Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Síða 24
24 | Nærmynd 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað B jarni Benediktsson tók við formennsku í Sjálfstæðis- flokknum í kjölfar efnahags- hrunsins. Sjálfur var hann stórtækur í viðskiptalífinu fyrir hrun hjá fjölskyldufyrirtækjunum BNT og N1. Fjölskylda hans átti meðal annars stóran hlut í Glitni banka og tók Bjarni þátt í viðskiptafléttum sem nú eru til skoðunar hjá embætti sérstaks sak- sóknara. Í síðustu viku markaði hann sín eigin spor í sögu flokksins þegar hann skipti um skoðun í Icesave-mál- inu og fór þvert gegn landsfundará- lyktun flokksins. Samflokksmenn hans hafa margir hverjir gagnrýnt hann og vandaði Davíð Oddsson honum ekki kveðjurnar í leiðara Morgunblaðsins. Nokkrir hafa þó lýst yfir stuðningi við Bjarna og telja margir stjórnmálarýn- endur að hann hafi styrkt stöðu sína sem formaður til muna með ákvörðun sinni og segja að til lengri tíma litið hafi hann jafnvel styrkt stöðu flokksins. Engeyjarprinsinn Bjarni er sonur Benedikts Sveinsson- ar hæstaréttarlögmanns og Guðríðar Jónsdóttur húsmóður. Hann er gift- ur Þóru Margréti Baldvinsdóttur og á með henni börnin Margréti, Bene- dikt og Helgu Þóru. Hann er hluti af einni valdamestu fjölskyldu Íslands, Engeyjarættinni. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1989 og lögfræðiprófi frá Há- skóla Íslands árið 1995. Hann nam þýsku og lögfræði í Þýskalandi á árun- um 1995 og 1996 og lauk LL.M.-gráðu frá University of Miami School of Law í Bandaríkjunum ári síðar. Hann hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1998 en sama ár varð hann lög- giltur verðbréfamiðlari. Bjarni starfaði sem fulltrúi hjá sýslumanninum í Keflavík árið sem hann útskrifaðist frá Háskóla Íslands. Eftir að hann lauk námi í Bandaríkj- unum vann hann sem lögfræðingur hjá Eimskip á tímabilinu 1997–1999 en þá hóf hann eigin rekstur á Lex lög- mannsstofu allt þangað til hann var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2003. Á Lex lögmannsstofu vann hann með öðrum þingmanni Sjálf- stæðisflokksins, Sigurði Kára Krist- jánssyni. Bjarni hóf snemma þátttöku í fé- lagsmálum og stjórnmálum. Hann sat í stjórn Hugins, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Garðabæ, á menntaskólaár- unum, þar af eitt ár sem formaður. Bjarni hefur verið fljótur að komast í leiðtogahlutverk hvar sem hann hef- ur komið, hann var framkvæmdastjóri lögfræðiaðstoðar Orators, félags laga- nema, á meðan hann var við nám hér á landi. Hann hefur líka látið málefni heimabæjar síns, Garðabæjar, varða en þar sat hann lengi í stjórn heilsu- gæslunnar og situr enn í skipulags- nefnd bæjarins. Árið 2003 var hann kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í suðvestur- kjördæmi. Hann settist strax í alls- herjarnefnd, fjárlaganefnd og iðnað- arnefnd þingsins. Hann settist svo í sérnefnd um stjórnarskrármál og heil- brigðis- og trygginganefnd árið 2004, utanríkismálanefnd árið 2005 og efna- hags- og skattanefnd árið 2007. Flest- um þessum nefndarsetum hans lauk árið 2007 og árið 2009, eða þegar þing- kosningar fóru fram. Hann hefur tví- vegis verið endurkjörinn á þing. Íþróttastjarnan Á sínum yngri árum lék Bjarni fótbolta á sumrin með Stjörnunni í Garðabæ en á veturna snéri hann sér að hand- boltanum. Hann var hluti af sigursæl- um flokki Stjörnunnar í handbolta og vann til margra Íslandsmeistaratitla. „Ég varð fyrst Íslandsmeistari í fimmta flokki þegar við unnum Þrótt, svo unn- um við Víking í fjórða flokki, á yngra árinu í þriðja flokki unnum við Sel- foss í mjög eftirminnilegum leik en