Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 54
54 Viðtal 4.–10. apríl 2012 Páskablað Þ að er fermingarveisla í gangi á heimili Þóru og Svavars á Hjalla­ brautinni í Hafnar­ firði þegar blaða­ maður sækir þau heim. Þóra býður til sætis í eldhúsinu. Hún er komin með myndar­ lega kúlu. Enda er von á átt­ unda fjölskyldumeðlimnum í byrjun maímánaðar. Þau Þóra og Svavar eiga miklu barna­ láni að fagna en þau eiga sam­ an tvö börn, Halldór Narfa sex ára og Nínu Sólveigu sem er að verða fjögurra ára. Þá á Svavar þrjár dætur frá fyrra sambandi sem eru að verða 13, 14 og 15 ára. Það er sú næstelsta sem var að fermast og það er fjör á heimilinu þennan laugardag enda allir fjölskyldumeðlimir samankomnir til að samfagna og gæða sér á kaffi, kökum og fiskisúpu. Út um eldhúsgluggann sjást Dóri, Oddur frændi hans og Nína, upptekin við að drullu­ malla. Á eldhúsbekknum er kokkagalli Svavars. „Hann fer stundum í kokkagallann þegar hann er að elda, hon­ um finnst það skemmtilegra,“ segir Þóra með bros á vör. „Ég lagaði nefnilega stórkost­ lega fiskisúpu í morgun,“ segir Svavar sem kemur aðvífandi inn í eldhús að laga meira kaffi fyrir gestina. „Mér finnst allt bragðast betur sem ég elda þegar ég er í kokkagallanum,“ útskýrir hann. Þóra horfir út um gluggann þar sem börnin eru að leik. „Hún Nína klæddi sig í stígvélin áðan og tilkynnti mér að hún væri sko farin út að drullumalla með strákunum. Ég held að hún verði harðjaxl, því hún er alltaf að berjast fyrir því að fá að vera með.“ Bjó við hvatningu bræðra sinna Sjálf er Þóra yngst í systkina­ röðinni og segir það sjálfsagt hafa mótað sig heilmikið. Hún er alin upp í vesturbæ Kópa­ vogs við mikið öryggi og gott atlæti foreldra sinna, Nínu Sveinsdóttur framhaldsskóla­ kennara og Arnórs Hannibals­ sonar heimspekiprófessors. Síðast en ekki síst bjó hún við hvatningu kappsfullra bræðra sinna. „Ég á fjóra eldri bræður og af því að ég er yngst, örverpið, þá var fjölskyldan búin að gera allt þegar ég fæddist. Foreldr­ ar mínir voru fertugir þegar ég kom í heiminn og fjölskyldan búin að búa á 12–13 stöðum í þremur löndum. Svo keyptu þau fokhelda hæð í Kópavog­ inum og settust þar að. Bræður mínir eru allir metnaðarfullir á sínu sviði og ég fékk oft að heyra það í uppvextinum: „Já, ertu systir þeirra – þeir fá allt­ af tíu.“ Ég ákvað því að fara í Menntaskólann við Hamrahlíð í stað þess að fara í Mennta­ skólann í Kópavogi þar sem þeir höfðu verið, til þess að þurfa ekki að máta mig statt og stöðugt við þá,“ segir Þóra sem gaf þeim þó aldrei eftir í námi. ,,Svo gátu þeir heldur aldrei neitt í íþróttum, svo ég hef séð um þá hlið mála í fjölskyld­ unni, móður minni, íþrótta­ konunni, til mikillar gleði.” Heimspekileg í hugsun „Ég hef alltaf átt auðvelt með nám og fundist gaman að því og foreldrar mínir eiga eflaust þátt í því,“ útskýrir Þóra. Hún ákvað að leggja stund á heim­ speki í grunnnámi í háskóla en faðir hennar er þekktur fyrir kennsluhætti sína í heimspeki­ deild og það að taka fræðin al­ varlega. ,,Ég held að hann hafi ekki verið hrifinn af því hversu vinsæl heimspekin varð um tíma, hann er það mikill fræði­ maður. Hann hefur lítið um­ burðarlyndi gagnvart leitandi ungmennum og finnst að þeir sem ætla sér að læra heimspeki eigi að sökkva sér í fræðin. Þeir sem ekki sýndu brennandi