Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Síða 8
8 | Fréttir 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað
Slæmt veður olli usla:
Fjúkandi timbur
braut rúðu
Vindur olli talsverðum usla á suð-
vesturhorni landsins á fimmtudag
og þurftu björgunarsveitir á Suður-
nesjum, í Hafnarfirði og Grindavík
að sinna nokkrum aðstoðarbeiðnum
vegna þess.
Á Suðurnesjum aðstoðaði björg-
unarsveit íbúa húss þar sem fjúk-
andi timbur hafði brotið rúðu og
endað inni á gólfi. Einnig fuku þak-
plötur af kofaskrifli og hjólhýsi,
sem áður hefur verið til vandræða í
óveðri, var bundið niður.
Björgunarsveit Hafnarfjarðar festi
skilti sem var að losna og gekk frá
einangrunarplasti sem fauk af ný-
byggingu. Húsmóðir í Reykjavík fékk
einnig aðstoð sveitarinnar þegar
trampólín „kom af himnum ofan“ og
lenti við hús hennar.
Annað trampólín var á ferðinni,
að þessu sinni í Grindavík, þar sem
eitt slíkt var komið upp í tré. Með-
limir björgunarsveitarinnar Þor-
björns gengu frá því og gengu líka
frá brotinni rúðu og festu landgang
er var laus á flotbryggju. Veðurstofa
Íslands gerir ráð fyrir hæglætisveðri
um helgina. Hiti verður á bilinu 5 til
11 stig en hlýjast verður á Norður-
landi á föstudag. Enn verður þó bið
á því að sólin láti sjá sig af viti.
Eftirlýstur af
Interpol
Íslenskur ríkisborgari, Chigozie
Óskar Anoruo, er eftirlýstur af Inter-
pol að beiðni íslenskra lögregluyfir-
valda. Anoruo,
sem fæddur er
í Nígeríu, á að
afplána tveggja
ára fangelsis-
dóm sem hann
hlaut í Héraðs-
dómi Reykjavík-
ur árið 2009 fyrir
að stinga mann
í hálsinn með hnífi í Hafnarstræti í
Reykjavík. Fréttablaðið greindi frá
því á fimmtudag að hending hefði
ráðið því að fórnarlambið lét ekki
lífið í árásinni en þetta er fjórði
dómurinn sem Anoruo hlýtur fyrir
líkamsárás.
Íslensk yfirvöld sendu beiðni til
Interpol þann 20. apríl síðastliðinn
um að lýst yrði eftir Anoruo.
Samkvæmt upplýsingum af vef
Interpol er Anoruo 37 ára og um 181
sentímetri á hæð.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráð-
herra átti á fimmtudag fund í borg-
inni Jammu í Indlandi með Omar
Abdullah, forsætisráðherra Kasmír,
og innanríkisráðherranum, Nasir As-
lam Wani, um þróun á samstarfi ís-
lenskra og indverskra fyrirtækja um
nýtingu jarðhita. Svo virðist sem
mikill áhugi sé á slíku samstarfi af
hálfu yfirvalda í Kasmír en þar er að
finna möguleika á að virkja jarðhita
til raforkuframleiðslu. Samkvæmt
utanríkisráðuneytinu er samvinna
þegar hafin á milli indverskra og ís-
lenskra fyrirtækja um verkefni í hér-
aðinu.
Atvinnulíf í Kasmír byggist
að miklu leyti á ferðaþjónustu í
tengslum við náttúrufegurð Hima-
layafjalla og Kasmír-dalsins og á
fundinum fór utanríkisráðherra
yfir nýja möguleika sem gætu opn-
ast með tengslum ferðaþjónustu og
jarðhitavinnslu. Þar vísaði hann sér-
staklega til frumkvöðlastarfs Bláa
lónsins í því sambandi. Össur heim-
sótti einnig bæinn Leh í Labakh-hér-
aði í Kasmír, þar sem mikinn jarðhita
er að finna.
Á miðvikudag og fimmtudag átti
Össur fundi með dr. Faruk Abdullah,
ráðherra endurnýjanlegrar orku í
ríkisstjórn Indlands í borginni Sri-
nagar. Þar ræddu þeir um samstarf
Íslendinga og Indverja á sviði jarð-
hita og lýsti ráðherrann verkefnum í
Kasmír sem hann óskaði eftir að Ís-
lendingar kæmu að. Á fundunum
ræddu ráðherrarnir enn fremur að-
komu íslenskra fyrirtækja að gerð lít-
illa vatnsaflsvirkjana hátt í fjöllum og
dr. Abdullah lýsti vilja sínum til þess
að íslensk fyriræki kæmu að ráðgjöf
og eftirliti við byggingu stórra vatns-
aflsvirkjana sem indversk stjórnvöld
hafa ákveðið að ráðast í við rætur
Hima laya-fjalla.
hanna@dv.is
Össur Skarphéðinsson ræddi við indverska ráðherra um jarðhita:
Vilja samstarf
Indverskur jarðvarmi Samkvæmt
utanríkisráðuneytinu er hafin sam-
vinna á milli indverskra og íslenskra
fyrirtækja um verkefni í Kasmír-héraði.
