Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 96

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 96
Oft eru þingmenn ósammála! Úr öskunni í eldinn n „Fer úr öskunni í eldinn. Helv nikótíntyggjó,“ skrifaði sjónvarps- maðurinn Sigmar Guðmundsson á Facebook-síðu sína. Sigmar lýsti því yfir að hann ætlaði að draga úr neyslu sinni á nikótíni með því að skipta út nefspreyi en hefja þess í stað notkun á þar til gerðu tyggigúmmíi. Tilraunin virðist ekki hafa gengið sem skyldi ef marka má yfirlýsingu spyrilsins. „Þetta átti að milda höggið af því að hætta á spreyinu. En ég japla svo svaðalega af þessu tyggjói að þetta kemur í sama stað niður.“ Flestir þeirra sem svara þessari stöðu Sigmars hvetja hann til að hætta notkun á öllum hjálparmeð- ulum og takast á við fíkn sína án þeirra. Jón Gnarr á flótta? n„Ég bið allt gott fólk í Sjálfstæðis- flokknum að leggja sitt af mörkum til að stoppa þessa neikvæðni og vitleysu vegna þess að við töpum öll á þessu,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær. Hann bætti við að ekki einu sinni á geðdeild, þar sem hann hefði unnið, væru samskiptin jafnstirð og í borgarstjórn. Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins, var fljótur að kveikja á perunni og rifjaði upp að Jón hefði á dögunum boðað flótta frá landinu vegna húmorsleysis stjórnmálamanna. „Mér finnast fréttir dagsins bera það með sér að það styttist mjög í að Jón Gnarr verði fyrsti pólitíski flóttamaður landsins,“ skrifaði Sigurjón á bloggsíðu sína. Vill vinna með Gaga n Lady Gaga hefur auglýst eftir að- stoðarmanni sem mun starfa ásamt henni við ritstjórn fríblaðsins Metro International í einn dag. Af þessu tilefni hefur verið efnt til keppni þar sem keppendur þurfa að svara einni spurningu: „Af hverju fæddist þú svona?“ Dæmt verður út frá frum- leika, einlægni og þeim innblæstri sem hvert svar veitir, ásamt því að fjöldi þeirra sem „líkar“ svarið á Facebook hefur áhrif. Einn Íslend- ingur er um þessar mundir leiðandi í keppninni, en það er Atli Freyr Arnarson. Atli hafði fengið rúmlega 2.000 stuðningsmenn á Facebook þegar þetta var skrifað. Hann er stað- ráðinn í því að vinna, enda gall- harður aðdáandi söngkonunnar og hefur meðal annars látið húð- flúra mynd af andliti söngkon- unnar á sig. „Við gerum alltaf eitthvað svona stand- ard en svo er fólk að biðja mig um að gera ýmislegt, til dæmis að blanda saman súkkulaðitegundum, setja eitt- hvað inn í eggin og skrifa á þau,“ segir Hafliði Ragnarsson, konfekt- og súkku- laðimeistari, sem er á kafi í páskaeggja- gerð þessa dagana. Hann segist nokkrum sinnum hafa verið beðinn um að setja trúlofunar- hringa inn í eggin, en oft séu þetta bréf og persónulegar kveðjur. „Þetta er yfir- leitt eitthvað persónulegt og tákn um væntumþykju,“ segir Hafliði sem hefur þó aldrei fengið að heyra um örlög trú- lofunarhringanna sem hann hefur sett inn í eggin. Hvort viðtakandinn hafi svarað játandi eða ekki. „Mig grunar nú samt að eitthvað gott hafi komið út úr því. Þegar þú ert búinn að borða smá súkkulaði þá geturðu ekki sagt ann- að en já,“ segir Hafliði hlæjandi. Hann bendir á að súkkulaði framkalli sælutil- finningu og stuðli að jákvæðri hugsun. „Ég er að hugsa um að gefa ríkisstjórn- inni páskaegg fyrir hvern fund svo það gerist eitthvað jákvætt,“ bætir hann við og hlær dátt. Aðspurður segist Hafliði ekki muna eftir að hafa verið beðinn um að setja eitthvað sérstaklega skrýtið inn í eggin. „Ég hef verið beðinn um að setja bæði armbönd og úr og það hefur oft verið vandamál að koma því fyrir.“ Hafliði segir marga leggja inn pant- anir á síðustu stundu. Konfektið verði þó að vera nýtt og ferskt þegar neyt- andinn fær það í hendurnar og því er best fyrir hann að búa það til rétt fyrir afhendingu. Í ár er hann mikið að búa til egg úr karamellublönduðu mjólkur- súkkulaði, sem hann segir að sé gríðar- lega gott. „Ég hugsa að það fari rosavel í Íslendinga.“ Hann segir Íslendinga al- mennt vera mjög hrifna af mjólkursúk- kulaði þó að dökka súkkulaðið sé alltaf að sækja á. solrun@dv.is Hafliði Ragnarsson konfekt- og súkkulaðimeistari: Vill gefa ríkisstjórninni páskaegg Kjúklingabollur í drekasósu www.ora.is ... einfalt, fljótlegt og gott! Smakkaðu nýjung frá ORA Kjúklingabollur í súrsætri sósu Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HelGarblaÐ 20.–26. ApRíL 2011 47. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr. Önnum kafinn Hafliði Ragnarsson segir Íslendinga almennt hrifna af ljósu súkkulaði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.