Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað
R
íkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Vinstrigrænna, sem hefur set-
ið við völd í landinu í tæp þrjú
ár, telur að af því 221 loforði
sem hún gaf í málefnasátt-
mála sínum hafi hún efnt 76 að fullu.
Önnur 87 loforð hafi verið efnd að
mestu. Restin hafi síðan verið efnd að
hluta eða sé í vinnslu. Samkvæmt því
hefur ríkisstjórnin, samkvæmt sínum
eigin mælikvörðum, efnt um 74% lof-
orða að fullu eða mestu.
Þessar upplýsingar er að finna í
skýrslu sem Hrannar B. Arnarsson, að-
stoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur
forsætisráðherra, hefur tekið saman
og er aðgengileg á vefsíðu stjórnar-
ráðsins.
Engin svikin loforð?
DV hefur tvívegis undanfarið ár birt út-
tektir á efndum loforða úr stjórnarsátt-
málanum. Nokkru munar á úttektum
DV á efndunum og því hvernig ríkis-
stjórnin metur sjálf frammistöðu sína.
Þannig metur stjórnin það sem svo að
hún hafi efnt fleiri loforð að fullu eða
að hluta en fram kemur í úttektum DV.
Þá kemur hvergi fram í skýrslu ríkis-
stjórnarinnar að einhver af loforð-
unum hafi verið svikin. Loforðin eru
flokkuð í skýrslu stjórnarráðsins sem
afgreidd, afgreidd að mestu, afgreidd
að hluta og í vinnslu. Þau eru síðan
flokkuð niður eftir málaflokkum.
Á sviði efnahagsmála gaf stjórnin
25 loforð. Hún segist hafa efnt 14 að
fullu og 7 að mestu. Á sviði ríkisfjár-
mála metur ríkisstjórnin árangur
sinn ekki eins góðan. Af 33 loforð-
um hefur hún efnt 12 að fullu en 16
að mestu. Þá hefur hún afgreitt 4 at-
riði að hluta og 1 loforð er sagt vera í
vinnslu.
Í flokknum varanleg velferð
gengst stjórnin hins vegar við því
að hafa ekki efnt eitt einasta loforð
af fullu. Hún hafi efnt 13 loforð að
mestu eða að hluta og 4 séu í vinnslu.
Metnaðarfull en ósamstíga
Í úttekt DV um kosningaloforð í síð-
ustu viku sagði Egill Helgason sjón-
varpsmaður að ríkisstjórnin hefði
sett sér ótrúlega metnaðarfull mark-
mið og það var kannski aldrei von
að það væri hægt að koma þessu
öllu í kring sem hún ætlaði að gera.
„Þetta er líklega metnaðarfyllsti
stjórnarsáttmáli allra tíma. Hann er
ansi margar blaðsíður og þarna er
verið að tala um breytingar á kvóta-
kerfinu, breytingar á stjórnsýslunni,
stjórnarskrá og inngöngu í ESB og
fleira. Þetta var svo metnaðarfullt að
það var kannski aldrei von að það
væri hægt að koma þessu öllu í gegn
meðfram því að endurreisa íslenska
hagkerfið og með hagsmunaöflin
jafn sterk og þau eru á Íslandi.“
Birgir Guðmundsson, prófessor
í stjórnmálafræði við Háskólann á
Akureyri, sagði það hafa komið nið-
ur á skilvirkni ríkisstjórnarinnar að
menn hafi leyft sér of mikið svigrúm
fyrir sérskoðanir. „Óeiningin lam-
ar ríkisstjórnina. Það er allt gott um
það að segja að leyfa þúsund rödd-
um að hljóma en kannski ekki inni í
ríkisstjórninni.“
„ Þetta er líklega
metnaðarfyllsti
stjórnarsáttmáli allra
tíma.
