Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Qupperneq 13
Fréttir | 13Helgarblað 11.–13. febrúar 2011 ístöðulausu unglingum er boðið gull og grænir skógar þar til þær geta ekki sagt nei þótt þær langi til þess.“ Hótað myndbirtingum á netinu Hann segir það alþekkt að bæði stelp- ur og strákar veiti kynferðisþjónustu í skiptum fyrir alls konar efni eða pen- inga. Guðbjörg þekkir það líka. „Þess- ar stelpur eru flæktar í net sem þær komast ekki út úr. Þeim er haldið niðri. Þeim er hótað og foreldrum þeirra er hótað. Netið er ógn því þeim er hót- að að það verði birtar myndir af þeim á netinu þar sem þær gera alls konar hluti sem þær eru ekkert ánægðar með nema þær haldi því áfram.“ Guðbjörg hefur reynt að benda lög- reglunni á menn sem hún heyrir aft- ur og aftur nefnda í svona tilfellum. „Ákveðnir menn í bænum leita bein- línis uppi fórnarlömb, ungar stelpur í neyslu og gera þær út, beita þær of- beldi og selja þær vinum sínum. Ég þekki stúlkur sem hefur verið haldið föngnum svo dögum skiptir. Á meðan er verið að beita þær ofbeldi. Foreldr- arnir vita ekki hvar þær eru og stelp- urnar vilja lítið um þetta tala þegar þær finnast, hvað þá leggja fram kæru. Þær eru allt of hræddar til þess. Vand- inn felst í ráðaleysinu. Hvað er til ráða? Barnavernd er með sólarhrings- vakt. Það er mjög mikilvægt og mikið notað en þá komum við aftur að úr- ræðaleysinu. Ef það er fullt á neyðar- vistun á Stuðlum þá er ekkert annað í boði. Sú staða getur því komið upp að barnaverndarstarfsmaður eða foreldri er með ungling og allt í báli og brandi en það er ekkert hægt að gera. Það eru mjög margir foreldrar sem þurfa að berjast við kerfið til að fá þjónustu, úrræði og aðstoð þrátt fyr- ir að lögin segi okkur að það eigi að grípa inn í. Ég held að það sé stundum hreinlega búið að gefast upp á þessum krökkum.“ Var haldið fanginni í fimm daga Guðbjörg var að koma af Landspítal- anum þar sem hún vitjaði nítján ára stúlku. „Hún er sprautufíkill og fer alla leið þegar hún er í neyslu. Hún hefur orðið fyrir miklu ofbeldi. Einu sinni seldi vinkona hennar hana manni sem hélt henni fanginni í fimm daga í íbúð þar sem hann nauðgaði henni aftur og aftur fyrir fimm slög af amfetamíni. Vinkona hennar samdi við manninn vitandi það að hún væri bjargarlaus og viljalaust verkfæri, fór með hana til hans og skildi hana þar eftir. Þetta endaði með því að hún fór næstum því dáin upp á spítala fyrir tíu dögum. Svona reynsla gerir það líka að verk- um að hún ræður varla við það að vera edrú því sársaukinn er of mikill. Um leið og það rennur af henni þá fríkar hún út. Hún er búin að fara í öll meðferð- arúrræði á Íslandi en við stöndum alltaf frammi fyrir úrræðaleysi þeg- ar meðferðinni lýkur. Hún hefði þurft að komast í langtímameðferð og end- urhæfingu. Þau áfangaheimili sem eru í boði eru mjög blönduð og ung stúlka sem er að koma úr þessum að- stæðum á ekki samleið með fullorð- inni konu með börn. Þær eru ekki á sama þroskastigi. Þessar ungu stelpur hafa ekki verkfærin til þess að vinna úr reynslunni og takast á við afleið- ingarnar. Þær þurfa því öðruvísi hjálp. Þær hafa engan grunn og það þarf að ala þær upp á nýtt.