Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Qupperneq 22
Hefur tak-
mörkuð áhrif
Afrakstur 110 prósenta leiðar-
innar og sérstöku vaxtaniður-
greiðslunnar virðist að veru-
legu leyti hafa fallið í skaut
heimilum sem ekki eiga við
greiðsluvanda að stríða. Höfðu
þessar lausnir því takmörkuð
áhrif á umfang greiðsluvand-
ans sem heimilin í landinu
horfast í augu við. Þetta kom
fram á málstofu Seðlabanka Ís-
lands um stöðu heimilanna frá
ársbyrjun 2007 til ársloka 2010.
Á málstofunni kom einnig fram
að almenn 20 prósenta afskrift
verðtryggðra fasteignalána
kostar 261 milljarð króna.
„Lífið breyttist
á einni viku“
22 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað
É
g man ekkert eftir þessum degi.
Ég man einungis eftir því að
hafa vaknað einhverjum dög-
um seinna á spítala,“ segir hinn
tuttugu og fjögurra ára Krist-
ján Jón Pálsson. Óhætt er að segja að
líf Kristjáns hafi breyst umtalsvert í
nóvember árið 2003 þegar hann fór
á knattspyrnuæfingu með meistara-
flokki ÍR í knattspyrnu á Leiknisvelli
í Breiðholti. Kristján, sem þá var ein-
ungis sextán ára, hneig skyndilega
niður þegar æfingin var rúmlega
hálfnuð. Liðsfélagar Kristjáns héldu
að hann hefði lent í slæmri tæklingu
en þegar betur var að gáð reyndust
meiðsli hans af öðrum og alvarlegri
toga. Hann hafði fengið hjartaáfall.
Sjúkraflutningamaður á
æfingunni
Eins og Kristján lýsir hér að framan
man hann ekkert eftir umræddum
degi. Frásögn hans byggist því á frá-
sögn þeirra sem urðu vitni að atvik-
inu. „Ég bara datt niður. Þeir sem
voru í kringum mig héldu að ég hefði
lent í tæklingu og meitt mig en ég lá
bara kaldur á jörðinni,“ segir Krist-
ján sem þótti afar efnilegur í knatt-
spyrnu. Hann segir sjálfur að hann
hafi verið stálheppinn að vera á æf-
ingu með meistaraflokki í umrætt
skipti, ekki síst vegna þess að einn
leikmanna ÍR á þessum tíma starfaði
sem sjúkraflutningamaður. „Hann
byrjaði að hnoða mig og gerði það al-
veg þangað til sjúkrabíllinn kom. Ég á
honum líf mitt að launa,“ segir hann.
Kristján vaknaði nokkrum dögum
síðar á sjúkrahúsi og sat móðir hans
þá við hlið hans. „Hún fór yfir það
með mér hvað hafði gerst. Ég held
ég hafi bara hlegið fyrst. Mér fannst
þetta svo fáránlegt, en hægt og ró-
lega áttaði ég mig á hvað hafði gerst.“
Óeðlileg hjartaskoðun
Í helgarblaði DV þann 23. mars
síðastliðinn var ítarleg umfjöllun
um skyndidauða íþróttamanna og
meðal annars vísað í niðurstöður
rannsóknar sem gerð var á 105 ís-
lenskum íþróttamönnum. Tilgangur
rannsóknarinnar var að kanna þörf
fyrir skimun á íslenskum íþrótta-
mönnum á aldrinum 18 til 35 ára til
að móta leiðbeiningar fyrir lækna og
íþróttaforystuna. Fólst hún meðal
annars í að kanna tíðni áhættuþátta
í sjúkrasögu, skoðun á hjartalínuriti
og að meta umfang og kostnað slíkr-
ar skimunar. Niðurstöðurnar leiddu
í ljós að hjartaskoðun var óeðlileg
hjá tuttugu íþróttamönnum, hjarta-
línurit var greinilega óeðlilegt hjá 22
og lítillega óeðlilegt hjá 23 íþrótta-
mönnum. Þá kom fram í niðurstöð-
um rannsóknarinnar að skyndidauði
sé 2,5 sinnum algengari meðal ung-
menna sem stunda keppnisíþróttir
en meðal annarra ungmenna.
