Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Page 28
Vandi íslenskrar umræðu-hefðar verður varla bet-ur greindur en með orðum Davíðs Oddssonar um sjálfan sig í bókinni Í hlutverki leiðtogans, eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur, sem Teitur Atlason bloggari rifjaði upp á dögun- um. „Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að mað- ur veit aldrei hvaða flugu laxinn tek- ur,“ sagði Davíð og játaði síðan: „Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau...“ Þannig lýsti Davíð störfum sínum í stjórnarandstöðu í borgarstjórn Reykjavíkur. Orð hans gefa einstaka innsýn inn í áróðurstækni, sem eimir enn sterklega af í stjórnmálum dags- ins í dag. Til grundvallar er viðhorfið að almenningur sé eins og lax og starf stjórnmálamannsins sé að láta fólk bíta á agn. Þar með verður það mikil- vægara í hlutverki stjórnmálamanns að koma höggi á andstæðinga sína og upphefja sjálfan sig, en að breyta rétt og heiðarlega. Þetta eru eins konar iðnaðarstjórnmál. Áróðursaðferðum Davíðs og fylgis- manna hans mætti skipta í fjóra flokka: 1. Endurtekningin. Að lýsa einhverjum eða einhverju ítrekað í ákveðnu ljósi, þar til laxinn bítur á. „Verklausa ríkis- stjórnin,“ er til dæmis ítrekað skrifað í Morgunblaðið þessa mánuðina. Oft er endurtekningin liður í stimpluninni. 2. Stimplunin gengur út á að tengja gagnrýnendur annarlegum hags- munum. Oft er gagnrýnandi svipt- ur frjálsum vilja eða eigin skynsemi í stimpluninni, til dæmis sagður vera handbendi Baugs. 3. Alhæfingin er þessu tengd. Hún gengur gjarnan út á að allt sem sá umræddi geri sé slæmt. Aðferð til þess er til dæmis að „taka upp öll mál“ og „gera þau tortryggi- leg“. Alhæfingin felur gjarnan í sér endurtekningu. 4. Eignunin gengur út á að allir aðrir séu jafnóheiðarlegir og þeir sem beita þessum aðferðum sjálf- ir. Þeir gera ráð fyrir því að aðrir hugsi eins og þeir og séu á bandi stjórnmála- flokks eða stjórnmálaleiðtoga. Þegar þeir eru spurðir hvers vegna þeir saki aðra um að vera handbendi einhvers málstaðar, þegar þeir eru það sjálfir samkvæmt sömu rökum, svara þeir því til að þeir séu heiðarlegir vegna þess að þeir viðurkenna tengsl sín, en aðrir ekki. Líkt og Davíð svaraði sjálfur í viðtali þegar hann hafði verið ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins eftir að hafa gagnrýnt meint tengsl Frétta- blaðsins við Samfylkinguna í áraraðir. „Mér finnst miklu heiðarlegra að vera með flokksskírteinið heldur en vera í hjarta sínu hlynntur flokki...“ Þannig varð hinn óheiðarlegi heiðarlegur en sá heiðarlegi óheiðarlegur í heims- mynd Davíðs. Segja má að stjórnmálamenn og fylgismenn þeirra geti verið „heilir“ í þessari afstöðu sinni, á þann hátt að þeir trúa því að svona eigi stjórnmálin að virka, því þau geti ekki virkað öðru- vísi. Í því birtist einhvers konar nauð- hyggju- og tómhyggjuviðhorf gagnvart lýðræðinu, að sá sem beiti slíkum að- ferðum muni standa uppi sem sigur- vegarinn – landa löxunum. Það er hins vegar í hagsmunum al- mennings að sjá í gegnum og uppræta umræðuhefð sem felur í sér að stjórn- málamenn beiti óheiðarlegum aðferð- um til að upphefja sjálfa sig. Að lenda í klóm rógburðar og vera hafður fyrir rangri sök er ábyggilega eitt það versta sem menn upplifa á lífsleiðinni. Tilraun- ir til mannorðsmeiðingar og mark- viss eyðilegging orðspors eru athafn- ir sem verða að þyngri böggum en ímyndunin ræður við. Oft fá menn uppreist æru sína og endurheimt- ur mannorðs eiga sér stundum stað þegar sannleikurinn nær inní sviðs- ljósið. Ég fór að hugleiða þetta með mannorðið um daginn þegar ég sá hversu auðvelt það getur verið að ýta á einn rangan takka á lyklaborð- inu og orði er breytt frá bestu merk- ingu til þeirrar verstu. Og þegar illa orðið er farið af stað þá er einsog það fái meiri athygli og alúðlegra tillit en öll orð sem á undan voru rituð. Allt, já, bókstaflega allt miðast við að gera hinu illa orði svo hátt undir höfði sem verða vill. Þegar blessaður karlinn hann