Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 16
16 | Fréttir 20.–26. apríl 2011 Páskablað Guðmundur Andri Skúlason, tals- maður Samtaka lánþega, og eigin- kona hans, Sigrún Hafsteinsdóttir hafa höfðað skaðabótamál á hend- ur Frjálsa fjárfestingarbankanum vegna láns sem þau tóku á fyrirtæki sem þau áttu fyrir hrun. Guðmund- ur segir lánið hafa verið ólögmætt og þau hjónin því orðið af veruleg- um fjármunum. Guðmundur hefur staðið í eldlínunni í baráttu gegn fjármögnunarfyrirtækjum frá hruni og hann viðurkennir að sú barátta sér farin að taka sinn toll. Hann er þó hvergi nærri hættur. Vilja sækja milljónir „Þetta snýst um skaðabótakröfu á hendur bankanum vegna geng- istryggðs láns, eða hvað á nú að kalla þau í dag,“ segir Guðmundur Andri en fyrirtaka í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Hann segir þau hjónin hafa átt fyrirtæki á árunum fyrir hrun og á þeim tíma hafi þau tekið lán á fyrirtækið hjá Frjálsa fjárfesting- arbankanum. „Síðan seldum við fyrirtækið seinna meir. Þá var eign okkar í þessu fyrirtæki náttúrulega núll krónur vegna þess að Frjálsi reiknaði lánið upp í hæstu hæðir. Og það var bara eftir litla hrunið í mars 2008 og í maí það ár seldum við það. Við teljum að Frjálsi hafi bakað sér skaðabótaskyldu með að vera með ólögmætt lán, reikna eft- irstöðvar þess með röngum hætti, sem varð til þess að verðmatið á okkar fyrirtæki rýrnaði. Þetta er bara eitt af þessum fjölmörgu mál- um sem við viljum keyra í gegnum kerfið núna til að fá niðurstöðu í það hvort bankar séu yfir höfuð ábyrgir fyrir einhverju af því sem þeir gera.“ Aðspurður hversu háar fjárhæð- ir sé um að tefla í skaðabótamálinu segir Guðmundur það upphæð sem skipti þau heilmiklu máli. „Heildar- krafa án vaxta, þegar búið er að tína allt til, er 33 milljónir.“ Búinn að bíða lengi með málið Guðmundur segir að málið sem loks var tekið fyrir í síðustu viku hafa í rauninni verið í ferli frá árinu 2009. Þau hjónin hafi ákveðið að bíða með að fara með það fyrir dómstóla. „Við létum þetta mál bíða því við vildum ekki að þetta yrði gert að einhverju fordæmismáli því það var öðruvísi en önnur mál. Þá fannst okkur ekki eðlilegt að ég, sem er í forsvari fyr- ir Samtökum lánþega, væri að pota mínu máli í eitthvað fordæmi. Það væri eðlilegra að taka það sér,“ segir Guðmundur. Gefst ekki upp núna Auk þess að standa í ströngu í bar- áttu fyrir sínum eigin persónulegu lánamálum fyrir dómstólum er Guðmundur Andri sem forsvars- maður Samtaka lánþega með mörg járn í eldinum í því starfi. Það er ekki auðvelt að ná í hann þessa dag- ana sökum álags á símkerfi samtak- anna og deila þau hjónin með sér að taka símtölin. Hann segir sam- tökin vera með mál gegn Lýsingu sem snýr að afturvirkri innheimtu eftir þá dóma sem fallnir eru í slík- um málum og þá sé annað mál í vinnslu gegn Frjálsa fjárfestingar- bankanum sem snýr að afturvirkri innheimtu bankans í þeim mál- um sem þegar hafa farið í gegnum dómskerfið. Aðspurður hvort þessi barátta sé ekki farin að taka sinn toll segir Guðmundur svo vera. „Jú, það er ekki hægt að neita því, það er farið að gera það. Þetta er alveg að verða þreytandi en að sama skapi þætti manni helvíti hart að fara að gefast upp núna. Maður er búinn að standa af sér nokkra stormana, bæði frá bönkum, fjölmiðlum og öðrum. Þannig að við reynum að halda áfram.“ Krefur bankann um skaðabætur n Guðmundur Andri höfðar skaðabótamál á hendur Frjálsa fjárfestingar bankanum n Krefur bankann um tugi milljóna vegna ólögmæts láns nBaráttan tekur sinn toll Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is „Að sama skapi þætti manni hel- víti hart að fara að gefast upp núna.