Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Síða 38
Magnús fæddist á Uxahrygg í Rangárvallahreppi og ólst þar upp. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum 1951, og stund- aði framhaldsnám í London 1973. Magnús stundaði verkamanna- vinnu á Selfossi samhliða námi 1948– 51, var skrifstofumaður á Selfossi 1951–58 og í Reykjavík 1958–60, fram- kvæmdastjóri Verslunarmannafélags Reykjavíkur 1960–80 og var formaður þess 1980–2002. Magnús sat í stjórn Verslunar- mannafélags Reykjavíkur frá 1964– 2002, var varaformaður þess 1965–80, sat í stjórn Lífeyrissjóðs verslunar- manna frá 1981–2004 og var formað- ur hans 1995–98 og 2001–2004. Magnús var borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins 1974–94, forseti borg- arstjórnar 1985–94, sat í borgarráði 1974–78 og 1982–92, sat á Alþingi sem vþm. árið 1999, var formaður Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur 1969–70, for- maður Atvinnumálanefndar Reykja- víkur 1975–78 og 1982–86, sat í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborg- ar 1978–94 og var formaður hennar 1982–94 og hefur auk þess átt sæti í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar. Magnús var varaformaður Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík 1972–78, sat í stjórn Menningar- og fræðslusambands alþýðu 1968–80, í stjórn verkamannabústaða í Reykja- vík 1972–81 og varaformaður 1975– 78, og sat í Kjararannsóknarnefnd. Magnús sat í stjórn Heimdallar FUS 1959–63, í stjórn Landsmála- félagsins Varðar 1966–73, var vara- formaður þess 1971–73, formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1971–73 og formaður Varð- ar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 2005–2007, hefur átt sæti í flokksráði Sjálfstæðisflokksins og sat í miðstjórn flokksins 1989–96, var formaður Slysavarnardeildarinnar Tryggvi Gunnarsson, Selfossi, 1953– 58, sat í stjórn Samtaka sykursjúkra frá stofnun 1971–79 og er heiðurs- félagi samtakanna. Magnús var ritstjóri VR blaðsins 1960–80 og aðalritstjóri Handbókar verkalýðsfélaganna, 1976, og skrif- aði kafla í bókinni Á lífsins leið, útg. 1998. Hann er höfundur bókarinn- ar Áfangar í kjarabaráttu Verslunar- mannafélags Reykjavíkur 1955–2003, útg. 2004, og bókarinnar Það urrar í þér, Lífsfléttur Hönnu Hofsdal Karls- dóttur og Magnúsar L. Sveinssonar, útg. 2010. Hann hefur auk þess skrif- að fjölda greina í blöð og tímarit um kjara- og félagsmál, borgarmál og þjóðmál. Magnús er heiðursfélagi Versl- unarmannafélags Reykjavíkur, Sam- taka sykursjúkra og Félags sjálfstæðis- manna í Bakka- og Stekkjahverfi. Fjölskylda Magnús kvæntist 14.4. 1957 Hönnu Sigríði Hofsdal Karlsdóttur, f. 10.4. 1931, verslunarmanni. Hún er dóttir Karls Guðmundssonar, f. 9.10. 1908, d. 8.10. 1986, útgerðarmanns í Ólafs- vík, og Sólveigar Bergþóru Þorsteins- dóttur, f. 31.7. 1915, d. 15.5. 1998, hús- freyju. Börn Magnúsar og Hönnu Sigríðar eru Sveinn f. 4.9. 1957, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, búsett- ur í Hafnarfirði, kvæntur Sólveigu A. Skúladóttur, f. 2.10. 1957, skrifstofu- manni, og eru synir þeirra Magn- ús Leifur, f. 29.2. 1980, og Þorsteinn Skúli, f. 15.1. 1987; Sólveig, f. 25.10. 1959, flugfreyja, búsett á Seltjarnar- nesi en sambýlismaður hennar er Bjarni Dagur Jónsson, f. 29.5. 1950, markaðsfulltrúi, og er dóttir þeirra Hanna Rakel, f. 7.3. 1998; Einar Magn- ús f. 10.10. 1966, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, búsettur í Hafnar- firði, kvæntur Hrund Gunnarsdóttur, f. 3.10. 1969, grafískum hönnuði. Sonur Hönnu er Ágúst Kvaran, f. 19.8. 