Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Page 34
34 | Viðtal 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað „Verðbólga kemur og fer og hagvöxtur hækk- ar og lækkar. En þegar búið er að eyðileggja náttúru landsins þá færðu hana aldrei aftur. Mér finnst vanta í hugarfar okkar almennt að hugsa um það fyrst og fremst sem kemur aldrei aftur. Við verðum að vera trú því sem er í okkar umsjá, í því felst gæfa kynslóðanna og virðing. Það þarf ekkert að blása þetta upp sem eitthvað sem er fallegast eða best í heimi, þetta er bara það sem við eigum og þurfum að passa,“ segir Guðfríður Lilja. „Á tímum sem þessum verðum við líka að sjá allt það góða í kringum okkur. Það eru litlar þjóðargersemar úti um allt. Ungbarnasund Snorra í Mosfellsbæ er ein slík, fiskbúðin á Freyjugötu, Sundlaug Vesturbæjar, Lára Hanna nágranni minn, Páll Óskar, það er allt morandi af litlum gersemum. Það er margt gott búið að gerast og margt gott sem við eigum inni, við bara megum ekki láta doðann ná yfirtökunum.“ Hamingjuríkasti og erfiðasti tími lífsins Guðfríður Lilja hefur setið á þingi á þessum miklu umbrotatímum í íslensku þjóðfélagi. Þetta hafa verið henni erfið tvö ár í vinnunni en á sama tíma og allt hefur verið að sjóða upp úr á Alþingi hefur hamingjan flogið fjöllum hærra heima fyrir. „Þetta hefur verið sérstakur tími í lífi mínu því ég er búin að eignast tvö börn, börn sem ég hef beðið eftir allt mitt líf. Á Al- þingi vildum við öll bretta upp ermar og reyna að gera eitthvað gott. Ég fór inn með því hugar- fari og er áfram inni með það hugarfar. Ég veit hvað ég sagði í kosningabaráttunni við fólk sem trúði mér og mér ber því sú skylda að tala áfram fyrir þeim sjónarmiðum sem ég gerði fyrir kosningar. Það er það sem ég ætla mér að gera. Þegar ég lít til baka skammast ég mín gagn- vart sambýliskonu minni því fyrstu vikurnar og mánuðina eftir fæðingu sonar okkar var ég í vinnunni frá því eldsnemma á morgnana fram á kvöld. Sonur okkar veiktist eftir fæðinguna og það var bara stórkostlegu starfsfólki Land- spítalans að þakka að ekki fór illa. Þetta var á sama tíma og Evrópusambandsaðildin var fyrir þinginu. Það allt saman olli gríðarlegum sárum innan VG, sárum sem ég var að reyna að hjálpa til við að græða, svo bættist Icesave við og fleiri erfið mál, þetta ætlaði engan endi að taka,“ seg- ir Guðfríður Lilja og bætir við: „Maður er viðkvæmur eins og allir vita svona rétt eftir fæðinguna. Það voru líka smá erfiðleikar hjá mér á meðgöngunni. Dóttir okkar fæddist voða pen og sæt. Hún var ellefu merkur þegar hún fæddist. Við vorum daga og nætur að hjálpa henni og kenna að taka brjóst. Ég fékk endurtekin sár og sýkingar, það var eins og verið væri að pynta mig með ryðgaðri sög. Konan mín er ljósmóðir þannig að ég var með 24 tíma stuðning en samt var þetta mjög erfitt. Mér finnst undarlega mikið þagað um hvað þessar vikur og jafnvel mánuðir eftir fæð- ingu taka rosalega á. Ég grét ábyggilega á hverj- um einasta degi fyrstu vikurnar. Þetta hefur því verið hamingjuríkasti tími lífs míns en um leið einn sá strembnasti.