Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 29
Er hugtakið meðvirkni eitthvað sem þú hefur þekkt lengi – og ef svo er, viss- ir þú hvað það raunverulega þýddi? „Ég var líklega svona rúmlega tví- tug þegar ég fór fyrst að pæla í með- virkni. Ætli ég sé ekki ennþá að velta fyrir mér hvað hún þýði í raun og veru.“ Hvenær fannst þú fyrst fyrir að þú værir meðvirk? „Mig minnir að ég hafi rankað við mér þegar ég var 25 ára. Þá bjó ég með vinkonu minni sem benti mér á að ég væri farin að biðjast afsökunar í öðru hvoru orði, en ég hafði einmitt flutt til hennar stuttu eftir að ég hætti í sambúð með manni sem ég hafði flutt inn með bara að því ég kunni ekki við að móðga hann. Svo það lá eiginlega í augum uppi að ég væri meðvirk upp fyrir haus.“ Gerðir þú þér strax ljóst að um meðvirkni væri að ræða eða flokkað- ir þú líðanina undir þunglyndi, kvíða eða annað? „Á þeim tímapunkti hélt maður stundum að meðvirknin væri sjálf- sögð og bara smart lífsangist yfir heimsósómanum, enda var ég þá búin að vera eilífðarunglingur með bóhemametnað í tíu ár eða svo. En auðvitað fann maður bæði fyrir þunglyndi og kvíða yfir vanmættin- um í eigin lífi.“ Með samviskubit yfir að líða vel ef öðrum leið illa Á hvaða hátt kom meðvirknin í veg fyrir að þú lifðir „eðlilegu“, hamingju- ríku lífi? „Raunar finnst mér ég alltaf hafa lifað skemmtilegu lífi, bæði með- virk og minna meðvirk, en það hefur kannski ekki alltaf verið mjög norm- alt. Aftur á móti hefur meðvirknin oft leitt mig inn í skrýtnar hliðargötur í lífinu þannig að ég gerði hluti sem mig langaði ekki að gera en lét tala mig út í. Stundum hefur útkoman komið skemmtilega á óvart og stund- um valdið manni verulegum vand- ræðum. Verstu áhrif meðvirkninnar bitnuðu mikið á lífi mínu þegar ég var ung, svona 15 til 25 ára, þá varð ég jafnvel óvirk í eigin lífi af sam- líðan með öðrum, það er að segja ég dragnaðist með heiftúðugt sam- viskubit ef mér leið vel meðan ein- hverjum nákomnum leið illa. Stund- um gekk þetta svo langt að ég lifði mig meira inn í meintar kvalir við- komandi en hún/hann sjálf/ur.“ Hvernig tókst þú á við meðvirkn- ina þegar þú gerðir þér ljóst að eitt- hvað var ekki eins og það átti að vera? „Þegar ég var 27 ára fór ég að vinna í sjálfri mér, bæði sem aðstandanda alkóhólista og meðvirkri manneskju. Ég sökkti mér ofan í sjálfsvinnu í ár eða svo og leitaði eftir aðstoð og fróð- leik til að takast á við meðvirknina. Það bjargaði á vissan hátt lífi mínu sem snarbreyttist til hins betra upp frá því. Með því að greina meðvirkn- ina gat maður byrjað að takast á við hana. En það gerði mér líka mjög gott að flytja til útlanda í fimm ár og fá fjarlægð á tilveruna heima. Það sem hefur gagnast mér mest síðan eru skriftirnar. Ég hef skrifað nokkr- ar skáldsögur þar sem söguhetjurn- ar eru fram úr hófi meðvirkar, óvirk- ar og ráðvilltar, en þannig grúska ég í meðvirkni á minn hátt. Ég fór einu sinni til sálfræðings sem sérhæfði sig í meðvirkni og hann sagði að ég væri ótrúlega heppin að hafa skrift- irnar því að þó að ég væri bara að skrifa skáldskap um fólk sem er ekki til að þá er ég á sama tíma að skrifa mig í gegnum kunnuglegar kenndir Úttekt | 29Helgarblað 28.