Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Page 44
44 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 28.–30. janúar 2011 Helgarblað STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is ALLT AÐ 67% AFSL.ÚTSALA 19" SJÓNVÖRP FRÁ 34.990 22" SJÓNVÖRP FRÁ 49.990 32" SJÓNVÖRP FRÁ 69.990 42" SJÓNVÖRP FRÁ 99.990 OPIÐ LAUGARDAG 10 -16 SJÁIÐ ÖLL TILBOÐIN Á SM.IS NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR S uðupottur netsamskipta er að flestra mati Bandaríkin. Facebook, Twitter og MSN eiga öll þar sinn fæðingarstað og sá aragrúi einstaklinga sem nýt- ir sér þessar þjónustur dagsdaglega þar í landi hefur gefið ýmsum fræði- mönnum tilefni til að bregða nán- ara ljósi á hinar huldu hliðar þessara samskiptaforma. Ein saman „Þetta atferli, sem felst í því að fólk tjáir sig meir og meir í gegnum Twitt- er, Facebook og spjallforrit, er hægt að líta á sem nokkurs konar nútíma- geðveiki,“ segir einn af áhrifameiri félagsfræðingum Bandaríkjanna, Sherry Turkle, en hún er prófessor við MIT og hvað þekktust þessa dag- ana fyrir nýútkomna bók sína sem vakið hefur mikla athygli; Alone To- gether. Rauði þráðurinn í gegnum bók- ina, sem er hægt að kalla beina árás á þá upplýsingaöld sem við lifum í, er sá að tæknin sé við það að yfirtaka líf okkar og dragi stórlega úr mennsku okkar. Við lifum sátt við þá tálsýn að ný tækni hafi gert samskipti betri; í raun höfum við einangrast í sýnd- arveröld sem sé léleg eftirlíking hins raunverulega heims. „Hegðun, sem þykir ósköp venju- leg í dag, getur enn sýnt öll merki þess sem við greindum á sínum tíma sem sjúklega hegðun,“ segir Turkle í bók sinni. Bylgja efasemda Alone Together er langt frá því að vera eina bókin sem veltir upp efa- semdum um dásemdir hins nýja upplýsinga- og tækniheims. Fjöl- margar bækur hafa verið gefnar út allra síðustu misseri sem fjalla um áhrif netheima á félagslegt og and- legt atgervi okkar. Ein af söluhæstu bókum vestan- hafs nýverið er The Shallows eftir Nicholas Carr. Kveikjan að bókinni er grein sem Carr skrifaði fyrir tímarit- ið Atlantic og bar fyrirsögnina Gerir Google okkur heimsk? (e. Is Google Making Us Stupid?) Í bókinni er því haldið fram að netið hafi breytt því hvernig við hugsum, geri okkur síð- ur hæf til meðtaka viðamiklar eða margbrotnar upplýsingar, eins og bækur eða greinar í tímaritum. Þá má einnig nefna The Net Delusion eftir Evgeny Morozov en þar sýnir höfundurinn fram á hvern- ig hin nýju samskiptaform hafi alið af sér kynslóð letingja eða „slacktivista“, einstaklinga sem styðji við hugsjón- ir og málefni með músarsmelli og leggi það að jöfnu við raunverulegan „aktív isma“. Umræða og andmæli Bók Sherry Turkle hefur kveikt hvað mest í umræðunni af öllum þeim bókum sem fjalla um neikvæðar hliðar netheima. „Við höfum fund- ið upp hvetjandi og undursamlega tækni en þrátt fyrir það höfum við leyft þessari sömu tækni að gera okkur að minni mönnum, “ heldur Turkle áfram. Þessu hafa margir andmælt og benda á þá staðreynd að hin nýju samskiptaform leiði til aukinna tjá- skipta, ekki síst fyrir þá einstaklinga sem eiga erfitt með