Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 16
H ægt væri að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu svo um munar. Það myndi spara um- talsverða fjármuni fyrir bæði sveitarfélögin á svæðinu og íbúana. Höfuðborgarsvæðið er gífur- lega strjálbýlt samanborið við aðrar borgir í kringum okkur. Ekki þyrfti að byggja borgina hátt til að hægt væri að koma öllum íbúum á höfuðborgar- svæðinu fyrir í aðeins nokkrum póst- númerum. Sparnaðurinn sem felst í þéttari byggð birtist meðal annars í ódýrari samgöngum, betri almenn- ingssamgöngum og talsvert minni tíma sem færi í ferðalög. Nóg pláss í borginni Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru rúmlega 200 þúsund talsins og dreif- ast á svæði sem nemur rúmlega eitt þúsund ferkílómetrum. Það þýðir að þéttleiki byggðar á höfuðborgar- svæðinu nemur um 187 íbúum á hvern ferkílómetra. Þéttust er byggð á Seltjarnarnesi en strjálbýlast er í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi. Ef allir á höfuðborgarsvæðinu myndu búa jafnþétt og íbúarnir á Seltjarnar- nesi gera myndu allir komast fyrir á svæði sem nemur hluta af Hafnar- firði. Það er umtalsvert minna svæði en höfuð borgarsvæðið er í dag en Hafnarfjörður er aðeins 13,5 prósent af höfuð borgarsvæðinu, sé Kjósar- hreppur tekinn með í reikninginn. Ef íbúar höfuðborgarsvæðisins myndu hins vegar búa jafnþétt og gengur og gerist í evrópskum borg- um væri vel hægt að koma öllum fyr- ir á landsvæði sem nemur 9,6 ferkíló- metrum. Þeir útreikningar miðast við þéttleikann eins og hann er í París, höfuðborg Frakklands. Það svæði er um það bil eitt prósent af landsvæð- inu sem höfuðborgar svæðið teygir anga sína yfir í dag. Þyrfti ekki að byggja upp Eins og útreikningarnir hér að ofan sýna er ljóst að ekki þyrfti að byggja höfuðborgarsvæðið mjög hátt til að ná að þétta byggðina umtalsvert. París er talsvert hærri en höfuð- borgarsvæðið en Seltjarnarnes, þar sem þéttasta byggð á höfuðborgar- svæðinu er, er ekki í námunda jafn- hátt byggt og París. Þéttustu byggð- ir á höfuðborgarsvæðinu eru gömul hverfi þar sem hús eru byggð með tveimur hæðum, kjallara og risi sem búið er í. Það myndi hins vegar þýða minni lóðir í kringum íbúðarhús- næði og líklega færri bílastæði svo eitthvað sé nefnt. Skekkja er í tölum um þéttleika byggðar að því leyti að ekki er gert ráð fyrir óbyggðum svæðum. Því er ekki úr vegi að gera ráð fyrir því að þéttleikinn sé talsvert meiri en tölur gera ráð fyrir. Við einfalda og óvísindalega mælingu blaðamanns kom í ljóst að um það bil 95 ferkílómetra svæði er byggt á höf- uðborgarsvæðinu. Það þýðir að þétt- leikinn er um það bil 2.114 íbúar á hvern ferkílómetra. Það er engu að síð- ur ennþá mjög langt frá því sem þekk- ist í borgum í kringum okkur. Dæmdir fyrir hraðbankasvindl n Rúmenskir bræður í tólf mánaða fangelsi hér á landi T veir rúmenskir bræður á fer- tugsaldri voru í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag dæmd- ir í 12 mánaða fangelsi fyr- ir að hafa komið fyrir afritunarbún- aði, segul randalesara og myndavél í tveimur hraðbönkum í miðbæ Reykja- víkur í síðasta mánuði. Mönnunum, Daniel Vasile Paul og Ciprian Du- mitru Paul, tókst að afrita upplýsing- ar af fjölda greiðslukorta sem þeir ým- ist komu eða hugðust koma í hendur óþekkts þriðja aðila gegn greiðslu. Bræðurnir komu búnaði sín- um fyrir á hraðbanka Arion banka á Laugavegi 120 og hraðbanka Lands- bankans í Austurstræti 14. Borgun og Valitor lokuðu fjölda greiðslukorta vegna málsins. Daniel var handtekinn að kvöldi 1. mars þar sem hann var að eiga við hraðbanka. Í fórum mannsins fannst ómerktur hótellykill og farsími með skilaboðum frá Hótel Frón. Þar fengu lögreglumenn upplýsingar um að her- bergið væri skráð á Ciprian og fékkst heimild til að leita í herberginu. Var í kjölfarið send tilkynning á landa- mæradeild lögreglunnar á Suður- nesjum og var Ciprian handtekinn í Leifsstöð þegar hann reyndi að flýja land að morgni 2. mars síðastliðins. Fyrir dómi játaði Daniel að hafa kom- ið búnaðinum fyrir en neitaði þeim hluta ákærunnar er kvað á um að hon- um hefði tekist að afrita upplýsingar. Reyndi hann að taka sökina alfarið á sig og sagðist ekki hafa komið bún- aðinum fyrir í félagi við