Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 46
46 | Sport 28.–30. janúar 2011 Helgarblað Búlgarski framherjinn Dimit- ar Berbatov hefur farið á kostum í ensku úrvalsdeildinni á yfirstand- andi tímabili. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með nítj- án mörk og eru menn loks hætt- ir að sjá á eftir þeim 30,75 milljón- um punda sem Manchester United pungaði út fyrir hann. Berbatov er skrautfugl mikill sem teiknar í frí- stundum og á að baki langan og merkilegan feril. Hann var kom- inn í aðallið stærsta liðs Búlgaríu aðeins átján ára, en þar var hann gerður að blóraböggli hvað varð- aði titlaleysi liðsins. Honum var meðal annars rænt á unlingsárum af stórhættulegum mafíuforingja í heimalandinu, en Búlgarar hafa ekki alltaf tekið honum vel. Hann er hættur að leika með landsliðinu vegna sífelldra árása blaða og sjón- varpsstöðva í sinn garð. Þrátt fyrir að vera oft einfaldlega hataður sem landsliðsmaður og fyrirliði búlg- arska landsliðsins hefur hann ver- ið kosinn besti knattspyrnumaður landsins fjórum sinnum í röð og sjö sinnum alls. „Þið verðið að hætta að kjósa mig,“ sagði Berbatov þegar hann var kosinn nú í sjöunda skipt- ið í byrjun árs. Vildi feta í fótspor föður síns Dimitar Ivanov Berbatov fæddist í Blagoevgrad í Búlgaríu 30. jan- úar 1981 og verður því þrítugur á sunnudaginn. Knattspyrnuferill hans hófst í hverfisliðinu Pirin Blagoevgrad þar sem hann var allt til ársins 1998. Hæfileikar hans höfðu ekki farið fram hjá neinum og fékk hann boð um að koma og reyna sig hjá stærsta liði Búlgar- íu, CSKA Sofia. Aðeins sautján ára gamall hélt hann til höfuðborgar- innar með þann draum að feta í fót- spor föður síns sem lék sem væng- maður og síðar varnarmaður hjá CSKA. „Pabbi minn er mín fyrir- mynd. Hann er hetjan mín og besti vinur. Alla mína ævi hef ég viljað gera hann stoltan,“ sagði Berbatov í viðtali við MUTV-sjónvarpsstöðina fyrr í mánuðinum. Berbatov lék sinn fyrsta leik með CSKA aðeins átján ára en sama tímabil vann liðið búlgörsku bikar- keppnina. Á sínu öðru ári sló Ber- batov algjörlega í gegn þegar hann skoraði fjórtán mörk í tuttugu og sjö leikjum. Þrátt fyrir þennan árang- ur var Berbatov gerður að blóra- böggli í sjaldgæfu titlaleysi CSKA en stuðningsmenn liðsins voru því vanir að fagna meistaratitli nánast á hverju ári. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Berbatov þurfti að taka á sig mikinn þrýsting frá stuðnings- mönnum. Mannrán og þýska deildin Vegna stöðu sinnar sem blórabögg- uls var ávallt baulað duglega á Ber- batov. Baulið breyttist þó í morð- hótanir eftir nágrannaslag gegn Levski Sofia árið 2000 þar sem framherjinn knái fór illa með nokk- ur góð færi. Það var svo ekki til að bæta stöðuna þegar Berbatov var rænt af skósveinum mafíuforingj- ans Georgi Illiev sem vildi að Ber- batov skrifaði undir samning við sitt lið, Levski Kjustendil. Það gerði hann ekki og var Berbatov hepp- inn að sleppa ómeiddur úr þeim aðstæðum. Skiljanlega var Berbat- ov orðinn vel þreyttur á verunni í Búlg aríu og fór hann að hugsa sér til hreyfings. Berbatov var nærri því farinn til Lecce sumarið 2000 en hætti sjálfur við það á síðustu stundu. Hann ákvað að taka slaginn áfram í búlgörsku deildinni og skoraði níu mörk í ellefu leikjum sem var á endanum farseðill hans burt. Þýska stórliðið Bayern Leverkusen keypti hann fyrir 1,3 milljónir evra í byrj- un janúar 2001 og fékk hann treyju númer tólf. