað af vanþekkingu. Það
er stór munur á meðvirkni og óæski-
legum stuðningi eða umhyggju og
góðmennsku.“
Getur verið erfitt að skilja milli
meðvirkni og almennrar samkenndar
og hjálpsemi?
„Nei, það er ekki erfitt. Þetta er
spurning um mörk einstaklingsins. Ef
honum líður vel með að gera eitthvað
er líklegt að um góðmennsku sé að
ræða, en ef einstaklingurinn upplifir
vanlíðan og óþægindi í samskiptum –
sem eru einkenni meðvirkninnar – er
það allt annað mál.“
Meðvirkni jafn algeng hjá konum
og körlum
Getur meðvirkni tekið á sig ólíkar
myndir hjá sama einstaklingi, eins
og til dæmis stjórnsemi og þóknunar-
hlutverk í senn?
„Já, það getur gerst og þá í mis-
munandi hlutverkum, svo sem
stjórnsemi á vinnustað og þóknunar-
þörf heima og öfugt. Líklegt er þó að
önnur hegðunin sé ríkjandi.“
Er meðvirkni jafn algeng hjá kynj-
unum?
„Meðvirkni birtist alveg jafnt hjá
konum og körlum.“
Hefst meðvirkni í uppeldinu, það
er, eru börn meðvirk?
„Já, börn geta orðið meðvirk
snemma eða í uppeldi sínu og hald-
ið því til fullorðinsára, lítið sjálfstraust
fylgir alltaf meðvirkni þó einstakl-
ingar sem hafa mikið sjálfstraust geti
einnig orðið meðvirkir. Þeir eru þó
fljótari að vinna sig út úr aðstæðun-
um.“
Ef svo er, gerir starfsfólk leikskóla,
skóla eða aðrir sem koma að starfi
með börnum, eitthvað í málunum?
„Fagfólk innan skóla getur kom-
ið að því að aðstoða börn við að efla
sjálfstraust, sjálfsmynd og sjálfsvirð-
ingu, svokölluð fyrsta stigs forvörn.
Efling sjálfstrausts og viðhorfsbreyt-
ing er batinn við meðvirkni. Hins veg-
ar er meðvituð vinna með börnum
sem bera einkenni meðvirkni í hönd-
um annarra.“
Hvað getum við gert til að gera fólk
meðvitað um meðvirkni og þar með
komið í veg fyrir hana?
„Með fræðslu um hvað felst í með-
virkni og hver einkennin séu. Einnig
við hvaða aðstæður meðvirkni verði
til. Það kæmi líka í veg fyrir að fólk
skilgreindi sig meðvirkt sem er það
ekki.“
Er meðvirkni alltaf læknanleg?
„Já, eins og áður sagði er bataferill
við meðvirkni sjálfsefling, sem leiðir
til aukins sjálfstrausts og breyttra við-
horfa.“
Stundum er talað um að samfélag-
ið sé undirlagt af meðvirkni, er eitt-
hvað til í því?
„Nei, ég efast um það.“
Meðvirkur einstaklingur nýtur
ekki fullra lífsgæða
Jóna Margrét Ólafsdóttir er félagsráðgjafi hjá Lifandi ráðgjöf ehf. og skrifaði
mastersritgerð um meðvirkni. Hún er nú í doktorsnámi við Háskóla Íslands og
heldur áfram að sérhæfa sig í meðvirkni, þó aðallega meðvirkni tengdri aðstand-
endum fíkla. Hægt er að kynna sér starfsemi Lifandi ráðgjafar á lifandiradgjof.is.
Meðvirkni er alltaf læknanleg Jóna Margrét Ólafsdóttir hefur sérhæft sig í meðvirkni.
M
eðvirkni er orð sem heyrð-
ist sjaldan notað fyrir
nokkrum árum en er nú
orðið tungunni tamt. Æ
fleiri skilgreina sig sem meðvirka og
daglega eru tólf spora fundir víða á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, þar sem
meðvirkir koma saman til að deila
reynslu sinni og fá lækningu við
meðvirkninni. Það bendir til þess að
meðvirkni sé slæm og full ástæða sé
til að leita sér hjálpar þjáist fólk af
þessum kvilla.
Meðvirkni er þýðing á enska
orðinu „codependent“, sem flestir
tengdu aðstandendum alkóhólista.
Nú er komið í ljós að meðvirkni hefur
ekkert endilega með alkóhólisma að
gera heldur er hún einnig afleiðing af
óheilbrigðu fjölskyldumynstri. Ein-
staklingar sem alast upp við óheil-
brigt fjölskyldulíf koma út í lífið með
veika sjálfsímynd sem birtist í ýms-
um myndum.
Ef orðið codependent er slegið inn
á leitarvef Google koma upp rúmlega
330.000 síður. Í Bandaríkjunum hafa
tólf spora samtök um meðvirkni ver-
ið til lengi, en hér á landi er ekki langt
síðan stofnaðar voru tólf spora deild-
ir vegna vandamálsins.
Setningar á borð við „vertu ekki
að kóa með honum/henni“, eða „þú
ert algjör kóari“ heyrast oft og er þar
vísað í meðvirkni. Margir vita þó ekki
nákvæmlega hvað meðvirkni þýðir,
en hafa óljósa hugmynd um að með-
virkni lýsi sér sem ofurgæska og rugla
henni saman við heibrigða sam-
kennd og hjálpsemi. Edda Jóhanns-
dóttir kynnti sér málið og ræddi við
nokkra meðvirka einstaklinga.
Meðvirkni
er sjúklegt ástand