Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Page 37
Umræða | 37Páskablað 20.–26. apríl 2011 Hof kom okkur á kortið Óskar Pétursson Álftagerðisbróðir verður á laugardaginn með tónleika í Hofi þar sem syngja meðal annars Diddú og Raggi Bjarna. Yfirskrift tónleikanna er léttleiki og skemmtilegheit. Hver er maðurinn? „Óskar Pétursson, yngstur Álftagerðisbræðra.“ Hvar ertu uppalinn? „Álftagerði í Skagafirði. En ég hef búið á Akureyri síðan 1973 þannig að ég fer nú bráðum að verða Akureyringur.“ Hvað drífur þig áfram? „Það er bara lífsgleðin. Syngjandi skagfirsk sveifla alla daga.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ætli ég segi ekki bara eins og læknirinn: Ég opna bara augun og geispa.“ Með hverjum heldurðu í enska? „Ég er ekkert í boltanum. Ætli ég verði ekki að halda með Liverpool samt vegna sonar míns. Menn geta samt alveg pantað mig til hinna og þessara liða að vild.“ Hvernig slapparðu af? „Þá steinsofna ég bara uppi í sófa.“ Hvernig tónleikar verða þetta á laugar- daginn? „Aðalsmerki þeirra verður léttleiki og húmor. Þess vegna er ég nú að fá þessa yndislegu Sunnlendinga með mér, Diddú og Ragga Bjarna. Þau eru nú ekki beint þekkt fyrir að vera fúl. Gunni Þórðar sér svo um að stýra tónlistinni.“ Hvað er Hof búið að gera fyrir menn- ingarlífið á Akureyri? „Þetta er nú bara búið að koma okkur hraustlega á kortið. Menn sem drógust ekki frá sjónvarpinu hér í eina tíð eru að koma á hvern viðburðinn á eftir öðrum. Aðsóknin hefur verið mikil, alveg langt fram úr væntingum. Við áttum náttúrulega engin hús nema kirkjurnar sem eru samt líka mjög góðar.“ Hvað á að gera annað skemmtilegt um páskana? „Ég hef bara ekkert hugsað út í það. Ætli maður reyni ekki að fá sér góðan mat á páskadag. Ég fer ekkert á skíði eða neitt þannig. Ég er óttalegur durgur þegar kemur að þeim.“ Hvað færðu stórt páskaegg? „Sko, ef ég fæ ekki egg númer sex eða átta fer ég í fýlu. Ég var sjálfur búinn að kaupa egg númer fjögur handa tengdadóttur minni en ég féll um daginn þegar konan var ekki heima og borðaði það. Ég þarf því að kaupa annað handa henni.“ „Nei, það geri ég ekki.“ Daníel Engilbertsson 60 ára vélsmiður „Já, mig langar í egg úr dökku súkkulaði.“ Nathan Hall 28 ára tónskáld „Já, það ætla ég svo sannarlega að gera.“ Símon Birgisson 26 ára fréttamaður „Að sjálfsögðu.“ Ársól Þóra Sigurðardóttir 17 ára nemi „Nei.“ Róbert Karl Lárusson 21 árs nemi Maður dagsins Borðar þú páskaegg á páskunum? Listasýningin Koddu stendur nú yfir í Hugmyndahúsi háskólanna Upphaflega átti sýningin að vera í Listasafni Árnesinga en fyrir því fékkst ekki leyfi safnstjóra. Sýningin sýnir margar aðalpersónur góðærisins í kómísku ljósi. MyND RÓBERt REyNiSSoN Myndin Dómstóll götunnar F ólksfjölgunin, atvinnusköpun- in og lífskjörin hafa verið höf- uðverkur í að minnsta kosti hálfa aðra öld. Nú virðast vera komin kaflaskil við að halda þjóðinni á réttum kili. Er hjól lífskjarabyltingar- innar farið að snúast afturábak? Rætur lífskjaranna Einhver mesta kjarabót íslensks vinnumarkaðar voru fólksflutning- arnir vestur um haf. Almennt er talið að 15 til 20 þúsund manns hafi flust þangað milli 1870 og 1914. Menn geta gert sér í hugarlund afleiðingarnar ef þetta fólk hefði ekki farið. Í mörgum sjávarbyggðum voru allt upp undir 40 prósent íbúa á sveitarstyrk svo seint sem 1939. Önnur helsta kjarabót lands- manna var framleiðniþróunin er- lendis. Iðnaðurinn þar var ekki að- eins stórvirkur heldur voru tæki og húsnæði nýtt allan sólarhringinn. Um 1950 notuðu menn enn kerrur og skóflur við vegalagningu víða um landið. Um 1980 var enn verið að verka saltfisk eins og um 1850. Og enn er fiskvinnslan afar mannfrek. Þriðji þátturinn var nýting endur- nýjanlegra auðlinda. Hvar væri land- inn staddur ef hann hefði ekki haft þessar auðlindir? En eiginlega voru þær þrautalending því ef svipuð at- vinnusköpun hefði átt sér stað og í Danmörku hefðu auðlindirnar verið nýttar sem varahjól og gripið til þeirra í hallæri. Fjórði þátturinn voru minnkandi umsvif landbúnaðarins og annarra verndaðra atvinnugreina. Þessi rekst- ur er álíka gáfulegur og að reisa virkj- anir með kerrum og skóflum. 