Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Side 37
Helgarblað 28.–30. janúar 2011 Umsjón: Helgi Hrafn Guðmundsson helgihrafn@dv.is Skrýtið 37 B reski forsætisráðherrann Winston Churchill gekk um gólf. Hann var djúpt hugsi. Enda var þetta á einum sögulegasta tímapunkti mannkynssögunnar, í lok árs 1941, þegar nasistar höfðu lagt undir sig gervalla Evrópu og höfðu yf- irhöndina í seinni heimsstyrjöld- inni. Churchill var staddur í Ott- awa í Kanada og var nýbúinn að flytja þrumuræðu yfir kanadíska þinginu. Japanir höfðu nokkrum vik- um fyrr ráðist á bandarísku flota- stöðina Pearl Harbor á Hawaii og Norður-Ameríka var öll að dragast inn í stríðið. Skyndilega var bankað á dyrn- ar. Forsætisráðherrann hafði beð- ið um að fá að vera í friði, vildi enga truflun. En hann opnaði. Inn gekk mjósleginn ljósmyndari sem ráðinn hafði verið af kanadísk- um yfirvöldum til að taka nokkrar ljósmyndir af Churchill í tilefni af heimsókn hans. Ljósmyndarinn var Yousef Karsh og tók þetta kvöld eina frægustu ljósmyndina sem til er af Winston Churchill, sem sum- ir segja að sé jafnvel ein frægasta ljósmynd mannkynssögunnar. Myndin sýnir Churchill ákaflega fúlan og alvarlegan en Karsh beitti brögðum til að fanga þessar til- finningar á filmur sínar. Hundfúll Churchill Kersh vissi að hann hafði mjög stuttan tíma til þess að taka mynd- irnar. En samt byrjaði hann á því að rannsaka Churchill og skrif- aði hjá sér minnispunkta um sér- kenni hans, hegðun, framkomu og líkamsstöðu. Hann hringsólaði í kringum forsætisráðherrann sem hafði enga þolinmæði fyrir þessum leikjum. Hann bað Churchill að setjast í stól og beindi ljósunum að hon- um og hélt svo áfram að skrifa eitt og annað hjá sér og mændi þess á milli á gamla manninn. En Winston Churchill fékk nóg og hreytti út sér: „Þú hefur tvær mínútur. Og ekki söguna meir, tvær mínútur.“ Chur- chill var önugur og fúll því eng- inn hafði sagt honum að til stæði að taka myndir af honum. Hann horfði fýlulega á ljósmyndarann og dró síðan upp gríðarstóran vindil úr kassanum sínum og byrjaði að púa hann með miklum tilþrifum. Togaði vindilinn úr túlanum En Karsh hafði ekki ætlað að mynda Churchill reykjandi vindil. Hann taldi sig þurfa öðruvísi lýsingu fyr- ir það og fannst það almennt ekki passa. Hann bað því forsætisráð- herrann kurteislega að slökkva í vindlinum. En Churchill harðneit- aði því. Því næst gekk Karsh ofurhægt upp að Winston og þóttist vera að stilla ljósin. En skyndilega, leifturs- nöggt, greip hann utan um vind- ilinn og togaði hann ofurvarlega úr túlanum á Churchill og gekk því næst upp að myndavélinni og smellti af. Ljósmyndin sýnir graf- alvarlegan mann sem mörgum fannst tákna ákveðni og áræði for- sætisráðherrans breska en í raun var Churchill einfaldlega trylltur af bræði vegna þessa ófyrirlitlega og dónalega bragðs ljósmyndarans. Óbærileg þögn Karsh rifjaði þetta upp síðar: „Ég gekk upp að honum og togaði vind- ilinn út úr honum, hugsunarlaust, en samt með virðingu og sagði: „Afsakið mig, herra minn.“ Þegar ég var kominn aftur að myndavél- inni var hann svo herskár á svipinn að ég hélt að hann myndi ganga frá mér. Og það var á því augna- bliki sem ég smellti af. Þögnin var óbærileg. En þá fór Churchill að brosa og sagði: „Þú mátt taka aðra mynd.“ Hann gekk upp að mér, tók í höndina á mér og sagði: „Þú gæt- ir jafnvel fengið öskrandi ljón til að standa kyrrt fyrir myndatöku.““ Ritskoðaður vindlakarl Í síðasta helgarblaði ræddum við um tilhneigingu póstyfirvalda í Bandaríkjunum til að ritskoða síg- arettur og annað tóbak af mynd- um sem notaðar eru fyrir frímerki. Til dæmis var sígaretta mynd- listarmannsins Jacksons Pollock strokuð út þegar fræg mynd af honum var prentuð á frímerki til minningar um hann. Þetta hef- ur einnig verið gert við myndir af Winston Churchill á safni í Lond- on sem helgað var honum. Ef hann hefði verið á lífi hefði hann eflaust fyllst mikilli gremju þegar ákveðið var að stroka vindilinn úr munninum á myndinni frægu þar sem gerir V-táknið með fingrun- um. Nú sjá gestir á safninu The Winston Churchill’s Britain at War Experience engan vindil í munn- inum á breska forsætisráðherran- um. Helsta auðkenni breska for- sætisráðherrans var einmitt gríð- arlega þykkir og langir vindlar. Við höfum séð hann á óteljandi myndum púa þá. n Ein frægasta ljósmyndin af Winston Churchill sýnir hann grafalvarlegan n Ljósmyndarinn hafði kippt vindlinum leiftursnöggt úr túlanum á honum n Breski forsætisráðherrann var ekki ánægður með það Reif vindilinn af Churchill og tók fræga mynd „Þú gætir jafnvel fengið öskrandi ljón til að standa kyrrt fyrir myndatöku. „Ég gekk upp að honum og togaði vindilinn út úr honum, hugsunarlaust. Myndin fræga Churchill er ákaflega fýldur á þessari mynd, enda hafði ljós- myndarinn stolið af honum vindlinum augnabliki áður. Mynd yousEf KaRsH Brosti á eftir Churchill komst í gott skap og hrósaði ljósmyndaran- um Karsh. En þessi mynd er engan veginn eins þekkt. Mynd yousEf KaRsH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.