Nixon (þáverandi Bandaríkjaforseti) var staðinn að glæpsamlegu athæfi í alvarlegu hneykslismáli þá byrjuðu Kanarnir ekki á því að gera hann að ritstjóra eins af stóru dagblöðunum þar í landi. Nei, þeir ráku hann úr embætti og lækkuðu launin. Og svo var það eiginlega þannig að mann- orðssjálfsvíg hans gerði það að verk- um að hann hafði nánast ekki rétt til almennra skoðanaskipta og sjálfur skerti hann málfrelsi sitt með því að kunna að skammast sín og þegja. En þegar Íslendingar fengu að upplifa það að Dabbi litli, banka- maður, sigldi íslenskri þjóðarskútu í strand, eftir að hafa borubrattur lofað alla spillingu útrásarliðsins og reynt að sanna sakleysi sitt með útúr- snúningum, var hann gerður að rit- stjóra Moggans (sem nýverið breytti um nafn og heitir nú LÍÚ-tíðindi). Já, og eftir að hann sá um að lána fall- andi bönkum helling af klinki lands- manna þá fékk hann sjálfur óskor- að vald til að stýra fjölmiðli og allri þeirri rannsóknarblaðamennsku sem hugsanlega hefði mátt inna af hendi. Svo gerðist það núna nýver- ið, að indæl snót, Siv Friðleifsdóttir, var í LÍÚ-tíðindum sögð vera gleði- kona sem reyndi að húkka sér far með stjórn ráðstjórnarríkisins Ís- lands. Auðvitað sárnaði mönnum að sorprit LÍÚ skyldi gerast svo ósmekk- legt að bendla þessa ágætu konu við stétt portkvenna. Sjálfur tel ég þó að skárra sé að láta spyrða sig við þá stétt en þjófafélag Framsóknar og helmingaskiptaklíku íhaldsins. Sem verstu dólgar dæmast þeir er djöflum verð’ að liði en orðspor hinna aldrei deyr sem iðka góða siði. 28 | Umræða 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað „Ég er ógeðslegur.“ n Vöðvafjallið og rithöfundurinn Egill „Þykki“ Einarsson er orðinn svarthærður vegna hlutverks síns í kvikmyndinni Svartur á leik. – DV „Vorið er búið og nú tekur við snemmsumartíð.“ n Siggi stormur spáir sumarkomu. – DV.is „Ég get ekki sagt að þessi spá komi mér á óvart. Það er hefð fyrir því að KR sé spáð ofarlega og FH eðlilega í 1. sæti.“ n Ólafur Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, gefur lítið fyrir að vera spáð fjórða sæti af sérfræðingum fotbolti.net. – fotbolti.net „Þetta gerist ekki sárara.“ n Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, var niðurbrotinn eftir að FH vann fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með marki á síðustu sekúndunni. – mbl.is „Þetta er frekar kúl. Ég horfi alltaf á þættina. Þeir eru í miklu uppáhaldi.“ n Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds á tvö lög í næstu þáttaröð af So You Think You Can Dance sem fer í loftið í lok maí. – Fréttablaðið Áróðurstækni Davíðs Leiðari Bókstaflega Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar„Áróðursaðferðum Davíðs og fylgis­ manna hans mætti skipta í fjóra flokka. Mannorð af misjöfnum toga Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Auðvitað sárnaði mönnum að sorp­ rit LÍÚ skyldi gerast svo ósmekklegt að bendla þessa ágætu konu við stétt portkvenna. Örlög þremenninga n Menn velta fyrir sér hvers vegna Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ás- mundur Einar Daðason stofnuðu ekki þingflokk þegar þau hittust í vik- unni. Ástæðan gæti verið að Atli hyggist hætta á þingi eða þurfi löng frí. Þá annaðhvort næst ekki lágmarks- fjöldi til stofn- unar þingflokks eða að varamaður hans taki sæti sem á ekki samleið með hinum tveimur. Í öðru lagi kynni þeim þremur að verða úthýst úr VG. Í þriðja lagi gætu þau hafa fengið orðsendingu úr innanríkis- ráðuneytinu um að bíða átekta. Hvað segja þeir nú? n Lögfræðingarnir Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa ekki verið spurðir út stjórnsýslubrot Árna Mathiesen er hann skipaði Þorstein Davíðs- son (Oddssonar) dómara fyrir jólin 2007. Árni var dæmdur til að greiða umsækjanda miska- bætur í Hæstarétti fyrir skemmstu. Sigurður Kári sagði á þingi í janúar 2008 að Árni væri ekkert bundinn af áliti nefndar sem mat hæfi umsækj- enda. Birgir sagði í þingræðu að málefnalega hefði verið staðið að