Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 56
56 | Úttekt 20.–26. apríl 2011 Páskablað L istamenn eru að mörgu leyti öfundsverð stétt. Reyndar hafa ótal listamenn orðið þess und­ arlega heiðurs aðnjótandi að verða ekki frægir og viðurkenndir fyrr en þeir voru komnir undir græna torfu og urðu af þeim sökum ekki loðnir um lófana. Fjárhagslegur afrakstur listar slíkra listamanna féll öðrum í skaut. Reyndar er kannski ekkert við það að athuga enda teljandi á fingrum annarrar handar þeir listamenn sem myndu viðurkenna að von um fjár­ hagslegan ávinning væri hvati list­ sköpunar sinnar. Í flestum ríkjum hins vestræna heims njóta listamenn þess frelsis að skapa list sína án afskipta stjórn­ valda þó að óhjákvæmilega fyrirfinn­ ist hópar eða samtök sem telja sig hafa einkarétt á því að skilgreina list og er ekki allt hugnanlegt sem frá lista­ mönnum kemur. Í öðrum ríkjum fer lítið fyrir umburðarlyndi stjórnvalda í garð listamanna sem þykja fara á skjön við þær skoðanir sem stjórnvöld vilja rækta með landslýð. Reyndar er það svo í þessum sömu ríkjum að þá skiptir litlu máli hvort um er að ræða listamenn hvers konar eða almenna borgara. Pólitísk óhlýðni Fyrir rétt rúmri viku var kínverski listamaðurinn Ai Weiwei handtekinn í aðgerð stjórnvalda gegn pólitískri óhlýðni. Lengi vel vissu aðstandendur Weiweis ekkert hvað um hann hafði orðið því hann var handtekinn þeg­ ar hann var um það bil að stíga upp í flugvél á leið frá Peking til Hong Kong. Weiwei er ekki alls óvanur félags­ skap kínversku lögreglunnar því hann hefur ekki skirrst við að tefla á tæpasta vað hvað varðar listsköpun og hefur fyrir vikið verið kastað í grjótið og sætt ofsóknum af hálfu stjórnvalda í Kína. Á meðal umdeildra verka Weiweis má nefna myndaröðina Study of Per­ spective þar sem Weiwei sýnir fingur­ inn hinum ýmsu stöðum sem tengjast valdi, þar á meðal Torgi hins himn­ eska friðar í Peking, Hvíta húsinu í Washington og San Marco­basilík­ unni í Feneyjum. Fjöldi stuðningsmanna bæði í Kína og á heimsvísu hefur ekki veitt Weiwei skjól gagnvart kínverskum stjórnvöld­ um og ku hann hafa sætt svo miklum barsmíðum í eitt skipti að hann þurfti að gangast undir heilaskurðaðgerð. Weiwei hefur þó ekki látið neinn bilbug á sér finna og heldur ótrauð­ ur áfram. Í fyrra var hann settur í stofufangelsi, sennilega til að koma í veg fyrir að hann gæti sótt hóf í eigin vinnustofu í Sjanghaí. Kínversk stjórn­ völd létu síðar jafna vinnustofu hans við jörðu. „Ég lifi í samfélagi þar sem tján­ ingarfrelsi fyrirfinnst ekki … ég er að reyna að tengja list mína samfélaginu, að skapa möguleika,“ sagði Ai Weiwei í nýlegu viðtali við stofnanda TED, Technology, Entertainment, Design, Chris Anderson. Úrkynjuð list Sem fyrr segir búa listamenn í hin­ um vestræna heimi að mestu leyti við frelsi í listsköpun sinni, en sú hef­ ur ekki ávallt verið raunin. Á þeim ógnar tímum sem voru í Evrópu rétt fyrir miðja 20. öldina fóru listamenn af öllum toga ekki varhluta af ritskoð­ un og ýmsu þaðan af verra ef þeir voru stjórnvöldum ekki fylgispakir. Einn þeirra sem varð fyrir barðinu á viðleitni Adolfs Hitler og skósveina hans til að útrýma „úrkynjaðri list“ í Þúsund ára ríkinu sem átti að verða var Svisslendingurinn Paul Klee. Klee hafði, þrátt fyrir svissneskan uppruna, átt heima í Þýskalandi stærstan hluta ævi sinnar. Hlutskipti listamanna í sömu sporum og Paul var annaðhvort að yfirgefa Þýskaland eða eyða ævinni í „útlegð“ innanlands, hundsaðir og einangraðir. Paul Klee valdi fyrri kostinn og flúði yfir til Sviss þar sem hann bjó næstu sjö árin en nasistar notuð sautj­ án verka hans á sýningu á „úrkynjaðri list“, þar sem þeir sýndu verk sem að þeirra mati voru „spilling listar“. Paul Klee svaraði þessari „listrænu hreinsun“ Hitlers með því að skapa list sem sýndi þá ómannúð sem ein­ kenndi stjórnarhætti nasista. Rauðhræddir Bandaríkjamenn Vissulega ríkti mikil ógnarstjórn í Evr­ ópu rétt fyrir miðbik síðustu aldar og fórnarlömb hennar voru af öllum toga og öllum stéttum. En þar sem um­ fjöllunarefni þessarar greinar er of­ sóttir listamenn þá er vert að bregða sér vestur um haf, til Bandaríkjanna. Breski leikarinn og kvikmyndagerð­ armaðurinn Charlie Chaplin sem varð frægur og ódauðlegur í gervi lán­ lausa flækingsins með gullhjartað átti ekki upp á pallborðið hjá bandarísk­ um stjórnvöldum sem börðust við kommagrýluna á 4. og 5. áratug síð­ ustu aldar, líkt og Don Kíkóti slóst við vindmyllur. Bandarísk stjórnvöld voru á þeim tíma alveg „rauðhrædd“. Í sjálfsævisögu sinni sagði Chaplin að þó hann væri ekki kommúnisti þá hefði hann viljað sýna þá auðsveipni að ala á hatri í þeirra garð og eitthvað fór sú afstaða hans fyrir brjóstið á bandarískum stjórnvöldum. Árið 1952 brá Chaplin sér af bæ og fór til Lundúna til að vera við­ staddur frumsýningu einnar mynd­ ar sinnar. Bandarísk stjórnvöld not­ uðu tækifærið og gerðu honum ljóst að við ramman reip yrði að draga fyrir hann að snúa aftur; hann væri enginn aufúsu gestur. Í kjölfarið lýsti Chaplin því yfir að hann afsalaði sér búsetu­ rétti sínum í Bandaríkjunum vegna „… óheilnæms andrúmslofts þar sem spjótum væri beint gegn frjálslyndum einstaklingum og þeir ofsóttir.“ Bandaríska þjóðin, í það minnsta Hollywood, var reiðubúin að fyrirgefa Chaplin fornar syndir árið 1972 þeg­ ar hann fékk Óskarsverðlaun og var hylltur með tólf mínútna lófataki. „Hræktu á sál mína“ Mörgum árum eftir að Chaplin lenti upp á kant við bandarísk stjórnvöld barðist kollega hans við stjórnvöld í Sovétríkjunum, aðsetri kommagrýl­ unnar sem Bandaríkjamenn óttuðust meira en pláguna miklu um miðja 20. öldina og gott betur. Víkur nú sögunni til ársins 1980 en þá var sovéski leikstjórinn And­ rei Tarkovsky á Ítalíu vegna vinnu við kvikmyndina Nostalghia. Síðan lá leið hans til Bretlands og Svíþjóðar og að honum hvarflaði að yfirgefa Sovét­ ríkin fyrir fullt og fast, en sonur hans og eiginkona voru föst þar svo hann féll frá þeirri hugmynd og snéri heim. Hann snéri aftur til Ítalíu 1982 og lét þá slag standa og snéri baki við Sovét­ ríkjunum. Stjórnvöld í Sovétríkjunum höfðu „hrækt“ á sál hans, sagði Tar­ kovsky 1984, og var fyrirmunað, að eigin sögn, að skilja hví hann sætti ofsóknum af þeirra hálfu. Þarlend stjórnvöld höfðu aðeins leyft honum að gera sex kvikmyndir í fullri lengd á 25 árum og var gerður góður róm­ ur að þeim myndum, í það minnsta utan Sovétríkjanna, innan þeirra var kannski undir hælinn lagt hve að­ gengilegar þær voru almenningi. Samkvæmt því sem blaðamaður tímaritsins Time skrifaði árið 1986 má teljast ljóst að Tarkovsky átti erf­ itt uppdráttar í Sovétríkjunum, svo ekki sé sterkara að orði kveðið: „Stór­ myndin Andrei Rublev, sem var klár­ uð 1966, var ekki gefin út í Sovétríkj­ unum fyrr en 1971; Solaris (1972), byggð á skáldsögu Stanislaws Lem, leið fyrir ritskoðun hins opinbera; hin yndislega torræða Mirror (1978) og Stalker (1979) innsigluðu örlög Tar­ kovskys sem kvikmyndagerðarmanns á útleið.