1939 voru landsmenn eiginlega komnir á vonarvöl. Þá gaf stríðið þeim gálgafrest til að leysa atvinnu- vandann. Og kalda stríðið í framhaldi af því. Og stúlkurnar okkar sungu „Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt“. Sama átti sér stað þegar síldarstofninn hrundi 1967. Það varð lán í óláni að stríð braust út fyr- ir botni Miðjarðarhafs. Súesskurð- ur lokaðist og sigla varð með olíuna suður fyrir Góðrarvonarhöfða. Þá skapaðist vinna fyrir atvinnulausa iðnaðarmenn í Svíþjóð við að byggja risastór olíuskip. Kjarabæturnar hér að ofan tengj- ast fyrst og fremst ytri aðstæðum: Það vantaði fólk í Vesturheimi. Íslendingar voru háðir viðskiptum við Evrópu og nutu þeirra. Útfærsla landhelginnar tókst með stuðningi frá útlöndum. Nýting orkulindanna varð mögu- leg gegnum erlend fyrirtæki og fjár- magn frá útlöndum. Þátttaka í tollabandalögum stuðl- aði að hagræðingu atvinnugreina. Hagnaður sprottinn af hernaðar- brölti annarra. Leppstaða og austurfarar Í dag er komið að þáttaskilum. At- vinnulausir á bótum eru um 9 pró- sent vinnuaflsins. Ef tekið er mið af fjölda glataðra starfa, fjölgun nema og brottfluttra er talan líklega um 20 prósent. Hagspekingar sjá enga lausn. Þeir telja að ekkert hafi hent eftir mis- heppnaðar tilraunir með innréttingar Skúla fógeta. Þessu fólki sé ekki við- bjargandi. Ekkert annað sé framund- an en 10 prósenta atvinnuleysi því auðlindir sem áttu að vera varaforði séu að verða fullnýttar og að snjöllu nýsköpunarhugmyndirnar verði sjaldnast að veruleika hvað þá heldur að þeim fylgi mörg ný störf. Stjórnvöld hafa engar lausnir. At- vinnuleitendur sækja linnulaust námskeið í söðlasmíði og kjólasaum eða í tölvum til að skapa verkefni fyr- ir tölvuskólana. Hjá velferðarráðu- neytinu hafa verið þróuð grunn- neysluviðmið fyrir ísöld þeirra sem úti frjósa. Í þeim flokki er gert ráð fyrir „gluggakaupum“, Rauðakross- fötum, engum bóka- eða tímarita- kaupum, ferðalögum, leikhúsferð- um, tónleikum í Hörpu, bíóferðum, veitingahúsaheimsóknum, vín- eða tóbaksneyslu eða tannlækningaferð- um. Þessi flokkur á að versla í Bónus á matarkynningum, nota almenn- ingssamgöngur, fara á útsölur, fara í matarraðir mannúðarsamtaka, nota sundlaugar og horfa á áramótaskaup RÚV. Einstaklingum í þessum flokki eru ætlaðar 86.530 krónur með hús- næðiskostnaði. Aftur til Noregs Sem gefur að skilja hefur slíkt ástand áhrif á gerð kjarasamninga. Nú er komin sú furðulega staða að gjald- þrota atvinnurekendur færa sig upp á skaftið og leppa samningana með kröfu um ríkulegan heimanmund stjórnvalda. Enginn geti án hand- ónýtra atvinnurekenda verið og slyppir og snauðir vilji þeir ekki gift- ast brúði alþýðunnar nema þeir fái heimanfylgju fyrir sína leppun. Þeir einoki íslenska biðlamarkaðinn því erlendir biðlar hafi ekki áhuga á ís- lensku kvonfangi sem mæli bara á íslensku og sé því ekki gjaldgengt erlendis. Þessum króki hyggst rík- isstjórnin, í samráði við brúðina, mæta með bragði; kenna atvinnu- leitendum norsku til að þeir geti söðlað um og horfið aftur á fornar heimaslóðir. Leppstaða vinnumarkaðarins Kjallari Sævar tjörvason MyND RÓBERt REyNiSSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.