Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Page 64
Stuðmaður með allt á hreinu! „Skemmtileg blanda“ n „Mér finnst Kristrún Ösp og Sveinn Andri skemmtileg blanda,“ segir fjöl­ miðlakonan Þorbjörg Marinósdóttir, Tobba Marinós, um turtildúfurnar Svein Andra Sveinsson og Kristrúnu Ösp Barkardóttur. Ástarsamband þeirra hefur vakið talsverða athygli upp á síðkastið enda heil 27 ár á milli þeirra. Sitt sýnist hverjum um aldursmuninn en ljóst er að ástin blómstrar þeirra á milli. Þorbjörg, sem hefur skrifað mikið um konur og samskipti kynjanna, er að minnsta kosti ánægð fyrir þeirra hönd. „Svona eiga pör að vera, ólík og ófyrir­ sjáanleg,“ segir Þorbjörg á bloggi sínu á DV.is Vinir fyrir vestan n Ritstjóri Kastljóss, Sigmar Guð- mundsson, og blaðamaður Fréttatím­ ans, Þóra Tómasdóttir, sáust saman á Ísafirði yfir páskana. Þóra og Sigmar voru par um tíma og störfuðu saman í Kastljósinu þar til Þóru var sagt upp störfum í niðurskurði hjá Ríkisút­ varpinu í febrúar í fyrra. Hún fluttist í kjölfarið til Noregs en áður höfðu þau Sigmar slitið sambandinu. Ætla má að það hafi heillað marga að kíkja á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður á Ísafirði og voru Þóra og Sigmar meðal þeirra sem sóttu hátíðina, sem var með allra glæsilegasta móti þetta árið. Sama hvað öðrum finnst n Linda Pétursdóttir, eigandi Bað­ hússins, segist hafa fengið ómál­ efnaleg viðbrögð þegar hún hvatti til þess að slæmri meðferð dýra yrði hætt. Þetta sagði hún í ræðu í Norræna húsinu á þriðjudag en þar sagðist hún meðal annars hafa fengið athugasemd um að hún væri ljót eftir að hún fór að vekja athygli á málstað málleysingjanna. „En það tók mig ekki langan tíma að ákveða að ég væri alveg til í að heyra aðfinnslur um útlit mitt, sem kemur málinu auðvitað ekki við á nokkurn hátt, ef það gæti orðið til þess að bjarga einhverjum dýrum frá ömurlegu lífi og enn ömurlegri dauðdaga. Enda gæti mér ekki verið meira sama hvort einhverjum finnst ég sæt eður ei,“ sagði Linda. „Þetta er nú bara í sáttaferli,“ segir Jón­ as Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri. Vefmiðillinn Eyjan birti á fimmtudag frétt þess efnis að Egill Ólafsson, stuð­ maður með meiru, hefði farið fram á afsökunarbeiðni frá Jónasi. Jónas staðfesti í samtali við DV að lögmað­ ur Egils hefði haft samband og málið væri nú í ákveðnu „ferli“. Egill hefur farið fram á að Jónas biðjist afsökun­ ar vegna ummæla sem Jónas lét falla í aðdraganda Icesave­kosninganna, en þá líkti Jónas Agli við áróðurs­ málaráðherra Þriðja ríkis nasista, sjálfan Jósef Göbbels. Eins og frægt er orðið las Egill útvarpsauglýsingar þar sem því var haldið fram, að ef Íslend­ ingar samþykktu Icesave­samninginn myndi það jafngilda því að senda ís­ lensk börn til þrælkunar í breskum kolanámum. Í kjölfarið skrifaði Jón­ as á vefsíðu sína meðal annars: „Egill Ólafsson söngvari fullyrðir, að íslenzk börn verði seld í ánauð til Bretlands, ef samningarnir verða samþykkt­ ir. Lengra verður ekki gengið í rugli. Göbbels á þarna Íslandsmet.“ Enn­ fremur skrifaði Jónas að „nú hefur Göbbels sjálfum verið hleypt lausum á felmtri slegna kjósendur. Þetta er orðið ógeðslegt.“ Blaðamaður spurði Jónas að því hvort hann hafði nú þegar tekið um­ mælin út af síðu sinni, jonas.is, en Jónas sagðist ekki hafa gert neitt slíkt. Þegar Jónas var spurður hvort hann gæti hugsað sér að biðjast afsökunar sagði hann að nú væri aðeins verið að „ræða málið almennt“, og að hann gæti því ekki tjáð sig frekar að svo stöddu. Ekki náðist í Egil Ólafsson við gerð fréttarinnar. bjorn@dv.is Stuðmaður er óhress með samlíkingu við Jósef Göbbels: Vill afsökunarbeiðni Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 29. APRÍL–1. MAÍ 2011 49. TBL. 101. ÁRG. LEIÐB. VERÐ 595 KR. Grunnur að góðri máltíð www.holta.is Kjúklingapylsur Kjúklingapylsurnar frá Holtakjúklingi eru framleiddar úr besta hráefni sem völ er á. Því geta þeir sem hugsa um hollustuna nú gætt sér á þjóðarrétti okkar Íslendinga með góðri samvisku. Hvort sem þeir vilja hann með hráum, steiktum, tómat, sinnepi eða bara beint af grillinu. Fer fram á afsökunarbeiðni Er ekki sáttur við að vera líkt við áróðursmálaráðherra nasista.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.