“ Andrei Tarkovsky andaðist 29. desember árið 1986 í París. Fullkomið andartak Bandaríska ljósmyndaranum Robert Mapplethorpe tókst heldur betur að hrista upp í menningar­ og listaelít­ unni í Bandaríkjunum árið 1989. Þá stóð til að setja upp sýningu hans The Perfect Moment, Hið fullkomna and­ artak, í Corcoran­galleríinu í Washing­ ton D.C. Meðal mynda sem sýna átti voru klassísk portrett og blómastúdíur og allt gott og blessað hvað þær varð­ aði. En einnig var um að ræða einstak­ lega grafískar ljósmyndir sem voru af toga sem ekki öllum hugn uðust – af hommum og sadómasó kískum til­ burðum. Sýningin hafði þá þegar ver­ ið sett upp í Fíladelfíu og Chicago án þess að þyrla upp moldviðri, enda höfðu hinar djörfu ljósmyndir verið settar í sérstakt rými sem laut aldurs­ takmarki. Í kjölfar þess að repúblikan­ inn Jesse Helms, þingmaður Norður­Karó línu, safnaði liði kollega sinna sem lýstu yfir vanþóknun sinni og reiði dró Corcoran­galleríið í land og hætti við fyrirhugaða sýningu. Í reynd sætti Mapplethorpe ekki neinum ofsóknum og og hafði látist úr eyðni þegar málið náði suðupunkti, Listin og ofsóknirnar n Listamenn og list þeirra hefur löngum valdið deilum n Hvað list varðar sýnist sitt hverjum n Víða um lönd hafa stjórnvöld haft horn í síðu ódælla listamanna n Gagnrýni á stjórnvöld og stjórnarhætti sem ekki þola skoðun er víða ekki vinsælt umfjöllunarefni n Kreddur og pólitík eru gjarna ástæða ofsókna í garð listamanna Þeir eru án efa mun fleiri listamennirnir sem hafa verið og eru ofsóttir vegna listar sinnar. Í greininni er drepið á Svisslendingnum Paul Klee sem var búsettur í Þýskalandi þegar nasistar komust til valda og sá sér þann kost vænstan að yfirgefa landið. Árin 1933 til 1941 flúði hátt í hálf milljón gyðinga Þýskaland og leitaði hælis í öðrum löndum. Á meðal þeirra var mikill fjöldi listamanna; ljósmyndarinn Lotte Jacobi, mynd- höggvarinn Benno Elkan, málarinn Ludwig Meidner og fleiri. Fjölda listamanna sem þá þegar hafði getið sér gott orð á alþjóðavettvangi var bjargað af Bandaríkjamanninum Varian Fry, en talið er að hann hafi forðað yfir 1.300 listamönnum frá hræðilegum örlögum. Eflaust eru áhöld um hvort list þessara listamanna hafi verið ástæða ofsókna þýskra stjórnvalda enda var það ekki líklegt til langrar og farsællar ævi að vera gyðingur í Evrópu þessara tíma. Samkvæmt umfjöllun á heimasíðu stofnunar Leos Baeck, lbi.org, á einhver hluti þeirra listamanna sem slapp með skrekkinn í ofsóknum nasista það sameiginlegt að hafa sem flóttamenn þvælst land úr landi, átt í erfiðleikum með að sinna listsköpun af einhverju öryggi eða tryggja sér rétt til dvalar í viðkomandi landi til einhvers tíma. Í sumum tilfellum var engu líkara en þeir hefðu farið úr öskunni í eldinn því þó þeir teldu sig hafa fundið vé, til dæmis í Frakklandi áður en Þjóðverjar hernámu landið, eða Englandi, voru þeir gjarna litnir hornauga og var farið með þá líkt og óvinir væru og höfðu það í besta falli örlítið betra en þeir sem lentu í einangrunarbúðum nasista. Listamenn á tímum Þriðja ríkisins Ólátabelgur og drykkjubolti Mörg verka Caravaggios fóru fyrir brjóstið á íhalds- sömum klerkum Ítalíu í upphafi 16. aldar. TeiKninG OTTaViO LeOni Paul Klee Svissnesk-þýski listamað- urinn Paul Klee. List hans var metin úrkynjuð af Adolf Hitler og fylgismönn- um hans. Mynd WiKiMedia
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.