Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 37
Viðtal | 37Helgarblað 29. apríl–1. maí 2011 ­ömurlegar­ voru­ þessi­ börn­ kannski­ að­komast­í­skóla­í­ fyrsta­skiptið,­ fólk­ gat­verið­fullvisst­um­að­fá­mat­tvisvar­ á­dag­og­hafði­aðgang­að­vatni.­Þetta­ voru­þægindi­sem­þetta­fólk­hafði­ekki­ endilega­aðgang­að­áður.­ Þegar­fólk­hugsar­um­Arabíuskag- ann­ sér­ það­ oft­ fyrir­ sér­ Sádi-Arabíu,­ Dúbaí­og­þessi­ríku­lönd­en­Jemen­er­ langfátækasta­ríkið­í­arabaheiminum.“ Dó sem níu ára brúður Vannæring­barna­er­óvíða­meiri,­þrjá- tíu­ prósent­ barna­ fara­ aldrei­ í­ skóla­ og­ stúlkur­ síður­ en­ drengir,­ börn­ eru­ send­ snemma­ á­ vinnumarkað,­ ekki­ hefur­tekist­að­færa­lög­yfir­lágmarks- giftingaraldur­þannig­að­stúlkur­ganga­ í­hjónaband­allt­niður­í­níu­ára­gaml- ar­og­síðast­ í­ fyrra­ lést­ein­eftir­brúð- kaupsnóttina­ vegna­ innvortis­ blæð- inga.­ Fæstar­ konur­ sjá­ lækni­ eða­ ljósmóður­ þegar­ þær­ fæða­ börn­ og­ fjölmargar­þeirra­sjá­aldrei­börnin­þar­ sem­ þær­ deyja­ í­ fæðingunni.­ Flestar­ konur­ eignast­ sex­ til­ sjö­ börn­ en­ það­ er­ ekki­ óalgengt­ í­ sveitum­ landsins­ að­börnin­verði­jafnvel­átta­eða­tólf­og­ það­ þegar­ þær­ eru­ enn­ mjög­ ungar.­ Þar­sem­Þórhildur­Ólafsdóttir,­kærasta­ Sveins,­vildi­öðlast­hlutdeild­í­þessu­lífi­ hélt­ hún­ einnig­ út­ til­ Jemen­ og­ starf- aði­ fyrir­ samtök­ sem­ vinna­ að­ því­ að­ koma­ börnum­ af­ vinnumarkaði,­ úr­ barnaþrælkun­ og­ í­ skóla.­ Hún­ hitti­ meðal­ annars­ 19­ ára­ stúlku­ sem­ var­ komin­ níu­ mánuði­ á­ leið­ með­ fjórða­ barnið­sitt.­ „Það­er­eiginlega­sama­hvar­er­grip- ið­niður,­það­eru­gríðarleg­vandamál.­ Þess­vegna­hefur­UNICEF­verið­ lengi­ í­ landinu­ og­ fátækt­ verður­ ekki­ út- rýmt­þarna­á­næstunni,“­segir­Sveinn­ en­ bætir­ við­ að­ hægt­ sé­ að­ slá­ á­ sár- ustu­fátæktina.­„Um­helmingur­þjóð- arinnar­ lifir­ undir­ fátæktarmörkum,­ sem­eru­1,25­dollarar­á­dag.­Það­búa­ 23­milljónir­í­Jemen­þannig­að­þetta­er­ fjölmenn­ þjóð.­ Það­ er­ ekki­ mikil­ olía­ þarna­ og­ hún­ er­ að­ klárast.­ Það­ sem­ verra­er­er­að­helmingur­þjóðarinnar­ er­undir­18­ára­aldri­og­menntunarstig­ er­mjög­lágt.­Um­sjötíu­prósent­þjóð- arinnar­búa­ í­ ­byggðarlögum­þar­sem­ búa­færri­en­500­manns­og­enn­stunda­ margir­ sjálfsþurftarbúskap.­ Það­ má­ lítið­ út­ af­ bera,­ ef­ það­ er­ þurrkur­ eitt­ árið­verður­hungursneyð­á­því­svæði.