Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Qupperneq 34
Kristín Laufey fæddist í Stykkis-hólmi en ólst upp í Reykjavík. Hún var í Miðbæjarskólanum og stundaði nám við húsmæðraskóla í Kaupmannahöfn veturinn 1930–31. Kristín Laufey starfaði m.a. við salt- fisksbreiðslu áður en hún gifti sig en þó lengst af hjá Ársæli Árnasyni, bókbind- ara og bókaútgefanda í Reykjavík. Hún var síðan búsett með manni sínum í Færeyjum á árunum 1933–45 og var síðan húsmóðir á fjölmennu heimili þeirra í Vesturbænum í Reykjavík. Kristín Laufey vann mikið að mál- efnum andlega fatlaðra hér á landi, var einn af stofnendum Styrktarfélags van- gefinna og einn helsti hvatamaður að stofnun Bjarkaráss á sínum tíma. Fjölskylda Kristín Laufey giftist 1932 Margeiri S. Sigurjónssyni, f. 22.11. 1907, d. 1.11. 1987, forstjóra G. Helgason og Mel- sted og síðar forstjóra Steinvarar hf. í Reykjavík frá 1960. Foreldrar Margeirs voru Sigurjón Jóhannsson, söðlasmið- ur og bólstrari í Hafnarfirði, og k.h., Margrét Þorleifsdóttir húsmóðir. Börn Kristínar og Margeirs eru Mar- grét, f. 22.5. 1933, fyrrv. fulltrúi í Reykja- vík, ekkja eftir Gissur Jóel Gissurarson skrifstofumann en börn þeirra eru Ívar, útgefandi í Reykjavík, Margeir mat- vælafræðingur, Snorri viðskiptafræð- ingur, Laufey þroskaþjálfi, Lilja þroska- þjálfi, og Ingólfur matvælafræðingur; Lilja, f. 5.5. 1936, búsett að Bergi í Reyk- holtsdal, ekkja eftir Flosa Ólafsson, leikara og rithöfund, en sonur þeirra er Ólafur, hljóðfæraleikari og tónlistar- kennari; Guðjón Sigurgeir, f. 6.3. 1942, forstjóri, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Margréti Jónsdóttur snyrti- fræðingi en börn þeirra eru Ragnheið- ur snyrtifræðingur, Þorsteinn, við- skiptafræðingur og framkvæmdastjóri, Kristín Laufey, viðskiptafræðingur í London, Árni verkfræðingur í Noregi, og Daði hagfræðingur; Ingólfur, f. 4.5. 1948, sagnfræðingur og rithöfundur í Reykjavík, kvæntur Jóhönnu Jónas- dóttur lækni og er sonur þeirra Jónas Margeir laganemi en börn Ingólfs og fyrri konu hans eru Lilja, kvikmynda- maður í Noregi, og Daníel læknanemi; Sigurjón, f. 8.3. 1953, d. 4.9. 1953; Ósk- ar Helgi, f. 11.6. 1954, starfsmaður við Ás en kona hans er Jóhanna Magnús- dóttir. Systkini Kristínar Laufeyjar: Odd- fríður Ingibjörg, f. 25.6. 1908, d. 23.3. 1995, húsmóðir í Reykjavík og um skeið á Sauðárkróki; Elín Fanney, f. 15.9. 1912, d. 20.1. 2000, húsmóðir í Reykjavík; Örn, f. 21.3. 1917, d. 3.11. 1922; Hrefna Sólveig, f. 19.9. 1921, d. 17.11. 1946; Erna, f. 9.5. 1924, nú lát- in, lengst af húsmóðir á Long Island í Bandaríkjunum; Dóra María, f. 20.10. 1926, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Kristínar Laufeyjar voru Ingólfur Daðason, f. 22.12. 1886, d. 24.6. 1947, verkamaður og verkstjóri í Reykjavík, og k.h., Lilja Halldórsdóttir, f. 7.6. 1881, d. 6.11. 1956, húsmóðir. Ætt Ingólfur var bróðir Guðmundar, b. á Ósi á Skógarströnd en hann varð hundr- að og fimm ára, og bróðir Ingibjarg- ar, húsmóður í Stykkishólmi en hún varð hundrað og þriggja ára, auk þess sem maður hennar, Sigurður hrepp- stjóri varð hundrað og fjögurra ára. Ingólfur var sonur Daða, b. á Setbergi, bróður Kristjáns, afa Sigfúsar Daða- sonar skálds. Daði var sonur Daníels, b. í Litla-Langadal, bróður Þorbjargar, langömmu Guðbergs, föður Þóris rit- höfundar. Daníel var sonur Sigurðar, b. í Litla-Langadal á Skógarströnd Sig- urðssonar, skálds og hreppstjóra þar Daðasonar, b. á Leiti á Skógarströnd Hannessonar. Móðir Sigurðar Sigurðs- sonar var Þorbjörg Sigurðardóttir, b. á Setbergi Vigfússonar. Bróðir Þorbjarg- ar var Sigurður stúdent, langafi Elíasar, afa Elíasar Snælands Jónssonar, rithöf- undar og fyrrv. ritstjóra. Sigurður var einnig langafi Steinunnar, ömmu Þor- steins