áhuga voru settir út af sakra­ mentinu, en þeir fáu sem stóð­ ust þessar miklu kröfur, þeir fengu jafnvel yfir átta í ein­ kunn,“ segir hún og hlær. „Hjá móður minni var það hins veg­ ar fastur liður að taka á móti blómum og konfekti frá nem­ endum sínum á vorin. Hún kenndi viðskiptagreinar og stærðfræði og var mjög vinsæll kennari en er nú komin á eftir­ laun. Hún er líklega duglegasta manneskja sem ég þekki. Hún er fædd árið 1935, var önnur konan til að útskrifast úr við­ skiptafræði frá Háskóla Íslands og sá um sjö manna heimili frá a til ö, alltaf með fullri vinnu og stundum rúmlega það. For­ eldrar hennar hófu sinn bú­ skap í tjaldi á Ölfusárbökkum, en öll börnin þeirra fjögur luku háskólaprófi. Það er allt hægt ef fólk stendur saman og vilj­ inn er fyrir hendi.“ Þóra lauk B.A.­prófi í heim­ speki frá Háskóla Íslands. Er hún heimspekileg í hugsun? „Já, ætli megi ekki segja það. Það er hægt að auka lífsgæð­ in mjög með því að hafa já­ kvæða afstöðu til lífsins. Rök­ fræði og stjórnmálaheimspeki voru mínar uppáhaldsgreinar í heimspekinni og mér finnst gott að hugsa afstætt. Það er góð leið til þess að taka ákvarð­ anir.“ Bjuggu 7 saman í 3 herbergja íbúð Í þeim töluðu orðum gengur einn bræðra hennar inn í eld­ hús og athugar hvort kaffivél­ in framleiði nóg kaffi. Hann er forvitinn um hvað systir hans er að ræða en Þóra bandar honum góðlátlega út úr eld­ húsinu. Þóra og Svavar hafa komið undir sig fótunum á fal­ legu heimili sínu í Hafnarfirð­ inum. Þau voru á leigumarkaði þar til í febrúar að þau keyptu húsið sem þau hafa leigt und­ anfarin ár. ,,Fyrstu fjögur árin okkar saman leigðum við þriggja herbergja kjallaraíbúð í Breiðholtinu hjá yndislegu fólki, svo undir það síðasta voru fjögur börn í öðru her­ berginu þegar stelpurnar voru hjá okkur og við þrjú í hinu. Ég lifði ekki glæstu sjónvarps­ stjörnulífi skal ég segja þér,“ segir hún og skellir upp úr. „Dæmigerðri útsendingu lauk þannig að ég fór úr fína hönn­ unarkjólnum sem ég fékk lán­ aðan. Braut hann saman og setti í plastpoka. Þreif af mér sminkið. Flýtti mér svo út til að ná strætó upp í Breiðholt. En það var ekkert að þessu, við hugsum til þessa tíma með mikilli hlýju. Pabba fannst þetta reyndar ágætt fyrirkomu­ lag hjá okkur og rifjaði upp sögur af þremur fjölskyldum í einni íbúð á Ísafirði. Hann sér ekki hvers vegna börn þurfa sérherbergi.“ Fékk bréfsendingar og símhringingar Þóra hefur unnið við fjölmiðla í tæp 15 ár og var rétt rúm­ lega tvítug þegar hún hóf störf í Dægurmálaútvarpinu á Rás 2. ,,Þar var ég með góða læri­ meistara eins og Leif Hauks­ son, Ævar Örn Jósepsson og Lísu Pálsdóttur sem ég nýtti mér óspart.“ Hún hélt svo til framhalds­ náms við John Hopkins­há­ skólann í Washington og Bologna og þegar hún kom heim á sumrin fékk hún vinnu á fréttastofu Sjónvarpsins. Það­ an lauk hún meistaraprófi í al­ þjóðastjórnmálum og þróun­ arhagfræði. Við heimkomuna hóf hún störf sem fréttamaður af fullum þunga á fréttastofu Ríkissjónvarpsins svo eftir var tekið og hefur margoft verið kosin besti sjónvarpsmaður landsins. En hvernig kom það til að hún hugleiddi framboð til embættis forseta Íslands? „Það var í byrjun árs að ég fór að fá bréfsendingar og hvatningu til þess að bjóða mig fram. Mér þóttu bréfin bæði falleg og skemmtileg og ákvað að geyma þau til að