“ Særandi orð Orðbragðið er oft sjokkerandi fyrir þá sem ekki tilheyra þessum heimi. Niðrandi athugasemdir eru látnar falla og þeim er svarað á sama hátt, en allt er þetta á léttu nótunum. Guðbjörg verður oft vitni að þessu og Pétur sér þetta hjá stelpum sem eru nýkomnar í meðferð. „Þær tala svona á götunni en þær tala ekki svona hver við aðra þeg- ar þær eru komnar til mín. Hér verða þær aftur að litlum stelpum sem hafa gaman af því að leika sér og fíflast, fara á bretti og jafnvel snjóþotu. Það er svo gaman að sjá þessa breytingu sem verður á þeim þegar þær eru komnar út úr þessum heimi.“ Pétur segir þær ekki alltaf með- vitaðar um það hversu særandi þetta orðbragð er. „Þeim finnst það bara töff og flott. Þær láta það ekki í ljós en auð- vitað er þetta samt alltaf neikvætt og meiðandi. Kvenfyrirlitningin er hrika- leg hjá þessum mönnum. Það virðist vera fullt af einstaklingum sem vaða uppi og virðast ósnertanlegir.“ Guðbjörg tekur undir það. „Þessi firring og þetta virðingarleysi er svaka- legt. Klámvæðingin hefur áhrif, ekki spurning. Ég er líka með stráka í við- tölum og það slær mig oft hvað þeir hafa byrjað ungir að horfa á klám. Sumir voru ekki nema átta, níu eða tíu ára þegar þeir fundu klámmynd hjá mömmu eða pabba og horfðu á hana. Á netinu finna þeir líka alls konar efni sem þeir skilja ekki en finnst spenn- andi. Hugmyndir þeirra um kvenfólk, kynlíf og samskipti kynjanna koma úr klámmyndum, það hvernig stelp- ur eiga að líta út og hvað þær eiga að gera.“ Viðhorfin hafa breyst Yfirleitt eru þetta staðnaðir einstak- lingar, segir Pétur. „Þetta eru menn sem hafa sjálfir verið í neyslu frá unga aldri og eru staðnaðir í þroska. Það er ekki spurning. Þú getur rétt ímyndað þér það, að fullorðinn einstaklingur sem hefur áhuga á að hanga með fjór- tán ára stelpu er orðinn hálf þroska- heftur af neyslu. En ég þekki engin dæmi þess að menn sjái eftir þessu þegar þeir hætta í neyslu eða reyni að biðjast afsökunar. Þetta er bara ein- hver siðblinda.“ Viðhorfin eru ekki bara önnur en þau voru heldur er neyslan líka orð- in harðari frá því sem áður var. „Þegar ég byrjaði að vinna á meðferðarheim- ili í gamla daga voru stelpur sendar þangað því þær voru farnar að stelast til að reykja og drekka. Núna snýst allt um neyslu og jafnvel kornungar stelp- ur eru farnar að sprauta sig. Áfengi og sígarettur eru ekki álitin vandamál í dag. Viðmiðin eru breytt. Ég bíð bara eftir því að það þyki í lagi að vera í neyslu en áhyggjumál að sprauta sig. Við erum farin að kippa allt of seint í taumana. Svo getur líka verið að neyslan þróist hraðar því aðgengið að vímuefnum sé svo gott. Það er skelfi- legt.“ Guðbjörg tekur undir það. „Við- horfin eru jákvæðari en þau voru. Oft eru svokallaðir góðir krakkar, sem standa sig vel í skóla, eru í íþróttum og virkir í félagslífi, farnir að reykja gras. Ég er með fjögur til fimm viðtöl á viku vegna þess. Að sama skapi þykir ekk- ert tiltökumál að ungir krakkar drekki áfengi. Samt er það vitað að áfengi hef- ur skaðleg áhrif á heila ungra krakka auk þess sem það er ólöglegt fyrir alla sem eru yngri en tuttugu ára gamlir.