“ Þjóðin róttækari en þingið „Ég hef trú á þjóðaratkvæðagreiðslum al- mennt,“ segir hún aðspurð um Icesave-kosn- inguna um daginn. „Ég hef trú á að ef lögð væri fyrir þjóðina einkavæðingin á HS Orku og Magma myndu jafnvel ýmsir kjósendur Sjálf- stæðisflokksins hafna þeim gjörningi. Þetta eru okkar auðlindir. Þjóðin er á margan hátt róttækari en þingið og þetta fúna flokkakerfi sem við búum við. Þjóðaratkvæðagreiðsla eflir vitund fólks og almenna þekkingu þess á mál- unum. Það er líka þannig á Íslandi, enn sem komið er, að fólk tekur atkvæði sitt virkilega alvarlega. Það fannst mér sjást best í Icesave- kosningunum. Inni á Alþingi eru alls konar pólitískar innherjapælingar sem hafa undar- leg áhrif á hvernig fólk greiðir atkvæði. Það þarf að virkja þessa róttækni sem ég hef trú á að sé í samfélaginu,“ segir Guðfríður sem heldur að fólk sé komið með upp í kok af pólitík en það hryggir hana. „Það er viss tragedía fólgin í því vegna þess að þegar búsáhaldabyltingin átti sér stað var svo flott hvernig allir urðu virkir. Það fór flóð- bylgja um samfélagið allt. Það er þessi virkni hvers og eins sem mun breyta samfélagi á end- anum miklu frekar en þessi ríkisstjórn eða hin. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með margt. Ég hefði viljað sjá miklu róttækari hluti gerast á ýmsum sviðum. Á mýmörgum sviðum þar sem virkja átti kraftinn til breytinga var það ekki gert. En mig langar ekki til að tala um von- brigðin heldur vonina. Spurningin er frekar hvað kemur okkur áfram þannig að við getum byggt upp betra land. Margt gott hefur gerst og mun gerast. Þannig er betra að virkja vonina og finna tækifærin.“ Enn von fyrir auðlindir og náttúru Mikil ólga hefur verið innan Vinstri grænna síðast liðna mánuði og vikur en á dögunum samþykktu þrír þingmenn flokksins, Atli Gísla- son, Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason vantrauststillögu Sjálfstæðisflokksins gegn ríkisstjórninni. Guðfríður Lilja sagði nei við vantrausti en hver er ástæða þess að hún fylgdi ekki félögum sínum í „órólegu deild- inni“? „Ég lít svo á að þessi ríkisstjórn sé sú eina þar sem enn er von um að við framfylgjum til framtíðar ábyrgri stefnu í umhverfismálum og róttækri stefnu í auðlindamálum í þágu al- mennings. Það er bara þetta ríkisstjórnar- mynstur sem gefur von um þetta og þess vegna ætla ég að halda áfram að berjast innan þessa ríkisstjórnar samstarfs. Við vitum alveg að Sjálf- stæðisflokkurinn mun ekki fara í ríkisstjórn til að vernda náttúruna eða tryggja almannaeign auðlinda. En þetta flokkakerfi er held ég ekki komið til að vera. Pólitík framtíðarinnar verður meira byggð á beinu lýðræði og annarri nálgun en þeirri sem hefur verið hingað til,“ segir Guð- fríður Lilja. Virðir þremenningana „Ég ætla ekki að leggja dóm á það hvort þetta hafi verið gott eða vont. Aðalatriðið er að ég ber virðingu fyrir öllum þremur,“ segir Guðfríður Lilja um þau Atla, Ásmund og Lilju sem geng- in eru úr þingflokki VG og lýstu yfir vantrausti á ríkisstjórnina í síðustu viku. „Þau hafa verið og eru trú ýmsum mjög góðum málefnum og málstað. Þau hafa bara misst trúna á þessa ríkisstjórn eins og fjölmargir kjósendur. Ég vil samt byggja upp trúna og byggja upp vonina til áframhaldandi verka. Óróleiki er afl róttækra breytinga, því má aldrei gleyma,“ segir hún. „Hvernig var þetta þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsókn voru í ríkisstjórn? Nú þegar horft er til baka skilur enginn af