Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Síða 46
46 | Lífsstíll 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað Slakir vöðvar gera fólki ófært að herma eftir svipbrigðum: Bótox hefur slæm áhrif á félagsfærni Bótóxsprautur eiga að slétta úr hrukk- um og hafa yngjandi áhrif á útlitið en öðru máli gegnir um áhrifin sem þær virðast hafa á félagslega færni fólks að sögn vísindamanna við háskólann í Suður-Kaliforníu. Áhrif þess að nota efnin geta dregið úr færni fólks í sam- skiptum. „Fólk sem notar bótox á frekar bágt með að lesa í tilfinningar annarra eft- ir svipbrigðum, segir David Neal, pró- fessor í sálfræði við háskólann. Bótox hefur þau eituráhrif á vöðva andlitsins að það slaknar á þeim. Það gerir að verkum að fólk sem hefur fengið bótox á erfiðara en annað fólk með að leika eftir svipbrigðum fólks eða bregðast á viðeigandi hátt við svipbrigðum annarra. Svo virðist sem þetta hafi afleiðingar á félagsfærni. Þegar þú hermir eftir svipbrigð- um annarra, þá færðu innsýn í tilfinn- ingalíf þeirra. Við hermum öll hvert eftir öðru, það er ein leið okkar til að læra á tilfinningar annarra,“ segir Da- vid. „Kaldhæðnin í þessu öllu sam- an er að bótoxið er upphaflega ætlað til þess að fela áhrif tilfinninga okkar á andlitið til þess að gera samskipti við okkur meira aðlaðandi. „Kráku- fætur“ við augun tákna annað hvort að manneskja hefur hlegið mikið eða grett sig mikið. Hrukkur á enni benda til þess að viðkomandi hafi haft mikl- ar áhyggjur eða þunga byrði að bera. Með bótoxi eru þessi merki um til- finningar faldar.“ Þ ið hjónin gantist kannski með hvað hitt hrýtur mikið á nótt-unni en hugsanlega er þetta ekkert gamanmál og jafnvel kem- ur það niður á kynlífinu án þess að neinn geri sér það ljóst. Ef marka má nýlega rannsókn á svefnvandamálum og afleiðingum þess staðfesta 61 prósent fullorð- inna að svefnvandinn komi beint niður á kynlífinu. Vandinn staf- ar ekki einungis af því að fólk fær ekki nægan svefn og er þar með of þreytt til að stunda kynlíf held- ur geta kæfisvefn og hrotur einnig haft sínar afleiðingar. Í þýskri rannsókn sem gerð var árið 2009 kom fram að 69 prósent þeirra sem þjást af kæfisvefni eiga einnig við alvarleg kynlífsvanda- mál að etja. Þar má telja vanda- mál með reisn, erfiðleika við að kalla fram fullnægingu og almenna ófullnægju með kynferðislega ánægju. Þetta er meðal annars talið or- sakast af súrefnisskorti en fái lík- aminn ekki það súrefni sem hann þarfnast er hætt við að framleiðsla á „nitric oxide“ (efni sem er karl- mönnum nauðsynlegt til að öðl- ast og halda reisn) falli niður í lág- mark. HROTUR Fólk sem hrýtur er tvisvar sinnum líklegra en það sem ekki hrýtur til að vera ósátt við kynlíf sitt. Niðurstöð- ur rannsóknar sem framkvæmd var af Mayo Clinic í Rochester í Minne- sota sýna að hroturnar skapa fjar- lægð í samböndum, bæði líkam- lega, andlega og bókstaflega þar sem fólk endar oft á að sofa hvort í sínu herberginu til að þurfa ekki að vakna við hroturnar í makanum. Hvað er til ráða? Ef fólk tekur málin í sínar hendur eru oftast lausnir og ráð á reiðum höndum. Til dæmis er hægt að láta greina svefnvandann og þá getur lausnin verið svo einföld að ekki þarf annað en að skipta um stell- ingu og sofa þá ýmist á hlið eða baki, með minna eða meira und- ir höfðinu. Sumir gætu þurft að fá