Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Qupperneq 30
Fyrir sex árum var því spáð af Um- hverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNEP (United Nations Environment Programme), að fyrir árið 2010 myndi heimsbyggðin horfa upp á um 50 milljónir „umhverfisflóttamanna“. Þar er átt við fólk sem hefur neyðst til að flýja heimkynni sín vegna umhverf- isvandamála sem hafa skapast vegna hlýnunar jarðar. Þessar hrakspár hafa hins vegar ekki ræst, heldur þvert á móti. Á korti sem gefið var út af bæði Umhverfis- stofnun SÞ og Háskóla SÞ árið 2005, var búið að merkja inn svæði sem væru líkleg til að verða yfirgefin vegna umhverfisvandamála. Raunin hefur verið önnur, því á þeim svæðum sem voru talin í hættu hefur íbúum nefni- lega fjölgað – ekki fækkað. Greint var frá þessu í vefútgáfu þýska fréttatíma- ritsins Der Spiegel í vikunni. Búið að fjarlægja hrakspárnar Mikið var gert úr hrakspám umhverfis stofnunarinnar árið 2005 og var vitnað í þær hvað eftir ann- að. Nú er hins vegar búið að fjar- lægja skýrslu sem var unnin af Há- skóla SÞ, en hana var lengi vel að finna á heimasíðu umhverfisstofn- unarinnar. Þar sagði til að mynda: „Því er spáð að fyrir árið 2010 þurfi heimurinn að sætta sig við allt að 50 milljónir flóttamanna sem hafa flúið yfirvofandi umhverfisvá. Sér- fræðingar Háskóla SÞ leggja áherslu á að alþjóðasamfélagið bregðist við, með því að skilgreina, viðurkenna og aðstoða þessa nýju tegund „flótta- manna“ hið snarasta.“ Spárnar ýktar Talið er að skýrsla Háskóla Sam- einuðu þjóðanna hafi verið að miklu leyti byggð á rannsóknum Norman Myers, umhverfisvernd- arsinna sem starfar sem prófessor við Oxford-háskóla. Myers hélt því fram hlýnun jarðar myndi stuðla að allt að 200 milljónum flótta- manna fyrir árið 2010 en þetta sagði hann á umhverfisverndar- ráðstefnu í Prag árið 2005. Það er reyndar gömul saga og ný að um- hverfisverndarsinnar vilja heldur benda á verstu mögulegu útkomu hverju sinni, til að leggja áherslu á málstað sinn. Íbúum fjölgar Staðreyndin er hins vegar sú, að íbúum á þessum svæðum, sem talin voru í hættu, fjölgar frekar en hitt. Svo virðist vera, að þrátt fyr- ir að ýmsum svæðum stafi hætta af umhverfi sínu – sem gæti birst í jarðskjálftum, flóðbylgjum, felli- byljum og svo framvegis – þá vilji fólk ekki yfirgefa svæðin. Sem dæmi má nefna náttúruhamfar- irnar í Japan, sem lögðu heilu borgirnar í rúst. Í stað þess að flýja svæðin, ákveða íbúarnir frekar að taka höndum saman og endur- byggja borgir sínar. Ein þeirra borga sem spáð var að yrði næsta yfirgefin fyrir árið 2010 var höfuðborg Jemen, Sana. Er það vegna þess að þar minnk- ar grunnvatn umtalsvert á hverju ári, og var því spáð að vatnsbirgð- ir yrðu svo gott sem á þrotum fyr- ir árið 2017 – en það myndi þýða að ólíft yrði í borginni. Íbúafjöldi Sana hefur þó fjórfaldast á síð- ustu sex árum, úr 585 þúsund í 2,3 milljónir. Efasemdarmenn um hlýnun jarðar spyrja því, og ef til vill skiljanlega, hvar eru umhverf- isflóttamennirnir? 30 | Erlent 20.–26. apríl 2011 Páskablað Hland-Kristur eyðilagður Franska lögreglan leitar nú tveggja manna sem eru grunaðir um að hafa eyðilagt listaverkið ,,Hland-Krist.