að hittast augliti til auglitis, sökum búsetu eða ólíkrar félagslegrar stöðu. Aðrir fræðimenn benda á að samskiptavefir séu það nýir af nálinni að þar eigi enn eftir að mótast reglur og hegðun sem allir geti sætt sig við. Margir spyrja hver þessi raun- verulegi heimur sé sem gagnrýn- endur samskiptavefja bendi sífellt á? Er hann eða var hann nokkurn tíma til? Facebook og Twitter tengir fólk ekki saman heldur einangrar það frá veruleikanum! Þessu heldur vaxandi fjöldi bandarískra fræðimanna fram og varar við hættum samfara nýrri tækni í samskiptum manna á milli. Efasemdir um samskiptavefina Sherry Turkle Bók hennar Alone together hefur vakið upp mikla umræðu undanfarið. MYND FLICKR/JDLASICA Uppáhaldstækið Eric Stoltz er sjálfsagt þekktastur þessa dagana fyrir eitt að fara með eitt aðalhlut- verkanna í vísindaskáldsagnaþáttunum Caprica. Stoltz var á dögunum í viðtali og var þá meðal annars spurður út í ýmsar hliðar tækninnar. Ein spurningin var á þessa leið: Hver er uppáhaldsgræjan þín og á hvaða hátt hefur hún hjálpað þér mest í lífinu? Í ljós kom að uppáhaldsgræjan var lítið tæki sem fer vel í vasa og kallast TV-B-Gone. Tækið er aðeins búið einum hnappi en jafnframt áhrifamikl- um; þegar þrýst er á hann slökknar á öllum sjónvarpstækjum innan 15 metra frá tækinu. „Frábært þegar maður fer á fámennan pöbb og sjónvarpið er alltof hátt stillt. Einfalt tæki sem færir þér friðsæld,“ segir Stoltz. Ný tegund samskipta Eru Facebook, Twitter og spjallforrit að einangra okkur frá veruleikanum? MYND REUTERS Arftaki PSP- leikjatölvunnar Sony hefur lyft hulunni af arftaka PSP-leikjatölvunnar. Tölvan ber eins og er vinnuheitið NGP en mun hljóta nýtt nafn áður en hún verður sett á markað. NGP verður meðal annars búin 5 tommu OLED-skjá, myndavélum á fram- og bakhlið auk sérstaks fjölsnertiflatar á bakhliðinni. NGP keyrir á ARM Cortex A9 fjögurra kjarna örgjörva, verður búin Wi-Fi, 3G, GPS og Blátönn auk ýmissa skynjara fyrir leikina. Sony heldur því fram að nýja tölvan hafi sömu gæði og stóri bróðirinn PlayStation 3. Hægt verður að samtengja NGP og PlayStation 3 með þeim hætti að notandinn getur byrjað að spila leik á PlayStation 3, horfið síðan á braut með NGP í farteskinu og haldið áfram í leiknum þar sem frá var horfið. Ekki hefur enn verið gefið upp hvað gripurinn komi til með að kosta. PlayStation-sími Myndum og upplýsingum af nýjum leikjasíma frá Sony var lekið á netið í vikunni. Samkvæmt þeim heimildum verður síminn markaðssettur undir nafninu Sony Ericsson Xperia Play. Síminn mun keyra á Android 2.3 stýrikerfinu (Gingerbread). Sony hefur þegar tilkynnt að á þessu ári geti eigendur Android-síma og -spjaldtölva búist við að fá óvæntan glaðning í formi ýmissa PlayStation-leikja sem nú verði hægt að spila á tækjum búnum Android-stýrikerfinu. Sony hefur einnig opnað dyrnar fyrir aðra leikja- framleiðendur til að þróa og gefa út nýja leiki undir nafninu „PlayStation Certified“. Sony mun aðstoða við ýmsar tæknilegar útfærslur við þróun leikjanna til að tryggja ákveðinn gæðastimpil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.