Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Side 48
48 | Lífsstíll 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað AUKUM ATVINNU - BÆTUM KJÖRIN Göngum saman 1. maí Samtök launafólks á almennum og opinberum markaði 1. maí gangan í Reykjavík Söfnumst saman á horni Snorrabrautar og Laugavegar kl. 13. Upphitun með vel völdum lögum lúðrasveitanna. Lagt af stað niður Laugaveg kl. 13:30. Örræður fluttar meðan á göngunni stendur. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leiða gönguna niður á Austurvöll. Útifundur á Austurvelli kl. 14:10 - 15:00. Dagskrá útifundar á Austurvelli Ávarp fundarstjóra: Ingvar Vigur Halldórsson, stjórnarm aður í Eflingu Ræða: Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ Hljómsveitin Dikta Ræða: Garðar Hilmarsson, 2. varaformaður BSRB Hljómsveitin Dikta Ávarp: Heiða Karen Sæbergsdóttir, formaður Sambands í slenskra framhaldsskólanema Í lok fundar syngjum við saman Internationalen við un dirleik Lúðrasveitar verkalýðsins og Lúðrasveitarinnar Svanur. Chili-piparinn leynir á sér: Sterkt krydd heldur hungrinu frá Sterkur matur og megrun fara vel saman. Chili-pipar virðist slá á hungurtilfinninguna samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru í Purdue-háskóla í Indiana-ríki í Bandaríkj- unum. Virka efnið í piparnum kallast capsa- icin, sama efni og gefur piparnum þennan bragðbrodd. Efnið eykur líka brennslu í líkamanum og er sérstaklega virkt hjá þeim einstaklingum sem borða ekki chili-pipar á hverjum degi. Bruninn sem þú finnur fyrir í munninum þegar þú bragðar á chili virðist því eiga sér samsvörun í efnaskiptum líkamans. F imm mínútna próf gæti greint einhverfu í börnum við eins árs aldur. Þessu er haldið fram af vísindamönnum við Háskólann í Kaliforníu um þessar mundir. Orsakir einhverfu eru lítið þekkt- ar, þótt vitað sé að þær séu af líffræði- legum toga. Líklegt er að um nokkrar mismunandi orsakir sé að ræða. Vit- að er að truflanir á einhverfurófinu geta verið arfgengar. Þá er vitað að í einstaka tilfellum kemur einhverfa fram í kjölfar smitsjúkdóma á með- göngu eða í kjölfar ákveðinna efna- skiptasjúkdóma. Hve algeng er einhverfa ? Flestar rannsóknir hafa sýnt að af hverjum 10.000 fæddum börnum greinast á bilinu 5 til 10 með ein- hverfu. Einhverfa er algengari meðal drengja en stúlkna, en á móti hverri stúlku sem greinist með einhverfu greinast 3 til 4 drengir. Á Íslandi eru yfir 3.000 einstaklingar með fötl- un á einhverfurófi. Brosir barnið við þér? Prófið er einfalt og inniheldur nokkrar spurningar er varða hegð- un og hreyfingar barnsins við 12 mánaða aldur. Ein spurninganna er einfaldlega: Brosir barnið eða hlær meðan það horfir í augu þér? Önnur spurning er: Þegar barnið þitt leikur sér með leikföngin sín, horfir það þá til þín stöku sinnum á meðan? Höfundur prófsins er Karen Pierce og segir hún prófið vera gagnlegt til þess að hefja meðferð við einhverfu fyrr en ella. „Það eru miklar rökstuddar líkur á því að meðferð sem hefst svo snemma geti haft jákvæðar afleiðing- ar á vöxt og þróun heilans. Tækifærið sem gefst til að greina börn fyrr en ella felur í sér mikla möguleika fyrir einhverf börn.“ Rannsóknin er birt í tímariti barnalækna, Journal of Pediatrics, 137 barnalæknar tóku þátt í rann- sókninni á þessu prófi og prófuðu öll börn við eins árs aldur. Prófuð til þriggja ára aldurs Barn sem greindist með ein- hverfu samkvæmt stöðlum prófs- ins var sent áfram til greining- ar til háskólans. Þessi börn voru síðan prófuð aftur með sex mán- aða millibili til þriggja ára aldurs til þess að greina hvenær greini- leg merki einhverfu eins og hún er greind í dag færu að gera vart við sig. Af þeim 184 börnum sem voru greind 1 árs voru 75% með þroskavandamál. 32 þeirra fengu staðfesta greiningu á einhverfu við þriggja ára aldurinn. 56 voru með seinbúinn málþroska og níu þeirra með þroskaseinkun. 36 barnanna þurfa frekari greiningar við og eru með víðtækari þroska- vanda en einhverfu. „Ekkert foreldri vill heyra það að barn þess sé með einhverfu eða annan sjúkdóm sem tengist þroska þeirra og getu til að glíma við lífið,“ sagði Pierce. Er barnið þitt með einhverfu? Einfalt próf til að greina einhverfu Prófið reyndist greina vel frávik í þroska. Prófið tekur fimm mínútur! Saffran með ginseng örvar kynhvötina Kanadískur háskóli birti undir lok síðasta mánaðar afar áhugaverða skýrslu þar sem fjallað er um hvaða krydd geta örvað og aukið kynhvötina hjá körlum sem og konum. Greinin heitir því skemmtilega nafni: Krydd- aðu ástarlífið, bókstaflega! Margt af því sem fram kemur í skýrslunni var áður vitað en vildi háskólinn staðfesta margar af sögunum í kringum hin og þessi krydd. Eitt nýtt og afar áhugavert kom þó í ljós, að sé dýrasta kryddi heims, saffrani, blandað við örlítið ginseng verður úr fínasta krydd sem eykur og örvar kynhvötina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.