Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Qupperneq 41
Lífsstíll | 41Helgarblað 28.–30. janúar 2011 Að leysa kynork- una úr læðingi Ef svefnherbergið er bæði fráhrindandi og ópersónulegt er ekki líklegt að umhverfið hvetji sérstaklega til afreka í ástamálum. Margt má gera til þess að gera svefnher- bergið að sannkölluðu ástarhreiðri. Taktu þér Carrie Bradshaw og mr. Big til fyrirmyndar og gerðu svefn- herbergið að góðum stað til að slaka á. Góður rúmgafl og rúm sem er hægt að stilla í setustöðu er fyrirtaks hugmynd. Náttborð, kerti og örvandi myndlist og bækur. Bjartsýnir lifa lengur Samkvæmt nýrri rannsókn er hjarta bjartsýnisfólks sterkara en hjarta ólundar- seggja. Í rannsókn hollenska sálfræðingsins Erik Gitay var ólíklegra að þeir sem lýstu sér sem afar jákvæðum einstaklingum fyrir áratug væru látnir vegna hjartasjúk- dóma eða af öðrum orsökum. Fyrir níu árum voru spurningalistar lagðir fyrir 999 einstak linga á aldrinum 65–85 ára. Þá höfðu 397 af þátttakendum látist. Meiri líkur voru á að þeir sem eftir lifðu hefðu lýst sér sem sem bjartsýnum einstaklingum. Þeir bjartsýnu voru 55 prósent ólíklegri til að hafa dáið af einhverjum ástæðum á tímabilinu og 23 prósent ólíklegri til að láta lífið vegna hjartasjúkdóma. Enn meiri munur mældist á lífslíkum bjartsýnna karlmanna og svartsýnna kynbræðra þeirra. Gitay segist ekki vita ástæðuna. „Ein möguleg útskýring á því af hverju bjartsýni virðist hafa jákvæðari áhrif á karlmenn en konur gæti einfaldlega verið sú að fjöldi karlmanna sem lést á tímabilinu var meiri en fjöldi kvenna.“ Settu hveitikím í morgundrykkinn og pönnukökurnar: Næringarríkasta fæðutegund í heimi Heilsubúðir og heilsudeildir flestra stórverslana bjóða nú upp á hveitik- ím (e. wheat germ), eina næringar- ríkustu fæðutegund sem fyrirfinnst. Hveitikím er sannkölluð undrafæðu- tegund því hún inniheldur 23 nær- ingarefni og magn næringarefna í hverju grammi er meira en í nokkru öðru grænmeti eða korni. Vegna þess að hveitikím er svo ríkt af næringar- efnum, vítamínum, járni og trefj- um er hægt að leggja að jöfnu u.þ.b. 30 g af hveitikími og 250 g af græn- meti. Einfaldasta leiðin til þess að koma hollu hveitikími inn í daglegan matseðil er að bæta honum í morg- unverðinn. Það má gera með því að setja það í morgundrykkinn, nota það í morgunverðarpönnukökur eða hræra því saman við AB-mjólk eða jógúrt. Hveitikímsdrykkur með hind- berjum og banönum er kraftmikil byrjun á deginum. Í slíkan drykk þarf hnefafylli af hindberjum, 1/2 ban- ana, bolla af AB-mjólk (má sleppa), 1 msk. hveitikím og 1 bolla af ávaxta- safa. Öllu þeytt saman í blandara og hellt í glas. Pönnukökur með hveitikími 1/2 bolli hafrar 2 msk. hveitikím 1 bolli mjólk 1/2 bolli AB-mjólk eða jógúrt 3/4 bolli heilhveiti 1 1/2 tsk. vínsteinslyftiduft 3/4 tsk. matarsódi 1/2 tsk. kanill 1/2 tsk. salt 2 stór egg 2 msk. matarolía 1 tsk. sykur Vætið í höfrunum og hveitikíminu með mjólkinni. Leyfið að standa í 10 mínútur. Hrærið saman öðrum þurr- efnum. Þeytið saman egg, olíu, sykur og jógúrt í annarri skál, bætið blönd- unni saman við hafrana og hveitik- ímið. Hitið pönnu og rennið smá smjöri yfir. Hellið deigi á pönnu og steikið litlar