1952, efnafræðingur. Systkini Magnúsar eru Jón Þór- arinn, f. 11.4. 1925, tæknifræðingur, búsettur í Garðabæ; Kristján Grétar, f. 9.3. 1927, fyrrv. bifreiðarstjóri, bú- settur í Reykjavík; Bjarni Hafsteinn, f. 28.10. 1929, búsettur í Reykjavík; Matthías Böðvar, f. 1.5. 1931, d. 4.8. 2009, kaupmaður. Hálfbróðir Magnúsar, samfeðra, var Ólafur Konráð, f. 18.7. 1920, d. 9.3. 1988, rafvirkjameistari í Reykjavík. Foreldrar Magnúsar voru Sveinn Böðvarsson, f. 20.11. 1895, d. 10.8. 1985, bóndi að Uxahrygg og skrif- stofumaður á Selfossi, og k.h., Guð- björg Jónsdóttir, f. 20.4. 1901, d 8.3. 1990, húsfreyja. Ætt Föðurbróðir Magnúsar var Böðvar, faðir Árna málfarsráðunautar. Sveinn var sonur Böðvars, b. á Þorleifsstöð- um Jónssonar. Móðir Böðvars var Ingibjörg Böðvarsdóttir, b. á Reyðar- vatni Tómassonar og Guðrúnar Hall- dórsdóttur, hálfsystur Guðbjargar, langömmu Ingólfs Jónssonar ráð- herra og Kristínar, móður Þórðar heitins Friðjónssonar, forstjóra Þjóð- hagstofnunar. Móðir Ingibjargar var Guðbjörg Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Systir Guðbjargar var Salvör, amma Tómasar Sæmunds- sonar Fjölnismanns. Móðir Sveins var Bóel Sigurðar- dóttir, b. í Múlakoti, bróður Þorleifs, afa Ólafs Túbals listmálara. Sigurður var sonur Eyjólfs, b. í Múlakoti Arn- björnssonar, bróður Ólafs, langafa Bergsteins Gizurarsonar, fyrrv. bruna- málastjóra. Móðir Bóelar var Þórunn Jónsdóttir, b. í Hlíðarendakoti Ólafs- sonar. Móðir Jóns var Helga Jónsdótt- ir, eldprests Steingrímssonar. Guðbjörg var dóttir Jóns, b. í Ey í Landeyjum Gíslasonar, og Þór- unnar ljósmóður Jónsdóttir, b. á Sleif Nikulássonar. Móðir Þórunnar var Þorbjörg ljósmóðir Jónsdóttur. Móðir Jóns var Þorbjörg Guðmunds- dóttir, systir Brynjólfs, langafa Magn- úsar Stephensens landshöfðingja og Þuríðar, móður Þorsteins Erlings- sonar skálds. Móðir Þorbjargar var Hallbera Erlendsdóttir. Móðir Þór- unnar var Sigríður Sigurðardóttir, b. í Miðkoti, Ólafssonar, b. í Ey, Gestsson- ar, pr. á Móum á Kjalarnesi, Þorláks- sonar, bróður Ástríðar, langömmu Þorláks Ó Johnsons, kaupmanns í Reykjavík. Móðir Sigurðar var Hall- dóra Þórhalladóttir, systir Guðrúnar, langömmu Kjartans, föður Magnúsar ráðherra. Magnús mun halda upp á daginn með sinni nánustu fjölskyldu. 38 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað Þórður fæddist í Vallnatúni í Vest-ur-Eyjafjallahreppi og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk gagnfræðaprófi utanskóla frá Menntaskólanum í Reykjavík 1941 en stundaði bústörf til 1959. Þórður er í hópi merkustu og þekktustu safnamanna og fræði- manna um íslenska þjóðhætti. Hann hóf sjálfur að safna ýmsum merkum eldri munum er hann var um ferm- ingaraldur, var helsti frumkvöðull að stofnun byggðarsafnsins í Skóg- um,1949, varð safnvörður þess 1959 og hefur starfað þar ötullega síðan. Fyrsta safnahúsið í Skógum var reist 1954 yfir áraskipið Pétursey, síðan hófst uppbygging á gömlum bæjar- húsum á safnsvæðinu, endurreist þar skemma frá Varmahlíð undir Eyja- fjöllum, skarsúðarbaðstofa, hlóða- eldhús, stofa og búr, síðan kirkja og skólahús, en kirkjuna hafa heimsótt um 450 þúsund gestir sl. þrettán ár. Öll þessi hús voru flutt úr Rangárþingi og Vestur-Skaftafellssýslu og endur- byggð í Skógum. Viðbyggingu við safnhúsið var reist 1990 og því þá deildaskipt. Þá stofnað skjalasafn fyrir Rangárvalla-sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, en 2002 var opnað samgöngusafn í miklu sýn- ingarhúsi sem reist var á safnsvæð- inu. Byggðarsafnið byggir nú stærsta safnahús landsins, utan Reykjavíkur, 1.380 fermetrar að flatarmáli. Skógar- safn hefur tekið á móti ríflega 40.000 gestum árlega. Þórður hefur gegnt fjölda trún- aðarstarfa fyrir sveit sína, var m.a. formaður skólanefndar í Vest- ur-Eyjafjallahreppi 1946–54, sat í hreppsnefnd og sóknarnefnd um skeið, var kirkjuþingsmaður frá 1957 og organleikari í Ásólfsskólakirkju og Eyvindar hólakirkju Helstu rit Þórðar eru Eyfellskar sagnir, I.