Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 6
6 | Fréttir 20.–26. apríl 2011 Páskablað L A U G A V E G I 1 7 8 Sími: 568 9955 - www.tk. is O p i ð : l a u g a r d . 1 2 - 1 6 - a n n a r í p á s k u m L O K A Ð Einnig mikið úrval af fermingargjöfum Erum flutt að Laugavegi 178 (næsta húsi við frægustu bensínstöð landsins) BRÚÐKAUPSGJAFIR 20 teg. Söfnunarstell 20 teg. Söfnunarhnífapör 20 teg. Söfnunarglös iittala vörur - hitaföt o.fl. „Börn allt niður í þrettán ára göm- ul selja sig í gegnum internetið,“ segir Þorbjörg Sveinsdóttir, sér- fræðingur í Barnahúsi. Hún seg- ir að það gildi bæði um stelpur og stráka og að yfirleitt séu kaupend- ur karlar. „Ég held að þetta sé sorg- lega algengt,“ segir Þorbjörg, sem metur það þannig að þessi hópur sé nokkuð stór og að hann hafi far- ið vaxandi á síðustu tveimur árum. „Ég held að við höfum aðeins feng- ið að finna smjörþefinn af þessu hér í Barnahúsi. Þessi mál eru ekki skráð sem vændismál og því erfitt að átta sig á því hvað þau eru ná- kvæmlega mörg. En það stendur til bóta þar sem þessum málum er alltaf að fjölga. Í fljótu bragði held ég að mér sé óhætt að fullyrða að við höfum fengið á annan tug mála inn á borð til okkar á síðustu tveim- ur árum.“ Kaupendur óþekktir Þrátt fyrir það minnist Þorbjörg þess ekki að það hafi verið dæmt í máli er varðar kaup á barni, bæði vegna þess að þetta er í raun tiltölu- lega nýr málaflokkur og eins vegna þess að þessi mál eru oft flókin og erfið. „Þetta fer oft fram undir al- gjörri nafnleynd. Netið er þannig. Þú getur verið þar undir nafnleynd og þú getur gert þetta án þess að nokkur viti hver þú ert. Þessi börn vita oft ekkert hver kaupandinn er. Þetta eru erfið mál, því hvern á að sækja til saka ef enginn veit hver á í hlut? Það getur verið ansi snúið,“ segir Þorbjörg. Hún segir að yfirleitt hafi full- orðnir ekki milligöngu um söluna. „Hér á Íslandi hafa ekki komið upp mörg mál þar sem foreldrar selja börnin sín í vændi, en það hafa komið upp mál þar sem gerendur eru fleiri en einn. Það er líka til að börn hafi verið seld í vændi af full- orðnum en það er afar sjaldgæft. Hins vegar er sorglegt að ungling- ar leiðist út í vændi í gegnum int- ernetið og jafnvel ansi ungir, alveg niður í þrettán ára. Þetta er sorgleg þróun sem við sjáum í Barnahúsi. Við þekktum ekki svona mál fyrir nokkrum árum.“ Eftirspurnin mikil Eftirspurnin er það sem heldur markaðnum uppi segir hún og vís- ar í frétt sem birtist á DV.is þar sem fréttamenn birtu auglýsingu í nafni fimmtán ára stráks inni á einka- málasíðu. Nánast samstundis hafði vændiskaupandi samband og lýsti yfir áhuga sínum. „Eftirspurnin er gríðarlega mikil. Þar af leiðandi leið- ast börn út í þetta. Þau eru kannski í fíkniefnum og þurfa að fjármagna neysluna og þá virðist þetta vera auðveld leið því eftirspurnin er svo mikil. Það er náttúrulega dapurlegt. En þá er ekki ólíklegt að óþroskaðir einstaklingar í miklum vanda leiðist út í það að selja sig fyrir peninga eða fíkniefni.“ Málin enda svo hjá Barna- húsi í gegnum tilkynningar frá barnaverndarnefndum, lögreglu eða dómurum. „Lögreglan kemst kannski á snoðir um eitthvað og til- kynnir málið þannig að það kemur til okkar. Þessi mál koma upp fyrir tilviljun en ekki frá barninu sjálfu, því það er svo mikil skömm og sekt- arkennd í þessum börnum að þau þora ekki að segja frá þessu sjálf.“ Börnin eru saklaus Þorbjörg áréttar að þótt það hafi ekki tekist að sakfella kaupendur í þessum málum sé heilmargt hægt að gera til þess aðstoða unglinga í vændi. „Oft eru þetta börn í fíkni- efnavanda og þá vantar öflug úrræði fyrir þau. Síðan er hægt að veita þeim áfallamiðaða hugræna at- ferlismeðferð því þótt þetta sé kyn- ferðisofbeldi, eins og allt annað kyn- ferðisofbeldi, upplifa þessi börn það ekki þannig. Þeim finnst þau bera mikla ábyrgð af því að þau settu sig í samband við einhvern á netinu. Það þarf að hjálpa þeim að komast í skilning um það að ábyrgðin er ekki þeirra heldur urðu þau fyrir ofbeldi, þetta er ekki brot af þeirra hálfu, þau eru algjörlega saklaus af þessu því kaupandinn ber alla ábyrgðina. Þetta eru flókin mál og þau eru erfið en það er alltaf von og það er hægt að hjálpa þessum börnum eins og öðrum. Undantekningarlaust eru þetta rosalega flottir krakkar.