Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 36
36 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 28.–30. janúar 2011 Helgarblað
L
itlu mátti muna að Christopher
Wilder kæmist ekki til manns
og má til sanns vegar færa að
margir hefðu talið það bless-
un hefði hann geispað golunni fljót-
lega eftir fæðingu eins og allt leit út fyr-
ir þegar hann fæddist 13. mars 1945 í
Ástralíu. En anginn, sonur bandarísks
hermanns og ástralskrar konu, hafði
það af og engu líkara en hann væri í
bernsku verndaður af æðri máttarvöld-
um því hann slapp einnig með skrekk-
inn um tveggja ára aldur þegar litlu
mátti muna að hann drukknaði í sund-
laug.
Það varð ljóst fyrir tuttugu ára aldur
hvaða stefnu líf hans tæki því á átjánda
eða nítjánda ári játaði hann á sig aðild
að hópnauðgun á strönd í Sydney og
fékk skilorðsbundinn dóm og var gert
að gangast undir raflostsmeðferð sem
hugsanlega jók ofbeldishneigð hans
sem var að stærstum hluta af kynferð-
islegum toga. Ein bók virtist hafa ver-
ið honum sérstaklega hugleikin, The
Collector, Safnarinn, eftir John Fowles.
Bókin fjallar um karlmann sem heldur
konu fanginni í kjallara hans þar til hún
deyr og kunni Wilder skáldsöguna nán-
ast utanbókar.
Afbrot í Bandaríkjunum
Árið 1968 gekk hann í hjónaband en
hin nýbakaða brúður lét sig hverfa eftir
eina viku og Wilder tók þá ákvörðun að
flytjast búferlum til Bandaríkjanna þar
sem hann settist að á Boynton-strönd í
Flórída. Þar tókst honum að efnast eitt-
hvað á fasteignaviðskiptum auk þess
sem hann fékk áhuga á ljósmyndun.
En litlar breytingar var að sjá hvað
varðaði ofbeldishneigð hans og á ár-
unum 1971 til 1975 var hann fasta-
gestur í dómsölum vegna afbrota sem
öll tengdust vafasamri kynferðislegri
hegðun. Að lokum fór svo að Wilder
nauðgaði ungri konu sem hann hafði
lokkað inn í bíl sinn undir því yfirskyni
að hann hygðist ljósmynda hana vegna
fyrirsætusamnings. Þetta verklag átti
eftir að einkenna nauðgana- og morð-
feril hans síðar. En örlögin áttu eftir að
haga því þannig að Wilder var aldrei
sakfelldur fyrir glæpi sína.
Wilder tengdur við morð
Á meðan hann var í heimsókn hjá for-
eldrum sínum í Ástralíu árið 1982 var
Wilder ákærður fyrir kynferðisbrot
gagnvart tveimur fimmtán ára stúlkum
sem hann hafði neytt til að sitja naktar
fyrir. Foreldrar hans borguðu tryggingu
fyrir og hann fékk heimild til að fara til
Bandaríkjanna og vera þar uns réttar-
höld í málinu hæfust en þeim var ítrek-
að slegið á frest. Að lokum fór þó svo
að ákveðið var að réttarhöldin hæfust í
apríl 1984, en þegar sá dagur rann upp
var Wilder liðið lík, en nánar verður vik-
ið að dauðdaga hans síðar.
Fyrsta morðið sem Wilder var eign-
að var morðið á fyrirsætunni Rosario
Gonzalez. Hún sást síðast 26. febrúar
1984 á Miami Grand Prix-kappaksturs-
keppninni þar sem hún hafði verið ráð-
in til starfa og Wilder keppti.
Skömmu síðar, 5. mars, hvarf Eliza-
beth Kenyon, fyrrverandi kærasta
Wilders, sem hafði komist í úrslit í Ung-
frú Miami-fegurðarsamkeppninni. Lík
hvorugrar stúlkunnar fannst nokkurn
tíma. Vegna upplýsinga frá einkaspæj-
ara á vegum foreldra Elizabeth tókst
lögreglu að tengja Wilder við hvarf
stúlknanna, en þann 15. mars tók Wild-
er til fótanna.
