Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað Þingfesting í máli lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu gegn Lárusi Páli Birgissyni sjúkraliða fór fram þriðju- daginn 8. febrúar, en Lárus hefur tek- ið til þess bragðs að verja sig sjálfur. Lárus var handtekinn eftir að hann neitaði að hlíta fyrirmælum lögreglu um að færa sig af gangstétt fyrir fram- an bandaríska sendiráðið að Laufás- vegi og yfir á gangstétt hinum megin við götuna. Engin ógn stafaði af veru Lárusar á gangstéttinni. Lárus sem var meðal annars sak- aður um að mótmæla á gangstétt- inni fyrir utan sendiráðið fór fram á það fyrir dómi að hann fengi að sjá sönnunargögn sem staðfestu að um mótmæli hefði verið að ræða. Í kjöl- farið féll saksóknari frá orðalaginu en sagði meint brot engu að síður snúa að broti á lögreglulögum. Lögreglu- menn sem handtóku Lárus tjáðu honum að hann væri inni á „örygg- issvæði“ sendiráðs Bandaríkjanna samkvæmt upplýsingum frá sendi- ráðsstarfsmönnum. Lárus Páll segir engin gögn hafa komið fram í málinu sem staðfesti að gangstéttin – sem til- heyrir Reykjavíkurborg – sé inni á sér- stöku öryggissvæði. Brot á lögreglulögum Lárus Páll telur að lögreglan hafi með fyrirmælunum – og síðar hand- tökunni – skert tjáninga- og ferða- frelsi hans. Hann hefur einu sinni verið dæmdur í héraðsdómi fyrir sams konar brot, en í október 2009 neitaði hann að hlíta fyrirmælum um að færa sig af þessari sömu gang- stétt. Þess má geta að gangstétt- in fyrir framan sendiráðið er utan lóðarmarka þess, þrátt fyrir að stórt blómaker afmarki svæðið. Árið 2004 var gerður samningur til eins árs þar sem borgin samþykkti að bandaríska sendiráðið fengi að setja upp blómakerin, en samkvæmt upplýsingum DV, hefur sá samning- ur aldrei verið endurnýjaður. Karl Sigurðsson, fomaður umhverfis- og samgönguráðs, sagði í samtali við DV í nóvember að svæðið væri í eigu borgarinnar. „Ég veit ekki betur en að þetta sé almenn gangstétt og ég skil ekkert í því að sendiráðið eða nokkur geti gripið sér það vald í hendur að handtaka fólk sem stendur á þess- ari gangstétt. Þannig að þetta er hið undarlegasta mál,“ sagði Karl. Stjórnarskrárbundinn réttur Ljósmyndari DV var viðstaddur handtökuna í nóvember. Eins og sjá má á þeim myndum sem hann tók þann dag, stóð Lárus fyrir utan sendiráðið með skilti með áletrun- inni „elskum friðinn.“ Við handtök- una vísaði hann sem fyrr í 73. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands en þar segir meðal annars: „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sam- bærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.“ Lárus hefur áður sagt að aðgerð- ir hans við sendiráðið séu ekki mót- mæli, einungis hafi hann verið að viðhafa fullyrðingu – í þessu tilviki að hvetja til góðra verka – og slíkt eigi honum að vera frjálst samkvæmt stjórnarskránni. Í 73. grein stjórnar- skrárinnar segir jafnframt: „Tjáning- arfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða ör- yggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýð- ræðishefðum.“ Segir ákæru illa rökstudda Á vefsíðunni rvk9.org kemur fram að Lárus hafi krafist þess fyrir dómi að fá upplýsingar um það hvernig hann hefði raskað allsherjarreglu með því að standa á gangstéttinni fyrir utan sendiráðið. Arngrímur Ís- berg, héraðsdómari, hafnaði þeirri spurningu og áréttaði að ákæruat- riðin snúi að því að hann hafi ekki gegnt fyrirmælum lögreglunnar. Lárus spurði hvaða áhrif það hefði ef fyrirmæli og handtaka lögreglu þennan tiltekna dag hefðu ver- ið ólögleg. Dómari sagðist gera ráð fyrir að ef sú væri raunin yrði Lárus sýknaður. Lárus neitaði jafnframt að lýsa sig sekan eða saklausan fyrir dómi á þeim forsendum að honum væri það ófært þar sem ákæran væri svo illa rökstudd að ómögulegt væri að skilja efnisatriði hennar. „Það eru öll lög sem segja mér að ég megi vera þarna. Þetta er utan lóðarmarka sendiráðsins, þetta er á almanna- færi og skilgreint þannig í lögum. Þetta er opið svæði þannig að hver sem er má labba þarna framhjá,“ sagði Lárus í samtali við DV í nóv- ember. Málið verður næst tekið fyrir þann 10. mars. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is n Sjúkraliðinn Lárus Páll ákærður í annað sinn fyrir að hlíta ekki skipunum lögreglu n Tjáði sig við sendiráð, á gangstétt í eigu borg- arinnar n Sagður hafa verið inni á sérstöku öryggissvæði HVATTI TIL FRIÐAR OG ÁKÆRÐUR – AFTUR Friðarhvetjandi Á skiltinu sem Lárus kallaði ábendingarskilti var hvatt til friðar. „Lárus Páll telur að lögreglan hafi með fyrirmælunum – og síðar handtökunni – skert tjáninga- og ferðafrelsi hans. Handtekinn og kærður Lárus hefur einu sinni verið dæmdur fyrir sams konar atvik en nú ætlar hann að verja sig sjálfur. Tilraun til vopnaðs ráns og fleira: Síbrotamað- ur fyrir dóm Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur 34 ára síbrotamanni fyrir tilraun til vopnaðs ráns í versluninni Háteigskjörum í nóvember 2009. Maðurinn fór inn í verslunina vopn- aður hnífi með 22 sentímetra löngu blaði sem hann notaði til að ógna starfsmanni. Samkvæmt ákæruskjali öskr- aði maðurinn: „Þetta er rán, þetta er rán!“ en starfsmaðurinn náði að stöðva manninn og króa hann af inni í versluninni uns lögregla kom á vettvang. Maðurinn er einnig ákærður fyrir önnur brot. Meðal annars fyrir að stela sex pökkum af rakvélablöð- um að verðmæti 17 þúsund króna í verslun Hagkaups í Garðabæ. Fyrir að brjótast inn í veitingastað í Hraunbæ í Reykjavík og stela fjórum áfengisflöskum og fyrir að brjótast inn í bókaforlagið Bjart í Reykjavík og stela þaðan 350 þúsund króna Apple-tölvuskjá. Öll þessi þjófnað- arbrot voru framin í apríl og maí í fyrra. Að lokum er maðurinn ákærður fyrir að hafa dælt eldsneyti á bifreið á bensínstöð Skeljungs og ekið á brott án þess að borga. Hinn ákærði á að baki talsverð- an sakaferil og hefur frá árinu 1996 hlotið að minnsta kosti 10 refsidóma fyrir margvísleg brot. Árið 2002 var hann til dæmis dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir tvö hættuleg rán og tvær ránstilraunir en í þeim brotum réðst hann meðal annars á konu og roskinn karlmann, ógnaði fólki með oddhvössum hlut, sög, brotinni flösku og blóðugri sprautunál en hann er smitaður af lifrarbólgu C. Honum var veitt reynslulausn eftir 2 ár og var síðan aftur, árið 2004, dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir þjófnað, svo eitthvað sé nefnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.