Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Síða 47
Sport | 47Helgarblað 11.–13. febrúar 2011 Clint Dempsey hefur farið á kostum með Fulham það sem af er leiktíð- inni í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur meira og minna alltaf skilað sínu frá því hann kom til liðsins árið 2007 frá Bandaríkjunum og er allra vanmetnasti leikmaðurinn í þess- ari bestu deild heims. Það fer ekki mikið fyrir honum en hjá Fulham er hann orðinn goðsögn enda gef- ur hann sig allan í leikinn. Dempsey ólst upp við erfiðar aðstæður og átti lengi vel í vandræðum með skapið. Hann hefur þó náð að virkja orkuna inni á vellinum og er ekkert lamb að leika sér við. Ólst upp í hjólhýsi Clinton Drew Dempsey fæddist austarlega í Texas í mars 1983. Mest- alla ævi sína bjó hann í hjólhýsi með foreldrum sínum og fjórum systkin- um við erfiðar aðstæður. Foreldr- ar hans studdu hann þó alltaf hvað varðar knattspyrnuna og ók fað- ir Dempseys honum alltaf á æfing- ar. Dempsey þurfti að ferðast mik- ið vegna boltans og þar sem pabbi hans elti hann út um allt voru syst- kin hans löngum stundum föðurlaus heima fyrir. Þetta er eitthvað sem Dempsey sér eftir í dag. Dempsey hefði getað verið kom- inn mun fyrr til Englands en þegar hann var á unglingsaldri var honum boðið að ganga í raðir unglingaaka- demíu Arsenal. Um sama leyti veikt- ist systir hans illa og þurfti hann því að vera heima. Dempsey var fyrir- myndarnemandi og átti í litlum vandræðum með að klára háskól- ann. Hann ákvað að fara í nýliðaval- ið fyrir MLS-deildina árið 2004 þar sem New England Revolution valdi hann sem áttunda valrétt. Hann sló strax í gegn hjá New England, spilaði alla leikina nema einn, skoraði sjö mörk og var lykilmaður í liðinu sem komast í úrslit austurdeildarinnar. Hann var fyrir vikið kjörinn nýliði ársins. Dempsey átti tvívegis eftir að fara í úrslitaleikinn í MLS-deildinni en honum tapaði liðið í bæði skiptin. Dýrastur úr MLS-deildinni Í desember 2006 bauð Fulham fjórar milljónir punda í Dempsey en aldrei áður hafði leikmaður verið keyptur á svo mikið fé úr MLS-deildinni. Hann gekk því í raðir Lundúnaliðsins en þáverandi stjóri þess, Chris Cole- man, hreifst mikið af leikstíl hans. Dempsey hefur það með sér að hann gefst aldrei upp og lætur alltaf finna fyrir sér. Hjá Fulham hefur hann blómstrað og sérstaklega á þess- ari leiktíð þar sem hann er á meðal bestu framherja deildarinnar. Hann er fyrir löngu orðinn lykilmaður hjá Fulham en hann er markahæsti leik- maður liðsins í dag með níu mörk. Dempsey á nú að baki 68 lands- leiki fyrir Bandaríkin en hann spil- aði sinn fyrsta landsleik árið 2004 gegn Jamaíka. Hann er búinn að skora nítján mörk, þar af sitthvort markið á HM 2006 og 2010. Aðeins þrír bandaríkjamenn hafa náð þeim áfanga. Kjálkabrotinn og braut kjálka Áður en Dempsey náði að beisla orku sína inni á vellinum var hann öðrum leikmönnum einfaldlega hættulegur. Hann var sendur í tveggja vikna bann hjá New Eng- land í mars 2006 eftir að hafa lent í slagsmálum við liðsfélaga sinn, Joe Franchino, í miðjum æfingaleik. Þetta sama ár var honum tvíveg- is vikið af velli fyrir gróf brot. Fyrst braut hann kjálkann á einum mót- herja sinna með svakalegu olnboga- skoti og ári síðar í leik með Fulham braut hann kinnbein á enska lands- liðsmiðverðinum John Terry. Sjálfur er Dempsey þó grjótharður en 2004 spilaði hann tvo leiki með brotinn kjálka áður en læknar komust að því. Þá spilaði hann lengi vel með New England, tognaður á ökkla. Dempsey er númer 23 hjá Ful- ham en það númer valdi hann vegna körfuboltahetjunnar Michaels Jor- dans. „Þegar ég kom til Fulham og leit yfir númeralistann var þetta eina númerið sem skipti mig einhverju máli og var laust. Ég lít gríðarlega upp til Michaels Jordans og þó ég viti að ég nái aldrei sömu hæðum og hann geri ég alltaf mitt besta. Sjálfur sagði Jordan alltaf að hann væri bara að gera sitt besta. Það var bara betra en hjá nokkrum öðrum í sögunni,“ segir Clint Dempsey. n Clint Dempsey er einn af vanmetnustu leikmönnum úrvals- deildarinnar n Ólst upp við erfiðar aðstæður og átti í vand- ræðum með skapið n Er númer 23 vegna Michaels Jordans Fullt nafn: Clinton Drew Dempsey (Deuce) Þjóðerni: Bandarískur Fæddur: 9. mars 1983 í Texas í Bandaríkjunum Leikstaða: Framherji eða vængmaður Félög: New England Revolution og Fulham Landsleikir: 68 (19) Leyndir hæfileikar: Góður rappari Clint Dempsey Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Harður í horn að taka Dempsey lætur olnbogana stundum fylgja með. Hetja hjá Fulham Clint Dempsey er í miklum metum hjá Fulham. Grjótharður úr hjólhýsinu Cafe Catalina n Hamraborg 11 n 200 Kópavogur n Sími: 554 2166 n www.catalina.is Um helgina leikur Hljómsveitin feðgarnir allar veitingar í boði s.s: n BBQ svínarif, hamborgarar, steikarsamlokur n Hádegismatur m/súpu og kaffi n Hópamatseðlar fyrir veislur, smáréttaborð og fleira Snyrtilegur klæðnaður áskilinn Tökum að okkur þorra- veislur, árshátíðir og annan mannfagnað boltinn alltaf í beinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.