–III. bindi, útg. 1948–51; Sagnagestur I.–III. bindi, útg. 1953– 58; Frá horfinni öld, útg. 1964; Aust- an blakar laufið – Ættarsaga undan Eyjafjöllum, útg. 1969; Vikið að landi og sögu í Landeyjum, sérprentun úr Sögu, 1970; Bókband Guðmundar Péturssonar á Minna–Hofi, sérprent úr Árbók Hins íslenska fornbréfa- félags 1971; Kollvettlingssaumur, 1974; Föng til búmarkafræði, 1976; Veðurfræði Eyfellings, útg. 1979; Skaftafell – þættir úr sögu ættarset- urs og atvinnuhátta, 1980; Þórsmörk – Land og saga, útg. 1996; Setið við sagnabrunn, útg. 1997; Gestir og grónar götur, útg. 2000; Reiðtygi á Ís- landi um aldaraðir, útg. 2002; Lista- ætt á Austursveitum, útg. 2006; Ís- lensk þjóðfræði, útg. 2008. Þá er bókin Svipast um á söguslóðum, eftir Þórð, væntanleg nú í vor. Fjölskylda Systkini Þórðar eru Kristinn Tómas- son, f. 11.5. 1920, stálsmiður, búsettur í Reykjavík; Þóra Sigríður Tómasdótt- ir, f. 13.7. 1923, lengi starfskona við Landspítalann, búsett í Reykjavík; Guðrún Tómasdóttir, f. 13.4. 1931, húsfreyja að Skógum undir Eyjafjöll- um. Foreldrar Þórðar voru Tómas Þórð- arson, f. 17.1. 1886, d. 17.11. 1976, bóndi í Vallnatúni undir Eyjafjöllum, og k.h., Kristín Magnúsdóttir, f. 12.2. 1887, d. 7.8. 1975, húsfreyja í Vallnat- úni. Ætt Tómas var bróðir Vilborgar, ömmu Stefáns Harðar Grímssonar skálds. Tómas var sonur Þórðar, b., skipa- smiðs og formanns að Rauðafelli und- ir Eyjafjöllum, bróður Tómasar, b. á Svaðbæli, langafa Halla og Ladda. Þórður var sonur Tómasar, b. og for- manns í Ásólfsskála, bróður Ívars, í Tungu í Fljótshlíð, langafa Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds. Tómas var sonur Þórðar, b. á Moldnúpi Pálssonar. Móðir Tómasar í Vallnatúni var Guðrún Tómasdóttir, b. í Varmahlíð undir Eyjafjöllum Sigurðssonar, bróð- ur Páls, alþm. í Árkvörn í Fljótshlíð. Móðir Guðrúnar var Sigríður Einars- dóttir, stúdents á Ytri-Skógum Högna- sonar. Móðir Sigríðar var Ragnhildur Sigurðardóttir. Móðir Ragnhildar var Sigríður Jónsdóttir, eldprests Stein- grímssonar. Kristín var dóttir Magnúsar, b. í Norður-Búðarhólshjáleigu í Landeyj- um Magnússonar. Móðir Kristínar var Jóhanna, systir Katrínar, í Berjaneskoti, ömmu Matt- hísar Andréssonar útskurðarmanns, og Guðjóns Andréssonar, fyrrv. for- stöðumanns, föður Mörtu Guðjóns- dóttur varaborgarfulltrúa. Jóhanna var dóttir Magnúsar, b. Lambhús- hólskoti undir Eyjafjöllum, og víðar Magnússonar, b. á Fitjamýri Magn- ússonar, af Selkotsætt undir Eyjafjöll- um. Þórður verður fjarverandi á af- mælisdaginn. Þórður Tómasson Safnvörður í Skógum 85 ára Magnús L. Sveinsson Fyrrv. form. Verslunarmannafél. Reykjavíkur og fyrrv. forseti borgarstj. 90 ára sl. fimmtudag 80 ára á sunnudag Einar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp en dvaldi í Borgarfirði á sumrin. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950, BA-prófi í hagfræði við Colgate University, Hamilton, New York, 1953 og MA-prófi frá Fletcher School of Law and Diplomacy, 1954. Þá stund- að hann framhaldsnám við London School of Economics og við Institut des Études Européennes í Tórínó. Einar var starfsmaður Efnahags- samvinnustofnunar Evrópu (OEEC) í París 1956–60, var starfsmaður sendi- nefndar Íslands hjá NATO og OEEC um tíma 1960, skipaður deildarstjóri í efnahagsmálaráðuneytinu í ársbyrjun 1961 og í viðskiptaráðuneytinu 1962, skipaður deildarstjóri í utanríkis- ráðuneytinu 1964 og falið að gegna störfum sem sendiráðunautur í París auk þess sem hann var varafastafull- trúi hjá OECD og fulltrúi hjá GATT. Einar var deildarstjóri í utanríkis- ráðuneytinu 1968–70, síðan fasta- fulltrúi með sendiherranafnbót hjá alþjóðastofnunum í Genf 1970, skip- aður sendifulltrúi 1973 og sendiherra í ársbyrjun 1976. Einar varð sendi- herra í Frakklandi 1976 jafnframt því sem hann var fastafulltrúi hjá OECD og UNESCO og sendiherra á Spáni, í Portúgal og Cabo Verde. Hann varð sendiherra í Bretlandi 1982 og jafn- framt sendiherra í Hollandi, Írlandi og Nígeríu. Hann varð sendiherra í Belgíu, hjá Evrópusambandinu og í Luxemburg 1986 og jafnframt fasta- fulltrúi í ráði NATO til 1990, og var sendiherra í Noregi 1991–93 auk þess sem hann var sendiherra í Pól- landi og Tékkóslóvakíu, sendiherra í Washington DC 1994–97 og jafnframt í Kanada, Brasilíu, Chile, Argentínu, Úrúgvæ, Venesúela og Kosta Ríka. Fjölskylda Einar kvæntist 6.10. 1956 Elsu Pét- ursdóttur, f. 28.11. 1930, húsmóður, dóttur Péturs Péturssonar og Jódísar Tómasdóttur. Börn Einars og Elsu eru Sigríður, f. 2.9. 1957, starfsmaður franska sendi- ráðsins í Reykjavík; Kristján, f. 27.3. 1959, vélaverkfræðingur hjá Lands- virkjun; Einar Már, f. 5.8. 1960, tölvu- fræðingur í París en kona hans er Siophán Cantwell og eiga þau þrjú börn; Pétur, f. 17.6. 1964, ráðgjafi í Reykjavík, var kvæntur Selmu Ágústs- dóttur og eiga þau tvo syni; Katrín, f. 8.5. 1967, sendiráðunautur við sendi- ráð Íslands í París, var gift Gunnari Er- lingssyni og eiga þau þrjár dætur. Sonur Einars með Guðrúnu Ís- leifsdóttur er Trausti, f. 24.11. 1956, cand. mag. í Reykjavík, var kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur og eiga þau tvo syni. Systkini Einars eru Katrín Svala Daly, f. 14.4. 1934, búsett í Washing- ton DC; Valgerður Þóra, f. 8.5. 1935, bókasafnsfræðingur í Reykjavík; Odd- ur, f. 5.6. 1937, d. 17.8. 2010, prófess- or í Reykjavík; Ragnheiður Kristín, f. 27.12. 1939, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Einars: Stefán Már Benediktsson, f. 24.7. 1906, d. 12.2. 1945, kaupmaður í Reykjavík, og Sig- ríður Oddsdóttir, f. 18.9. 1907, d. 27.8. 1988, húsmóðir. Ætt Stefán Már var sonur Einars, skálds og sýslumanns Benediktssonar, alþm. og yfirdómara á Vatnsenda Sveinssonar, pr á Mýrum í Álftaveri Benediktsson- ar. Móðir Einars skálds var Katrín Ein- arsdóttir, umboðsmanns á Reynistað Stefánssonar og Ragnheiðar Bene- diktsdóttur Vídalín, systur Bjargar, ömmu Jóns Þorlákssonar forsætisráð- herra og langömmu Sigurðar Nordal prófessors, afa Ólafar Nordal, alþm. og varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Móðir Stefáns Más var Valgerður Einarsdóttir Zoëga, gestgjafa á Hótel Reykjavík, bróður Tómasar Zoëga, langafa Geirs Hallgrímssonar forsæt- isráðherra. Sigríður var dóttir Odds, læknis á Miðhúsum í Reykhólasveit Jónsson- ar, b. í Þórormstungu í Vatnsdal Jóns- sonar. Móðir Sigríðar var Finnboga Árna- dóttir, b. í Kollabúðum í Reykhóla- sveit Gunnlaugssonar, b. á Skerðings- stöðum Ólafssonar. Móðir Gunnlaugs var Þorbjörg Aradóttir, systir Sigríð- ar, ömmu Matthíasar Jochumssonar skálds. Einar heldur upp á afmælið í óvissuferð. Einar Benediktsson Fyrrv. sendiherrra 80 ára á laugardag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.