Jónssonar ættfræðings. Móðir Daníels var Ingibjörg Daðadóttir, systir Sigurðar skálds. Móðir Ingólfs var María, en hún varð hundrað og sex ára. María var systir skáldkvennanna Herdísar og Ólínu. María var dóttir Andrésar, for- manns í Skáleyjum Andréssonar, frá Hellissandi Björnssonar. Móðir Andr- ésar formanns var Guðrún Einars- dóttir, systir Þóru, móður Matthías- ar Jochumssonar skálds, og systir séra Guðmundar á Kvennabrekku þar sem María ólst upp, föður Theodóru Thor- oddsen skáldkonu, ömmu Dags Sig- urðarsonar skálds. Önnur dóttir Guð- mundar og uppeldissystir Maríu var Ásthildur, kona Péturs Jens Thorsteins- sonar, kaupmanns og útgerðarmanns á Bíldudal, móðir Muggs og Katrínar Thorsteinsson Briem, móður Péturs sendiherra. Móðir Maríu var Sesselja Jónsdóttir frá Djúpadal, systir Sigríð- ar, móður Björns Jónssonar, ráðherra og ritstjóra, föður Sveins Björnssonar forseta, og Ólafs, stofnanda og ritstjóra Morgunblaðsins. Lilja var dóttir Halldórs, b. í Mið- hrauni í Miklaholtshreppi, bróð- ur Kristjáns, föður Stefáns, föður Al- exanders alþm. og Guðbjarts, föður Gunnars, fyrrv. formanns Stéttarsam- bands bænda. Halldór var sonur Guð- mundar, b. í Miðhrauni í Miklaholts- hreppi, bróður Guðnýjar, langömmu Theodóru, ömmu Helga Ólafssonar stórmeistara. Systir Guðmundar var Elín, langamma Helgu, móður Svavars Gests og ömmu Vilborgar Harðardótt- ur blaðamanns, móður Marðar Árna- sonar alþm. Þá var Elín langamma Þórðar Kárasonar fræðimanns. Bróð- ir Guðmundar var Jóhannes, langafi Guðmundar J. verkalýðsleiðtoga. Guð- mundur var sonur Þórðar, ættföður Hjarðarfellsættar Jónssonar. Móðir Lilju var Elín Bárðardóttir, b. á Flesjustöðum í Kolbeinsstaðahreppi Sigurðssonar og Solveigar, systur Ragnheiðar, ömmu Jóhanns Gunnars Sigurðssonar skálds og Guðríðar, langömmu Björgvins, föður Ellerts B. Schram, fyrrv. ritstjóra DV, forseta ÍSÍ og alþm. Solveig var dóttir Árna, b. á Borg Jónssonar, og Guðríðar Kársdótt- ur, b. í Munaðarnesi Ólafssonar, bróður Vigdísar, langömmu Þorbjargar, móð- ur Ólafs Thors forsætisráðherra. Útför Kristínar Laufeyjar fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 28.1. kl. 13.00. 34 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kgk@dv.is 28.–30. janúar 2011 Helgarblað Merkir Íslendingar Valgeir Helgason fæddist á Litla- Sandi á Hvalfjarðarströnd, sonur Helga Jónssonar, bónda á Þyrli á Hval- fjarðarströnd, og f.k.h., Guðleifar Jónsdóttur frá Svarfhóli í Svínadal. Valgeir lauk stúd- entsprófum í Reykjavík 1925, guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1931 og kennaraprófi sama ár. Þá lauk hann einnig sund- kennaraprófi. Valgeir var kennari á Flat- eyri, í Grindavík, Reykjavík og í Skaftártungu. Hann var settur prest- ur í Stóra-Núpsprestakalli 1932 og vígður í Þykkvabæjar- klaustursprestakalli 1933. Hann sat í Hlíð í Skaftár- tungu í tvö ár, í Hrífunesi 1935-1942, í Ásum í tvö ár, í Hemru 1944-1952 og síðan eftir það í Ásum. Hann varð prófastur í 1963. Valgeir var formað- ur Félags áfengisvarnar- nefnda í sýslunni frá 1961. Prentaðar hafa verið eft- ir Valgeir hugvekjur í Nýjum hugvekjum og í Vestur-Skaft- fellskum ljóðum frá 1962 er að finna níu ljóð eftir hann. Valgeir Helgason prófastur og kennari f. 29.1. 1903, d. 23.1. 