pönnukökur. Pönnukökurnar má vel frysta. Setjið þær í plastpoka sem er hægt að loka og leggið bökunarpappír á milli hverrar köku. Góð leið til að byrja daginn Hveitikím er ein næringarríkasta fæðutegund sem völ er á. 5 gullnar reglur að fara eftir til að bæta samskiptafærni þína: Þetta þarftu að kunna! Góð samskiptafærni skiptir öllu máli þegar kemur að því að ná árangri. Jákvæð og góð samskipti auka líkur á því að þú finnir þér farsælan farveg hvort sem um er að ræða fjölskyldulíf eða frama. Ef þú átt í vandræðum með hvort tveggja er ekki úr vegi að kanna hvort þú getir ekki bætt hæfni þína. Eftirfarandi reglur eru gullnar fyrir þá sem eiga það til að hrasa: Náðu góðu sambandi Vertu slök og afslöppuð og passaðu upp á líkamstjáninguna. Brostu og vertu glaðleg. Ekki standa með krosslagðar hendur og horfðu á viðmælandann. Það er megnasta ókurteisi að eiga í samræðum við manneskju en horfa annað á meðan, til dæmis á tölvuskjáinn, út um gluggann eða annað. Ekki naga neglurnar, borða eða laga fötin og gættu þess að standa ekki of nálægt eða of fjarri manneskjunni. Náðu athyglinni Talaðu skýrt. Þegar þú kynnir þig skaltu segja: Komdu sæl, ég heiti Jóna, í stað: Komdu sæl, Jóna heiti ég. Áherslan týnist í seinna tilvikinu. Ekki tala í kringum hlutina, hafðu skilaboðin skýr, hlýleg og yfirveguð. Hugsaðu um innihaldið og lærðu að greina kjarnann frá hisminu. Það er ekki samasemmerki milli þess og að vera of hátíðlegur. Í uppistandi, grínleik og ræðuhaldi er þetta lykilatriði. Ekki gera ráð fyrir því að viðmælandinn geti lesið hugsanir þínar eða viti allt um þig og skoðanir þínar. Slíkt er hroki. Hlustaðu vel Ekki bíða eftir að fá að tala og ekki hugsa of mikið um hvað þú ætlar að segja af keppnisanda, á meðan viðmælandinn er að tala við þig. Leyfðu samtalinu að eiga sér stað og hlustaðu vel áður en þú svarar. Vertu heiðarlegur Ekki hræðast það að taka á hlutunum eða gefa erfiðar upplýsingar. Vertu heiðarlegur og ekki forðast að svara. Þetta er lykil- atriði. Hugsaðu um alla þessa illa liðnu upplýsingafulltrúa sem ætti frekar að kalla: „gefa-ekki-upplýsingarfulltrúa“. Þeim tekst að gera öll mál að stórmálum. Þeir bestu í þessum bransa detta ekki í þá gryfju heldur lægja allar öldur með því að svara erfiðum spurningum á opinskáan og yfirvegaðan máta. Þolinmæði Ekki flýta þér úr samræðum. Dragðu djúpt andann og sýndu manneskjunni sem þú ert að tala við þá virðingu að hún finni að hún sé þess virði að tala við. H vernig laðar þú til þín það góða? Ertu ein af þeim sem eru móttækilegar fyrir þeim tækifærum sem bjóðast eða fjölgar fíflunum sífellt í kringum þig? Sigríður Arnardóttir, betur þekkt sem Sirrý, kennir fólki að takast á við neikvæða strauma, efla tjáningu sína og sjálfsöryggi í framkomu og með því laða til sín tækifæri. Hún vill meina að þeir sem búa yfir góðri samskiptafærni öðlist forskot á mörgum sviðum lífins. Þeir sem tjá sig af öryggi og jákvæðni auki líkur sínar á farsæld í fjölskyldulífi, vina- tengslum, frama og hverju því sem sóst er eftir í samfélaginu. Sirrý hefur haldið fjöldann allan af skemmtilegum fyrirlestrum um samskiptafærni. Hún er félags -og fjölmiðlafræðingur og öllum lands- mönnum kunn vegna starfa sinna á fjölmiðlum. Hún byggir á víðtækri reynslu sinni þegar hún heldur fyr- irlestra og sérlega dýrmæt er henni reynslan úr starfsnámi hennar á fjöl- miðlum í Bandaríkjunum. „Bandaríkjamenn kunna sam- skipti. Það er til að mynda innbyggt í menningu þeirra að fólk tekur eft- ir nöfnum samferðamanna. Þeir eru líka skýrir, hnitmiðaðir og glaðleg- ir. Við getum lært ýmislegt af þeim í munnlegri tjáningu og þeir af okkur í öðru.