Morð á morð ofan
En því fór fjarri að Christopher Wilder
hygðist taka því rólega og 18. mars lokk-
aði hann Terry Ferguson frá verslunar-
miðstöð við Satellite-strönd og myrti
hana. Lík hennar fannst nokkrum dög-
um síðar. Næsta fórnalamb Wilders var
nítján ára stúdína við ríkisháskóla Flór-
ída. Wilder nam hana á brott úr Talla-
hassee-verslunarmiðstöðinni í Flórída
20. mars. Þegar hún neitaði að leyfa
honum að ljósmynda sig vafði hann
hana í teppi, skellti henni í farangurs-
geymslu bifreiðar sinnar og fór með
hana til Bainbridge í Georgíu. Í Bain-
bridge fór hann með hana á herbergi
á vegahóteli og nauðgaði henni. Síðan
notaði hann ofurlím og hárblásara til
að líma aftur á henni augnlokin og gaf
henni síðan raflost.
Stúlkan beitti kjafti og klóm gegn
Wilder sem ákvað að leggja á flótta þeg-
ar henni tókst að læsa sig inni á bað-
herbergi og barði þar veggi í skelfingu.
Wilder ók á brott með persónulegar
eigur hennar en henni tókst að fanga
athygli annarra gesta og eiganda vega-
gistihússins.
Wilder verður óstöðvandi
Daginn eftir varð Terry Walden, 24 ára
kona frá Beaumont í Texas, þess vafa-
sama heiðurs aðnjótandi að fá tilboð
um að sitja fyrir hjá Wilder. Terry hafn-
aði tilboðinu en hvarf tveimur dögum
síðar. Lík hennar fannst þann 26. mars
og sama dag fannst lík hinnar 21 árs
Suzanne Logan í Oklahoma-borg. Suz-
anne hafði horfið daginn áður og ljóst
var á ummerkjum að henni hafði verið
nauðgað og hún sætt pyntingum áður
en hún var stungin til bana.
Þegar þar var komið sögu var ljóst að
Wilder var kominn á bragðið, því þrem-
ur dögum síðar voru örlög Sheryl Bona-
ventura ráðin. Sheryl og Wilder sáust
saman á veitingastað í Silverton í Colo-
rado 29. mars og sögðu þau starfsfólki
staðarins að þau væru á leið til Las Ve-
gas. Sheryl komst aldrei til borgar ljós-
anna því undir lok mars banaði Wilder
henni í Utah, en lík hennar fannst ekki
fyrr en rúmum mánuði síðar.
Wilder komst hins vegar alla leið
til Las Vegas, til allrar ólukku fyrir Mi-
chelle Korfman, 17 ára upprennandi
fyrirsætu, sem hvarf í Las Vegas 1. apríl.
Lík hennar fannst 13. maí.
Wilder fær aðstoðarmanneskju
Í grennd við Torrance í Kaliforníu
komst Wilder í kynni við sextán ára
stúlku, Tinu Mariu Risico, sem sam-
þykkti að sitja fyrir hjá honum. Í kjöl-
farið nam Wilder hana á brott og fór til
El Centro þar sem hún fékk að finna til
tevatnsins.
Wilder komst að þeirri niðurstöðu
að hún gæti orðið viljugt verkfæri í
höndum hans og veitt honum aðstoð
við að lokka til sín fleiri fórnarlömb.
Þetta varð Tinu til lífs og hún komst lif-
andi frá kynnum sínum við Wilder. En
ekki fyrr en eftir að hún hafði farið með
honum til Taos í Nýju-Mexíkó og þaðan
til Gary í Indíana þar sem hún þurfti að
lokka sextán ára stúlku, Dawnette Wilt,
í gildru Wilders. Á meðan Tina ók sem
leið lá til New York nauðgaði Wilder
Dawnette ítrekað í bílnum.
Í grennd við Rochester var Wilder
búinn að fá nóg af nýjustu bráð sinni og
fór með Dawnette inn í skóglendi þar
sem hann reyndi að kæfa hana áður
en hann stakk hana tvisvar með hníf
og skildi síðan við hana. Dawnette lifði
af og upplýsti lögregluna um að Wild-
er væri á leið til Kanada. Enn var þætti
Tinu ekki lokið.
Wilder
handsamaður
Wilder var nú sá
glæpamaður sem al-
ríkislögregla Banda-
ríkjanna, FBI, vildi
hvað heitast hafa
hendur í hári á og var
þess skammt að bíða
að Wilder yrði stöðv-
aður.
