Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 24
24 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað Transfólk mætir miklum fordómum É g er í sjokki yfir þessu,“ segir Elísa Björg Örlygsdóttir Husby, formaður félagsins Trans Ís- lands, um árás á transmann á veitingastað í miðborg Reykja- víkur. Á sunnudag vitnaði DV.is í bloggfærslu Hafþórs Loka Theodórs- sonar sem sagði frá vini sínum sem varð fyrir líkamsárás á skemmti- staðnum Faktorý aðfaranótt sunnu- dags. „Í morgun hringdi góður vin- ur minn sem einnig er trans í mig. Klukkan var 6 og hann var alveg í henglum. Ég flýtti mér til hans og sat með honum heillengi á meðan hann sagði mér frá 3 mönnum sem hann rakst á á skemmtistaðnum Faktorý. Þeir ákváðu að þeir væru ósáttir við að hann skyldi „voga sér“ að fylgja sannfæringu sinni og fara á karlakló- settið.“ Þá lýsir hann atburðarás vin- ar síns á Faktorý svona: „Þeir börðu hann niður þangað til honum tókst að flýja. Hann fór í leigubíl og út- skýrði hvað hefði gerst og var þá til- kynnt af þessum bílstjóraskratta að það væri geðveiki að vera trans og að hann vissi það sko af því að mamma hans er víst „sérfræðingur“ í Svíþjóð,“ skrifar Hafþór. Miklir fordómar Elísa segir mikla fordóma vera gagn- vart transfólki á Íslandi. „Sérstak- lega á skemmtistöðum,“ segir Elísa. „Mér finnst þetta ekki vera einangr- að tilvik. Ég hef heyrt um mikla for- dóma í garð transfólks á Íslandi.“ segir hún.„Fyrir nokkrum árum var hótað að myrða transkonu, þannig að þetta er ekkert einsdæmi,“ seg- ir Elísa sem segir einnig mikla for- dóma gagnvart transfólki erlendis. „Þar hefur transfólk verið myrt vegna fordóma,“ segir Elísa. „Ég varð náttúrulega virkilega hræddur og bara mjög óttasleginn og er ennþá í hálfgerðu sjokki. Ég hefði aldrei trúað því að eitthvað svona myndi gerast á Íslandi og hvað þá á árinu 2012,“ sagði vinur Hafþórs í samtali við DV.is á sunnudag. Umhugsunarvert Maðurinn sagðist vonast til þess að svona atburður veki fólk til umhugs- unar um stöðu transfólks í samfé- laginu. Aðspurður um það hvort hann hafi einhver sérstök skila- boð sem hann vilji koma á fram- færi í tengslum við málefni trans- fólks segir fórnarlamb árásarinnar: „Veistu ég er ennþá bara í miklu sjokki og á erfitt með að hugsa.“ Hann segist þó vera að fara af stað með fræðslu í slagtogi með öðrum og hann vonar að hún muni skila sér í aukinni vitund. „Við höfum farið inn í grunnskólana og erum tilbúin að fara hvert sem er. Fólk er að vakna og það vill fá fræðslu af því að margir vita ekkert hvað er að vera trans eða hvað felst í orðinu. Þann- ig að þetta er bara barátta sem við verðum að halda á lofti.“ „Fyrir nokkrum árum var hótað að myrða transkonu Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is Fordómar Formaður Trans Íslands segist finna fyrir miklum fordómum í garð trans- fólks á Íslandi. Mynd Photos.coM n Transmaður laminn á skemmtistað í Reykjavík Faktorý Hafþóri Loka var mjög brugðið vegna árásarinnar aðfaranótt sunnudags. Mynd sigtryggUr ari Spítalinn eins og fjórar Smáralindir Gísli Marteinn Baldursson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagn- rýnir harðlega nýtt deiliskipulag Landspítalans við Hringbraut, sem meirihlutinn í Reykjavík hefur lagt fram. Gísli segir deiliskipulagið vont; bílastæðamál séu illa leyst, mikilvæg götuhorn illa hönnuð og nýtt, og jafnframt ásýndin að gamla spítalanum hverfi á bak við risabyggingar. Í pistli á heima- síðu sinni segir Gísli að furðuleg- ast sé byggingarmagnið sjálft, sem er samtals 290 þúsund fermetrar, en til samanburðar er núverandi Landspítali 60–70 þúsund fermetr- ar og Borgarspítalinn 30 þúsund fermetrar. „Ástæða nýju byggingar- innar er sameining þessara tveggja spítala, og í því ljósi er mjög sér- stakt að sameinaður muni spítalinn verða þrisvar sinnum stærri en þeir tveir hlutar sem eru að sameinast,“ segir hann og bætir við að bygg- ingarmagnið nemi tæplega fjórum Smáralindum. „Skrýtið að Alþingi skuli styrkja svona lagað“ „Ég vil vita hverja Björn talaði við. Mér finnst það skipta máli,“ segir bloggarinn Teitur Atlason á bloggi sínu á DV.is en þar vill hann fá að vita við hverja Björn Bjarnson ræddi við skýrslugerð fyrir Evrópuvaktina sem styrkt var um 4,5 milljónir króna af Alþingi. Teitur segir Björn aðeins nafngreina eina manneskju en það er Hans-Olaf Henkel sem Teitur segir vera búinn að mála sig út úr þýskri samfélagsum- ræðu vegna öfgakenndra skoð- ana sinna. „Mér finnst skrýtið að Alþingi skuli styrkja svona lagað. Ég þekki ágætlega til rit- hefða og ólíkra tegunda af rit- smiðum, en hef aldrei séð neitt í líkingu við rit-klastur Björns Bjarnasonar,“ segir Teitur en hefur þó séð eina og er það greinin The Kentucky Derby is Decadent and Depraved eftir rithöfundinn margfræga Hunter S. Thompson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.