“ Undir oki khatsins Annað­ sem­ veldur­ miklum­ vanda­ í­ Jemen­ er­ lauf­ sem­ kallast­ khat­ sem­ stærstur­ hluti­ þjóðarinnar­ tyggur­ frá­ morgni­ til­ kvölds.­ Khat­ er­ varla­ hægt­ að­ flokka­ sem­ fíkniefni­ því­ víman­ er­ mjög­væg,­nánast­engin.­„Menn­verða­ örlítið­ örir­ af­ því,­ líkt­ og­ að­ drekka­ kaffi,­og­síðan­sljóir­og­slappir,­en­fólk­ eyðir­20–25%­af­ráðstöfunartekjunum­ í­þetta.­Síðan­er­þetta­að­soga­upp­all- an­ vatnsforða­ landsins­ sem­ er­ mjög­ takmarkaður­ fyrir.­ Grunnvatnsstaðan­ lækkar­um­nokkra­metra­á­hverju­ein- asta­ári­en­30%­af­öllu­vatni­fara­í­það­ að­ rækta­ khat.­ Menn­ sjá­ jafnvel­ fyrir­ sér­ að­ það­ þurfi­ að­ flytja­ höfuðborg- ina­ á­ næstu­ tíu­ til­ fimmtán­ árum­ út­ af­vatnsskorti.­En­á­hverjum­degi­gera­ menn­hlé­á­vinnu­upp­úr­hádegi­ fyr- ir­þetta.­Mótmælin­voru­aðeins­hafin­ áður­en­ég­fór­en­þá­fjöruðu­þau­alltaf­ út­um­miðjan­dag­þegar­fólk­fór­heim­ til­sín­til­að­tyggja­khat.­Þannig­að­það­ kom­ mér­ á­ óvart­ að­ mótmælendum­ tækist­að­brjótast­undan­oki­khatsins.“ Erfitt að kveðja Mamma­ Sveins­ var­ mjög­ fegin­ því­ þegar­hann­kom­heim­rétt­áður­en­allt­ var­komið­á­suðupunkt­í­Jemen.­Sveini­ fannst­ þó­ pínu­ erfitt­ að­ fara.­ „Blaða- mannshjartað­ vill­ alltaf­ vera­ þar­ sem­ hasarinn­er.­Ég­hef­ líkt­þessu­við­það­ að­yfirgefa­Berlín­í­október­1989.­Þetta­ voru­sögulegir­tímar­og­það­hefði­ver- ið­ gaman­ að­ upplifa­ þá.­ En­ á­ sama­ tíma­ var­ búið­ að­ setja­ útgöngubann­ og­alls­kyns­þess­háttar­og­erfiðara­að­ sinna­starfinu.­Þar­sem­ég­var­í­Jemen­ á­ friðsamlegu­ skeiði­ gat­ ég­ ferðast­ út­ um­ allt­ og­ það­ gerði­ ferðina­ svo­ frá- bæra.­En­það­var­ekkert­hægt­ lengur.­ Auk­þess­er­maður­ekki­eins­öruggur­ í­ borg­ þar­ sem­ leyniskyttur­ skjóta­ á­ mótmælendur­ og­ allt­ er­ í­ upplausn.­ En­ það­ sem­ er­ að­ gerast­ núna­ er­ af- leiðing­af­ólgu­sem­hefur­lengi­kraum- að­undir­niðri.“ Nú­er­verið­að­henda­blaðamönn- um­úr­landinu­þannig­að­ekki­sé­hægt­ að­ flytja­ fréttir­ af­ ástandinu.­ „Það­ er­ svo­ auðvelt­ að­ gleyma­ litlu,­ fátæku­ landi­ lengst­ í­ burtu­ en­ við­ megum­ ekki­gera­það.­Framtíðin­er­ekki­björt­ þarna­ og­ því­ verðum­ við­ að­ fylgjast­ með.­Nú­er­verið­að­reyna­að­koma­í­ veg­ fyrir­ að­ við­ fáum­ upplýsingar­ og­ við­ getum­ ekki­ látið­ það­ líðast,“­ segir­ Þórhildur. Sprengja í húsinu Aðeins­einu­sinni­var­Sveinn­í­hættu,­ en­hann­vissi­ekki­af­því.­Í­október­síð- astliðnum­ sendi­ al-Kaída­ sprengju­ með­Fed-Ex­til­Bandaríkjanna­í­gegn- um­ Dúbaí.