Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað R íkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstrigrænna, sem hefur set- ið við völd í landinu í tæp þrjú ár, telur að af því 221 loforði sem hún gaf í málefnasátt- mála sínum hafi hún efnt 76 að fullu. Önnur 87 loforð hafi verið efnd að mestu. Restin hafi síðan verið efnd að hluta eða sé í vinnslu. Samkvæmt því hefur ríkisstjórnin, samkvæmt sínum eigin mælikvörðum, efnt um 74% lof- orða að fullu eða mestu. Þessar upplýsingar er að finna í skýrslu sem Hrannar B. Arnarsson, að- stoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, hefur tekið saman og er aðgengileg á vefsíðu stjórnar- ráðsins. Engin svikin loforð? DV hefur tvívegis undanfarið ár birt út- tektir á efndum loforða úr stjórnarsátt- málanum. Nokkru munar á úttektum DV á efndunum og því hvernig ríkis- stjórnin metur sjálf frammistöðu sína. Þannig metur stjórnin það sem svo að hún hafi efnt fleiri loforð að fullu eða að hluta en fram kemur í úttektum DV. Þá kemur hvergi fram í skýrslu ríkis- stjórnarinnar að einhver af loforð- unum hafi verið svikin. Loforðin eru flokkuð í skýrslu stjórnarráðsins sem afgreidd, afgreidd að mestu, afgreidd að hluta og í vinnslu. Þau eru síðan flokkuð niður eftir málaflokkum. Á sviði efnahagsmála gaf stjórnin 25 loforð. Hún segist hafa efnt 14 að fullu og 7 að mestu. Á sviði ríkisfjár- mála metur ríkisstjórnin árangur sinn ekki eins góðan. Af 33 loforð- um hefur hún efnt 12 að fullu en 16 að mestu. Þá hefur hún afgreitt 4 at- riði að hluta og 1 loforð er sagt vera í vinnslu. Í flokknum varanleg velferð gengst stjórnin hins vegar við því að hafa ekki efnt eitt einasta loforð af fullu. Hún hafi efnt 13 loforð að mestu eða að hluta og 4 séu í vinnslu. Metnaðarfull en ósamstíga Í úttekt DV um kosningaloforð í síð- ustu viku sagði Egill Helgason sjón- varpsmaður að ríkisstjórnin hefði sett sér ótrúlega metnaðarfull mark- mið og það var kannski aldrei von að það væri hægt að koma þessu öllu í kring sem hún ætlaði að gera. „Þetta er líklega metnaðarfyllsti stjórnarsáttmáli allra tíma. Hann er ansi margar blaðsíður og þarna er verið að tala um breytingar á kvóta- kerfinu, breytingar á stjórnsýslunni, stjórnarskrá og inngöngu í ESB og fleira. Þetta var svo metnaðarfullt að það var kannski aldrei von að það væri hægt að koma þessu öllu í gegn meðfram því að endurreisa íslenska hagkerfið og með hagsmunaöflin jafn sterk og þau eru á Íslandi.“ Birgir Guðmundsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, sagði það hafa komið nið- ur á skilvirkni ríkisstjórnarinnar að menn hafi leyft sér of mikið svigrúm fyrir sérskoðanir. „Óeiningin lam- ar ríkisstjórnina. Það er allt gott um það að segja að leyfa þúsund rödd- um að hljóma en kannski ekki inni í ríkisstjórninni.“ „ Þetta er líklega metnaðarfyllsti stjórnarsáttmáli allra tíma. n Ríkisstjórnin metur eigin árangur á kjörtímabilinu í skýrslu Staðan eftir málaflokkum Efnahagsmál: 25 atriði n Afgreitt: 14 n Afgreitt að mestu 7 n Afgreitt að hluta: 4 Ríkisfjármál: 33 atriði n Afgreitt: 12 n Afgreitt að mestu: 16 n afgreitt að hluta: 4 n Í vinnslu: 1 Varanleg velferð: 17 atriði n Afgreitt: 0 n Afgreitt að mestu: 6 n Afgreitt að hluta: 7 n Í vinnslu: 4 Menntun að leiðarljósi: 11 atriði n Afgreitt: 6 n Afgreitt að hluta: 1 n Afgreitt að mestu: 3 n Í vinnslu: 1 Atvinnumál: 31 atriði n Afgreitt: 6 n Afgreitt að mestu: 19 n Afgreitt að hluta: 5 n Í vinnslu 1 Fiskveiðar: 16 atriði n Afgreitt: 6 n Afgreitt að hluta: 2 n Afgreitt að mestu: 2 n Í vinnslu: 5 Umhverfi og auðlindir: 23 atriði n Afgreitt: 11 n Afgreitt að mestu: 7 n Afgreitt að hluta: 2 n Í vinnslu: 3 Lýðræði og mannréttindi: 34 atriði n Afgreitt: 10 n Afgreitt að mestu: 14 n Afgreitt að hluta: 4 n Í vinnslu: 6 Utanríkis- og Evrópumál: 14 atriði n Afgreitt: 1 n Afgreitt að mestu: 9 n Afgreitt að hluta: 3 n Í vinnslu: 1 Stjórnkerfisbreytingar: 18 atriði n Afgreitt: 10 n Afgreitt að mestu: 4 n Afgreitt að hluta: 2 n Í vinnslu: 2 Loforð ríkisstjórnarinnar Samtals 221 loforð Afgreitt: 76 Afgreitt að mestu: 87 Afgreitt að hluta: 34 Í vinnslu: 24 Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Stjórnin SegiSt hafa efnt 74% loforða Ríkisstjórnin speglar sjálfa sig Samkvæmt mati ríkisstjórnarinnar hafa þrjú af hverjum fjórum loforðum úr málefnasáttmálanum verið efnd að fullu eða að mestu. Umfjöllun í síðasta helgarblaði. Solveig Lára Guðmundsdóttir: Vill verða biskup á Hólum Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri til vígslubiskups á Hólum. Skrifaði hún um ákvörðunina á bloggsíðu sinni. „Gærdagurinn 2. apríl á þessu Herrans ári 2012 var bjartur og fagur í Reykjavík. Ég vaknaði í höfuðborginni eftir yndislega fermingar- og afmæl- ishelgi með fjölskyldu og vin- um. Fyrsta verk dagsins var að skrifa bréf til kjörstjórnar vegna vígslubiskupskjörs á Hólum. Innihald bréfsins var stutt en mikilvægt: „Til kjörstjórnar við vígslubiskupskosningu í Hóla- umdæmi. Ég undirrituð sóknar- prestur á Möðruvöllum í Hörg- árdal, lýsi því yfir að ég gef kost á mér við vígslubiskupskosn- ingu í Hólaumdæmi árið 2012.“ Síðan fór ég með bréfið á bisk- upsstofu og enn skein sólin.“ Solveig leggur áherslu á að vinna að stefnumótun í söfn- uðum stiftisins, efla samstarf og hlúa að starfsfólki kirkjunnar. Framundan sé starf við stefnu- mörkun biskupsembættanna og vill hún leggja sitt af mörkum til að þau þjóni kirkjunni enn betur. „Á Hólum er unnið mikið menningarstarf og mun reynsla mín af menningar- og fræðslu- starfinu sem verið hefur hér á Möðruvöllum undan farin ár nýtast mér vel til að koma að því starfi,“ segir Solveig sem þjónað hefur Möðruvallaprestakalli síð- astliðin 12 ár. Þar áður var hún sóknarprestur á Seltjarnarnesi í 14 ár. Framboðsfrestur vegna vígslubiskupskjörsins rennur út 30. apríl næstkomandi.  solrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.