Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Qupperneq 42
42 | Lífsstíll Umsjón: Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is 28.–30. janúar 2011 Helgarblað Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Blómaval, Á grænni grein, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækning- abúðin, Lyfjaval, Yggdrasill, Reykja- víkur apótek, Árbæjarapótek, Apótek Vesturlands, Apótek Hafnafjarðar Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land. Safinn virkar vel á eðlilega úthreinsun líkamans Bætir meltinguna Losar bjúg Léttir á liðamótum Losar óæskileg efni úr líkamanum Góður fyrir húð, hár og neglur Blanda má safann með vatni Má einnig drekka óblandað Velkomin að skoða www.weleda.is Weleda vatnslosandi Birkisafi unninn úr lífrænum Birkilaufum Inniheldur engin gervi-litar eða rotvarnarefni Það er minnsta mál að lappa upp á gömul – eða ný – IKEA-húsgögn. Á heimasíðunni ThisIsMykea.com geturðu keypt límmiða til að líma á ýmis IKEA húsgögn til að breyta út- liti þeirra. Límmiðarnir virka eins og hálfgert veggfóður á húsgögnin og gefa þeim algjörlega breytta mynd. Meðal þeirra IKEA-húsgagna sem boðið er upp á límmiða fyrir eru Bill- y-bókaskápurinn, Malm-kommóða og Malm-rúm. Panta þarf límmið- ana frá Bandaríkjunum þannig að þú þarft að sýna biðlund ákveðir þú að fara þessa leið við að hressa upp á húsgögnin. Gerðu ferðalagið þægilegra Notaðu tæknina í fríinu: A llir helstu og stærstu bíla- framleiðendur heims hafa lagt aukna áherslu á þróun og framleiðslu rafmagns- bíla. Bílarnir verða samhliða því betri og ódýrari. Ein helsta hindrun þeirra sem vilja stíga það skref að fá sér bíl sem gengur fyrir grænni orku hefur verið takmarkað framboð á rafmagns- bílum. Það virðist vera að breytast. Megacity frá BMW Nýlega tilkynnti þýski bílaframleiðand- inn Bayerische Motoren Werke, oftast skammstafað BMW, að hann hygðist hefja framleiðslu á rafmagnsbílum árið 2013. Þegar hafa fjögur hundruð millj- ónir evra verið lagðar í verkefnið, sem jafngildir um tæpum sextíu og fjórum milljörðum króna. Rafmagnsbíll fyr- irtækisins verður framleiddur í sömu verksmiðju og Model 1- bíll fyrirtækis- ins og því þarf ekki að byggja sérstaka verksmiðju undir verkefnið. Bíllinn hefur hlotið nafnið Megacity. BMW hefur nú þegar hafið kynn- ingarstarf vegna Megacity og hefur gefið talsvert meiri upplýsingar um verkefnið en við var búist. „Við höfum aldrei verið jafnopinská um verkefni sem við höfum í vinnslu. Við finnum að fólk hungrar í upplýsingar,“ segir Adrian van Hooydonk, aðalhönn- uður BMW, í samtali við bandaríska dagblaðið The New York Times. Tesla Motors BMW er aðeins einn af mörgum bíla- framleiðendum sem hefur hafið inn- reið sína á rafbílamarkaðinn. Tesla Motors er hins vegar eini bílafram- leiðandinn sem sérhæfir sig í fram- leiðslu rafmagns-sportbíla. Fyrir- tækið hefur þegar sent frá sér bílinn Roadster sem hefur slegið í gegn meðal rafbílaáhugamanna og fleiri. Fyrirtækið hefur annan bíl í vinnslu um þessar mundir og er reiknað með að byrja að senda hann úr verksmiðju fyrirtækisins á næsta ári. Sá bíll er talinn valda straum- hvörfum í þróun rafbíla í heiminum en hann er fimm sæta fjölskyldu- sportbíll. Bíllinn hefur hlotið nafnið Model-S og hefur Tesla Motors sent frá sér mikið af myndum og kynning- arefni um bílinn. Allir vilja vera með Enn fleiri bílaframleiðendur hafa haf- ið þróun rafbíla samhliða framleiðslu hefðbundinna bensín- og dísilbíla. Sumir hafa ákveðið að fara þá leið að framleiða tvinn-bíla sem ganga bæði fyrir rafmagni og öðru eldsneyti. Toyota hefur verið leiðandi í fram- leiðslu slíkra bíla og ættu flestir að kannast við Prius sem gengur fyrir rafmagni þegar rafgeymirinn er fullur en bensíni þegar rafmagnið reynist af skornum skammti. Mykea-límmiðar Það er gaman að ferðast og flestir hafa gaman af því að ferðast til framandi landa og sjaldnast man maður eftir öllu. Grunnatriðin, eins og föt, tannbursta skór og fleira, eru flestir með á hreinu en fæstum dytti í hug að taka með sér ýmsa hluti sem DV hefur tekið saman. Sólar-hleðslutæki getur komið sér vel ef þú kemst ekki í innstungu. Þú gæt- ir verið á kaffihúsi á Markúsartorginu í Feneyjum eða að á rölti á Kínamúrnum þegar þú þarft að hlaða símann þinn. Með sólar-hleðslutæki er það ekkert mál en þú færð slíkt hleðslutæki á solio.com. Smartsímar með GPS eða öðrum kortaupplýsingum geta komið sér ótrú- lega vel. Allir símar sem keyra á And- roid-stýrikerfi, iPhone-símar frá Apple og nýjar tegundir Nokia-síma eru allir búnir ítarlegum kortum af nær öllum heimshornum. Tækið þarf ekki að kosta mikið en getur komið að góðum notum. Vatnssía getur komið sér vel ef þú ætlar að drekka vatn úr krana í framandi löndum. Með SteriPEN geturðu hreinsað hálf- an lítra af vatni með útfjólubláu ljósi á inn- an við fimmtíu sek- úndum. Þú getur því verið nokkuð viss um að fá hreint og gott vatn, sama hvar þú ert í heiminum. Handhægar HD-myndavélar eru ekki nauðsynlegar en geta verið ansi skemmtilegar. Þú getur tekið há- skerpumyndbönd og -myndir hvar sem er án þess að burðast með risastóra myndavél á bakinu eða í töskunni. Myndavélarnar eru misdýrar en með Flip-mynda- vélinni geturðu fengið góða háskerpuupptökuvél á fjörutíu og fimm þúsund krónur. Spilaðu á bolinn Í vefversluninni ThinkGeek geturðu keypt boli sem hægt er að spila tónlist á. Bolirnir eru búnir sérstökum búnaði sem gerir þeim kleift að gefa frá sér hljóð. Verslunin býður upp á trommuboli og gítarboli svo dæmi séu tekin. Á gítarbolnum eru flestir þeir hljómar sem þú þarft til að spila ágætis rokklag, þó að hljómurinn sé að sjálfsögðu ekki alveg sá sami og í góðum rafmagnsgítar. Til að auka hljómgæðin geturðu keypt þér aukalega lítinn magnara sem þú smellir á buxnastrenginn sem tengist svo við bolinn. Solio Classic Getur komið að góðum notum hvar sem er þar sem sólin skín. n Rafmagnsbílar að verða raunverulegur kostur n BMW hefur framleiðslu á Megacity-rafbílnum n Bílarnir verða fallegir og notendavænir rafbílamarkaðinn BMW ræðst inn á Megacity Nýr rafmagns- bíll sem BMW hyggst setja á markað eftir tvö ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.