Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Page 10
10 | Fréttir 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 Enginn arður greiddur út í ár: Smáralind tapaði hálfum milljarði Tap af rekstri Smáralindar ehf., félags sem heldur utan um samnefnda versl­ unarmiðstöð í Kópavogi, nam 562 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem birtur var á fimmtudag. Í honum kemur fram að stjórnendur félagsins séu nú í viðræðum við Landsbanka og Íslandsbanka um endurfjármögnun lána og hafa þeir samþykkt að endur­ fjármagna þau til fimm ára með tut­ tugu og fimm ára afborgunarferli. Í endurfjármögnuninni felst að lánin verða verðtryggð í íslenskum krónum, sem dregur úr áhættu þar sem stærst­ ur hluti leigusamninga er verðtryggð­ ur. „Í tengslum við endurfjármögnun á lánum í erlendri mynt hafa bank­ arnir samþykkt höfuðstólsleiðréttingar sem eru yfir 700 milljónum króna en ekki hefur verið tekið tillit til þeirrar leiðréttingar í árslok 2010,“ segir í árs­ reikningnum. Í ársreikningnum kemur fram að hlutafé félagsins hafi numið í árslok 2010 1.423 milljónum króna. Það er allt í eigu Fasteignafélags Íslands hf. Leigutekjur félagsins námu 1.119 milljónum króna en samkvæmt efna­ hagsreikningi námu eignir 11,9 millj­ örðum króna í árslok. Eigið fé nam 1,1 milljarði í árslok síðasta árs. Stjórn félagsins hefur lagt til að á árinu 2011 verði ekki greiddur út arður til hlut­ hafa vegna taps á rekstrarárinu 2010. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmað­ ur Sjálfstæðisflokksins, hefur hót­ að því að kæra Björn Val Gíslason, þingmann Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs, fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífsins, biðjist sá síðarnefndi ekki afsökunar á um­ mælum sem hann birti um Guðlaug á bloggsíðu sinni. Málið má rekja til þess að Björn Valur sagði Guðlaug hafa þegið mútur í prófkjörsbaráttu sinni fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2006, en Guðlaugur þáði um 25 millj­ ónir króna í styrki á árunum 2005 til 2007. Hann gerir athugasemdir við ummæli Björns og krefst afsökunar­ beiðni. Björn Valur segist í samtali við DV ennþá vera þeirrar skoðunar að þeir sem þiggi háa styrki frá einkafyrir­ tækjum, eins og Guðlaugur Þór gerði, skuldbindi sjálfa sig þessum sömu aðilum. Þá segir Björn sér nokkuð brugðið vegna síðbúinna viðbragða Guðlaugs, en færsluna skrifaði hann í desember síðastliðnum. Í bréfi frá lögfræðingi Guðlaugs Þórs, sem sent var þann 11. apríl síðastliðinn, kom fram að Björn hefði fimm daga til þess að biðjast afsökunar ellegar myndi Guðlaugur sækja málið fyrir dómstólum. Björn Valur bað um að fá frest til þess að ákveða hver næstu skref yrðu og rennur sá frestur út nú um mánaðamótin. Það er því ljóst að á næstu dögum ákveður Björn Valur hvort hann biðjist afsökunar á ummælunum eða láti reyna á málið fyrir dómstólum. Samþykkt á landsfundi „Engan veit ég þingmann um utan umræddan Guðlaug Þór sem er með landsfundarályktun síns eigin flokks á bakinu um að hann skuli hætta sem þingmaður flokksins. Og hvers­ vegna ætli það sé?“ ritaði Björn Valur á bloggsíðu sína þann 21. desember. Það voru þó ekki þessi ummæli sem fóru hvað mest fyrir brjóstið á Guð­ laugi Þór, heldur þau sem fylgdu á eftir: „Jú, vegna mútugreiðslna sem þingmaðurinn þáði og komu hon­ um til þeirra valda sem hann hafði sem ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde.“ Fer Guðlaugur fram á að Björn Valur dragi ummælin til baka og biðjist afsökunar á þeim, geri hann það ekki þurfi hann að axla ábyrgð á þeim fyrir dómstólum. Ummæli Björns Vals má rekja til þess að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var í júní í fyrra, var eftir­ farandi tillaga Halldórs Gunnars­ sonar samþykkt: „Þeir sem hafi þeg­ ið háa styrki frá félögum eða notið fyrirgreiðslu sem ekki hafi staðið almenningi til boða ættu að sýna ábyrgð sína með þeim hætti að víkja úr þeim embættum sem þeir hafi verið kosnir til að gegna.