Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 53
Viðtal 53Páskablað 4.–10. apríl 2012
„Virðing fyrir mannréttindum
felur einnig í sér virðingu fyrir
landi og náttúru; áherslu á nægjusemi
og lífshætti sem eru umhverfisvænir
þar sem oft eru andvökunætur út
af rekstrinum, erfitt að láta enda ná
saman og ekki sjálfgefið að fá eigin
laun greidd.“
Doktorsgráða frá
lagadeild Lundarháskóla
Herdís hélt árið 1996 ásamt þáver-
andi eiginmanni sínum og fjórum
börnum á aldrinum fimm mánaða
til 10 ára til Lundar þar sem hún
stundaði framhaldsnám.
„Ég hafði fengið stöðu til að vinna
að doktorsritgerð við lagadeildina
í Lundi. Umfjöllunarefnið var tján-
ingarfrelsi fjölmiðla og ritstjórnar-
legt sjálfstæði þeirra. Á þessu tíma-
bili var mér einnig boðið að koma
sem gestafræðimaður til Oxford þar
sem ég hélt opinberan fyrirlestur
um niðurstöður mínar um að stjórn-
völdum bæri samkvæmt Mannrétt-
indasáttmála Evrópu að tryggja það
að fjölmiðlar geti sinnt þeirri skyldu
að vera varðhundur almennings
óháð þrýstingi frá viðskiptavaldi og
stjórnmálaöflum. Ég kom heim með
börnin til Íslands árið 2000 en þá
höfðum við hjónin ákveða að skilja.“
Herdís varði síðan doktorsrit-
gerðina í Lundi árið 2003 og hún var
ráðin prófessor á Bifröst eftir að hafa
farið í gegnum hefðbundið akadem-
ískt mat árið 2004.
Hún var og er einstæð móðir og
til að börnin kæmu ekki að tómu
húsi þegar hún var í Borgarfirðinum
réði hún konu sem tók á móti þeim
nokkrum sinnum í viku og hafði
þann starfa í sex vetur. Það var fyrr
minnst á meðbyr og mótbyr; flestir
ef ekki allir hafa skoðun á forseta-
frambjóðendum hvort sem þeir
þekkja þá eða ekki. Fyrrgreind kona
sagði eftirfarandi við blaðamann:
„Í mínum huga er hún hlý og góð
manneskja, býr yfir hugrekki og gáf-
um og þeim eiginleika, sem ekki er
algengur, að hún er höfðingi í lund.
Þetta er nákvæmlega það sem mér
finnst um Herdísi Þorgeirsdóttur og
hefur alltaf fundist.“
Fræðastörf
„Í ársbyrjun 2005 var nýr deildarfor-
seti ráðinn við lagadeildina á Bifröst
án auglýsingar. Ég og ýmsir fleiri
vorum undrandi á þessari ráðningu
enda kom þessi einstaklingur af Al-
þingi en ekki úr akademísku um-
hverfi. Árið 2006 var staða rektors
auglýst og gerð krafa um doktors-
próf. Ég sótti um en dr. Ágúst Ein-
arsson var ráðinn en hann hefur
djúpar rætur úr sama pólitíska um-
hverfi og deildarforsetinn. Skömmu
síðar gerðum við samkomulag um
að ég færi í stöðu rannsóknarpró-
fessors og um mitt ár 2009 fór
ég þess á leit við hann að fá
launalaust leyfi sem stendur
enn. Ég hélt áfram að halda
tengslanetsráðstefnurnar
sem ég hafði byrjað með
og skipulagt allt frá 2004
og voru mjög fjölsóttar.
Ég fékk fræga erlenda
gestafyrirlesara en
ekki síður öflugar
íslenskar konur af
öllum sviðum sam-
félagsins til að tala.
Þetta voru sann-
kallaðir hópeflisvið-
burðir sem ég tel að
hafi haft mikil áhrif á
jafnréttisbaráttuna
og lagasetningu
henni tengda.
Ég var önnur íslenskra kvenna
til að verja doktorsritgerð í lög-
um og vakti það vissa fordóma þar
sem ég var ekki með íslenskt laga-
próf í grunninn. Því afréð ég að taka
grunnnám í lögfræði og afla mér í
kjölfarið lögmannsréttinda sem ég
fékk 2011. Þetta gerði ég samhliða
umfangsmiklum störfum á sviði
mannréttinda fyrir Evrópuráðið og
störfum fyrir Framkvæmdastjórn
Evrópusambands á sviði jafnréttis-
mála vegna aðildar Íslands að EES-
samningnum og ásamt störfum
mínum sem Forseti Evrópusamtaka
kvenlögfræðinga.“
Það má kannski segja að litla
myndin á veggnum á skrifstofu Her-
dísar sé táknmynd fyrir mannrétt-
indin sem hún hefur lagt áherslu á.
Ef hún nær kjöri sem næsti forseti
lýðveldisins hefur hún áhuga á að
vinna enn meira að þeim málum.
Og þá í þágu Íslendinga.
Það hefur minnkað í tekrúsunum.
Herdís kveður jafn hlýlega og hún
heilsaði fyrir utan grámálaða húsið,
Skýjahöllina. Þótt það sé sunnudag-
ur þá er nóg að gera. Fundur síðar
um daginn með stuðningsmönn-
um.
Jú, vorið er komið. Það er
farið að bruma svolítið
hér og þar. Sólin farin
að hækka á lofti.
Svava Jónsdóttir
„Embætti forseta
Íslands gerir kröfu
um að það skipi hæfur
einstaklingur
Forsetaembættið
„Forsetinn er fulltrúi vinn-
andi fólks og þeirra sem eru
áhyggjum og þunga hlaðnir,“
segir Herdís. mynD sigtryggur ari