“ 13 ára selja sig á netinu n Íslensk börn stunda vændi fyrir tilstilli netsins n Aldur þeirra er allt niður í 13 ár n Um að ræða bæði stelpur og stráka n „Sorglega algengt,“ segir sérfræðingur í Barnahúsi n Kaupendur eru óþekktir karlar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Eftirspurnin er gríðarlega mikil. Óhugnanleg þróun Þorbjörg er uggandi yfir því að æ fleiri ung- menni koma í Barnahús eftir að hafa selt sig í gegnum internetið, oftast óþekktum aðilum sem eru undir nafnleynd á netinu. Stjórnendur þeirra leikskóla sem til stendur að sameina í Reykjavík hafa sent borgaryfirvöldum bréf þar sem þeir krefjast þess að fallið verði frá þeim áformum. Þá segja þeir sam- einingu valinna leikskóla borgarinnar stefna jafnrétti barna til leikskólanáms í voða og að enginn lagalegur grund- völlur sé fyrir áformunum. Þau lög sem stuðst sé við í áformum til sameiningar kveði á um fámenna leikskóla, þar sem rekstri væri betur hagað með samein- ingu. „Við sjáum ekki hvernig Reykja- víkurborg getur borið við fámenni og teljum því að um siðlausa misnotkun á lögunum sé að ræða,“ segir í bréfi stjórnendanna til borgaryfirvalda. Nýlega var fallið frá áætlunum um að sameina leikskólana Seljaborg og Seljakot vegna ólíkrar stefnu og hug- myndafræði leikskólanna. Þá krefj- ast stjórnendur annarra leikskóla að á sömu forsendum eigi að hætta við sameiningu annarra leikskóla í borg- inni. Þá sé einróma álit Félags leik- skólakennara að áformin séu skóla- starfi í borginni ekki til framdáttar. „Ekkert jafnræði er í því að láta börn í 25 af 76 leikskólum borgarinnar taka á sig afleiðingarnar af áætluðum niður- skurði Leikskólasviðs og skorum við á borgaryfirvöld að virða jafnan rétt allra barna í borginni,“ segir enn fremur í bréfinu. simon@dv.is Stjórnendur leikskóla eru æfir vegna sameininga: Misnotkun á lögum Vilja veiða meira „Fyrirsjáanlegt er að neyðarástand skapist í greininni með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks á sama tíma og miðin eru svo full af fiski að erfitt er að dýfa veiðarfæri í sjó án þess að þau yfirfyllist.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í áskorun forsvarsmanna Sam- taka fiskframleiðenda og útflytjenda til Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráð- herra. Samtökin hvetja hann til að auka aflaheimildir, strax eftir hrygn- ingarstopp, um 40 þúsund tonn í þorski og samsvarandi í öðrum teg- undum. Enn fremur kemur fram að í ljósi efnahagsástands þjóðarinnar sé enn nauðsynlegra en áður að skapa út- flutningsverðmæti úr þeirri auðlind sem hafið sé. Ábyrgðarlaust væri af ráðherra að leiða áskorunina hjá sér. Hlaut fyrstu verðlaun Íslensk kvikmyndatökukona hlaut verðlaun á tyrkneskri kvikmyndahá- tíð um helgina. Kvikmyndahátíðin er haldin árlega í Istanbúl og þar hlaut Birgit Guð- jónsdóttir gullna túlípanann. Um er að ræða fyrstu verðlaun í al- þjóðlegum flokki á kvikmyndahá- tíðinni. Verð- launin hlaut Birgit fyrir myndatöku á tyrknesku kvikmyndinni „Our Grand Despair“. Hún var einnig tilnefnd fyrir sömu mynd á kvikmyndahátíð- inni í Berlín. Birgit hefur verið búsett í Þýskalandi seinustu tíu árin en hún hefur unnið við stórmyndir á borð við „Goodbye Lenin“ og „The Bourne Supremacy“. Meira díoxín mældist í Eyjum Magn díoxíns sem mældist í Sorporkustöð Vestmannaeyja er nú meira en árið 2007, þrátt fyrir tilraunir til þess að draga úr menguninni. Í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ á þriðjudag- inn kom fram að mælingar bendi til þess að árangur hafi náðst í að minnka útblástur þeirra meng- andi efna sem getið er í starfsleyfi stöðvarinnar. Þó hafi ryk mælst tvöfalt meira en starfsleyfi til- greinir og díoxín mælst nokkuð meira. Fréttastofa RÚV greinir frá því að Vestmannaeyjabær hygg- ist freista þess að draga úr losun mengandi efna um að minnsta kosti 60 prósent.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.