“ Listaverkið er eftir bandaríska lista- manninn Andres Serrano. Í stuttu máli er listaverkið ljósmynd af styttu af Jesús á krossinum, sem hefur verið sett í glas fullt af hlandi lista- mannsins. Verkið, sem er frá árinu 1987, hefur lengi verið umdeilt þá sérstaklega meðal þeirra sem aðhyll- ast kristna trú. Verkið var til sýnis í Avignon í Frakklandi, sem eitt sinn var höfuðstaður páfagarðs. Tveir menn réðust að verkinu á sunnu- dag og notuðu til þess bæði ísnál og skrúfjárn. Rannsaka kynferð- isbrotamenn Stefnumótasíðan match.com, sem er líklega sú stærsta sinnar tegund- ar í heimi, ætlar nú að láta rann- saka bakgrunn þeirra sem nýta sér þjónustu síðunnar. Ástæðan er sú að kona nokkur hefur farið í mál við síðuna, þar sem henni var nauðg- að af karlmanni sem hún kynnt- ist í gegnum síðuna. Í ljós kom að maðurinn hafði sex sinnum verið dæmdur fyrir kynferðisbrot, þar á meðal nauðgun. Match.com ætlar sér nú að keyra gagnagrunna sína saman við gagnagrunna bandarísku alríkislögreglunnar um kynferðis- brotamenn, svo forðast megi að slíkt endurtaki sig. Óeirðir í Nígeríu Á mánudag varð ljóst að sitjandi for- seti Nígeríu, Goodluck Jonathan, hafði sigrað í forsetakosningum með talsverðum yfirburðum. Helsti keppinautur hans var Muhammadu Buhari, fyrrverandi hershöfðingi sem naut mikils stuðnings í norður- hluta landsins, en þar eru múslim- ar í miklum meirihluta. Jonathan er kristinnar trúar á meðan Buhari er múslimi. Alls hlaut Jonathan 57 prósent atkvæða en Buhari 31 pró- sent. Í kjölfar þess að úrslit kosn- inganna voru kunngjörð brutust út miklar óeirðir í norðurhluta Nígeríu þar sem múslimar í landinu telja að kosningarnar hafi ekki farið vel fram. Kosningaeftirlitsmenn eru á öðru máli og segja að aldrei hafi far- ið fram jafnsanngjarnar kosningar í Nígeríu og þær sem fóru fram um síðustu helgi. Barack Obama þénaði ágætlega árið 2010: 50 milljónir í skatta Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, greiddi ásamt Michelle konu sinni um 436 þúsund dollara í skatta fyrir árið 2010. Þetta kom fram í skattskýrslu forsetans sem Hvíta húsið opinberaði á þriðju- dag. Bandaríkjamenn höfðu frest til mánudags 18. apríl til að skila skattskýrslu og var forsetinn þar ekki undanskilinn. Í skattskýrslu forsetahjónanna kom fram að þau þénuðu 1,7 milljón- ir dollara á árinu 2010, eða sem sam- svarar um 194 milljónum íslenskra króna. Það var þó talsvert minna en það sem þau þénuðu árið 2009, en sú upphæð var 5,5 milljónir dollara, eða sem nemur um 630 milljónum ís- lenskra króna. Aðeins brot af tekjum Obama er þó tilkomið vegna stjórnmálastarfa hans og ættu því forsetar annarra landa að anda rólega áður en þeir fara fram á ríflega launahækkun. Obama hefur skrifað þrjár bækur byggðar á ævi sinni; Dreams From My Father, The Audacity of Hope og Of Thee I Sing, en þær hafa selst eins og heit- ar lummur, þó augljóslega betur árið 2009 heldur en árið 2010. Forsetahjónin sitja þó ekki á pen- ingum sínum en þau hafa verið dug- leg að láta fé af hendi rakna til hinna ýmsu góðgerðamála. Gáfu þau meðal annars ríflega 130 þúsund dollara til Fisher-stofnunarinnar, sem vinnur að betri lífskjörum fjölskyldna fallinna hermanna. bjorn@dv.is Forseti Bandaríkjanna Bækur Baracks Obama hafa aflað honum ágætistekna og ljóst að hann þarf ekki að kvíða fjárskorti. „ Í stað þess að flýja svæðin, ákveða íbúarnir frekar að taka höndum saman og endurbyggja borgir sínar. n Sameinuðu þjóðirnar spáðu því fyrir sex árum að ný tegund flótta- manna myndi líta dagsins ljós n Samkvæmt spám átti fjöldi svo- nefndra umhverfisflóttamanna að vera allt að 50 milljónir fyrir árið 2010 Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Umhverfishrak- spár rætast ekki Hamfarir Þrátt fyrir umhverfisógnir kýs fólk heldur að endurbyggja heim- kynni sín en að yfirgefa þau.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.