súrefniskút í svefnherbergið og öðrum gæti gagnast að fara í ein- falda aðgerð sem opnar nasirnar. Lykilatriðið er að vera á verði og leita lausna: Ef makinn segir að þú hrjótir á nóttunni og þú færð átta stunda svefn á en ert þrátt fyrir það þreytt/ur allan daginn – þá er mál að leita til læknis og láta kanna ástandið. Nokkrar staðreyndir um svefn og svefnvandamál: Svefntruflanir aukast með aldrinum. Lengri tíma tekur að sofna, fólk vaknar oftar að nóttu til og erfiðara er að sofa fram eftir. Konur finna oftar fyrir þessum einkennum sem byrja gjarnan í kringum tíðahvörf. Algengast er að svefnþörf sé 7–8 klukkustundir á sólarhring. Langir daglúrar draga úr góðum nætursvefni. Meðalsvefntími vinnandi Bandaríkjamanna hefur styst um tuttugu mínútur á síðasta áratug. Þetta þýðir að nú sefur meðalmaður í sex klukkustundir og fjörutíu mínútur á hverri nóttu. Karlar á aldrinum þrjátíu til fjörutíu og fjögurra ára fara verst með sig en þrjátíu prósent þeirra segjast sofa minna en sex klukkutíma á hverri nóttu. Sextíu og fimm prósent Bandaríkjamanna segjast hafa átt við svefnvandamál að stríða vegna streitu. Tuttugu og sex prósent kvenna segjast eiga erfitt með að sofna að minnsta kosti vikulega en aðeins sextán prósent karla. Nítján prósent karla og kvenna á aldrinum fjörutíu og fimm til sextíu og fjögurra ára segjast missa svefn nokkrum sinnum í viku vegna streituálags. og kynlífið Bættu svefninn Víðtækar rannsóknir sýna fram á að kæfisvefn, svefnleysi og hrotur geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir kynlíf og nánd í samböndum. Látið greina svefnvandann Farið til læknis og látið leysa málið. Hvernig væri hún ef ekki væri fyrir bótoxið? Þáttastjórnandinn Joan Rivers er ekki ókunnug þessu vinsæla efni og gæti því verið ein þeirra sem á erfitt með að lesa í til- finningar annarra. Gott salat með reyktum laxi Magn: 12 sneiðar. Tími: 15 mínútur. Innihald: Hálfur bolli majónes. Eitt harðsoðið egg, smátt saxað. Tvær litlar súrar gúrkur, smátt saxaðar. Ein matskeið smátt saxaður púrru- eða graslaukur. Reyktur lax, skorinn í sneiðar. Aðferð: Blandið saman majónesi, eggi, súrum gúrkum og graslauk eða púrrulauk. Dreifið á sneiðar af grófu dönsku rúgbrauði eða öðru mjög grófu brauði og setjið sneið af reyktum laxi þar ofan á. Berist fram með heitu kaffi í góðum félagsskap. Bananahýði í rósabeðið Ertu áhugamanneskja um rósir og rósa- rækt? Þá skaltu prófa snjallræði sem kostar ósköp lítið. Prófaðu að grafa bananahýði í um þriggja sentimetra dýpt undir rósarrunn- anum. Pótassíum flæðir úr bananahýðinu í moldina og nærir þar með plöntuna og veitir henni vörn gegn sjúkdómum. Morfínvaralitur Allir þekkja varaliti og gljáa sem eiga að hafa þau áhrif á varirnar að þær líti út fyrir að vera stærri og fyllri en vanalega. En varalitur kenndur við morfín hlýtur að vera ansi magnaður. Á markaðinn er kominn nýr varalitur kenndur við þetta deyfandi lyf og áhrif þess að bera hann á sig eiga að vera öllu magnaðri en áður hefur þekkst. Þeir sem fá koss konu með morfínvaralit finnst eins og þeir hafi verið deyfðir í varastað um stutta stund. Virka efnið í varalitnum er þó ekki morfín heldur benzoicaine sem er efni sem finnst í hóstameðali og áburði sem er notað á skordýrabit. Lesið meira á morphinelips.com.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.