Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Qupperneq 6
6 | Fréttir 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað
L A U G A V E G I 1 7 8
Sími: 568 9955 - www.tk. is
Opið: mánud-föstud.12-18 - laugard.12-16 - sunnud. LOKAÐ
Erum flutt að
Laugavegi 178
(næsta húsi við frægustu bensínstöð landsins)
BRÚÐKAUPS GJAFIR
20 teg. Söfnunarstell
20 teg. Söfnunarhnífapör
20 teg. Söfnunarglös
iittala vörur - hitaföt o.fl.
Brúðhjón sem skrá óskalistann
hjá okkur fá fallega gjöf og
lenda einnig í lukkupotti
Ákærður fyrir að smygla e-töflum:
Verðmætið nem-
ur 45 milljónum
Þrjátíu og sex ára Reykvíkingur hef-
ur verið ákærður fyrir að reyna að
smygla rúmlega 15 þúsund e-töflum
og rúmlega 15 grömmum af MDMA-
dufti til landsins skömmu fyrir jól.
Aðalmeðferð í máli ríkissaksókn-
ara á hendur manninum fór fram í
héraðsdómi á fimmtudag en honum
er gefið að sök að hafa miðvikudag-
inn 22. desember reynt að flytja inn
efnin undir fölskum botni í ferða-
tösku með flugi frá Kaupmanna-
höfn. Tollverðir fundu efnin við leit á
Keflavíkurflugvelli.
Ríkissaksóknari telur efnin hafa
verið ætluð til söludreifingar hér á
landi en götuverðmæti 15 þúsund
stykkja af e-töflum er talið vera um
45 milljónir króna samkvæmt ný-
legri verðkönnun SÁÁ.
Þetta magn MDMA-efna, einnig
þekkt sem e-töflur, er þó ekki það
mesta sem reynt hefur verið að
smygla til landsins. Í lok mars var
maður handtekinn með 36 þúsund
e-töflur og 4.400 skammta af LSD í
Leifsstöð en það er stærsta e-töflu
smyglmál sögunnar hér á landi.
Arion banki
vill selja 10-11
Arion banki hefur auglýst rekstrar-
félagið Tíu-ellefu ehf., sem rekur 23
verslanir undir merkjum 10-11 á
landinu, til sölu.
10-11 var fært yfir í sérstakt
rekstrarfélag, Eignabjarg, eftir að
Arion banki tók yfir verslanaveldið
Haga, sem áður var í eigu Jóhann-
esar Jónssonar kaupmanns og fjöl-
skyldu hans.
Fram kemur í auglýsingu sem
birtist á fimmtudag að boðið sé til
sölu allt hlutafé í rekstrarfélagi Tíu-
ellefu ehf. og það verði selt í einu
lagi. Söluferlið skuli vera opið öllum
áhugasömum fjárfestum sem geti
sýnt fram á að hafa viðeigandi þekk-
ingu og til þess bæran fjárhagslegan
styrk, eða aðgang að 300 milljónum í
auðseljanlegum eignum að minnsta
kosti.
Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka
tekur við óskuldbindandi tilboðum
til 18. maí.
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafís, á tímamótum:
„Ég verð að vinna áfram“
„Ertu að hætta Guðmundur? hefur
verið spurt undanfarna daga. Svar-
ið er að ég ákvað það fyrir allmörg-
um árum og tilkynnti það á félags-
fundi að ég vildi fara eftir því sama
og gert væri í norrænum systurfélög-
um okkar, að hætta þegar ég næði 65
ára aldri, sem ég gerði í vetur,“ ritar
Guðmundur Gunnarsson, formaður
Rafiðnaðarsambandsins, á blogg-
síðu sinni.
Þing Rafiðnaðarsambandsins var
sett á fimmtudaginn og stendur fram
á laugardag en miðað við yfirlýs-
ingar Guðmundar á bloggsíðu sinni
þá mun hann ekki gefa kost á sér til
áframhaldandi formannssetu hjá
sambandinu. Hann segir áskorunum
um að gefa kost á sér áfram þó hafa
rignt yfir sig en hann vill nýta sín síð-
ustu starfsár meira í sjálfan sig. „Þú
ert í vinnunni allan sólarhringinn
alla daga segir konan við mig og það
er margt til í því,“ ritar Guðmundur,
en hann hefur gegnt formennsku í
Rafiðnaðarsambandinu í áratug.
„Ég er reyndar ekki í ríkistryggð-
um lífeyrissjóði eins og sumir aðr-
ir og get ekki hætt að vinna upp úr
sextugt og farið að leika mér í golfi.
Ég verð að vinna áfram og er svo sem
ekkert að gráta það,“ ritar Guðmund-
ur sem mun hafa eitthvað við að vera
á næstu mánuðum því hann er einn
fulltrúa í stjórnlagaráði sem vinnur
nú hörðum höndum að því að end-
urskoða stjórnarskrá íslenska lýð-
veldisins. Hann hefur einnig staðið
í ströngu í Karphúsinu að undan-
förnu í viðræðum um nýja kjara-
samninga sem strandað hafa á sjáv-
arútvegsmálum. Kosning um nýjan
formann Rafiðnaðarsambandsins
fer fram í dag, föstudag og þrír hafa
gefið kost á sér.
solrun@dv.is
Hættur Guðmundur ætlar ekki að gefa
kost á sér áfram sem formaður Rafís. Hann
ætlar þó að vinna áfram og grætur það ekki.