Hætti bara að slá
Kristján segir að rannsóknir sem hann
gekkst undir eftir atvikið hafi ekki bent
til þess að hann hafi glímt við undir-
liggjandi hjartasjúkdóm og ástæður
þess að hann fékk hjartastopp séu ekki
að fullu kunnar. „Ég fékk bara hjarta-
stopp. Hjartað hætti að slá. Það kom í
ljós að ég var með óreglulegan hjart-
slátt á einhverjum köflum. Eitthvað
sem ég hafði aldrei fundið fyrir sjálfur.“
Kristján er við góða heilsu í dag
en hjartaáfallið gerði að verkum
að hann gat ekki látið draum sinn
um að verða atvinnumaður í knatt-
spyrnu rætast. „Þetta varð til þess
að ég fór ekki lengra og lífið breytt-
ist á einni viku. Ég þurfti að fara að
fókusera á annað.“
Aðspurður hvernig honum hafi
liðið eftir þetta segir hann að hon-
um hafi liðið þokkalega fyrsta árið.
„Ég var ekkert þungur fyrst og það
tók mig örugglega ár að fatta að þetta
hafði gerst. Eftir þetta fyrsta ár þá fór
ég að fatta að þetta var ekki það líf
sem ég hafði sett mér. Ég ætlaði mér
alltaf að verða góður í fótbolta. Þetta
var líka svolítið erfiður aldur því
maður var að mótast,“ segir Kristján
en sem fyrr segir þótti hann efnilegur
í fótbolta og hafði verið í úrtökuhóp-
um fyrir yngri landsliðin.
Tækið gaf stuð
Kristján getur stundað íþróttir í
dag en á þó erfitt með að stunda
keppnis íþróttir eins og fótbolta
þar sem snertingar eru hluti af
leiknum. „Hættan er þá aðallega
út af gangráðinum sem ég er með
og að hann verði ekki fyrir höggi
eða hnjaski. Ég hélt áfram að spila
aðeins eftir þetta en það gekk eig-
inlega ekkert svo vel vegna þess
að svona tæki eru aðallega sett í
gamal menni,“ segir hann. Kristján
segir að við álag hafi gangráðurinn
gefið honum högg og það hafi verið
„frekar óþægilegt“ eins og Kristján
orðar það og hlær.
Hann viðurkennir að æfinga álag
á þessum tíma hafi verið mikið. Að-
spurður hvort hann telji að það hafi
haft áhrif segir hann: „Það er erfitt
að segja. En ég held að ég hafi ver-
ið heppinn að hafa verið í svona
góðu formi upp á það að hafa náð
að jafna mig svona vel eftir þetta.
Ég var ótrúlega heppinn að þetta
skyldi ekki fara verr og að það skuli
vera allt í lagi með mig. Ég var mjög
heppinn,“ segir Kristján og leggur
áherslu á orð sín.
Byggist upp á þrjósku
Í umfjöllun DV þann 23. mars síðast-
liðinn var meðal annars fjallað um
öryggismál íslenskra knattspyrnu-
manna. Í umfjölluninni kom fram að
íslensk knattspyrnulið eru ekki skyld-
ug til að hafa lækna til taks meðan á
leikjum stendur og þá eru þau ekki
skyldug til að hafa sjúkrabíl til taks.
Þá þurfa lið ekki að senda leikmenn
sína í skimun fyrir sjúkdómum sem
geta valdið skyndidauða að undan-
skildum liðum sem taka þátt í Evr-
ópukeppnum. Kristinn Kjærnested,
formaður knattspyrnudeildar KR,
gagnrýndi þetta fyrirkomulag harð-
lega og sagði að íslensk íþróttafor-
ysta væri langt á eftir öðrum þjóðum
þegar kemur að þessum öryggisþætti
hjá íþróttamönnum.
