Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 38
H eildarveiðigjöld allra sjáv- arútvegsfyrirtækja í land- inu út frá frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um veiðigjöld næmu samtals rúmlega 17,2 milljörðum króna samkvæmt nýjum útreikningum um áhrif frumvarps- ins sem DV birtir í blaðinu. Niður- stöðurnar um áhrif frumvarpsins eru meðal annars fengnar með því að reikna með minnkandi tekjuskatti sem sjávarútvegsfyrirtæki þyrftu að greiða. Tölurnar eru byggðar á upp- lýsingum um kvótaeign síðustu þriggja ára, líkt og gert er í frumvarp- inu. Tekjuskattsáhrifin Þetta er fullkomnari niðurstaða en greint var frá í DV í síðustu viku þar sem fram kom að heildarveiði- gjald allra kvótaeigenda í landinu hefði verið um 21 milljarður króna ef frumvarpið um veiðigjöldin hefði verið bundið í lög fyrir síðasta ár. Þegar þessi tala var fengin var ekki gert ráð fyrir áhrifum af tekjuskatts- breytingum á heildarniðurstöðuna. Miðað við þessar forsendur hefði rúmur helmingur af nettóhagn- aði sjávarútvegarins árið 2011, sem áætlaður var á bilinu 38 til 41 millj- arður króna, runnið til ríkisins. Þessi tala lækkar um tæplega 3,5 milljarða króna þegar breytur eins og tekju- skattsáhrif eru teknar með í dæmið. 42 til 45 prósent af hagnaði Miðað við áætlaðan hagnað sjávar- útvegarins í heild sinni á síðasta ári nemur þessi veiðigjaldatala um 42 til 45 prósentum af heildarhagnaði sjávarútvegarins eftir fjármagnsliði. Hún lækkar því nokkuð þegar tekju- skattsáhrifin eru reiknuð með. Þegar litið er á 20 stærstu sjáv- arútvegsfyrirtækin nema heildar- veiðigjöld þeirra út frá þessum for- sendum um 13 milljörðum króna. Þessi upphæð nam 14,8 milljörð- um króna miðað við þær forsend- ur sem DV vann með í síðustu viku þar sem ekki var gert ráð fyrir tekju- skattsáhrifunum sem óhjákvæmi- lega munu leið af frumvarpinu þar sem sjávarútvegsfyrirtæki munu ekki greiða eins mikinn tekjuskatt og ella í ljósi frumvarpsins. Í ljósi þessa lækka veiðigjöld kvótahæsta útgerðarfyrir- tækisins, HB Granda, sem á nærri 12 prósent kvótans til dæmis úr tæplega 2,7 milljörðum og niður í rúmlega 2,2 milljarða. Á milli LÍÚ og ríkisins Miðað við þessar tölur verður hlut- deild ríkisins í hagnaði sjávarút- vegsfyrirtækja því nokkru minni en Landssamband íslenskra útgerðar- manna (LÍÚ) hefur gert ráð fyrir – samtökin hafa sagt frumvarpið fela í sér ríkisvæðingu á 70 prósentum af hagnaði sjávarútvegarins. En á sama tíma er talan einn- ig nokkru hærri en sú upphæð sem Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur nefnt en hann hefur sagt að veiðigjöldin muni nema um þriðjungi af hagnaði útgerðarinnar. Steingrímur nefndi reyndar að þessi tala væri miðuð við EBIDTA-hagnað sjávarútvegarins en ekki hagnaðinn eftir fjármagnsliði, líkt og gert er ráð fyrir hér. Borga lítið sem ekkert Annað sem vekur athygli í útreikn- ingunum er að tæplega 250 minnstu útgerðir landsins greiða ekkert veiði- gjald, umfram 8 krónur af hverju kílói líkt og alltaf þyrfti að gera, þar sem útgerðir sem eiga lítinn kvóta eru undanskildar veiðigjaldinu – frí- mark er upp að ákveðinni kvótaeign. Litlar og meðalstórar útgerðir greiða almennt séð lítið sem ekkert veiði- gjald. Þeim mun minni sem kvóta- eignin er, þeim mun minna er veiði- gjaldið. Veiðigjaldafrumvarpið kemur því ekki illa niður á litlum og meðal- stórum útgerðum heldur að mestu aðeins stærstu útgerðum landsins. Sem dæmi um þetta má nefna að ef frumvarpið verður að lögum munu tíu stærstu útgerðir landsins greiða meira en helming, meira en níu milljarða króna, af rúmlega 17 millj- arða veiðigjöldum sjávarútvegarins í heild sinni. 