Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað Konan fékk þotu- ferðir við skilnað Hluti af skilnaðar- samningi Karls Wernersson- ar, fyrrverandi aðaleiganda Milestone, og eiginkonu hans Sigríðar Jónsdótt- ur var að Karl átti að tryggja henni nokkrar flugferðir með einkaþotum á hverju ári, eins og DV greindi frá á miðvikudag. Hjónin skildu árið 2004 en DV greindi frá því fyrr í mánuðinum að Sigríður og Karl tækjust nú á fyrir dómstólum. Sam- kvæmt upplýsingum af heimasíðu Héraðsdóms Reykjavíkur var það Sig- ríður sem stefndi Karli. Blaðið hefur ekki heimildir fyrir því um hvað mál- ið snýst en hvorugt þeirra vildi tjá sig þegar DV fjallaði um málið. Hreiðar laus við sjö milljarða skuldir Einkahluta- félag sem ber nafn Hreið- ars Más Sigurðs- sonar, fyrrver- andi forstjóra Kaupþings, var úrskurðað gjald- þrota í Héraðs- dómi Reykjavíkur 13. apríl. Félagið skuldaði skilanefnd Kaupþings nærri sjö milljarða króna í lok árs 2009, samkvæmt ársreikningi félagsins. Slitastjórn Kaupþings hefur höfðað mál á hendur nokkrum stjórnendum gamla Kaupþings vegna persónu- legra ábyrgða þeirra vegna hluta- bréfakaupa. Hreiðar Már er ekki einn þeirra. Því eru hverfandi líkur á því að hann þurfi að standa skil á skuldinni sem hvílir á einkahlutafélagi hans. Fékk afslátt út á afskriftir Skúla Björgólf- ur Thor Björgólfsson og aðrir hlut- hafar eignar- haldsfélagsins Samsonar, sem keypti Lands- bankann af íslenska ríkinu í lok árs 2002, fengu 700 milljóna króna afslátt af bankanum þar sem afskrifa þurfti meiri skuldir en talið var hjá viðskipta- vinum bankans, meðal annars hjá Skúla Mogensen. Björgólfur Thor fékk því afslátt af bankanum vegna þess að eignir Landsbankans, sem hafði verið í eigu íslenska ríkisins að mestu fram að því, voru ofmetnar í kaupsamn- ingi ríkisins og Samsonar. Skúli varð sem kunnugt er stærsti hluthafinn í nýjum endurreistum MP Banka fyrir skömmu. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Betra loft betri líðan Airfree lofthreinsitækið • Eyðir frjókornum og svifryki • Vinnur gegn myglusveppi og ólykt • Eyðir bakteríum og gæludýraflösu • Er hljóðlaust og sjálfhreinsandi Hæð aðeins 27 cm Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Gómaður með barnaklám Ríkissaksóknari hefur ákært 52 ára karlmann fyrir að hafa haft í vörslu sinni 34 hreyfimyndir og rúmlega tuttugu og tvö þúsund ljósmyndir sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtu- dag. Samkvæmt ákæruskjali fannst barnaníðsefnið á þremur hörðum diskum í tölvu mannsins sem lagt var hald á við rannsókn lögreglu í fyrra. Er hann ákærður fyrir að hafa geymt þetta óhugnanlega myndefni um nokkurt skeið og fram til mið- vikudagsins 14. apríl í fyrra. Ríkissaksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar auk þess sem farið er fram á að allt myndefnið og turntölva mannsins verði gerð upptæk. Dómur í málinu verður kveðinn upp á næstu vikum. Mikil fjölgun gjaldþrota Gjaldþrotum fjölgaði um 94 prósent milli marsmánaðar í fyrra og á þessu ári. Alls voru 208 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í mars í ár. Flest gjaldþrot voru, sem fyrr, í bygging- arstarfsemi og mannvirkjagerð. Á fyrstu þremur mánuðum ársins var fjöldi gjaldþrota 433 sem er 47 pró- senta aukning frá því í fyrra. Á sama tíma hefur nýskráning- um einkahlutafélaga fjölgað í mars á milli ára. 178 ný einkahlutafélög voru skráð í mars í ár samanbor- ið við 164 í mars í fyrra, sem er 8,5 prósenta aukning. Flest þeirra eru í heild- og smásöluverslun. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur aftur á móti nýskráningum fækkað um rúmlega 5,5 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Í fyrra voru 469 ný einkahlutafélög skráð á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við 443 í ár. Verkið „Fallegasta bók í heimi“ hefur öðlast nýtt líf en bókinni Flora Island- ica hefur verið komið fyrir í trékassa í Alliance-húsinu. Verkið var upphaf- lega til sýnis á myndlistarsýningunni Koddu í Nýlistasafninu eða þangað til útgefandi bókarinnar sem notuð er í verkinu fór fram á að verkið yrði tek- ið af sýningunni sökum þess að brotið væri á sæmdarrétti Ágústs H. Bjarna- sonar og Eggerts Péturssonar, höfunda