Ciprian sem neitaði alfarið sök. Dómnum þótti hins vegar sannað að Ciprian hefði framið brotin í félagi við bróður sinn. Í niðurstöðu dómsins segir að sannað þyki að Daniel hafi tekist að afrita upplýsingar af fjölda greiðslu- korta sem hafi komist í hendur þriðja aðila. Hann viðurkenndi að auki að aðili í Bretlandi hefði greitt honum fyrir að fara til Íslands og koma bún- aðinum fyrir. Þá segir að brot af þessu tagi séu vel þekkt og tengist jafnan skipu- lagðri alþjóðlegri brotastarfsemi. Brot- in séu mjög alvarleg, þaulskipulögð og leiddu til umtalsverðs tjóns og var frekari tjónahætta mikil. Það var að- eins fyrir tilstilli athuguls viðskipta- vinar sem upp komst um háttsemi bræðranna. Með hliðsjón af alvarleika brotsins þótti dómara hæfileg refsing 12 mánaða fangelsisdómur, óskilorð- sbundinn, en brotin gátu varðað allt að 6 ára fangelsi. mikael@dv.is 16 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað Stálu kortaupplýsingum Bræðurnir komu fyrir afritunarbúnaði á hraðbanka í miðbæ Reykjavíkur. Fengu 12 mánaða dóm fyrir. Þarf ekki mikið pláss Ef íbúar á höfuðborgarsvæðinu byggju jafnþétt og Parísarbúar gætu allir höfuðborgarbúar, sem eru um það bil tveir þriðju hlutar lands- manna, búið á svæðinu vestur af Kringlumýrarbraut í Reykjavík. Þetta myndi hafa bæði jákvæð og neikvæð áhrif á lífið í borginni en helst ber að nefna umtalsvert minni ferðakostn- að og ferðatíma en nú þekkist. Komumst fyrir vestan Kringlumýrarbrautar n Þétta má byggð á höfuðborgarsvæðinu án þess að byggja hátt Mikið pláss Nóg pláss er fyrir alla höfuðborgarbúa á tiltölulega litlu svæði í Reykjavík sé tekið mið af því hvernig aðrar þjóðir búa í sínum borgum. MyNd SigtRygguR ARi Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Einstæð móðir í kröggum: „Miklu bjartara yfir okkur“ „Það er miklu bjartara yfir okkur og það er margt gott fólk þarna úti,“ segir Aníta, ung einstæð móð- ir sem DV sagði frá fyrir stuttu. Aníta sagði upp atvinnu sinni þar sem hún sá fram á að geta ekki séð sér og dóttur sinni farboða á þeim launum sem henni buðust. Hún taldi sér betur komið innan félags- lega kerfisins en þar mætti hún engum skilningi, enda fólk ekki hvatt til þess að segja upp atvinnu sinni. En fjölmargir sýndu Anítu skilning og vildu aðstoða hana. Sá stuðningur hefur þýtt að þær mæðgur geta komist af næstu tvo mánuðina þangað til mál þeirra skýrast. „Þetta hjálpaði okkur mjög mikið, allur sá stuðningur sem við fengum. Það er að koma okkur í gegnum þessa tvo mánuði,“ segir Aníta. „Ég er svo þakklát fyrir alla þá hjálp sem við fengum.“ „Það er til dæmis ein kona að ganga frá samningi fyrir okkur svo að við getum fengið íbúð sem er mun ódýrari. Við getum feng- ið hana í byrjun júní. Það mun breyta lífi okkar,“ segir Aníta, en lausafjárstaða hennar eftir að hún hefur borgað leigu mun breytast til muna og þýðir að þær mæðgur geta haft í sig og á. Hún er nú að skoða þau at- vinnutilboð sem hún hefur fengið og stekkur á það sem gengur upp varðandi ferðakostnað og pössun á dóttur hennar. „Það vinna allir í kringum mig vaktavinnu svo það getur verið erfitt að stóla á pössun, en ég skoða allt og vona að ég finni eitthvað sem gengur sem fyrst. Ég er á fullu að leita og sæki um allt sem ég held að geti gengið.“ Aníta segir að hún hafi verið hikandi við að opinbera sig svo mikið, en að það hafi á endanum verið rétt ákvörðun. „Já, það var gott að opinbera sig svona. Ég er líka svo fegin því hvað þetta fékk mikla athygli. Það var markmiðið í upphafi að benda á hversu rangt þetta væri,“ segir hún. „En þetta breytir öllu, algjör- lega öllu,“ segir hún. En það hefur ekkert breyst hjá þeim mæðgum innan félagslega kerfisins og þær bíða nú úrlausnar sinna mála, sem verður ekki fyrr en í júní. astasigrun@dv.is Málverk í óskilum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í fórum sínum tvö mál- verk sem eru í óskilum. Eigendur þeirra geta vitjað málverkanna hjá lögreglu. Í tilkynningu frá lög- reglunni kemur fram að krafist verði staðfestingar á eignarhaldi áður en myndirnar verða afhentar. Þeir sem telja sig eiga málverkin geta haft samband við lögregluna í gegnum síma 444-1000 en einnig má senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.