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Leverkusen mánuði síð- ar gegn Köln þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Ulf Kirsten. Fyrsta hálfa árið var honum þó ekk- ert sérstaklega gott. Hann var not- aður mikið sem varamaður og skor- aði ekkert mark í þeim sex leikjum sem hann fékk að spila. Strax á næsta tímabili var Berb- atov búinn að tryggja sér sætið sem aðalframherji liðsins og eyddi hann fimm árum til viðbótar hjá Leverku- sen þar sem hann fór meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2002. Þeim leik tapaði þó liðið, 2–1, gegn stjörnum prýddu liði Real Madrid. Á sex árum hjá Leverkusen vann Berbatov enga titla. Reykir og teiknar Sögu Berbatovs í ensku úrvalsdeild- inni þekkja flestir. Hann var keypt- ur til Tottenham þar sem hann lék í tvö ár við góðan orðstír áður en hann var fenginn fyrir metfé til Manchester United sumarið 2008. Með United vann hann sinn fyrsta meistaratitil á ferlinum þegar liðið hampaði Englandsmeistaratitlin- um þarsíðasta vor. Hæfileikar hans á knattspyrnuvellinum eru óum- deildir en það er persónuleiki hans sem hefur jafnan verið í sviðsljós- inu. Hann þykir sérstakur karakter en hann reykir eins og strompur og teiknar myndir. Hefur hann meðal annars teiknað myndir af Wayne Rooney og Darren Fletcher og gefið þeim þær. „Ég veit ekki hvort þeim líkaði þær en ég held það,“ sagði Berbatov um myndirnar. Hann hefur ávallt verið nokkuð lokaður og þjáðist af mikilli heim- þrá fyrstu árin í Þýskalandi. Til allr- ar hamingju fyrir hann var hann með gervihnattasjónvarp þannig að hann gat horft á allar búlgörsku stöðvarnar. Hann fór lítið út að skemmta sér með liðsfélögum sín- um í Þýskalandi þrátt fyrir að vera þar á sínum bestu árum. Hann hékk að mestu leyti bara heima og reykti og teiknaði. Blóraböggull Búlgaríu Dimitar Berbatov er markahæsti leikmaður búlgarska landsliðsins frá upphafi og, ásamt Hristo Stoich- kov, talinn sá hæfileikaríkasti í sögu landsins. Síðustu ár hafa þó ver- ið landsliðinu slæm. Liðið komst ekki á HM 2006, EM 2008 eða HM 2010. Hverjum er aðallega kennt um þetta? Jú, fyrirliðanum Dimitar Berbatov. Eftir hvern einasta lands- leik sem hann skorar ekki mark í er hann tættur í sundur og kallaður letingi af helstu blöðum landsins. Hann er jafnan sagður poppstjarna sem nenni ekki að leggja sig fram. Eftir harða gagnrýni árið 2008 svaraði Berbatov ásökunum með löngum pistli en lokaorðin voru mögnuð: „Ég er hundurinn sem þið elskið að hata, sökum þess að ég hef náð svo miklum árangri.“ Á endanum gafst Berbatov upp og er hættur að leika með landsliðinu. Berbatov unir hag sínum ágæt- lega í Manchester enda orðinn þrítugur og vanur því að búa ekki heima. Draumur hans í æsku var að spila fyrir Newcastle en líklega hef- ur það eitthvað breyst. Eitt er víst, Berbatov hefur sjaldan ef aldrei spilað betur og er kominn vel á veg með að verða markahæsti leik- maður ensku úrvalsdeildarinnar. Búlgarinn er þó mikill liðsmaður og sagði meðal annars eftir fimm mörk sín gegn Blackburn seint á síðasta ári: „Það skiptir engu máli hvað ég skora mörg mörk á meðan við vinnum leikina. Það er auðvit- að gaman fyrir mig að skora en liðið skiptir öllu máli. Leikmenn vinna einstaklingsverðlaun sem skipta í raun engu. Lið vinna titla og þá vilja allir knattspyrnumenn vinna.“ Milljónirnar farnar að skila sér n Dimitar Berbatov er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni n Ávallt kallaður letingi en sjálfur sér hann ekki tilganginn í tilgangs- lausum hlaupum n Var rænt af mafíuforingja á unglingsárum sínum n Hataður sem landsliðsmaður en alltaf kosinn bestur í Búlgaríu Markahæstur í úrvalsdeildinni Dimitar Berbatov hefur verið magnaður á leiktíðinni. Nían Berbatov lék í treyju númer níu hjá Tottenham og nú hjá United. Treyjunúmer alvöru markaskorara. Fullt nafn: Dimitar Ivanov Berbatov Þjóðerni: Búlgarskur Fæddur: 30. janúar 1981 (29 ára) Leikstaða: Framherji Félög: CSKA Sofia, Bayern Leverkusen, Tottenham Hotspur, Manchester United. Landsleikir: 79 (48 mörk) Dimitar BerbatovTómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.