“ Senda stúlkur ekki í AA Hún segir að það þurfi að vanda mjög vel til verka varðandi það hver fer í hvaða úrræði. „Við þurfum að passa okkur á því að setja börn í rétt úrræði. Sumir fara of seint inn á stofnun en aðrir of snemma. Við þyrftum fleiri úrræði. Af því að úrræðin eru svo fá eru börn oft sett í úrræði sem hentar þeim ekki. Við verðum að passa það því þessi smitáhrif eru þekkt. Ef þú setur einhvern með hegðunarvanda í meðferð með fíklum er mjög líklegt að hann prófi vímuefni. Fólk kemst í tæri við aðra sem eru lengra komnir. Þar kynnast stúlkur líka eldri mönnum. Ungar stúlkur eru rosalega auðveld bráð manna með misjafnar fyrirætl- anir. Þegar ég er með unglingsstúlkur set ég spurningarmerki við það hvort þær eigi að fara í AA-samtökin því það eru ekkert allir þar góðir menn. Eins set ég spurningarmerki við það hvort ung lingadeildin á Vogi ætti kannski að vera í sérhúsnæði, þó að SÁÁ sé að vinna mjög gott starf. Þar er sam- gangur á milli unglinga og eldra fólks. Menn sem þær halda að séu rosalega góðir gæjar, skilningsríkir og jafnvel sálufélagar þeirra halda áfram að vera í sambandi við þær þegar þær koma heim. Þeir skutla þeim út um allt og kaupa fyrir þær sígarettur og annað. En það er ekkert ókeypis.“ Pétur hugsar þetta nákvæmlega eins. Sjálfur sendir hann ungar stúlk- ur ekki í AA-samtökin. „Alls staðar er misjafn sauður í mörgu fé. Ég veit að það er líka gott fólk þarna en stór hluti af þessum unglingsdrengjum mæt- ir bara á fundi til að ná sér í stelpur. Einstaklingar sem hafa verið þekkt- ir í dópheiminum. En ég vil ekki tala gegn þessum samtökum. Ég myndi bara vilja skoða það hvort það væri hægt að koma upp sérstökum fund- um fyrir unglingsstúlkur. Eins finnst mér áhætta að senda þær í blandaða meðferð eins og á Vog.“ Þurfa faðmlag Í Foreldrahúsi er boðið upp á eftir- meðferð fyrir unga krakka og þar hittir Guðbjörg þessa krakka. Í Foreldrahúsi er einnig lögð áhersla á að styðja for- eldrana. „Við hlustum á þá og reynum að beina þeim í rétta átt og benda þeim á hvað hægt er að gera. Síðan bjóðum við þeim að koma hingað og hitta aðra sem hafa gengið í gegnum þetta. Það er mjög áhrifaríkt, því það skilur þetta enginn nema hann hafi verið í þess- um sporum. Stundum líður þessum foreldrum þannig að þá langar að taka barnið og kyrkja það, þeir eru orðnir svo frústreraðir. Þá þurfa þeir að hafa stað þar sem þeir geta komið og sagt frá því án þess að nokkur haldi að þá langi raunverulega til þess. Foreldrar þjást líka af skömm og sektarkennd og ég þekki mörg dæmi um að fólk hafi einangrast með þessum vanda. Það er kannski úti að leita að barninu sínu á næturnar og mætir ósofið í vinnu án þess að nokkur viti af því. Ég held að það sé vegna þess viðhorfið er að þetta sé vandi foreldranna og það sé sjálfs- kaparvíti að vera fíkill. Sumir mæta fordómum og skilningsleysi þegar þeir segja frá þessu. Aðrir sem fá ráð- leggingar, lausnir og leiðbeiningar frá fólki sem heldur að það viti hvað á að gera. Foreldrar þurfa ekki á þessu að halda. Þeir eru búnir að reyna allt. Þeir þurfa bara einhvern sem tekur utan um þá og styður þá.“ „Ungar stúlkur eru rosalega auðveld bráð manna með mis- jafnar fyrirætlanir. Virka góðir strákar Mennirnir segjast elska þær og bera í þær alls kyns gjafir. Þær heillast af lífsstílnum en vita ekki hvað þær eru að fara út í. Oft er þeim haldið dópuðum á meðan verið er að misnota þær og þeim síðan hent út þegar gamanið er búið. SViðSett mynd SV ið Se t t m y n d

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.