–30. janúar 2011 Þjáist þú af meðvirkni? Hér á eftir fylgir listi yfir einkenni meðvirkni Afneitun n Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir því hvernig mér líður. n Ég geri lítið úr, breyti eða afneita því hvernig mér líður. n Mér finnst ég algjörlega óeigingjarn og einarðlega helgaður velferð annarra. Lítil sjálfsvirðing n Ég á erfitt með að taka ákvarðanir. n Ég dæmi allt sem ég hugsa, segi og geri harðlega og finnst það aldrei nógu gott. n Ég fer hjá mér þegar ég fæ viðurkenningu, hrós eða gjafir. n Ég bið aðra ekki um að mæta þörfum mínum eða þrám. n Ég tek álit annarra á hugsunum mínum, tilfinningum og hegðun fram yfir mitt eigið. n Mér finnst ég ekki vera manneskja sem hægt er að elska og virða. Undanlátssemi n Ég breyti gildum mínum og heilindum til þess að forðast höfnun eða reiði annarra. n Ég er næmur fyrir því hvernig öðrum líður og mér líður eins og þeim. n Ég er fram úr hófi trúr fólki og kem mér því ekki nógu fljótt úr skaðlegum aðstæðum. n Ég met skoðanir og tilfinningar annarra meir en mínar eigin og er hræddur við að láta álit mitt í ljós ef ég er ósammála einhverju. n Ég set áhugamál mín og tómstundir til hliðar til þess að gera það sem aðrir vilja. n Ég sætti mig við kynlíf þegar ég vil ást. Stjórnsemi n Mér finnst annað fólk ófært um að sjá um sig sjálft. n Ég reyni að sannfæra aðra um það hvað þeim „á“ að finnast og hvernig þeim líður í „raun og veru“. n Ég fyllist gremju þegar aðrir leyfa mér ekki að hjálpa sér. n Ég gef öðrum ráð og leiðbeiningar óspurður. n Ég helli gjöfum og greiðum yfir þá sem mér þykir vænt um. n Ég nota kynlíf til þess að öðlast viðurkenningu. n Fólk verður að þurfa á mér að halda til þess að ég geti átt í sambandi við það. Flutti inn með manni því hún kunni ekki við að móðga hann Auður Jónsdóttir rithöfundur þekkir meðvirkni af eigin raun. Hún hefur meðal annars nýtt sér skriftirnar til að ná tökum á meðvirkninni. og flókin samskiptamynstur og þar með greina tilfinningarnar um leið. Þannig held ég að skriftir geti hjálp- að öllum, hvort sem þeir skrifa fyrir skúffuna eða lesendur.“ Meðvirkni veldur því að maður veit ekki hver maður er eða hvað maður stendur fyrir Meðvirkni getur lýst sér á margan hátt, til dæmis með stjórnsemi eða óeðlilegri þóknun við aðra, svo eitt- hvað sé nefnt. Getur sami einstakl- ingur verið meðvirkur á margan hátt – tekið á sig alls konar hlutverk í með- virkninni? „Meðvirkni er svo snúið fyrir- bæri að hún getur gert mann alltof meðfærilegan og alltof stjórnsaman nánast á sama augnablikinu. Sumir höndla ekki að setja neinum mörk meðan aðrir setja endalausa úrslita- kosti og stjórna blindandi út í eitt í meðvirknivímu – og stundum ger- ir fólk hvort tveggja. Í rauninni get- ur meðvirkni gert mann að nokkrum karakterum þegar verst lætur, jafn- vel þannig að maður sjálfur hættir að vita hver maður er eða hvað mað- ur stendur fyrir. Hún er mjög mót- sagnakennd og einmitt þess vegna er skemmtilegt að pæla í henni, ólíkar birtingamyndir meðvirkni geta boð- ið upp á dýrðlegan húmor, enda birt- ist hún misjafnlega í fólki, stundum gerir hún fólk hlægilega tækifæris- sinnað og fær það líka til að benda Meðvirkni er sjúklegt ástand Framhald á næstu opnuAuður Jónsdóttir Nú á hún von á barni og hlakkar til að takast á við nýtt hlutverk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.