Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Qupperneq 38
Magnús fæddist á Uxahrygg í Rangárvallahreppi og ólst þar upp. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum 1951, og stund- aði framhaldsnám í London 1973. Magnús stundaði verkamanna- vinnu á Selfossi samhliða námi 1948– 51, var skrifstofumaður á Selfossi 1951–58 og í Reykjavík 1958–60, fram- kvæmdastjóri Verslunarmannafélags Reykjavíkur 1960–80 og var formaður þess 1980–2002. Magnús sat í stjórn Verslunar- mannafélags Reykjavíkur frá 1964– 2002, var varaformaður þess 1965–80, sat í stjórn Lífeyrissjóðs verslunar- manna frá 1981–2004 og var formað- ur hans 1995–98 og 2001–2004. Magnús var borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins 1974–94, forseti borg- arstjórnar 1985–94, sat í borgarráði 1974–78 og 1982–92, sat á Alþingi sem vþm. árið 1999, var formaður Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur 1969–70, for- maður Atvinnumálanefndar Reykja- víkur 1975–78 og 1982–86, sat í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborg- ar 1978–94 og var formaður hennar 1982–94 og hefur auk þess átt sæti í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar. Magnús var varaformaður Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík 1972–78, sat í stjórn Menningar- og fræðslusambands alþýðu 1968–80, í stjórn verkamannabústaða í Reykja- vík 1972–81 og varaformaður 1975– 78, og sat í Kjararannsóknarnefnd. Magnús sat í stjórn Heimdallar FUS 1959–63, í stjórn Landsmála- félagsins Varðar 1966–73, var vara- formaður þess 1971–73, formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1971–73 og formaður Varð- ar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 2005–2007, hefur átt sæti í flokksráði Sjálfstæðisflokksins og sat í miðstjórn flokksins 1989–96, var formaður Slysavarnardeildarinnar Tryggvi Gunnarsson, Selfossi, 1953– 58, sat í stjórn Samtaka sykursjúkra frá stofnun 1971–79 og er heiðurs- félagi samtakanna. Magnús var ritstjóri VR blaðsins 1960–80 og aðalritstjóri Handbókar verkalýðsfélaganna, 1976, og skrif- aði kafla í bókinni Á lífsins leið, útg. 1998. Hann er höfundur bókarinn- ar Áfangar í kjarabaráttu Verslunar- mannafélags Reykjavíkur 1955–2003, útg. 2004, og bókarinnar Það urrar í þér, Lífsfléttur Hönnu Hofsdal Karls- dóttur og Magnúsar L. Sveinssonar, útg. 2010. Hann hefur auk þess skrif- að fjölda greina í blöð og tímarit um kjara- og félagsmál, borgarmál og þjóðmál. Magnús er heiðursfélagi Versl- unarmannafélags Reykjavíkur, Sam- taka sykursjúkra og Félags sjálfstæðis- manna í Bakka- og Stekkjahverfi. Fjölskylda Magnús kvæntist 14.4. 1957 Hönnu Sigríði Hofsdal Karlsdóttur, f. 10.4. 1931, verslunarmanni. Hún er dóttir Karls Guðmundssonar, f. 9.10. 1908, d. 8.10. 1986, útgerðarmanns í Ólafs- vík, og Sólveigar Bergþóru Þorsteins- dóttur, f. 31.7. 1915, d. 15.5. 1998, hús- freyju. Börn Magnúsar og Hönnu Sigríðar eru Sveinn f. 4.9. 1957, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, búsett- ur í Hafnarfirði, kvæntur Sólveigu A. Skúladóttur, f. 2.10. 1957, skrifstofu- manni, og eru synir þeirra Magn- ús Leifur, f. 29.2. 1980, og Þorsteinn Skúli, f. 15.1. 1987; Sólveig, f. 25.10. 1959, flugfreyja, búsett á Seltjarnar- nesi en sambýlismaður hennar er Bjarni Dagur Jónsson, f. 29.5. 1950, markaðsfulltrúi, og er dóttir þeirra Hanna Rakel, f. 7.3. 1998; Einar Magn- ús f. 10.10. 1966, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, búsettur í Hafnar- firði, kvæntur Hrund Gunnarsdóttur, f. 3.10. 1969, grafískum hönnuði. Sonur Hönnu er Ágúst Kvaran, f. 19.8. 