hverju fólkið í þess- um flokkum reis ekki upp þegar stefndi í óefni. Svo þegar einhver syndir ekki með straumnum í dag þá ætlar allt vitlaust að verða. Það kostar baráttu að breyta samfélagi. Það kostar bar- áttu við LÍÚ og Samtök atvinnurekenda að breyta kvótakerfinu. Það kostar baráttu við Ross Beaty, alla hans íslensku útrásarvíkinga og óttaslegið stjórnkerfi að vinda ofan af einka- væðingu í orkugeiranum. Þá fer líka hræðslu- áróður valdkerfisins á fullt en þá er um að gera að láta ekki blekkja sig. Allar breytingar kosta baráttu, við megum ekki gleyma því þegar okk- ur finnst nóg um, lognmollan verður á endan- um dýru verði keypt,“ segir Guðfríður. Uppákoman talar fyrir sig sjálf Guðfríður Lilja er nýkomin aftur á þing eftir barneignarleyfi en daginn sem hún sneri til baka var hún sett af sem þingflokksformaður. Í viðtali við DV.is 10. apríl sagði hún: „Mér kemur á óvart að hreyfing sem kennir sig við femínisma og kvenfrelsi gangi fram með þessum hætti og setji af konu sem er að koma úr fæðingarorlofi.“ Hvað finnst henni um þetta núna? „Ég hef margt og mikið um þetta að segja en vil ekki eyða kröftunum í það. Við þurfum að einblína á sam- félagið en ekki innyfli VG. Ég held að það reyn- ist öllum konum erfitt að snúa aftur til vinnu að loknu fæðingarorlofi. Mér finnst í reynd dóttir mín enn alltof lítil til að fara frá henni, sjö mán- aða og hún er enn á brjósti. En ég var staðráðin í að koma aftur jákvæð og uppbyggileg og með þeim eina tilgangi að leggja gott til. Þessi upp- ákoma hjá VG talar fyrir sig sjálf. Nú er verkefnið bara að hefja sig yfir þetta, einblína á málefnin og framtíðina og hvernig við ætlum að reyna að gera samfélaginu okkar gott eins og við vorum kosin til.“ Sonurinn ætti að vera yfir „órólegu deildinni“ Pólitíkin er skilin eftir í rykinu. Blaðamaður vill enda á skemmtilegri nótum og biður Guð- fríði Lilju um að ræða um börnin sín, Harald Áss, að verða tveggja ára, og Sveindísi Eiri, sjö mánaða. Hún ljómar einfaldlega við tilhugs- unina og virðist brosið aldrei ætla að hætta að breikka. „Ég hef beðið eftir þessum börnum allt mitt líf og mér finnst meira en dásamlegt að vera mamma,“ segir hún af innlifun. „Þetta er um leið gríðarlega krefjandi. Ég horfi á strákinn minn sem er alveg óborganlega skemmtilegur og uppátækjasamur og mikill prakkari. Hann ætti að vera formaður órólegu deildarinn- ar, sjálfkjörinn,“ segir hún og skellihlær. „Litla systir hans ískrar svo af gleði þegar stóri bróðir sýnir henni örlitla athygli.“ Guðfríður Lilja segist vakna eftirvæntingar- full á hverjum morgni og rifja upp ljóð: „Á hverjum morgni vakna ég við hlið þér og hugsa: þarna er hún lifandi komin, hamingjan.“ Hún rifjar upp fullkominn dag fyrir nokkr- um vikum þegar fjölskyldan var ásamt tveimur uppáhaldsfrænkum Hallgerði og Arngunni á Klambratúni, allir að renna sér á sleða. „Har- aldur var þarna í essinu sínu alveg að stjórna ferðinni. Ég sat svona í snjónum við Kjarvals- staði með Sveindísi í fanginu og mér leið eins og þetta væri einn hamingjuríkasti dagur sem ég hefði lifað.