við klúðruðum leiknum á eldra ári. Þannig að það var mjög sætt að vinna þetta í öðrum flokki því við höfðum unnið alla yngri flokkana. Þetta var síðasti tit- illinn sem ég vann í handboltanum því eftir þetta fór ég í fótboltann. Sneri mér alfarið að honum,“ sagði Bjarni, sem hefur verið viðloðandi Stjörnuna eftir að skórnir fóru upp í hillu, í samtali við DV fyrir nokkrum árum. Valdimar Tryggvi Kristófersson var einn þeirra sem spilaði fótbolta með Bjarna á yngri árum. Hann segir að Bjarni hafi stigið fram sem sterkur leið- togi strax á uppvaxtarárunum. Hann hafi verið fyrirliði í yngri flokkum og fljótur að vinna sig upp í meistaraflokk og orðið þar fyrirliði aðeins sextán ára. „Bjarni var afburða skemmtilegur strákur. Mikill húmoristi,“ segir Valdi- mar. „Hann átti marga brandara og tók þátt í öllu. Hann var svona brand- arakall, hann kunni þá fjöldamarga.“ Valdimar segir það ekki hafa komið sér á óvart þegar Bjarni var kjörinn for- maður Sjálfstæðisflokksins, hann hafi alltaf verið leiðtogi í sér. Hann segir að Bjarni hafi ekki breyst mikið í gegnum árin, allavega ekki hvað varðar per- sónueinkenni. Bjarni er enn þann dag í dag mik- ið fyrir útivist en hann stundar skíði, gönguferðir og ýmsa aðra hreyfingu. Á Facebook-síðu hans má sjá myndir af honum og eiginkonu hans í göngu- ferð í Landmannalaugum og stöðu- uppfærslur um fjölskylduna saman í útivist. Þá fer hann ekki leynt með að hann verji sunnudagseftirmiðdegi í að horfa á enska boltann, eins og svo margir. N1-olíufjölskyldan Í hagsmunaskráningu Bjarna á vef Al- þingis segir að hann hafi engin tengsl við einkafyrirtæki og að hann sinni engum launuðum störfum utan þing- starfanna. Tengsl Bjarna í gegnum fjölskyldu sína við stórfyrirtæki á borð við olíufélagið N1, sem er í eigu föður og föðurbróður Bjarna, eru hins veg- ar mikil, jafnvel þótt hann komist hjá því að skrá þau. Bjarni tók virkan þátt í fjölskyldufyrirtækinu áður en hann tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hann gegndi stjórnarformennsku í fyrirtæki föður og föðurbróður síns, olíufélaginu N1, og móðurfélagi þess BNT. Hann sagði af sér stjórnarfor- mennsku í félögunum tveimur í kjölfar efnahagshrunsins og nokkrum vikum áður en hann tilkynnti um framboð til formennsku í flokknum. Hann útskýrði brotthvarf sitt á þann veg að hann vildi helga stjórnmálum alla krafta sína og var ekki að heyra á honum að hann teldi hagsmunaárekstra liggja í því að hann sem þingmaður sæti í stjórn olíufélags heldur sagði það óheppilegt fyrir félagið. „Ég neita því heldur ekki að mér finnst á vissan hátt óheppilegt að vera mjög virkur þátttakandi í við- skiptalífinu eftir að bankarnir komust í hendur ríkisins. Það getur möguleika leitt til einhverrar tortryggni sem gæti bitnað á hagsmunum félaganna. Mér finnst það ekki góð staða,“ sagði hann í samtali við Viðskiptablaðið um málið. Tugmilljarða flækja sem BNT tók þátt í var til umfjöllunar í Rannsókn- arskýrslu Alþingis og sem stjórnarfor- maður félagins tók Bjarni þátt í flækju sem er til rannsóknar hjá embætti sér- staks saksóknara í málefnum tengdum efnahagshruninu. Sjálfur vel stæður Bjarni er sjálfur sterkefnaður maður og getur leyft sér ýmsan munað. Hann keyrir til að mynda um á Range Rov- er-jeppabifreið, býr í glæsilegu einbýl- ishúsi í Garðabænum, sem stendur við sömu götu og hús margra Engeyinga, og átti um tíma íbúð í Dúbaí. Hann berst þó ekki alltaf á og mætti til að mynda ekki á Range Rover-jeppan- um á kjörstað í síðustu alþingiskosn- ingum, þar sem augu allra beindust að honum. Hann var þó líka nokkuð skuldsettur en fram kemur í Rann- sóknarskýrslu Alþingis að hann hafi skuldað íslensku bönkunum 174 milljónir árið 2008. DV greindi svo frá því að hann hefði átt bankareikning í Julius Baer-bankanum í Sviss. Að- spurður hvers vegna hann væri með bankareikning í Sviss svaraði Bjarni: „Þetta er einfaldlega þannig að ís- lenskur bankastarfsmaður, sem áður sá um eignastýringu fyrir mig, hóf störf í þessum banka og ég færði við- skipti mín yfir til hans.