Þorsteinn efast um
rekstur á Íslandi
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri
útgerðarfélagsins Samherja hf, efast
um að hann geti rekið alþjóðlegt
fyrirtæki á Íslandi. Þetta segir hann
í grein sem hann skrifaði á fimmtu-
dag þar sem hann veltir því fyrir sér
hvort það sé þess virði að reka al-
þjóðlegt markaðsfyrirtæki á Íslandi í
dag vegna gjaldeyrishafta.
Vandræði með gjaldeyri
Tilefni skrifanna var vandræði
dóttur fyrirtækis Samherja, Ice Fresh
Seafood, við að fá gjaldeyri fyrir
starfsmenn sína sem þurftu að fara
utan í viðskiptaerindum á vegum
fyrirtækisins.
Starfsmenn Iceland Fresh Sea-
food ætluðu sér að sækja stærstu
sjávarútvegssýningu í Evrópu sem
haldin er árlega í Brussel en fyrir-
tækið er með bás á sýningunni, að
sögn Þorsteins. Þegar óskað var eftir
að taka jafngildi 7.400 evra út af eig-
in reikningi í farareyri handa starfs-
mönnum Ice Fresh Seafood kom í
ljós að búið er að byggja upp virkt og
öflugt eftirlit með gjaldeyrisviðskipt-
um á Íslandi. Um langt árabil hafa Ice
Fresh Seafood og Samherji tekið er-
lenda mynt út af reikningum sínum
fyrir starfsmenn sem þeir hafa síð-
an haft með sér utan í farareyri til að
greiða útlagðan kostnað. Þetta hefur
verið gert til þæginda fyrir þá sem
ferðast á vegum félaganna auk þess
sem þetta hefur sparað tíma og fjár-
muni hingað til að sögn Þorsteins.
Sóttu um undanþágu
Þorsteinn segir fjármálastjóra Ice
Fresh Seafood hafa óskað eftir að
taka út 7.400 evrur í tveimur bönk-
um án árangurs. „Leiðirnar sem
okkur voru boðnar voru meðal ann-
ars, að selja okkar evrur og leggja
andvirðið í íslenskum krónum inn
á reikning starfsmanna, en einungis
ef þeir áttu launareikning í viðkom-
andi útibúi! Starfsmennirnir máttu
síðan hver og einn fara í bankann
og kaupa sér evrur fyrir andvirðið
gegn framvísun farseðils. Fjármála-
stjóranum hugnaðist ekki þessi leið
og ákvað að sjá hvað þyrfti til að ná
þessum evrum út af reikningnum.
Það leiddi að lokum til að sótt var
formlega um undanþágu til Seðla-
banka Íslands vegna 7.400 evra með
tilheyrandi bréfaskriftum,“ skrifar
Þorsteinn í greininni sem birtist á
vefsíðu Samherja.
Tugir símtala
Þetta ferli segir Þorsteinn hafa
spannað tvo vinnudaga. „Það komu
ekki færri en 13 starfsmenn fjög-
urra fyrirtæka og stofnana að verk-
efninu og varlega áætlað má ætla að
þeir hafi samtals notað meira en 15
vinnustundir til að leysa þetta viða-
mikla verkefni. Það voru skrifuð
tvö formleg bréf, það var skrifaður
fjöldi tölvupósta og símtölin eru tal-
in í tugum. Við náðum að fá undir-
skrift aðstoðarseðlabankastjóra Ís-
lands á annað bréfið og ætla má að
kostnaður við að afgreiða okkur um
þessar evrur af eigin reikningi nemi
um þriðjungi af heildarupphæðinni
sem óskað var eftir að taka út,“ skrifar
Þorsteinn.
„Að undanförnu hefur verið
fjallað nokkuð um starfsumhverfi
fyrirtækja á Íslandi. Er óeðlilegt í því
sambandi að maður spyrji sig: Er
hagkvæmt að reka alþjóðlegt sölu-
og markaðsfyrirtæki á Íslandi ef það
tekur tvo daga að taka út farareyri af
reikningi fyrirtækis, handa starfs-
mönnum þess,“ spyr hann að lokum
í greininni.
Birgir Olgeirsson
blaðamaður skrifar birgir@dv.is
n Þorsteinn Már segist spyrja sig hvort hægt sé að reka alþjóðlegt
fyrirtæki á Íslandi n Tók tvo daga að fá gjaldeyri fyrir þrettán
starfsmenn og ófáar vinnustundir fóru í súginn
Þorsteinn Már Telur að kostnað-
urinn við að afgreiða evrurnar nemi
um þriðjungi af heildarupphæðinni
sem óskað var eftir.