38 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað Veiðigjöld útvegarins næmu 17 milljörðum n Tíu stærstu með rúman helming veiðigjalda n Litlu og meðalstóru útgerðirnar borga lítið Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Áhrif breyttra veiðigjalda Tuttugu stærstu raðað eftir aflahlutdeild samtals. Aflatölur skv. úthlutuðuðu aflamarki í janúar 2012 (heimild Fiskistofa). Veiðigjöld miðuð við meðaltal 2008 til 2010 sbr. frumvarp. Botnfiskafli Uppsjávarafli Þorskígildi Aflahlutdeild Botnfisk- Uppsjávar- Fjöldi Almennt Sérstakt Sérstakt Samtals Núverandi Tekjuskatts Nettóáhrif Meðaltals afli afli báta veiðigjald veiðigjald veiðigjald veiðigjöld veiðigjald breyting veiðigjald tonn % tonn tonn m. kr. m. kr. m. kr. m. kr. m. kr. m. kr. m. kr. kr./kg HB Grandi hf 41.617 11,92% 30.107 11.510 12 333 1.469 886 2.688 394 -459 1.836 64,60 Samherji hf 24.440 7,00% 18.340 610 5 196 903 470 1.568 231 -267 1.069 64,15 Þorbjörn hf 16.481 4,72% 16.481 0 5 132 809 0 941 156 -157 628 57,11 FISK-Seafood ehf. 15.778 4,52% 15.778 0 4 126 777 0 904 149 -151 604 57,27 Brim hf 14.934 4,28% 14.934 0 4 119 735 0 855 141 -143 571 57,23 Síldarvinnslan hf 14.665 4,20% 4.476 1.019 6 117 205 784 1.107 139 -194 774 75,46 Rammi hf 13.962 4,00% 13.582 38 5 112 664 29 805 132 -135 538 57,66 Ísfélag Vestmannaeyja hf 13.503 3,87% 1.116 1.239 6 108 36 954 1.098 128 -194 776 81,33 Vinnslustöðin hf 12.645 3,62% 6.112 653 10 101 274 503 878 120 -152 607 69,42 Vísir hf 12.095 3,46% 12.095 0 5 97 590 0 686 114 -114 458 56,75 Skinney-Þinganes hf 10.500 3,01% 4.706 579 9 84 206 446 737 99 -127 510 70,15 Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf 9.445 2,71% 9.384 6 4 76 457 5 537 89 -90 358 56,90 Eskja hf 8.501 2,44% 3.362 514 2 68 162 396 626 80 -109 436 73,59 Nesfiskur ehf 7.452 2,13% 7.452 0 9 60 344 0 404 70 -67 267 54,17 Útgerðarfélag Akureyringa ehf 6.047 1,73% 6.047 0 2 48 296 0 345 57 -58 230 57,02 Ögurvík hf 5.823 1,67% 5.823 0 2 47 285 0 332 55 -55 221 56,98 Gjögur hf 5.779 1,66% 3.665 211 3 46 174 163 383 55 -66 263 66,25 Bergur-Huginn ehf 4.883 1,40% 4.883 0 3 39 235 0 274 46 -46 182 56,10 Stálskip ehf 4.785 1,37% 4.785 0 1 38 236 0 275 45 -46 184 57,42 Jakob Valgeir ehf 4.324 1,24% 4.324 0 4 35 204 0 238 41 -39 158 55,09 Samtals 247.658 70,95% 187.452 60.206 101 1.981 9.062 4.636 15.680 2.343 -2.667 10.669 63,31 „Annað sem vekur athygli í útreikningunum er að tæplega 250 minnstu útgerðir landsins greiða ekkert veiðigjald. Veruleg tekjuskattsáhrif Tekjuskattsáhrifin af frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld næmu tæplega 3,5 milljörðum króna sem lækka upphæðina sem sjávarútvegurinn þyrfti að greiða til ríkissjóðs. Fyrirtæki Magnúsar Kristinssonar, Bergur Huginn, er átjánda kvótahæsta útgerð landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.