“ Ennþá sömu skoðunar Í kjölfar tillögunnar sagði meðal annars Þorgerður Katrín Gunnars­ dóttir af sér varaformennsku í þing­ flokknum og tók sér tímabundið leyfi frá þingstörfum. Guðlaugur Þór sat hins vegar sem fastast á þingi og lýsti því yfir að hann myndi ekki segja af sér þingmennsku. Þess má geta að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þing­ kona Samfylkingarinnar, sagði af sér þingmennsku í kjölfar umræðu um styrkjamálin, en hún þáði 13 milljónir í styrki á árunum fyrir hrun. Aðspurður hvort hann sé ennþá þeirrar skoðunar að um mútur hafi verið að ræða í tilviki Guðlaugs Þórs segir Björn Valur í samtali við DV: „Já, það er eindregið mín skoðun að þegar stjórnmálamenn eru farnir að þiggja styrki upp á tugi milljóna, þá sé það ekki bara óeðlilegt, heldur ósæmilegt. Þarna er einhver tilbúinn að reiða háar upphæðir af hendi til tiltekins aðila, væntanlega vegna þess að hann telur þann aðila líklegri til þess að sjá hag sínum borgið en einhverjum öðr­ um.“ Í þessu samhengi segir Björn til að mynda harla ólíklegt að Vinstri græn hafi þegið jafnháa styrki frá fyr­ irtækjum tengdum stóriðju eins og aðrir flokkar. „Ég er einfaldlega ekkert viss um að slíkir aðilar sjái hag sínum borgið í því að VG sé ráðandi afl í sam­ félaginu frekar en aðrir.“ Milljónir frá orkugeira Strangt til tekið fékk Guðlaugur Þór Þórðarson 10 milljónir króna til kosn­ ingabaráttu sinnar árin 2005 til 2007 frá fyrirtækjum sem sáu hagnaðarvon í samstarfi við orkufyrirtæki í almanna­ eigu. Sjálfur atti hann kappi við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um hylli sjálfstæðismanna í höfuðborg­ inni á þessum árum og var stjórnar­ formaður Orkuveitu Reykjavíkur til vorsins 2007. Mánuðina þar á undan hafði Orkuveita Reykjavíkur stofnað Reykjavík Energy Invest sem síðar átti að verða eign Geysis Green Energy. Um svipað leyti, í ársbyrjun 2007, hafði Landsbankinn stofnað Hydrokraft In­ vest í samvinnu við Landsvirkjun. Af um 16 milljónum króna, sem Guðlaugur Þór hefur gert fulla grein fyrir, fékk hann á árunum 2005 til 2007 alls 8 til 9 milljónir króna frá fyrir­ tækjum sem gerðu tilraunir til þess að efna til samstarfs við orkufyrrtæki í al­ mannaeigu eða stofna útrásarfyrirtæki með þeim. Hann hefur ekki ennþá gert grein fyrir 9 milljónum króna sem hann hlaut í styrki en hann hefur að eigin sögn ekki ennþá fengið leyfi til þess. Þess má geta að skömmu fyrir þingkosningarnar 2009 var upplýst um mikla styrki FL Group og Landsbank­ ans til Sjálfstæðisflokksins, samtals 55 milljónir króna. Flokkurinn brást við með því að endurgreiða styrkina. Málið í farvegi Guðlaugur Þór vill lítið tjá sig um mögulega málshöfðun gegn kollega sínum á þingi í samtali við DV. „Nei, nei, þetta fer bara sína leið. Þetta mál er bara í farvegi, ég sendi bara lög­ mann í þetta.“ Þá segir hann málið ekki þarfnast frekari útskýringa, það sé frekar augljóst. „Ég ætla ekkert að tjá mig meira um það fyrr en hann er búinn að svara. Það eina sem ég hef heyrt frá honum er það að hann bað um frest og sá frestur var veittur.“ Aðspurður hversu háar skaðabætur hann ætli sér að krefja Björn Val um Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is n Guðlaugur Þór krefst afsökunar- beiðni frá kollega sínum á þingi vegna ummæla um mútuþægni n Björn Valur fær frest fram á sunnudag til að ákveða hvort hann dragi ummælin til baka n Guðlaugur þáði 25 milljónir í styrki á árunum fyrir hrun n Björn Valur segist ennþá vera sömu skoðunar STYRKJAKÓNGUR KÆRIR KOLLEGA „Jú, vegna mútugreiðslna sem þingmaðurinn þáði og komu honum til þeirra valda sem hann hafði sem ráðherra í ríkisstjórn Geir H. Haarde. Á sömu skoðun Björn Valur Gíslason sakaði Guðlaug um mútuþægni á bloggi sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.