Hilmar Leifsson, sem einnig er
þekktur sem „forsetinn“, stendur nú
í málaferlum við íslenska ríkið ásamt
sambýliskonu sinni. Málið snýst
um húsleit sem framkvæmd var á
heimili þeirra en rannsókn leiddi
ekki til ákæru. Hilmar og sambýlis-
kona hans fara fram á eina milljón
króna í skaðabætur hvort. Við hús-
leitina var tökulið frá sjónvarpsþætt-
inum Kastljósi í för með lögreglu og
vilja Hilmar og kona hans meina að
lögreglan hafi brotið gegn þagnar-
skylduákvæðum með því að leyfa
Kastljósi að vera viðstatt húsleitina,
en grunur lék á að á heimilinu væri
að finna fíkniefni.
Grunur um fíkniefni
Húsleitin fór fram í mars 2009 en
sjálfur var Hilmar ekki viðstaddur
meðan hún fór fram, þar sem hann
var í flugi á leið frá Spáni ásamt fjöl-
skyldu sinni.
Við komuna til landsins voru
þau handtekin og haldið í sólar-
hring áður en þeim var sleppt. Eng-
inn grundvöllur var fyrir ákæru og
fundust engin fíkniefni við húsleit-
ina. Aðdragandi leitarinnar og rann-
sóknar á hendur Hilmari var að í
janúar 2009 uppgötvaðist umfangs-
mikil kannabisræktun í heimahúsi
í Breiðholti. Enginn bjó í íbúðinni
og var hún eingöngu notuð til rækt-
unar á kannabisplöntum. Hilm-
ar var skráður eigandi íbúðarinnar
en framleigði hana til annars að-
ila. Í kjölfar þess beindist grunur að
Hilmari en hann var ekki ákærður í
tengslum við málið.
Mynd af Tony Montana
Samkvæmt heimildum DV býr
Hilmar í stóru einbýlishúsi á stór-
höfuðborgarsvæðinu. Veggi hússins
prýða merki Hells Angels og þar má
sjá stóra mynd af Al Pacino í hlut-
verki Tony Montana, glæpaforingj-
ans úr myndinni Scarface. Hilmar
titlar sig sem framkvæmdastjóra,
en sambýliskona hans er skráð eini
eigandinn í fyrirtækinu sem heitir
Leifur-þjónusta og tengist starfsemi
þess leigu á atvinnuhúsnæði. Sam-
kvæmt nýjasta ársreikningi félags-
ins, sem er frá árinu 2008, á félagið
sex fasteignir og nam hagnaður
þess tíu milljónum króna en skuld-
ir félagsins námu sextíu og fjórum
milljónum króna.
Lokað þinghald
Sigmar Guðmundsson, ritstjóri
Kastljóss, segir í samtalið við DV að
á þessum tíma hafi Kastljósið feng-
ið að fylgjast með aðgerðum lög-
reglunnar við að uppræta kanna-
bisræktun sem hafði aukist mikið
á þeim tíma. „Á sínum tíma ákváð-
um við að fara þess á leit við lög-
regluna að fá að fylgjast með henni
í sambandi við kannabisrækt. Við
fengum að fylgjast með þeim upp-
ræta kannabisræktun um nokkurt
skeið og með því safna saman efni
í fréttaskýringu. Við fylgdum þeim
víða og stundum komum við á stað
þar sem verið var að rækta og stund-
um ekki. Varðandi þetta tilfelli þá
höfðum við verið með lögreglunni
fyrr um daginn þar sem fór fram
ræktun á kannabis og myndað þar
og upp úr því fórum við á fleiri staði
og þar á meðal þetta heimili. Þar
voru lögmenn viðstaddir. Við eltum
lögregluna inn eins og áður en síð-
an kom í ljós að engin ræktun var í
gangi á þessu heimili og þar af leið-
andi skipti þetta heimili okkur engu
máli í umfjölluninni. Við birtum því
engar myndir þaðan eða neitt slíkt.“
Sigmar segir myndefninu síðar hafa
verið eytt.
Í fyrirtöku málsins sem fór fram
á fimmtudag krafðist Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson, lögmaður Hilmars og
konu hans, þess að þinghald yrði
lokað vegna viðkvæmra upplýsinga
sem munu koma fram við réttar-
höldin og til að virða friðhelgi einka-
lífsins og var það samþykkt.
Vill milljón vegna
myndatöku Kastljóss
„Við eltum lög-
regluna inn eins
og áður en síðan kom í
ljós að engin ræktun var í
gangi á þessu heimili.
n Hilmar Leifsson og sambýliskona hans krefjast hvort um sig einnar milljónar króna
í skaðabætur frá íslenska ríkinu n Segja að lögreglan hafi brotið gegn þagnarskyldu-
ákvæði með því að leyfa myndatökumanni Kastljóss að vera viðstaddur húsleit
Vinir Hilmar Leifsson og Ásgeir Þór
Davíðsson eru ágætir vinir. Hilmar hefur
stefnt íslenska ríkinu og krefst einnar
milljónar í skaðabætur. MYND SKJÁSKOT AF FACEBOOK