­ Fed-Ex-skrifstofan­ var­ í­ sama­húsi­og­Sveinn­bjó­í.­„Eitt­kvöld- ið­kom­ég­út­og­þá­var­bakgarðurinn­ fullur­ af­ hermönnum­ með­ Kalashni- kov-riffla­ á­ öxlinni.­ Þeir­ voru­ all- ir­ mjög­ almennilegir­ og­ höfðu­ meiri­ áhuga­ á­ að­ spjalla­ við­ mig­ en­ grafast­ fyrir­um­þetta­sprengjumál.­Auðvitað­ var­þetta­pínu­skrýtið­en­sprengjan­var­ löngu­farin.­Mér­hefði­þótt­óþægilegra­ að­ vita­ af­ henni­ á­ sínum­ tíma.­ En­ ég­ vandist­þessu­lífi.­Veruleikinn­var­svo­ óraunverulegur­ að­ ég­ náði­ ekki­ utan­ um­ það­ og­ varð­ hvorki­ kvíðinn­ né­ stressaður.­Eitt­sinn­kom­al-Kaída­fyr- ir­sprengju­undir­bíl­CIA-manna­fyrir­ utan­ uppáhaldspítsustaðinn­ minn.­ Þetta­er­eitthvað­svo­fáránlegt­og­abs- úrd.­ En­ það­ hættulegasta­ við­ dvölina­ þarna­ voru­ hlutir­ sem­ ég­ leiddi­ hug- ann­ kannski­ ekki­ mikið­ að,­ eins­ og­ umferðin.­ Það­ var­ þúsund­ sinnum­ meiri­hætta­á­að­látast­í­bílslysi­en­að­ verða­fyrir­sprengju­frá­al-Kaída.“ Leið strax eins og heima Og­þrátt­fyrir­að­landið­sjálft­sé­eitt­það­ alfallegasta­ sem­ Sveinn­ hefur­ séð­ er­ það­fólkið­sem­hann­mætti­sem­heill- aði­hann­mest.­„Jemen­er­svo­ósnortið­ af­nútímanum­að­svo­mörgu­leyti.­Að­ ganga­inn­í­gömlu­Sana­er­eins­og­að­ fara­mörg­hundruð­ár­aftur­í­ tímann,­ aftur­í­1001­nótt.­Þú­gengur­um­þröng- ar­steingötur­og­mætir­mönnum­í­hvít- um­ serkjum­ með­ bjúgsverð­ í­ beltinu­ og­svartklæddum­konum­frá­hvirfli­til­ ilja.­En­ég­hef­aldrei­hitt­vingjarnlegri­ þjóð.­Menn­báru­mig­á­höndum­sér­og­ mér­var­alls­staðar­tekið­eins­og­kon- ungi.­Ég­gat­varla­hreyft­mig­án­þess­að­ vera­boðið­einhvers­staðar­í­te.­ Þrátt­ fyrir­ öll­ sín­ vandamál­ tekur­ fólk­því­sem­að­höndum­ber­og­held- ur­ lífinu­ áfram.­ Í­ huga­ margra­ eru­ ­Arabíuríkin­hættulegir­staðir,­fólk­hef- ur­hugmyndir­um­fanatíska­ofsatrúar- menn­sem­eiga­sér­þann­draum­heit- astan­ að­ drepa­ Vesturlandabúa,­ en­ það­ er­ svo­ fjarri­ veruleikanum.­ Gest- risni­ er­ mjög­ rík­ í­ þessum­ kúltúr,­ sá­ sem­ er­ ekki­ gestrisinn­ þykir­ lélegur­ pappír.­Ég­ber­ekki­jafnmikla­virðingu­ fyrir­neinni­þjóð­og­þykir­jafnvænt­um­ neina­þjóð­og­Jemenana.­Þeir­eru­al- veg­ótrúlegir.“ Undir­ þetta­ tekur­ Þórhildur.­ „Ég­ var­aldrei­óörugg­og­leið­alla­tíð­yndis- lega­ vel.­ Allir­ sem­ ég­ kynntist­ lögðu­ sig­í­ líma­við­að­láta­mér­líða­eins­og­ ég­væri­mjög­velkominn­vinur.