Þó að Kristján taki undir þessa
gagnrýni Kristins segir hann að það
hefði alveg örugglega ekki verið
hægt að koma í veg fyrir hjartaáfall-
ið í hans tilfelli. „Þetta gerist bara.
Lið erlendis láta tékka á mann-
skapnum sínum reglulega og ef leik-
menn finna fyrir einhverjum ein-
kennum þá fá þeir ekkert að mæta á
æfingar. Íslenski boltinn byggist dá-
lítið mikið upp á þrjósku. Það virð-
ist ekki mikið vera fjallað um þetta
en ég held að það sé alveg full þörf
á því,“ segir Kristján Jón Pálsson að
lokum.
n Kristján Jón Pálsson fékk hjartaáfall á fótboltaæfingu þegar hann var 16 ára
„Eftir þetta
fyrsta ár þá fór
ég að fatta að þetta
var ekki það líf sem
ég hafði sett mér
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Allt breyttist Kristján Jón þótti afar efnilegur í fótbolta. Óhætt er að segja að líf hans hafi breyst dag einn í nóvember 2003.
Hneig niður Nýlega hneig Fabrice Muamba niður í leik með Bolton á Englandi. Snör við-
brögð reyndra aðila björguðu lífi hans eins og í tilfelli Kristjáns.
Umfjöllun 23. mars síðastliðinn.
Neyðarsöfnun
hrundið af stað
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna, hratt á þriðjudag af stað
neyðarsöfnun vegna þeirrar hættu
sem ein milljón ungra barna á
Sahel-svæðinu í Vestur- og Mið-
Afríku eru í. Segja samtökin að
þau gætu látið lífið næstu vikur
og mánuði berist þeim ekki hjálp.
Ástæða þess að neyðin er talin
sérstaklega mikil núna er miklir
þurrkar sem meðal annars hafa
valdið uppskerubresti, að skepnur
drepist og vatnsból þorni upp. Í
tilkynningu frá samtökunum á Ís-
landi segir að reynslan sýni að
yfir 95 prósent vannærðra barna
á svæðinu sem fái meðhöndlun
lifi af. Með réttri meðhöndlun
ættu flest barnanna að ná sér á
aðeins nokkrum vikum. Hægt er
að styrkja neyðarstarf UNICEF
um eitt þúsund krónur með því að
hringja í söfnunarsímanúmerið
908-1000, um þrjú þúsund krónur
með því að hringja í 908-3000 og
fimm þúsund krónur með því að
hringja í 908-5000.
Reykjavík tapaði
fyrir héraðsdómi
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði
á þriðjudag kröfu Reykjavíkur-
borgar á hendur Landsbankanum
um viðurkenningu á 1,4 milljarða
króna inneign í peningasjóði
bankans. Borgin taldi sig eiga fjár-
munina inni þar sem 3. október
árið 2008 hefði hún óskað eftir því
að fjórir milljarðar yrðu færðir í
innistæðubréf í Seðlabankanum
en á þeim tíma átti borgin 4,25
milljarða króna í verðbréfum sem
voru í eignastýringu hjá Lands-
banka Íslands. Bankinn veitti hins
vegar þau svör að ekki væri unnt
að verða við ósk borgarinnar þar
sem innistæðubréfin væru upp-
seld. Bréfin voru því færð yfir í
sparibréf bankans sem voru al-
farið notuð til að fjárfesta í ríkis-
bréfum. Ekki voru málsaðilar sam-
mála um hvort þessi viðskiptu
hefði átt sér stað áður en bankinn
féll þremur dögum síðar. Dómur-
inn taldi ekki sannað að bankinn
hefði gert nokkuð annað en það
sem fulltrúi borgarinnar hafði
farið fram á og voru gögn sem
lögð voru fyrir dóminn talin sanna
þann vilja borgarinnar að hafa
fjármunina áfram í eignastýringu
hjá bankanum.