1952, efnafræðingur. Systkini Magnúsar eru Jón Þór- arinn, f. 11.4. 1925, tæknifræðingur, búsettur í Garðabæ; Kristján Grétar, f. 9.3. 1927, fyrrv. bifreiðarstjóri, bú- settur í Reykjavík; Bjarni Hafsteinn, f. 28.10. 1929, búsettur í Reykjavík; Matthías Böðvar, f. 1.5. 1931, d. 4.8. 2009, kaupmaður. Hálfbróðir Magnúsar, samfeðra, var Ólafur Konráð, f. 18.7. 1920, d. 9.3. 1988, rafvirkjameistari í Reykjavík. Foreldrar Magnúsar voru Sveinn Böðvarsson, f. 20.11. 1895, d. 10.8. 1985, bóndi að Uxahrygg og skrif- stofumaður á Selfossi, og k.h., Guð- björg Jónsdóttir, f. 20.4. 1901, d 8.3. 1990, húsfreyja. Ætt Föðurbróðir Magnúsar var Böðvar, faðir Árna málfarsráðunautar. Sveinn var sonur Böðvars, b. á Þorleifsstöð- um Jónssonar. Móðir Böðvars var Ingibjörg Böðvarsdóttir, b. á Reyðar- vatni Tómassonar og Guðrúnar Hall- dórsdóttur, hálfsystur Guðbjargar, langömmu Ingólfs Jónssonar ráð- herra og Kristínar, móður Þórðar heitins Friðjónssonar, forstjóra Þjóð- hagstofnunar. Móðir Ingibjargar var Guðbjörg Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Systir Guðbjargar var Salvör, amma Tómasar Sæmunds- sonar Fjölnismanns. Móðir Sveins var Bóel Sigurðar- dóttir, b. í Múlakoti, bróður Þorleifs, afa Ólafs Túbals listmálara. Sigurður var sonur Eyjólfs, b. í Múlakoti Arn- björnssonar, bróður Ólafs, langafa Bergsteins Gizurarsonar, fyrrv. bruna- málastjóra. Móðir Bóelar var Þórunn Jónsdóttir, b. í Hlíðarendakoti Ólafs- sonar. Móðir Jóns var Helga Jónsdótt- ir, eldprests Steingrímssonar. Guðbjörg var dóttir Jóns, b. í Ey í Landeyjum Gíslasonar, og Þór- unnar ljósmóður Jónsdóttir, b. á Sleif Nikulássonar. Móðir Þórunnar var Þorbjörg ljósmóðir Jónsdóttur. Móðir Jóns var Þorbjörg Guðmunds- dóttir, systir Brynjólfs, langafa Magn- úsar Stephensens landshöfðingja og Þuríðar, móður Þorsteins Erlings- sonar skálds. Móðir Þorbjargar var Hallbera Erlendsdóttir. Móðir Þór- unnar var Sigríður Sigurðardóttir, b. í Miðkoti, Ólafssonar, b. í Ey, Gestsson- ar, pr. á Móum á Kjalarnesi, Þorláks- sonar, bróður Ástríðar, langömmu Þorláks Ó Johnsons, kaupmanns í Reykjavík. Móðir Sigurðar var Hall- dóra Þórhalladóttir, systir Guðrúnar, langömmu Kjartans, föður Magnúsar ráðherra. Magnús mun halda upp á daginn með sinni nánustu fjölskyldu. 38 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað Þórður fæddist í Vallnatúni í Vest-ur-Eyjafjallahreppi og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk gagnfræðaprófi utanskóla frá Menntaskólanum í Reykjavík 1941 en stundaði bústörf til 1959. Þórður er í hópi merkustu og þekktustu safnamanna og fræði- manna um íslenska þjóðhætti. Hann hóf sjálfur að safna ýmsum merkum eldri munum er hann var um ferm- ingaraldur, var helsti frumkvöðull að stofnun byggðarsafnsins í Skóg- um,1949, varð safnvörður þess 1959 og hefur starfað þar ötullega síðan. Fyrsta safnahúsið í Skógum var reist 1954 yfir áraskipið Pétursey, síðan hófst uppbygging á gömlum bæjar- húsum á safnsvæðinu, endurreist þar skemma frá Varmahlíð undir Eyja- fjöllum, skarsúðarbaðstofa, hlóða- eldhús, stofa og búr, síðan kirkja og skólahús, en kirkjuna hafa heimsótt um 450 þúsund gestir sl. þrettán ár. Öll þessi hús voru flutt úr Rangárþingi og Vestur-Skaftafellssýslu og endur- byggð í Skógum. Viðbyggingu við safnhúsið var reist 1990 og því þá deildaskipt. Þá stofnað skjalasafn fyrir Rangárvalla-sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, en 2002 var opnað samgöngusafn í miklu sýn- ingarhúsi sem reist var á safnsvæð- inu. Byggðarsafnið byggir nú stærsta safnahús landsins, utan Reykjavíkur, 1.380 fermetrar að flatarmáli. Skógar- safn hefur tekið á móti ríflega 40.000 gestum árlega. Þórður hefur gegnt fjölda trún- aðarstarfa fyrir sveit sína, var m.a. formaður skólanefndar í Vest- ur-Eyjafjallahreppi 1946–54, sat í hreppsnefnd og sóknarnefnd um skeið, var kirkjuþingsmaður frá 1957 og organleikari í Ásólfsskólakirkju og Eyvindar hólakirkju Helstu rit Þórðar eru Eyfellskar sagnir, I.