­Ég­hef­ búið­í­Danmörku­og­Bretlandi­og­það­ tók­mig­ lengri­ tíma­að­aðlagast­ lífinu­ þar­en­í­Jemen.­Mér­leið­strax­eins­og­ ég­væri­heima.“ Kynntist sjálfum sér upp á nýtt Sveinn­segir­að­þetta­hafi­verið­frábært­ tækifæri­fyrir­þau­bæði­og­útilokar­ekki­ að­fara­aftur.­„Ég­lokaði­engum­dyrum­ að­baki­mér­og­myndi­íhuga­það­alvar- lega­ef­kallið­kæmi.­Auð­vitað­var­það­ mikils­ virði­ að­ fá­ að­ búa­ í­ landi­ sem­ er­svo­ólíkt­Íslandi.­Maður­er­alltaf­að­ spegla­ sjálfan­ sig­ hvar­ sem­ maður­ er­ og­þegar­maður­kynnist­veröldinni­al- veg­upp­á­nýtt­og­sér­hana­frá­allt­öðru­ sjónarhorni­þá­kynnist­maður­sjálfum­ sér­upp­á­nýtt.­Maður­fær­fókus­á­eig- ið­líf­um­leið­og­maður­áttar­sig­á­því­ hvernig­ lífsbaráttan­ gengur­ fyrir­ sig­ annars­staðar.­Ég­veit­að­það­hljómar­ klisjukennt­en­ég­áttaði­mig­á­því­hvað­ maður­ er­ þrátt­ fyrir­ allt­ að­ glíma­ við­ léttvæg­ vandamál­ hérna­ heima.­ Um­ leið­öðlaðist­ég­aðeins­betri­skilning­á­ því­hvernig­veröldin­er.“­ Volaði yfir vanmættinum „Auðvitað­ var­ þetta­ lærdómsríkt­ og­ gefandi­en­það­er­svo­auðvelt­fyrir­mig­ að­ segja­ það,“­ segir­ Þórhildur.­ „Eins­ mikið­og­þetta­gaf­mér­varð­ég­stund- um­ leið­ og­ döpur­ yfir­ því­ að­ ég­ væri­ ekki­að­skila­neinu­sérstöku.­Þetta­var­ erfitt­og­tók­á.­Stundum­volaði­ég­yfir­ vanmætti­mínum­og­aðstæðum­fólks- ins­sem­ég­gat­ekki­hjálpað.­ En­ menningarsjokkið­ kom­ ekki­ fyrr­ en­ ég­ kom­ aftur­ heim.­ Þegar­ ég­ stóð­fyrir­framan­kryddhilluna­í­Bónus­ tveimur­ dögum­ seinna,­ sá­ sjálfa­ mig­ og­ samlanda­ mína­ og­ fór­ að­ endur- meta­ stöðuna­ eftir­ hrunið­ á­ Íslandi­ og­ lífið­ sem­ ég­ hafði­ kynnst­ í­ Jemen.­ Mótsagnirnar­hrópuðu­á­mig­og­allt­í­ einu­fattaði­ég­að­við­vöðum­oft­áfram­ í­einhverri­tilætlunarsemi­en­skeytum­ í­engu­um­restina­af­heiminum.“ Fordekruð og heimtufrek Eins­og­Sveinn­væri­Þórhildur­til­ í­að­ fara­ aftur­ út.­ „En­ það­ er­ líka­ auðvelt­ að­segja­það­því­ég­get­alltaf­farið­aftur­ heim­til­ Íslands­og­notið­góða­lífsins.­ Ég­fór­þaðan­en­íbúarnir­eru­enn­fastir­ í­þessum­aðstæðum.­ Ég­hef­ ferðast­mjög­víða­og­með- al­annars­um­þessar­slóðir­en­það­er­ aldrei­ eins.­ Maður­ hefur­ ekki­ sömu­ tækifæri­ til­ þess­ að­ kynnast­ aðstæð- um­fólksins­í­landinu­sem­ferðamað- ur.­Um­leið­þroskaðist­ég­mjög­mikið.­ Ég­ fann­ til­ mín­ sem­ hluti­ af­ þessum­ fimm­ prósentum­ í­ heiminum­ sem­ hafa­ allt­ til­ alls.