n Ríkisstjórnin metur eigin árangur á kjörtímabilinu í skýrslu
Staðan eftir málaflokkum
Efnahagsmál:
25 atriði
n Afgreitt: 14
n Afgreitt að mestu 7
n Afgreitt að hluta: 4
Ríkisfjármál:
33 atriði
n Afgreitt: 12
n Afgreitt að mestu: 16
n afgreitt að hluta: 4
n Í vinnslu: 1
Varanleg velferð:
17 atriði
n Afgreitt: 0
n Afgreitt að mestu: 6
n Afgreitt að hluta: 7
n Í vinnslu: 4
Menntun að leiðarljósi:
11 atriði
n Afgreitt: 6
n Afgreitt að hluta: 1
n Afgreitt að mestu: 3
n Í vinnslu: 1
Atvinnumál:
31 atriði
n Afgreitt: 6
n Afgreitt að mestu: 19
n Afgreitt að hluta: 5
n Í vinnslu 1
Fiskveiðar:
16 atriði
n Afgreitt: 6
n Afgreitt að hluta: 2
n Afgreitt að mestu: 2
n Í vinnslu: 5
Umhverfi og auðlindir:
23 atriði
n Afgreitt: 11
n Afgreitt að mestu: 7
n Afgreitt að hluta: 2
n Í vinnslu: 3
Lýðræði og
mannréttindi:
34 atriði
n Afgreitt: 10
n Afgreitt að mestu: 14
n Afgreitt að hluta: 4
n Í vinnslu: 6
Utanríkis- og
Evrópumál:
14 atriði
n Afgreitt: 1
n Afgreitt að mestu: 9
n Afgreitt að hluta: 3
n Í vinnslu: 1
Stjórnkerfisbreytingar:
18 atriði
n Afgreitt: 10
n Afgreitt að mestu: 4
n Afgreitt að hluta: 2
n Í vinnslu: 2
Loforð ríkisstjórnarinnar
Samtals 221 loforð
Afgreitt: 76
Afgreitt að mestu: 87
Afgreitt að hluta: 34
Í vinnslu: 24
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Stjórnin SegiSt hafa
efnt 74% loforða
Ríkisstjórnin speglar sjálfa sig Samkvæmt mati
ríkisstjórnarinnar hafa þrjú af hverjum fjórum loforðum
úr málefnasáttmálanum verið efnd að fullu eða að
mestu. Umfjöllun í síðasta helgarblaði.
Solveig Lára Guðmundsdóttir:
Vill verða
biskup á
Hólum
Solveig Lára Guðmundsdóttir,
sóknarprestur á Möðruvöllum,
hefur ákveðið að gefa kost á sér
í kjöri til vígslubiskups á Hólum.
Skrifaði hún um ákvörðunina á
bloggsíðu sinni. „Gærdagurinn
2. apríl á þessu Herrans ári 2012
var bjartur og fagur í Reykjavík.
Ég vaknaði í höfuðborginni eftir
yndislega fermingar- og afmæl-
ishelgi með fjölskyldu og vin-
um. Fyrsta verk dagsins var að
skrifa bréf til kjörstjórnar vegna
vígslubiskupskjörs á Hólum.
Innihald bréfsins var stutt en
mikilvægt: „Til kjörstjórnar við
vígslubiskupskosningu í Hóla-
umdæmi. Ég undirrituð sóknar-
prestur á Möðruvöllum í Hörg-
árdal, lýsi því yfir að ég gef kost
á mér við vígslubiskupskosn-
ingu í Hólaumdæmi árið 2012.“
Síðan fór ég með bréfið á bisk-
upsstofu og enn skein sólin.“
Solveig leggur áherslu á að
vinna að stefnumótun í söfn-
uðum stiftisins, efla samstarf og
hlúa að starfsfólki kirkjunnar.
Framundan sé starf við stefnu-
mörkun biskupsembættanna og
vill hún leggja sitt af mörkum
til að þau þjóni kirkjunni enn
betur.
„Á Hólum er unnið mikið
menningarstarf og mun reynsla
mín af menningar- og fræðslu-
starfinu sem verið hefur hér á
Möðruvöllum undan farin ár
nýtast mér vel til að koma að því
starfi,“ segir Solveig sem þjónað
hefur Möðruvallaprestakalli síð-
astliðin 12 ár. Þar áður var hún
sóknarprestur á Seltjarnarnesi
í 14 ár.
Framboðsfrestur vegna
vígslubiskupskjörsins rennur út
30. apríl næstkomandi.
solrun@dv.is