Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 15
Fréttir | 15Helgarblað 29. apríl–1. maí 2011 „Heilu hverfin ónýt“ Fjölmargir íbúar stálheppnir að sleppa lifandi frá hamförunum: „Ríghélt í klósettskálina“ „Ég hreinlega man ekkert hvað við vorum að gera þegar ósköpin dundu yfir. Ég man bara að ég ríghélt í kló- settskálina og á meðan fauk yfir okk- ur mold og drulla.“ Svona lýsir hinn 22 ára gamli T. Spivey upplifun sinni af óveðrinu sem gekk yfir hluta Banda- ríkjanna seint á miðvikudagskvöld að bandarískum tíma. Spivey stundar nám við háskólann í Rogersville og var á heimili sínu ásamt tveimur félögum þegar hvirfilbylur gekk yfir bæinn. „Þetta tók kannski tuttugu til þrjátíu sekúndur, svo var þetta búið. Hávað- inn var gríðarlegur og engu líkara en lest væri að fara fram hjá,“ segir hann. Þegar ósköpin voru yfirstaðin fóru Spivey og félagar hans strax út til að aðstoða nágranna sína. „Fólk byrjaði að streyma út á götur eftir nokkrar mínútur. Það öskraði og var í mikilli geðshræringu. Sem betur fer komu lögregla og slökkvilið fljótt á staðinn til að aðstoða.“ Óveðrið sem gekk yfir suðurríkin er það mannskæðasta í 40 ár og eru heilu hverfin rústir einar. „Þetta gerðist svo hratt að það var ótrúlegt,“ segir Jerry Stewart, 63 ára fyrrverandi slökkviliðsmaður, sem býr í úthverfi Birmingham í Alabama. Óveðrið skildi eftir sig slóð eyðilegg- ingar í þessari stærstu borg Alabama- ríkis. Stewart slapp lifandi úr óveðr- inu með því að fela sig undir palli við heimili sitt ásamt konu sinni, dóttur og tveimur barnabörnum. Nágrann- ar hans voru hins vegar ekki eins heppnir. Stewart lýsti því í samtali við AP-fréttastofuna á fimmtudag að hann hefði þurft að draga lík tveggja nágranna sinna út úr rústum húsa þeirra. Hann og fjölskylda hans eru því stálpheppin að vera á lífi. David Hinton, læknir á sjúkrahúsi í Tuscaloosa, var á vakt þegar óveðr- ið gekk yfir. Hann fór út þegar óveðr- ið var yfirstaðið og reyndi að aðstoða íbúa. Hann segir í samtali við AP að hann hafi dregið þrjá nemendur úr húsarústum skammt frá sjúkrahús- inu. Einn reyndist látinn en hinir mik- ið slasaðir. Allt ónýtt Þessi mynd sýnir glöggt eyðilegginguna af völdum óveðursins. Mynd ReuteRs Hvernig myndast hvirfilbylur? n Talið er að óveðrið í Bandaríkjunum á miðvikudagskvöld komist í sögubæk- urnar því veðurstofa Bandaríkjanna fékk yfir 150 tilkynningar um hvirfilbylji. Í apríl hefur veðurstofan fengið um 300 til- kynningar í heild. Á Vísindavef Háskóla Íslands segir að hvirfilbyljir séu mjög hvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins. Þeir myndast þar sem loft er mjög óstöðugt, þar sem hlýtt loft er undir köldu lofti, til dæmis í grennd við þrumuveður. n Á litlu svæði verður mikið uppstreymi og í stað loftsins sem streymir upp leitar loft inn að miðju uppstreymisins og þá margfaldast snúningur þess. Svonefndir fellibyljir eru mun meiri að umfangi en hvirfilbyljir og ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Hvirfilbyljir myndast oft í fellibyljum. n Hvirfilbyljir geisa í nokkrar mínútur en einstaka sinnum lifa þeir í örfáar klukkustundir. Þeir eru oftast innan við hundrað metrar í þvermál, að því er fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands. Jón Þór Baldvinsson býr í Leeds í Alabama: „Þetta er hrikalegt“ Íslendingurinn Jón Þór Baldvinsson býr í bænum Leeds í Birmingham í Alabama. Bærinn hans varð illa úti í óveðrinu sem gekk yfir suðurríkin í Banda- ríkjunum seint á miðvikudags- kvöld. „Svæðið sem ég bý á er alveg í tætlum, það eru svo mörg hús sem eru alveg í klessu. Þök rofin og tré fallin, gjörsamlega rifin upp með rótum,“ sagði Jón Þór í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins á fimmtudag. „Þegar ég fór og leit út sá ég að toppurinn af einu trénu hafði kastast af og var í garðinum. Við erum að tala um tré sem er sjötíu metra hátt,“ segir Jón Þór en þegar hann skoðaði heimili vinar sonar síns sá hann að tré hafði fallið á húsið og klofið það í tvennt. „Þetta er bara hrikalegt. Einn bærinn sem ég fer oft til í vinnunni, hann er bara í rúst og þeir eru búnir að loka hann af og þeir eru bara að leita að fólki,“ sagi hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.