Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 2
Ógeðfelld fluga í bómullarskífu 2 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað Hlýir páskar fram undan n Regnhlífar meðferðis til öryggis Þ etta eru hlýir páskar sem eru framundan,“ segir veðurfræð­ ingurinn Sigurður Þ. Ragnars­ son um páskaveðrið þetta árið. Hann segir hlýtt loft vera að brjótast yfir landið með suðvestanáttinni og von sé á hlýindum fram á páskadag og jafnvel lengur. „Þeir sem ætla að vera í björtu veðri um páskana eiga að vera á Kirkjubæjarklaustri eða í Skaftafelli. Þar verður sextán stiga hiti þegar best lætur, svona framan af þessari dymbilviku og páskum. Hinir mega eiga von á rólegu veðri en það getur breyst aðeins hárgreiðslan og gætu leynst dropar í þessu. Það verður ekki mígandi rigning yfir páskana en það geta komið gusur,“ segir Sigurð­ ur sem segir Suðausturlandið fara í stjörnuflokk þegar kemur að veðr­ inu um páskana, en þeir sem verða á öðrum landshlutum ættu að vera vopnaðir regnhlífum yfir páskana. „Það er bara rómantískt að sitja undir regnhlíf með einhverjum sem manni þykir vænt um. Það er örugg­ ara að vera með hana meðferð­ is, setja öryggið á oddinn og passa upp á greiðsluna,“ segir Sigurður sem á von á mildu veðri um land allt yfir páska.  Nánar má lesa um páskaveðrið á síðu 90 í blaðinu. Mildir páskar Búast má við mildu veðri um land allt yfir páska. É g var bara að fara þvo af mér málninguna og var búin bleyta í bómullinni og tók ekki eftir neinu fyrr en þetta var nánast komið að öðru auganu á mér,“ segir Inga Hrönn sem varð fyrir frekar ógeðfelldri reynslu á dögunum. Hún var að fara að hreinsa á sér andlitið að kvöldi dags með bómullarskífu líkt og hún gerir á hverju kvöldi. Í þetta skipt­ ið rak hún hins vegar augun í eitthvað einkennilegt í bómullarskífunni sem var frá Euro Shopper. Fluga með lappir „Þá sé ég eitthvað skrýtið og þá var þetta eins og geitungur. Þetta var al­ veg á kantinum á skífunni og með lappir og allt, frekar ógeðslegt,“ segir Inga. Hún segist ekki vera viss um hvers konar flugu var að ræða en hún leit ekki út eins og íslensku geitung­ arnir. „Hún var mjög útlensk í útliti,“ segir hún. Inga var þó ekki mikið að stressa sig yfir uppákomunni og hló að henni þó að vissulega hafi henni þótt þetta ógeðfellt. „Þetta er náttúru­ lega bara bómull, sem er lífræn vara. Þetta hefur bara lent í framleiðslunni eða eitthvað þannig að ég var ekkert að kippa mér upp við þetta.“ Hún ákvað henda bara skífunni og lét ekki umboðsaðila bómullar­ skífanna vita af atvikinu en er ekki viss um að hún muni kaupa þessa tegund bómullarskífa aftur. Aldrei heyrt um slíkt Baldvin Valgarðsson, gæðastjóri hjá Aðföngum sem flytur inn Euro Shopper­vörurnar, segist aldrei hafa heyrt af slíku tilviki áður. „Nei, þetta er ekki algengt. Allavega ekki þannig að við fréttum af því. Allavega ekki þessi fjögur ár sem ég hef starfað hérna hef ég aldrei heyrt um slíkt og allt svona er skráð niður hjá okkur. Þessi aðili hafði heldur ekki samband við okkur.