Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 26
26 | Fréttir 20.–26. apríl 2011 Páskablað Ekki hefur fengist úr því skorið hvort liðlega 96 milljarða króna ríkis­ ábyrgð gagnvart Arion banka sé lög­ mæt og því virðist óvissa ríkja um það hvort hún sé raunverulega virk. Kristján Þór Júlíusson, þingmað­ ur Sjálfstæðisflokksins, hefur oftar en einu sinni spurst fyrir um tiltekn­ ar ríkisábyrgðir sem aldrei hafa verið samþykktar á Alþingi eins og lög gera ráð fyrir. Kristján segi að svo virðist sem pólitísk yfirlýsingar tveggja til þriggja ríkisstjórna séu látnar nægja um ábyrgð á innstæðum í tilteknum bönkum, en slíkt sé einfaldlega ekki í samræmi við lög. Vill að heimild Alþingis liggi fyrir „Þessar ábyrgðir hafa aldrei feng­ ið neitt form eða lögmæti en aðeins þannig eru þær virkar. Í skýrslu Ríkis­ endurskoðunar með ríkisreikning árið 2009 er gerð grein fyrir þessari ríkisábyrgð. Sambærileg ríkisábyrgð fyrir 45 milljörðum var gefin út til Ís­ landsbanka vegna Straums­Burðar­ áss. Við eigum eftir að fjalla um þetta í þinginu og þá hef ég svör fjármála­ ráðherra við hendina og get borið þau saman við skýrslu ríkisendurskoð­ unar. Einhvern veginn virðast menn komast upp með þetta. Það er engin lagaheimild fyrir þessu og neyðarlög­ in vegna bankahrunsins leyfa þetta ekki heldur. Ef til að mynda Seðla­ banki Íslands viðurkennir umrædda ríkisábyrgð þá er það vegna þess að hann telur ábyrgðina virka. Ef ábyrgð­ in er virk þá er hún veitt í heimildar­ leysi því hún hefur ekki verið sam­ þykkt af Alþingi.“ Kristján Þór spurði Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra eftirfar­ andi spurningar: „Hvernig stendur á veitingu ríkisábyrgðar til Nýja Kaup­ þings banka hf., nú Arion banka hf., sem er sprottin af samningi sem Nýi Kaupþing banki og Drómi undirrit­ uðu 22. júní 2009 um endurgreiðslu skuldar og veðsamninga vegna skuld­ bindinga í samræmi við ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, en í bréfi ráðu­ neytisins til Nýja Kaupþings banka, dagsettu 20. ágúst 2009, kemur fram að ríkissjóður ber fjárhagslega ábyrgð gagnvart bankanum ef greiðslufall verður af umræddu skuldabréfi, sem er að fjárhæð 96,7 milljarðar króna?“  Vísað í neyðarlög og yfirlýsingar Fjármálaráðherra svaraði þessari spurningu skriflega fyrir skemmstu. Vísað er til þess að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafi haustið 2008 gef­ ið út yfirlýsingu um að innstæður í bönkum væru tryggðar að upp­ fylltum ákveðnum skilyrðum. „Nú­ verandi ríkisstjórn hefur gefið sam­ bærilega yfirlýsingu. Þegar stjórn SPRON óskaði eftir því við FME að það tæki yfir rekstur sparisjóðsins á grundvelli neyðarlaganna tók stjórn FME þá ákvörðun varðandi innstæð­ ur SPRON að leita eftir því við Ar­ ion banka að bankinn tæki við inn­ stæðum SPRON í því skyni að tryggja aðgang innstæðueigenda að fjár­ munum sínum. Á móti gaf slitastjórn SPRON út skuldabréf sem tryggt var með veði í eignum þrotabúsins sem endurgjald fyrir skuldbindingarn­ ar. Ákvörðun FME um flutning inn­ stæðna var formgerð með þeim hætti að slitastjórn SPRON gaf út skulda­ bréf á Arion banka fyrir hinum yfir­ færðu innstæðum að fjárhæð 96,7 milljarðar króna...“ Tekið er fram að skuldin, sem rík­ ið ábyrgist, nemi nú um 70 milljörð­ um króna. „Á grundvelli ákvörðunar FME um að færa innstæður SPRON til Arion banka gerði bankinn hins vegar þær kröfur til ríkissjóðs að hann staðfesti ábyrgð ríkisins á þess­ um innstæðum, eins og á öðrum innstæðum í íslenskum bönkum, ef svo færi að verðmæti veðsettra eigna stæði ekki undir þeim skuldbinding­ um,“ segir í svari fjármálaráðherra. Ekki heimild í neyðarlögum Kristján spurði hvers vegna umrædd skuldbinding væri ekki tilgreind í ríkisreikningi fyrir árið 2009. Því var svarað á þann veg að ríkissjóður hefði lýst því yfir með almennri yf­ irlýsingu að hann ábyrgðist allar innstæður í íslenskum bönkum og álitamál væri hvort ætti að tilgreina umrædda ábyrgð sérstaklega um­ fram aðrar. Aðspurður um lagaheimildir til ábyrgða á vegum ríkissjóðs svaraði fjármálaráðherra því til að þær væru gerðar á grundvelli neyðarlaganna. Þessu andmælir Kristján Þór eins og áður segir. „Menn hafa reynt að bera neyðarlögin fyrir sig varð­ andi þessar ríkisábyrgðir, en þetta á ekkert skylt við neyðarlögin. Því er hreinlega ólöglegt að ríkið gangi í ábyrgðir nema með samþykki frá Al­ þingi. Alþingi eitt getur veitt form­ lega ríkisábyrgð.