“ Sambýliskonan tók á móti barninu Steinunn H. Blöndal, sambýliskona Guðfríðar, gekk með Harald Áss, fyrra barn þeirra. Dótt- urina, Sveindísi Eiri, gekk Guðfríður Lilja með, en þar sem Steinunn er ljósmóðir fékk Guð- fríður Lilja að upplifa þann einstaka atburð að ástin í lífi hennar tók á móti barninu þeirra. „Það var alveg yndislegt. Fæðingin tók rúman sólarhring en gekk mjög vel. Þetta var magnað- ur dagur og í fyrsta sinn sem við Steina vorum tvær einar saman eftir að Haraldur fæddist. Við höfðum hugsað okkur að fæða heima en þar sem ég var í eftirliti vegna vaxtarseinkunarinn- ar hjá litlu hurfum við frá því. En já, Steina tók á móti dóttur okkar. Hún greip hana þarna þegar hún kom og það var eins og ekkert væri eðli- legra,“ segir Guðfríður Lilja og hlær við. En hvernig er saga þeirra Guðfríðar og Steinunnar? „Við kynntumst í MR og urðum strax miklar vinkonur. Við áttum í ástarsam- bandi þá líka þegar við vorum yngri. Það er alveg efni í þrjár rússneskar skáldsögur þessi saga okkar. Síðar skildi leiðir en svo hittumst við aftur þegar ég kom heim. Þetta er afar sterk taug á milli okkar og rótgróin. Steina er og verður skemmtilegasta manneskja sem ég hef kynnst. Þó svo að öll sambönd fari í gegnum sinn ólgusjó er samt enginn sem getur komið mér til að hlæja eins og hún, ég hef sagt það oft áður og segi það enn. Ég hef líka unun af því að sjá hana sem mömmu. Hún er yndisleg móðir. Ég held stundum að við séum að kaffæra börn- in okkar í móðurást,“ segir Guðfríður Lilja. Ástin er margbreytileg Eins og áður hefur komið fram leiðist Guðfríði Lilju þegar fólk er dregið í dilka og það sama á við um ástina. Hin sívinsæla spurning: Hvenær komstu út úr skápnum? er ekki alveg í sam- ræmi við hennar sýn á hlutina. „Það er þessi árátta alltaf að flokka allt og alla. Ég er viss um að ef tekin yrðu viðtöl við allar lesbíur heims- ins hefði hver sína ólíku sögu að segja, sög- ur sem væru margfalt áhugaverðari og marg- brotnari en básarnir sem alltaf er verið að búa til. Sumar hafa verið hrifnar af bæði stelpum og strákum á meðan aðrar hafa vitað að þær væru lesbíur frá því þær voru 10 ára. Ég varð ástfang- in af konunni minni þegar ég var ung og hún er minn yndislegi lífsförunautur. Nú leiðumst við í gegnum mikilvægasta hlutverk lífsins, að ala upp börnin okkar saman,“ segir hún. Vill gefa fjölskyldunni meiri tíma Aðspurð að lokum um framtíðina á Guð- fríður Lilja erfitt með að ráða í hana. „Ég er ekki þessi excel-týpa sem gerir framtíðarplön,“ segir hún og hlær. Hún vill ekkert gefa upp um sína pólitísku framtíð og hvað hún ætli sér þar til lengri tíma litið. Málið sé þó einfalt núna. „Ég hef bara einsett mér eitt á þingi núna: Að vinna af samviskusemi og trúmennsku áfram svo lengi sem ég er þar, hversu lengi sem það verður,“ seg- ir hún. „Þingmennskan er þannig vinna að ef maður er samviskusamur vinnur maður frá morgni til kvölds. Það er enginn draumur jafnstór í mínu hjarta og að sjá börnin mín þroskast og reyna í þessu róti að taka frá tíma fyrir þau. Ég hygg að flestum nýbökuðum mæðrum líði einmitt þannig,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. „Ég varð ástfangin af konunni minni þegar ég var ung og hún er minn yndislegi lífsförunautur. „Þessi uppákoma hjá VG talar fyrir sig sjálf. Alþingiskona og mamma Guðfríður Lilja upplifir þessa dagana sína bestu og erfiðustu tíma. m y n d Sig tr y g g U r A r i jó H A n n SS o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.