–III. bindi, útg. 1948–51; Sagnagestur I.–III. bindi, útg. 1953– 58; Frá horfinni öld, útg. 1964; Aust- an blakar laufið – Ættarsaga undan Eyjafjöllum, útg. 1969; Vikið að landi og sögu í Landeyjum, sérprentun úr Sögu, 1970; Bókband Guðmundar Péturssonar á Minna–Hofi, sérprent úr Árbók Hins íslenska fornbréfa- félags 1971; Kollvettlingssaumur, 1974; Föng til búmarkafræði, 1976; Veðurfræði Eyfellings, útg. 1979; Skaftafell – þættir úr sögu ættarset- urs og atvinnuhátta, 1980; Þórsmörk – Land og saga, útg. 1996; Setið við sagnabrunn, útg. 1997; Gestir og grónar götur, útg. 2000; Reiðtygi á Ís- landi um aldaraðir, útg. 2002; Lista- ætt á Austursveitum, útg. 2006; Ís- lensk þjóðfræði, útg. 2008. Þá er bókin Svipast um á söguslóðum, eftir Þórð, væntanleg nú í vor. Fjölskylda Systkini Þórðar eru Kristinn Tómas- son, f. 11.5. 1920, stálsmiður, búsettur í Reykjavík; Þóra Sigríður Tómasdótt- ir, f. 13.7. 1923, lengi starfskona við Landspítalann, búsett í Reykjavík; Guðrún Tómasdóttir, f. 13.4. 1931, húsfreyja að Skógum undir Eyjafjöll- um. Foreldrar Þórðar voru Tómas Þórð- arson, f. 17.1. 1886, d. 17.11. 1976, bóndi í Vallnatúni undir Eyjafjöllum, og k.h., Kristín Magnúsdóttir, f. 12.2. 1887, d. 7.8. 1975, húsfreyja í Vallnat- úni. Ætt Tómas var bróðir Vilborgar, ömmu Stefáns Harðar Grímssonar skálds. Tómas var sonur Þórðar, b., skipa- smiðs og formanns að Rauðafelli und- ir Eyjafjöllum, bróður Tómasar, b. á Svaðbæli, langafa Halla og Ladda. Þórður var sonur Tómasar, b. og for- manns í Ásólfsskála, bróður Ívars, í Tungu í Fljótshlíð, langafa Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds. Tómas var sonur Þórðar, b. á Moldnúpi Pálssonar. Móðir Tómasar í Vallnatúni var Guðrún Tómasdóttir, b. í Varmahlíð undir Eyjafjöllum Sigurðssonar, bróð- ur Páls, alþm. í Árkvörn í Fljótshlíð. Móðir Guðrúnar var Sigríður Einars- dóttir, stúdents á Ytri-Skógum Högna- sonar. Móðir Sigríðar var Ragnhildur Sigurðardóttir. Móðir Ragnhildar var Sigríður Jónsdóttir, eldprests Stein- grímssonar. Kristín var dóttir Magnúsar, b. í Norður-Búðarhólshjáleigu í Landeyj- um Magnússonar. Móðir Kristínar var Jóhanna, systir Katrínar, í Berjaneskoti, ömmu Matt- hísar Andréssonar útskurðarmanns, og Guðjóns Andréssonar, fyrrv. for- stöðumanns, föður Mörtu Guðjóns- dóttur varaborgarfulltrúa. Jóhanna var dóttir Magnúsar, b. Lambhús- hólskoti undir Eyjafjöllum, og víðar Magnússonar, b. á Fitjamýri Magn- ússonar, af Selkotsætt undir Eyjafjöll- um. Þórður verður fjarverandi á af- mælisdaginn. Þórður Tómasson Safnvörður í Skógum 85 ára Magnús L. Sveinsson Fyrrv. form. Verslunarmannafél. Reykjavíkur og fyrrv. forseti borgarstj. 90 ára sl. fimmtudag 80 ára á sunnudag Einar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp en dvaldi í Borgarfirði á sumrin. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950, BA-prófi í hagfræði við Colgate University, Hamilton, New York, 1953 og MA-prófi frá Fletcher School of Law and Diplomacy, 1954. Þá stund- að hann framhaldsnám við London School of Economics og við Institut des Études Européennes í Tórínó. Einar var starfsmaður Efnahags- samvinnustofnunar Evrópu (OEEC) í París 1956–60, var starfsmaður sendi- nefndar Íslands hjá NATO og OEEC um tíma 1960, skipaður deildarstjóri í efnahagsmálaráðuneytinu í ársbyrjun 1961 og í viðskiptaráðuneytinu 1962, skipaður deildarstjóri í utanríkis- ráðuneytinu 1964 og falið að gegna störfum sem sendiráðunautur í París auk þess sem hann var varafastafull- trúi hjá OECD og fulltrúi hjá GATT. Einar var deildarstjóri í utanríkis- ráðuneytinu 1968–70, síðan fasta- fulltrúi með sendiherranafnbót hjá alþjóðastofnunum í Genf 1970, skip- aður sendifulltrúi 1973 og sendiherra í ársbyrjun 1976. Einar varð sendi- herra í Frakklandi 1976 jafnframt því sem hann var fastafulltrúi hjá OECD og UNESCO og sendiherra á Spáni, í Portúgal og Cabo Verde. Hann varð sendiherra í Bretlandi 1982 og jafn- framt sendiherra í Hollandi, Írlandi og Nígeríu. Hann varð sendiherra í Belgíu, hjá Evrópusambandinu og í Luxemburg 1986 og jafnframt fasta- fulltrúi í ráði NATO til 1990, og var sendiherra í Noregi 1991–93 auk þess sem hann var sendiherra í Pól- landi og Tékkóslóvakíu, sendiherra í Washington DC 1994–97 og jafnframt í Kanada, Brasilíu, Chile, Argentínu, Úrúgvæ, Venesúela og Kosta Ríka. Fjölskylda Einar kvæntist 6.10. 1956 Elsu Pét- ursdóttur, f. 28.11. 1930, húsmóður, dóttur Péturs Péturssonar og Jódísar Tómasdóttur. Börn Einars og Elsu eru Sigríður, f. 2.9. 1957, starfsmaður franska sendi- ráðsins í Reykjavík; Kristján, f. 27.3. 1959, vélaverkfræðingur hjá Lands- virkjun; Einar Már, f. 5.8. 1960, tölvu- fræðingur í París en kona hans er Siophán Cantwell og eiga þau þrjú börn; Pétur, f. 17.6. 1964, ráðgjafi í Reykjavík, var kvæntur Selmu Ágústs- dóttur og eiga þau tvo syni; Katrín, f. 8.5. 1967, sendiráðunautur við sendi- ráð Íslands í París, var gift Gunnari Er- lingssyni og eiga þau þrjár dætur. Sonur Einars með Guðrúnu Ís- leifsdóttur er Trausti, f. 24.11. 1956, cand. mag. í Reykjavík, var kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur og eiga þau tvo syni. Systkini Einars eru Katrín Svala Daly, f. 14.4. 1934, búsett í Washing- ton DC; Valgerður Þóra, f. 8.5. 1935, bókasafnsfræðingur í Reykjavík; Odd- ur, f. 5.6. 1937, d. 17.8. 2010, prófess- or í Reykjavík; Ragnheiður Kristín, f. 27.12. 1939, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Einars: Stefán Már Benediktsson, f. 24.7. 1906, d. 12.2. 1945, kaupmaður í Reykjavík, og Sig- ríður Oddsdóttir, f. 18.9. 1907, d. 27.8. 1988, húsmóðir. Ætt Stefán Már var sonur Einars, skálds og sýslumanns Benediktssonar, alþm. og yfirdómara á Vatnsenda Sveinssonar, pr á Mýrum í Álftaveri Benediktsson- ar. Móðir Einars skálds var Katrín Ein- arsdóttir, umboðsmanns á Reynistað Stefánssonar og Ragnheiðar Bene- diktsdóttur Vídalín, systur Bjargar, ömmu Jóns Þorlákssonar forsætisráð- herra og langömmu Sigurðar Nordal prófessors, afa Ólafar Nordal, alþm. og varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Móðir Stefáns Más var Valgerður Einarsdóttir Zoëga, gestgjafa á Hótel Reykjavík, bróður Tómasar Zoëga, langafa Geirs Hallgrímssonar forsæt- isráðherra. Sigríður var dóttir Odds, læknis á Miðhúsum í Reykhólasveit Jónsson- ar, b. í Þórormstungu í Vatnsdal Jóns- sonar. Móðir Sigríðar var Finnboga Árna- dóttir, b. í Kollabúðum í Reykhóla- sveit Gunnlaugssonar, b. á Skerðings- stöðum Ólafssonar. Móðir Gunnlaugs var Þorbjörg Aradóttir, systir Sigríð- ar, ömmu Matthíasar Jochumssonar skálds. Einar heldur upp á afmælið í óvissuferð. Einar Benediktsson Fyrrv. sendiherrra 80 ára á laugardag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.