sýna krökk­ unum þegar þau stækka. Á þessum tíma hvarflaði ekki að mér að hugleiða framboð í al­ vöru, enda barn á leiðinni, við í framkvæmdum hér heima við og fjölskyldan með allt aðrar áætlanir,“ segir Þóra. En bréfsendingum til henn­ ar fjölgaði eftir því sem leið að vori. „Eftir því sem tölvupóst­ um, bréfum og símhringingum fjölgaði, þá fann ég fyrir alvör­ unni. Það voru ekki bara ætt­ ingjar, vinir og kunningjar sem hringdu og sendu bréf. Það var kennarinn á Héraði, áhöfn­ in fyrir vestan, verkstjórinn úr Rangárþingi og svo framvegis. Fólk sem ég þekki ekki. En það er ekki nóg að finna fyrir hvatningu frá öðru fólki. Það er alltof auðvelt að láta berast á einhverri bylgju og uppgötva svo að það gleymdist að svara grundvallarspurningunni: Langar mig til þess að gegna þessu embætti – og hef ég það sem þarf til að gegna því með sóma? Til þess að geta svar­ að henni, þarf ég að skilgreina embættið í huga mér, fyrir hvað það stendur og hvernig ég vil móta það. Þegar kjarninn er skilinn frá hisminu þá er það þetta sem skiptir máli. Ekki hvernig mál hafa skipast í fortíðinni, heldur hvernig við sjáum framtíðina.“ Forsetinn er öryggisventill Þóra hefur ákveðna sýn á for­ setasembættið. Hún vill stuðla að sátt og hvetja til góðra verka. „Forsetinn er eini embættis­ maðurinn sem þjóðin öll fer og kýs persónukjöri. Það þýð­ ir líka í mínum huga að hann eigi að vera forseti allrar þjóð­ arinnar. Auðvitað má segja að kosningar séu alltaf pólitískar á einhvern hátt, en forsetakjör hefur ekkert með flokkapóli­ tík að gera. Forsetinn er ekki á vegum flokka, hann er ekki á vegum hagsmunahópa og hann tekur ekki afstöðu í póli­ tík, blandar sér í ekki í pólitísk­ ar deilur. Fólk lætur ekki segja sér hvern það eigi að kjósa eftir einhverjum pólitískum línum. Um leið og forsetinn bland­ ar sér í pólitík er hann farinn að skipa sér bak við víglínu og nóg er af þeim í þessu samfé­ lagi. Ég sé fyrir mér manneskju sem ýtir undir sátt. Í grunn­ inn erum við friðsæl þjóð þótt ýmislegt hafi gengið á og um­ ræðan eins og hún hefur verið síðustu árin ekki beinlínis ýtt undir það góða í þjóðarsálinni. Það er miklu fleira sem sam­ einar okkur en sundrar og for­ setinn á að hvetja fólk til góðra verka, hann á að stappa í það stálinu þegar þess þarf og út Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Þóra Arnórsdóttir er á lokametrunum. Ákvörðun um hvort hún bjóði sig fram til forseta þarf að liggja fyrir mjög bráðlega, en kosið verður þann 30. júní. Ef hún lætur slag standa segist hún ætla að vakna að morgni 1. júlí og hugsa: Mikið var þetta skemmtileg reynsla, hvernig sem fer. Kristjana Guðbrandsdóttir heimsótti Þóru á heimili hennar í Hafnarfirði um helgina og ræddi um hennar sýn á forsetaembættið en Þóra á von á barni þann 8. maí. Hvað er eðlilegra en að eignast barn? spyr hún. „Það er óeðlilegt að útiloka konur á barneignaraldri frá ábyrgðarstöðum í samfélaginu.“ Barnshafandi í baráttu Forseti allrar þjóðarinnar „Forsetinn er eini embættis- maðurinn sem þjóðin öll fer og kýs persónukjöri. Það þýðir líka í mínum huga að hann eigi að vera forseti allrar þjóðarinnar. Auðvitað má segja að kosningar séu alltaf pólitískar á einhvern hátt, en forsetakjör hefur ekkert með flokkapólitík að gera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.