“ Berst við bankann Guðmundur Andri Skúlason hefur staðið í ströngu í baráttu við fjármögnunarfyrirtækin frá hruni. Nú hefur hann höfðað skaðabótamál gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR Endurnærir og hreinsar ristilinn allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30+ Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox Samráðshópur um húsnæðisstefnu hefur skilað velferðarráðherra skýrslu með tillögum um aðgerðir á sviði húsnæðismála. Ein megin- tillaga hópsins er að teknar verði upp húsnæðisbætur í stað vaxta- og húsaleigubóta til að jafna húsnæðis- stuðning hins opinbera milli ólíkra búsetuforma og stuðla að því að val sé á milli leigu-, búseturéttar- og eignaríbúða. Meginreglan skuli vera sú að ríkið greiði almennan húsnæðisstuðning en sveitarfélögin veiti sérstakan hús- næðisstuðning vegna félagslegra að- stæðna. Bent er á að stuðningur hins opinbera við fólk á leigumarkaði sé mun minni en við fólk í eigin hús- næði eða búseturéttaríbúðum. Því er lagt til að til skamms tíma verði tekjuskerðingarmörk húsaleigubóta lækkuð til að auka stuðning við lág- tekjuhópa. Jafnframt er lagt til að opinberir aðilar vinni að því að efla almennan markað með leigu- og bú- seturéttaríbúðir. Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra segir augljóst að stjórnvöld þurfi að eiga sér skýra langtímastefnu í húsnæðismálum. „Samráðshóp- urinn hefur unnið vandaða vinnu og miklu skiptir að góð samstaða var um tillögurnar innan hópsins sem var þverpólitískur með aðkomu mikilvægra hagsmunasamtaka. Ég mun á næstu vikum fara yfir og meta tillögur samráðshópsins. Þá tekur við forgangsröðun, nánari útfærsla þeirra og framkvæmd.“ hanna@dv.is Tillögur samráðshóps um aðgerðir á sviði húsnæðismála: Tekjuskerðing lækkuð Aðgerðir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður samráðshópsins. Verkalýðsfélag Akraness semur: Sumir fá hálfa milljón Á þriðjudaginn var undirritaður kjara- samningur Verkalýðsfélags Akraness við Elkem Ísland en samningurinn gildir til þriggja ára. Þetta er fyrsti samningur- inn sem undir- ritaður er með þessum hætti hjá ríkissáttasemjara í þeirri samn- ingalotu sem nú stendur yfir, sam- kvæmt upplýs- ingum af vefsíðu Verkalýðsfélags Akraness. Samkvæmt samningnum munu starfsmenn hækka að meðaltali um tæp tíu prósent í launum á fyrsta ári samningsins og munu laun byrj- anda hjá Elkem hækka um tæpar 30 þúsund krónur á mánuði en laun starfsmanns sem starfað hefur í 10 ár hækka um tæpar 35 þúsund krónur. „Rétt er að geta þess að samn- ingurinn hefur afturvirkni og munu starfsmenn fá greitt frá 1. janúar 2011. Þessu til viðbótar ákvað fyrirtækið vegna góðrar afkomu að greiða starfs- mönnum ein föst mánaðarlaun auka- lega. Þegar allt þetta er tekið saman er niðurstaðan sú að starfsmaður sem hefur starfað í 10 ár hjá Elkem mun fá tæpar 500 þúsund krónur í formi ein- greiðslu við næstu útborgun,“ segir á vef félagsins en Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, leiddi samningaviðræðurnar og hefur lýst því yfir að hann sé stoltur af út- komunni. Þá kemur fram að orlofs- og des- emberuppbætur muni hækka töluvert en þær eru í dag samtals rúmlega 260 þúsund krónur en munu hækka í 274 þúsund rúmar, sem er 5,5 prósenta hækkun. Heildarhækkun samningsins á samningstímanum að teknu tilliti til eingreiðslunnar vegna góðrar afkomu fyrirtækisins er um 26 prósent. „Formaður telur þennan samning vera mjög ásættanlegan fyrir starfs- menn Elkem en samningurinn verður kynntur fyrir starfsmönnum á fund- um á morgun og einnig mun starfs- mönnum bjóðast að kjósa um samn- inginn að lokinni kynningu. Það er alveg morgunljóst að þetta er sú lína sem félagið mun leggja varðandi aðra samninga á Grundartangasvæðinu, það er að segja við Klafa og Norðurál, en samningur Klafa var laus um ára- mót og launaliður Norðuráls einnig á sama tíma,“ skrifar Vilhjálmur Birgis- son á vefsíðu VLFA. mikael@dv.is Vilhjálmur Birgisson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.