“ Véfengir lögmæti ríkisábyrgðar n Hvergi að finna lagastoð fyrir 96 milljarða króna ríkisábyrgð segir þingmaður Sjálf- stæðisflokksins n Ríkið ábyrgist 96 millj- arða króna innstæður sem fluttar voru úr SPRON í Arion n Aðeins Alþingi getur veitt heimildir til ríkisábyrgðar Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is „Tekið er fram að skuldin, sem rík- ið ábyrgist, nemi nú um 70 milljörðum króna. Ríkisstjórnir hafa lýst ríkisábyrgð á innstæðum Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra vísar til yfirlýsinga þriggja ríkisstjórna og neyðarlaganna varðandi ríkisábyrgðina. 96 milljarða ríkisábyrgð Ábyrgð ríkisins á innstæðum sem fluttust úr SPRON í Arion er ekki sú eina sem veitt hefur verið. Íslenskir neytendur komu nokkuð vel út í könnun á vegum Evrópu­ sambandsins um þekkingu og áræði neytenda, samkvæmt vef Neytenda­ samtakanna. Könnunin var gerð meðal aðildarríkja ESB, ásamt Ís­ landi og Noregi, en Íslendingar höfn­ uðu í 9. sæti yfir þá sem best þekkja rétt sinn. Færni íslenskra neytenda var því nokkuð yfir meðallagi. Íslenskir neytendur þekktu vel ýmis vörumerki og þýðingu ákveð­ inna merkinga á umbúðum. Þá skor­ uðu þeir einnig hátt þegar kom að því að reikna út verð og vexti, sem og þegar kom að þekkingu á réttindum neytenda vegna gallaðrar vöru. Ís­ lendingar virtust einnig duglegri en aðrir við það að kvarta og leita rétt­ ar síns. Íslenskir neytendur versluðu einnig meira á netinu en meðalmað­ urinn í Evrópusambandinu, að því er segir á ns.is. Þó voru Íslendingar ekki sérlega vel að sér í húsgöngu­ og fjarsölu og fylgdust áberandi minna en aðr­ ir með neytendaumfjöllun í fjölmiðl­ um. Norskir, finnskir, hollenskir, þýsk­ ir, danskir, sænskir, tékkneskir og austurrískir neytendur stóðu sig bet­ ur en íslenskir í könnuninni. Niður­ stöður könnunarinnar voru birtar í síðustu viku af framkvæmdastjórn neytendamála hjá ESB, en alls voru þátttakendur 56.471 talsins. Niður­ stöðurnar voru þó nokkur vonbrigði því evrópskir neytendur reyndust ekki eins upplýstir og áætlað var. Aðeins 2 prósent þátttakenda gátu svarað rétt um þau fimm merki sem spurt var um í könnuninni, en þeirra á meðal voru merki fyrir lífræna vott­ un, endurvinnslu­ og varúðarmerk­ ingar. Um 58 prósent þátttakenda gátu sagt réttilega til um fitumagn í vöru út frá innihaldslýsingu og um 82 prósent gátu lesið „best fyrir“­ merkingu rétt. simon@dv.is Íslenskir neytendur með þekkingu yfir meðallagi: Gátu reiknað út vexti Rætt um Ísland sem fyrirmynd „Er Ísland fyrirmynd Írlands og annarra Evrópuþjóða?“ spyr breska blaðið The Economist. Í nýjasta tölublaði sínu fjallaði blaðið um stöðu efnahags­ mála á Íslandi og Írlandi. Bar greinin heitið: Dæmisaga af tveim skuldunautum. Líkir blaðið höfnun Íslendinga á Ice­ save­samningunum við viðhorf Bjarts í Sumarhúsum úr bók Halldórs Laxness. Kallar blaðið Paul Krugman, bandarískan nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, „klappstýru“ Íslendinga. Hann hafi bent Írum á að taka Íslend­ inga sér til fyrirmyndar. Hann er sem kunnugt er dálkahöf­ undur hjá bandaríska blaðinu NY Times sem hefur hrósað Íslendingum fyrir aðgerðir í efnahagsmálum eftir íslenska bankahrunið.  Íslenskir neytendur Voru ekki vel að sér um húsgöngu- og fjarsölu, en þóttu lagnir við það að reikna út vexti og verð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.