Á leið sinni til Kan-
ada komu Wilder og
Risico við í Victor þar
sem Risico lokkaði
Beth Dodge, 33 ára,
inn í bíl þeirra skötu-
hjúanna. Wilder ók bíl
þeirra en Risico fylgdi á
eftir í bifreið Beth. Eftir
skamma ökuferð skaut
Wilder Beth til bana
og fleygði líki hennar í
malargryfju og héldu Risico og Wilder
síðan ferð sinni áfram á Trans-Am-bíl
Beth. Var áfangastaður þeirra Logan-
flugvöllurinn í Boston. Þar skildi leiðir
Risico og Wilders og hann keypti handa
henni flugmiða til Los Angeles.
Þann 13. apríl gerði Wilder mis-
heppnaða tilraun til að ræna ungri
konu í Beverly í Massachusetts, en lýs-
ingu á flóttabifreið hans hafði þá verið
dreift til allra löggæslumanna. Þegar
Wilder stoppaði á bensínstöð í Cole-
brook í Nýja-Hampshire ráku tveir lög-
reglumenn, Leo Jellison og Wayne
Fortier, augun í hann.
Þegar þeir nálguðust Wilder hljóp
hann að bífreið
sinni og hugð-
ist grípa til vopna
en þeir urðu fyrri
til. Jelli son náði
að taka utan um
Wilder aftan frá
og hefta hand-
leggi hans, en í
ryskingunum
fór ekki betur en
svo að Wilder
skaut sjálfan sig
í bringuna og fór
kúlan í gegnum
hann og í Jellison.
Christopher Wilder var allur, en
Jelli son alvarlega særður. Jellison náði
sér að fullu og snéri síðar til starfa.
Tengdur við nokkur óupplýst morð
Wilder yfirgaf ekki jarðlífið slyppur og
snauður, ef hægt er að taka þannig til
orða. Þegar lík hans var brennt í Flórída
skildi hann eftir persónulegar eignir að
andvirði tveggja milljóna bandaríkja-
dala.
Auk þeirra átta kvenna sem vitað er
að hann myrti frá febrúar til apríl 1984
hefur hann verið nefndur til sögunnar í
fjölda annarra mála sem varða morð og
hvarf kvenna og í tengslum við líkams-
leifar kvenna sem fundust á sömu slóð-
um og hann hélt til á þeim tíma. Einnig
hefur Christopher Wilder verið bendl-
aður við óupplýst morð sem kennd eru
við Wanda-strönd í Ástralíu.
Í Bandaríkjunum báru tvær stúlkur
kennsl á Wilder af ljósmynd og sögðu
hann líkjast manni sem neyddi þær til
kynferðisathafna í skóglendi í grennd
við Boynton-strönd. Í Ástralíu fundust
tvær konur myrtar, árið 1965, og höfðu
síðast sést í fylgd karlmanns sem svip-
aði til Wilders í útliti.
Árið 1981 voru tvær táningsstúlk-
ur numdar á brott í Lee-sýslu í Flór-
ída. Lík annarrar þeirra, Mary Hare,
fannst síðar og hafði hún verið stungin
til bana. Lík hinnar, Mary Ortiz, fannst
aldrei. Árið 1982 fundust beinagrindur
óþekktra kvenna grafnar skammt frá
landareign í eigu Wilders í Loxahatchee
í Flórída.
Svo má nefna Tammi Leppert, tán-
ingsstúlku sem var numin á brott á
Merritt-eyju í júlí 1983, Melody Gay,
sem hvarf í Collier-sýslu í Flórída í mars
1984 og fannst liðið lík þremur dögum
síðar og Colleen Osborne sem hvarf
úr svefnherbergi sínu í Daytona í mars
1984.
n Ef Christopher Wilder hefði dáið við fæðingu hefði fjölda ungra kvenna orðið lengra lífs auðið n Wilder skildi
eftir sig slóð morða, misþyrminga og nauðgana n Hann lokkaði stúlkur til sín með fyrirheitum um fyrirsætuferil
Morðóði
ljósMyndarinn
Christopher Wilder
Þrátt fyrir að hafa myrt
fjölda ungra kvenna
kom hann aldrei
fyrir dóm vegna
þeirra glæpa.
Fórnarlömb Wilders Sumar
kvennanna féllu fyrir fyrirheitum um
fyrirsætustörf.