skipun Þorsteins. Formaður undir feldi n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- maður Framsóknarflokksins nýtur hvíldar í Kanada eftir sigur í Icesave- málinu og formannskjöri á flokks- þingi. Hans bíður að taka afstöðu til samstarfs við ríkisstjórnina í anda tilboðs sem Jóhanna Siguðardóttir forsætisráðherra lagði fyrir hann í viðtali við DV. Sumir í þingflokknum láta líklega um slíkt samstarf. Sagt er að málið sé viðkvæmt innan flokksins og formanninum sé vandi á höndum og hann þurfi að ráðfæra sig við Guðna, Davíð og Þórólf. Styrkirnir ekki gleymdir n Hótanir lögmanns Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins, um að höfða meiðyrðamál gegn Birni Vali Gíslasyni, þingmanni VG, hafa enn á ný beint sjónum að miklum persónu- legum styrkjum til einstakra frambjóðenda fyrir banka- hrunið, einkum frá fyrirtækjum sem tóku þátt í að hanna hrunið. Björn Valur talaði á bloggi sínu um mútugreiðslur sem komið hefðu þingmanninum til valda. Einn maður hefur verið dæmdur fyrir mútubrot hér á landi síðustu 10 til 15 ár það best er vitað. Hann heitir Árni Johnsen. Sandkorn TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. SvarthöfðiL íklega er það einstakt í heimin-um hvað glæpamenn væla mikið hér á landi. Það líður varla sá dagur að þeir kvarti ekki yfir því hvað allt sé erfitt og hvað allt sé öllum öðr- um að kenna. Morðingjar hóta málsókn af því að nafn þeirra er nefnt í fjöl-miðlum. Glæpamenn kvarta yfir þrengslum í fangelsi. Allir „lentu“ þeir í glæpum. Það má ekki segja nöfnin þeirra í fjölmiðlum. Það nýjasta er að glæpamenn kvarta yfir því að nöfn þeirra séu birt í fjölmiðlum, af því að það láti þeim líða eins og stjörnum og því brjóti þeir meira af sér. Í staðinn er birt viðhafnarviðtal við fyrrverandi handrukkara, sem kvartaði yfir því hvað fjölmiðlar voru vondir við hann með því að segja frá honum. F yrir nokkrum dögum fékk mað-ur nokkur dæmdar sjö milljónir króna frá tryggingafélagi vegna þess að hann slasaðist við að stinga lögguna af á 200 kílómetra hraða. Hann hunsaði stöðvunarmerki, fór framhjá vegatálma lögreglunnar og lagði saklausa vegfarendur í mikla hættu. Almenningur borgaði máls- kostnaðinn fyrir hann, enda fékk hann gjafsókn. Fyrir nokkrum misserum fékk dæmdur kókaínsmyglari gjafsókn frá ríkinu til að stefna blaðakonu fyrir að segja að hann væri kókaínsmyglari. E inn dæmdur maður orðaði þetta skemmtilega í viðtali við DV fyrir nokkru. Hann sagðist ekki vera hræddur við að fara í fangelsi. „Það er nú lítið mál að sitja í fangelsi hér á Ís- landi. Eftir smá tíma er þetta bara eins og heimavist fyrir stráka,“ sagði hann brakandi ferskur. Óhætt er að fullyrða að hvergi í heimin- um hafi glæpamenn það jafngott og á Íslandi, enda brosa austur- evrópskir starfs- bræður þeirra gjarnan þegar þeir fara fyrir dóm hér á landi. F yrir nokkru byrjuðu sjón-varpsþættir á mbl. is þar sem fólki gafst tækifæri til að fá inn- sýn í starf lögregl- unnar. Lögreglan vinnur við að grípa glæpa- menn, en þeir voru blörraðir í þættinum. Þeir eru strax byrjaðir að kvarta af því að allt var ekki eins og þeir vildu þegar þeir voru handteknir. En þeir sem eru á móti því að birt-ast blörraðir í sjónvarpinu ættu að prófa eitt: Hætta að brjóta lögin. Hins vegar er fjölmargt fólk svo meðvirkt glæpamönnum á Íslandi að það hugsar að þeir geti það ekki greyin. Þeir lentu nefnilega í fíkniefn- um. Þess vegna er líklegt að fjölmargir muni taka undan kvartanirnar. V enju-legt fólk vælir ekki svona mikið, ekki einu sinni yfir því þegar glæpamenn eyðileggja fyrir því. Glæpamenn á Íslandi kvarta miklu meira en fórnarlömb þeirra. Löghlýðnir borgarar eiga ekki skilið að þurfa að hlusta á þetta. Allir þeir sem hafa þurft að þola að eignir þeirra séu skemmdar, að vera rændir eða jafnvel barðir ættu að taka sig saman og krefjast þess að íslenskir glæpamenn ann- að hvort hætti að væla eða hætti að fremja glæpi. HÆTTIÐ AÐ VÆLA!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.