1986 Sigurjón fæddist í Reykjavík og ólst upp í Breiðholtinu. Hann stundaði nám á listabraut Fjöl- brautaskólans í Breiðholti og í Marg- miðlunarskólanum. Áður en Sigurjón snéri sér alfar- ið að tónlistinni, starfaði hann m.a. við snittugerð og veisluþjónustu hjá föður sínum í Stúdíóbrauði, og hjá stjúpföður sínum í Verkveri. Sigurjón hóf ungur að leika á gít- ar og semja lög. Hann var trommu- leikari og lagahöfundur hljómsveit- arinnar In Bloom. Hljómsveitin gaf út breiðskífuna In Bloom, 1994, og fór til Bandaríkjanna um það leyti en hljómsveitin átti titillag sjónvarps- myndarinnar Missing Brendan. Sigurjón varð síðar gítarleikari og aðalsöngvari hljómsveitarinnar Fla- vors sem gaf út breiðskífuna Go Your Own Way, 2004. Hann samdi öll lög- in á plötunni og flesta textana. Hann gaf síðan út sólóplötuna Sjonni Brink fyrir jólin 2009 með lögum eftir sig sjálfan og Gumma Jóns í Sálinni. Auk þess samdi hann fjölda laga fyrir aðra listamenn. Þá starfaði Sigurjón með hljóm- sveitinni Rokk undanfarin misseri, en þeir gáfu út lagið Love is You, eftir Pálma Sigurhjartarson, gefið út í til- efni þess að 70 ár voru liðin frá fæð- ingu Johns Lennons. Sigurjón tók þátt í uppsetning- um fjölmargra leikverka og tónleika. Má þar nefna Le Sing, á Broadway, sem hann sýndi í tæp níu ár, Cuck- oos Cabaret, Footloose og Woyzek í Borgarleikhúsinu. Hann var einn af stofnendum leikhópsins Vesturports og samdi m.a. tónlistina við leikrit- ið Brim sem Vesturport setti upp. Þá setti hann upp tónleikinn Bítl í Loftkastalanum, árið 2005, ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, Hilmi Snæ Guðnasyni og Pálma Sigurhjartar- syni. Sigurjón tók þátt í afmælistón- leikum Sgt. Peppers Bítlaplötunnar í Háskólabíói, John Lennon tribute- tónleikum, Eagles tribute-tónleik- um og minningartónleikum um Vil- hjálm Vilhjálmsson. Að undanförnu lék Sigurjón hlutverk Ritchie Valens í söngleiknum Buddy Holly og söng þar hið ógleymanlega La Bamba. Undanfarið hefur lagið „Okkar ástarvor“, sem Sigurjón flutti ásamt Björgvini Halldórssyni á nýútkom- inni dúettaplötu Björgvins, notið mikilla vinsælda. Sigurjón tók þrisvar þátt í úr- slitum Söngvakeppni Sjónvarpsins og var í úrslitum í fyrra með lagið „Waterslide“. Til stóð að hann tæki þátt í keppninni í ár, 29.1. nk., með eigið lag við texta eiginkonu sinnar, Þórunnar Ernu Clausen. Vinir hans munu flytja lagið fyrir hann. Sigurjón var áhugamaður um hestamennsku, var félagi í hesta- mannafélaginu Gusti, og lék og keppti í golfi. Fjölskylda Sigurjón hóf sambúð árið 2002 með eiginkonu sinni, Þórunni Ernu Clau- sen, f. 12.9. 1975, leikkonu. Þau giftu sig þann 15. 11. 2008. Hún er dóttir Hauks Clausen, f. 8.11. 1928, d. 1.5. 2003, og k.h., Elínar Hrefnu Thorar- ensen, f. 17.2. 1944. Synir Sigurjóns og Þórunnar Ernu eru Haukur Örn Brink, f. 3.5. 2005; Ró- bert Hrafn Brink, f. 20.4. 2008. Sonur Sigurjóns frá fyrra sam- bandi er Aron Brink, f. 15.2. 1995. Dóttir Sigurjóns frá fyrra sam- bandi er Kristín María Brink, f. 6.7. 2000. Bróðir Sigurjóns, sammæðra, er Árni Filippusson, f. 12.1. 1982. Stjúpsystir Sigurjóns, dóttir Fil- ippusar Gunnars, er Nína Dögg Fil- ippusdóttir, f. 25.2. 1974. Systkini Sigurjóns, samfeðra, eru Róbert Aron Róbertsson, f. 25.12. 1978, Rannveig Hrönn Brink, f. 7.11. 1979, og Magnús Þór Brink, f. 17.1. 1987. Foreldrar Sigurjóns eru Róbert Magnús Brink, f. 27.11. 1955, og Bjar- ney Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 17.10. 1955. Eiginkona Róberts Magnúsar er Þóranna Bjarnadóttir, f. 15.9. 1955. Eiginmaður Bjarneyjar Sigríðar er Filippus Gunnar Árnason, f. 14.7. 1956. Sigurjón var jarðsunginn frá Graf- arvogskirkju sl. fimmtudag. Blóm og kransar voru afþakkaðir en athygli er vakin á Áfram – hvatningarsjóði barna Sigurjóns Brink. Sjóðurinn hef- ur það markmið að hvetja og styðja börn hans í framtíðinni. Reikingsnúmer sjóðsins er 0546- 14-401730 og kennitala 251278-4909. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 8284 / 551 3485 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 Sigurjón Brink Tónlistarmaður f. 29.8. 1974, d. 17.1. 2011 Kristín L. Ingólfsdóttir Húsmóðir f. 2.7. 1910, d. 22.1. 2011 Andlát Andlát

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.