“ En hvað þarf til þess að ná góðum árangri? „Það geta allir þjálfað sig betur í að tjá sig af öryggi og þeim sem hafa hæfi- leika á þessu sviði farnast betur, sér í lagi þegar á móti blæs,“ segir Sirrý. „Við Íslendingar erum svo mikil bóka- þjóð og tjáum okkur skriflega. Það er gott og gilt en áherslurnar leiða til þess að mörg okkar þurfa verulega á því að halda að styrkja þessa færni í persónulegum samskiptum.“ Sirrý telur að til þess að ná góðum árangri þurfi að hlusta á aðra, tjá sig skýrt og skilmerkilega og greina og skilja tilfinningar. „Við þurfum líka að vera jákvæð og detta ekki í volæði. En það er þó eðlilegt að detta ofan í holu í skamman tíma en ef við ætlum ekki að vera volæðisfíklar þurfum við að leitast við að fylla á tankinn og sinna okkur andlega og líkamlega. Það er svo mikilvægt líka að fara á manna- mót og umgangast annað fólk. Það er hægt að læra góð samskipti en þau þarf að æfa rétt eins og allt annað.“ Að laða til sín það góða Sirrý segir andann eftir kreppu vera áskorun. Margir hafi þurft að hugsa tilveru sína upp á nýtt og forgangs- raða á annan hátt en áður því sem máli skiptir í lífinu. „Þegar illa geng- ur er mikilvægt að reyna að finna sér hlutverk og þekkja óskir sínar og vera bæði bjartsýn og svolítið upp- litsdjörf,“ segir Sirrý. „Þannig löðum við að okkur góða strauma og tök- umst á við þá neikvæðu. Ég hef ver- ið að halda fyrirlestra sem bera heit- ið Að fylla á tankinn, og þeir fjalla um það hvernig við sköpum jarðveg velgengni með viðhorfum okkar og hegðun. Ég sjálf finn að þegar ég er í essinu mínu þá gerast góðir hlutir en þegar ég er orkulaus og hef ekki hug- að að eigin vellíðan og styrk þá fjölgar fíflunum í kringum mig og mér finnst allt sem ég geri ómögulegt. Þetta er auðvitað gróft til orða tekið en það eiga allir neikvæð tímabil til skamms tíma og það er mikilvægt að læra að tækla þau til góðs. Þegar við fyllum á tankinn, eins og ég tek til orða, þá verðum við umburðarlyndari gagn- vart okkur sjálfum og sendum ekki bara frá okkur pirruð þreytumerki heldur löðum við til okkar ævintýrin með jákvæðu hugarfari.“ Sigríður heldur af og til fyrirlestra hjá Heilsuborg og hefur alltaf verið uppselt svo að framhald verður á því. Fylgjast má með dagskránni á sirry.is. Sigurvegarar kunna á samskipti„Ertu að missa af tækifærum vegna þess að þú ert neikvæð og óframfærin? Mikilvægt að fylla á tankinn Sirrý segir mikil- vægt að bjóða til sín tækifærunum með því að leggja áherslu á jákvæð samskipti og vellíðan. MyNd KArl PEtErssoN Ég sjálf finn að þegar ég er í essinu mínu þá gerast góðir hlutir en þegar ég er orkulaus og hef ekki hugað að eigin vellíðan og styrk þá fjölgar fíflunum í kringum mig og mér finnst allt sem ég geri ómögulegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.