“ Bjarni var sjálfur skráður fyrir 1 prósents hlut í BNT þar til árið 2008 en hann mun hafa átt hlutinn frá því N1 varð til við sameiningu nokkurra fyr- irtækja. Talið er að Bjarni hafi þá selt Einari Sveinssyni, föðurbróður sínum, hlutinn. Gera má ráð fyrir því að Bjarni hafa hagnast vel á þessum við- skiptum þar sem N1 var metið á þess- um tíma á um fimm milljarða króna. Ástæðan fyrir sölunni var sögð vera sú að Bjarni hefði viljað fjárfesta í öðru en hlutabréfum en hann mun einnig hafa átt hlutabréf í öðrum félögum á íslenskum hlutabréfamarkaði á sama tíma. Ekki er vitað hvaða fyrirtæki það voru en samkvæmt heimildum DV og hagsmunaskráningu á vef Alþingis á Bjarni ekki hlut í neinum fyrirtækjum í dag. Gott að leita til hans Sigurður Kári Kristjánsson þing- maður hefur unnið með Bjarna í hartnær tvo áratugi. Fyrst unnu þeir saman á Lex lögmannsstofu en síðar á Alþingi. Sigurður Kári ber Bjarna vel söguna og segir hann einstaklega traustan og góðan mann. „Bjarni er auðvitað bæði samstarfsmaður minn og svo bara persónulegur vinur. Sama gildir um konuna hans og konuna mína. Við sitjum ekki bara saman í þingflokki held- ur erum persónulegir vin- ir,“ segir hann. Sigurður Kári segir að Bjarni sé einstaklega þægilegur, góður og áreið- anlegur. „Hann hefur skiln- ing á sjónarmiðum annarra og hlustar eftir þeim,“ seg- ir Sigurður Kári og segir að þrátt fyrir að þeir félagar hafi verið ósammála um einstök mál hafi það ekki haft áhrif á vinskap þeirra. „Það hefur aldrei slest upp á vinskapinn eða kastast í kekki. Hann er laufléttur og skemmtilegur og tek- ur sjálfan sig ekkert allt- of hátíðlega. Mjög þægi- legur í umgengni á allan hátt,“ segir hann. „Hann reynir að sjá spaugilegu hliðarnar á flestum mál- um. Hann er mjög létt- ur og það er alveg sama hvort það er í daglegu lífi eða í vinnunni.“ Sigurður Kári segir að það sé einna helst að Bjarni skipti skapi í golfi. „Það er kannski bara af því að honum gengur ekkert sérstaklega vel í þeirri íþrótt,“ segir Sig- urður Kári og hlær. „Hann á mjög mörg áhugamál og hann er mikill útivistarkall. Hann er ættrækinn og mikill fjölskyldumaður, eins og ég held að þeir Engeying- ar séu, þeir búa nú margir hverjir í sömu götunni,“ seg- ir hann. „Hann Bjarni fær öll mín bestu meðmæli og hann hefur aldrei reynst mér og mín- um neitt annað en vel. Öll mín reynsla af honum er góð.“ Byrjaði í brotsjó Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins árið 2009, eft- ir efnahagshrunið og eftir að Geir H. Haarde sagði af sér sem formað- ur í kjölfar hrunsins. Hann sigr- aði Kristján Þór Júlíusson, þing- mann flokksins, í kosningunum til formanns með rúmlega þrjú hundruð atkvæða mun. Bjarni tók við flokknum á erfiðum tímum og leiddi hann inn í þingkosningar sem voru á næsta leiti og flokkurinn mældist með lítið fylgi í skoðanakönnunum. Stuttu eftir að hann tók við þurfti hann líka n Markar spor í sögu flokksins n Brýst undan öflum sem hafa verið ráðandi innan flokksins síðustu áratugi n Hefur sjálfur viðkvæman bakgrunn úr viðskiptalífinu n Sá bakgrunnur gæti orðið honum að falli Formaðurinn sem ögraði flokknum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.