­ Við­ erum­ fordekruð­ og­heimtufrek­og­tölum­um­það­hvað­ allt­sé­lærdómsríkt­þegar­við­förum­á­ svona­ slóðir,­ það­ sé­ svo­ æðislegt­ að­ gera­ þetta­ en­ förum­ svo­ aftur­ heim­ í­ steinsteyptu­ einbýlishúsin­ okk- ar,­ keyrum­ um­ á­ bílunum,­ njótum­ menntunarinnar,­ borðum­ það­ sem­ við­viljum­og­veljum­okkur­maka­að­ vild.­Því­finnst­mér­skrýtið­að­segja­að­ þetta­hafi­verið­afskaplega­lærdóms- ríkt.­Þetta­er­bara­eitthvað­sem­Vest- urlandabúi­segir.“ Kúltúrsjokk á Akureyri Núna­ voru­ þau­ að­ flytja­ norður­ á­ Akur­eyri­ þar­ sem­ þau­ starfa­ bæði­ fyrir­ RÚV­ og­ þetta­ er­ í­ fyrsta­ skipti­ sem­Sveinn­býr­úti­á­landsbyggðinni.­ „Ég­ hef­ búið­ í­ Grikklandi,­ Bretlandi,­ ­Jemen­og­víðar­en­ég­hef­aldrei­próf- að­að­búa­úti­á­landi­og­fannst­að­ég­ yrði­að­prófa­það­sem­borgari­í­þessu­ landi.­ Sumir­ spurðu­ hvort­ það­ yrðu­ ekki­viðbrigði­að­flytja­frá­höfuðborg- inni­til­Akureyrar,­mánuði­eftir­að­ég­ kom­ frá­ Jemen.­ Ég­ hef­ ekki­ nokkrar­ áhyggjur­af­því­að­fá­kúltúrsjokk­hér,“­ segir­hann­og­hlær.­ Merkt Jemen „Eftir að hafa eytt heilum degi í fátækrahverfum Hodeidha að ræða við börn sáu konurnar á skrifstofunni að við- kvæma forréttindastelpan frá Íslandi var í rusli. Þær drógu mig inn í herbergi, létu mig setjast niður og gáfu mér te. Slæðurnar voru teknar niður og brosin voru jafn falleg og augun. Meðan rætt var um lífið og tilveruna, hlegið og gantast, voru hendurnar á mér skreyttar með hennamálningu. Þessar konur eru ótrúlega klárar og sterkar, einbeittar og metnaðar- fullar, allar á því að gera sitt besta svo landið þeirra, sem þeim þykir svo vænt um, nái sér á strik. Þú ert með okkur í þessu, sögðu þær brosandi, nú ertu merkt Jemen.“ Heimsókn í Taíz hérað - vesturhluta Jemens „Í litlu þorpi uppi í fjöllunum hitti ég þessar litlu dömur. Það er hlutverk stúlkubarna að sækja eldivið og vatn á hverjum degi. Þetta er margra klukkustunda verk. Þær ganga langar vegalengdir upp og niður fjallshlíðar með byrðina á höfðinu. Þær leyfðu mér að prófa að bera balann. Ég færi ekki langt með þessi þyngsli. Stelpurnar í þorpinu kunna fæstar að lesa eða skrifa, enda teknar úr skóla til að sinna ýmsum verkum fyrir fátæk heimilin - sem eru ærin. Ég spjallaði við eina. Hún sagði mér að það væru bara rík börn sem léku sér.“ Úr myndadagbók Þórhildar„Ég ber ekki jafn- mikla virðingu fyrir neinni þjóð og þykir jafn- vænt um neina þjóð og Jemenana. Þeir eru alveg ótrúlegir. M y n D ir ú r E in K A SA Fn i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.