bókarinnar. Í tölvupósti sem Kristján B. Jónas- son, útgefandi Crymogeu, sendi sýn- ingarstjóra sýningarinnar miðviku- daginn 27. apríl, fer hann fram á það að verkinu verði eytt í viðurvist full- trúa útgáfunnar. Sýningarstjórarnir, þau Ásmundur Ásmundsson, Hannes Lárusson og Tinna Grétarsdóttir, hafa svarað Kristjáni. Þar segjast þau líta á kröfuna um að verkinu verði eytt sem brandara sem hafi farið verulega úr böndunum. Í mannheldum klefa Hannes Lárusson segir að verkið verði uppi á sýningunni alveg til 15. maí þeg- ar henni lýkur. Hann segir verkið vera í mannheldum klefa og það sé vaktað. Grípa þurfi til stóraðgerða vilji menn ná bókinni út úr búrinu. „Það verður hreinlega að brjóta verkið til þess að komast að bókinni, en hún er bara lítill hluti af verkinu, að minnsta kosti í um- fangi,“ segir Hannes. DV hefur undir höndum afrit af tölvupósti Kristjáns B. Jónassonar til sýningarstjóranna sem og svarbréf þeirra. Í pósti Kristjáns segir orðrétt: „Bókaútgáfan Crymo- gea ehf. fyrir hönd höfunda, Ágústs H. Bjarnasonar og Eggerts Pétursson- ar, fer þess á leit við sýningarstjóra að verkið „Fallegasta bók í heimi“ verði fjarlægt af sýningunni og því eytt í við- urvist fulltrúa útgáfunnar.“ Þá segir Kristján að ljóst sé að sæmdarréttarákvæði höfundarlaga hafi verið brotin með því að nýta bókina á þennan hátt. Það hafi feng- ist staðfest með ákvörðun Nýlista- safnsins um að ekki hefði verið stætt að sýna bókina. Bréfi Kristjáns lýk- ur með þessum orðum: „Crymogea ehf. f.h. höfunda dettur ekki annað til hugar en að sýningarstjórar bregðist vel og ljúfmannlega við þessari bón, enda hafa þeir sjálfir margítrekað tal- að um mikilvægi starfsheiðurs lista- manna og skorað á Samtök íslenskra myndlistarmanna að standa vörð um hann.“ Hreppstjóravaldi beitt Hannes Lárusson segir í samtali við DV að um hótunarbréf hafi verið að ræða, enda hafi Kristján sent afrit af því til lögfræðings. „Mér er farið að sýnast meira og meira að þetta mál snúist ekki um lögfræði og ekki um sæmdarrétt. Þetta snýst bara um yfir- ráðarétt og tilkall til eignarhalds á ís- lenskri menningu. Ég held að menn skynji það að undir þessu liggur yfir- gangur og hroki. Það er bara verið að hræða okkur til hlýðni með hrepp- stjóravaldinu, eins og það var kallað í gamla daga. Ég held að íslenskur listaheimur þurfi ekki á því að halda núna að beygja sig fyrir hreppstjór- anum.“ Blaðamaður DV hafði samband við Kristján B. Jónasson sem vildi ekk- ert tjá sig um málið. Sagðist hann vera ósáttur með að blaðamaður hefði fengið afrit af bréfunum. „Þetta voru samskipti okkar tveggja í millum sem voru formleg,“ sagði hann. Smekklaus skrítla Í svarbréfi sýningarstjóranna, sem DV hefur undir höndum, og sent var til Kristjáns á föstudaginn, segir meðal annars að Nýlistasafnið hafi troðið á sæmd og heiðri listamanna með því að ráðast á verkið. Stjórn Nýlistasafnsins er gagnrýnd harðlega fyrir atburði lið- innar viku, hún teljist vart marktækur umsagnaraðili um hvað teljist eðlileg umgengni við listaverk og hvað sé boð- legt til sýninga. Um ráðgjafa Crymo- geu er sagt að þeim yfirsjáist „grund- vallaratriði hvað varðar hinn ríkulega og stórbrotna heim myndanna, þar sem ekki er allt sem sýnist.“ Bréfinu er lokað á þessum orðum: „Sýningastjórar Koddu vænta þess að forsvarsmenn Crymogeu dragi þessa smekklausu skrítlu til baka á opin- berum vettvangi, til að sá orðrómur komist ekki á kreik að í undirbúningi sé önnur árás á verkið Fallegasta bók í heimi og sýninguna Koddu.“ Listaverk læst inni n Kristján B. Jónasson fer fram á það í tölvupósti að verkinu „Fallegasta bók í heimi“ verði eytt n Sýningarstjórar Koddu segja kröfuna brandara n Bókinni hefur verið komið fyrir inni í trébúri Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Ég held að íslensk- ur listaheimur þurfi ekki á því að halda núna að beygja sig fyrir hreppstjóranum. Lokuð inni í búri Verkið „Fallegasta bók í heimi“ hefur öðlast nýtt líf en nýr mannheldur klefi umlykur nú bókina Flora Islandica. Verkið er vaktað (Má klippa Hannes út og hafa litla mynd af honum) Myndlistarmaðurinn Hannes Lárusson segir í samtali við DV að verkið sé vel vaktað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.