“ Baldvin segist ekki vita hvernig flugan ætti að hafa komist í bómull­ arskífuna. „Ég get ekki tjáð mig um það því í rauninni er það framleið­ andinn sem þarf að svara fyrir um það. En bómull er náttúruleg og er tínd af trjám eða runnum og svo er hún hreinsuð. Þarna erum við að tala um bómullarskífur sem eru kannski svona mest unnar. Það er hugsan­ lega hægt að sjá einhver óhreinindi í bómull en ef þetta er eitthvað óeðli­ lega stórt þá verður það að teljast óeðlilegt,“ segir Baldvin en á mynd­ inni er augljóst að flugan er í geit­ ungastærð. Mjög strangar gæðakröfur „Svo er spurning hvað er þetta gömul vara, er búið að geyma hana lengi í skúffu? Það er ekki beint geitungat­ íð núna þannig þetta kemur dálítið á óvart,“ segir Baldvin. Hann segir að Euro Shopper­ fyrirtækið sé með mjög strangt gæða­ eftirlit en vörurnar eru framleiddar í verksmiðjum víða um heim. „Euro Shopper­vörur eru framleiddar hjá þeim birgjum sem bjóða best hverju sinni og eru hæfir til framleiðslunnar. Þó að Euro Shopper sé lágvöruverðs­ merki þá eru gerðar mjög strangar kröfur til þeirra sem fá samningana. Ekki bara hvað verðin varðar heldur líka að þeir standist kröfur. Þeir fram­ leiða gríðarlega mikið magn í senn. Þetta fer til þeirra verslanakeðja sem eru með samninga við Euro Shopper. Vörurnar fara víða og eru ekki bara sendar til Íslands,“ segir Baldvin og nefnir Finnland, Svíþjóð, Írland og Spán sem dæmi um lönd sem kaupa vörur frá Euro Shopper. Berast ýmsar ábendingar Baldvin segir þá stundum fá ábend­ ingar um vörur sem ekki standast kröfur. „Það berast ábendingar um ýmislegt í sjálfu sér. Í matvælum get­ ur ýmislegt gerst í framleiðslu og við geymslu en eins og í vöru sem þess­ ari, hreinlætisvöru, er það afskap­ lega sjaldgæft. Við erum náttúrulega að handleika vöru sem kemur pökk­ uð til okkar þannig að hjá okkur þá er í fyrsta lagi að kanna hvort um­ búðirnar hafi sitt eðlilega útlit. Síðan ef varan er með dagsetningarskyldu þá skráum við móttöku vörunnar og svo er hart eftirlit á því. Við erum að handleika pakkaða vöru þannig að það er takmarkað hvað við getum gert.“ „Hún var mjög út- lensk í útliti. n Gæðastjóri Aðfanga segist aldrei hafa heyrt af slíku áður Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Flugan Eins og sjá má er flugan, sem líkist geitungi, pressuð ofan í bómullina. Bómullarskífurnar Hér má sjá bómullarskífurnar frá Euro Shopper. Þingmaður vill kosninga- bandalög Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, leggur til að mynduð verði kosningabanda­ lög og stjórnmálaflokkar gangi bundnir til kosninga. „Mér finnst mikilvægt að búa til kosn­ ingabandalag fyrir næstu kosn­ ingar af svipuðu tagi og er gert í nágrannaríkjum okkar. Það er skynsamlegt að útbúa stjórnar­ sáttmála fyrir kosningar þannig að kjósendur viti nákvæmlega hvað það er sem þeir eru að kjósa ef tilteknir flokkar/hreyf­ ingar ná meirihluta saman,“ seg­ ir hún á bloggsíðu sinni á DV.is. Birgitta segir að kosningabanda­ lög yrðu til þess fallin að skapa betri farveg fyrir þingmenn að virða þau drengskapaheit sem þeir kvitta undir þegar þeir taka til starfa á þingi. „Væri þetta ekki eitthvað til að skapa traust, ekki bara fyrir kosningar heldur líka á meðan viðkomandi stjórn myndi vera í umboði kjósenda sinna?“ spyr hún og bætir við að ganga megi enn lengra og kynna tilvonandi ráðherrasamsetningu fyrir kosningar. Útgáfa DV um páska DV kemur næst út miðvikudag­ inn 11. apríl. Ekkert blað kemur út á föstudaginn langa né annan í páskum. Fréttaþjónusta verður á vefnum okkar, DV.is, alla páska­ dagana. Ritstjórn DV óskar les­ endum gleðilegra páska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.