Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 6
Á spítala en fær ekki heimsóknir 06 Fréttir E lla Dís sem dvalið hefur á barnaspítalanum við Great Ormond Street í London frá því í janúar á þessu ári hefur nú verið flutt á annan spítala í London, samkvæmt heimildum DV. Á nýja staðnum hefur hún ekki mátt fá heimsóknir frá foreldrum sínum því starfsfólk spítalans hefur ekki heimild til að sitja yfir þeim meðan á heimsóknum stendur. Foreldrar Ellu Dísar, Ragna Erlendsdóttir og Mark Laurens, misstu forræðið yfir henni að hluta fyrr á þessu ári og hafa sam- kvæmt dómsúrskurði eingöngu mátt hitta hana undir eftirliti síðan þá. Yrði komið fyrir á heimili Ragna fór með Ellu Dís og tvær aðrar dætur sínar og Marks til Bretlands skömmu fyrir síðustu jól. Þá var hún að missa húsnæði sitt hér á landi og var komin með nóg. Hún taldi sig ekki eiga annarra kosta völ en að fara með Ellu Dís til London þar sem hún fengi þá læknishjálp sem hún þyrfti. Fjölskyldunni gekk þó illa að finna húsnæði þær ytra og hafði Ragna lít- ið fé á milli handanna. Það varð til þess að félagsmálayfirvöld í London skárust í leikinn og hófu afskipti af málum þeirra. Dómsmál stendur nú yfir í London og snýst um hvort Ragna og barnsfaðir hennar muni missa forræðið alfarið eða hvort forræðis- sviptingin gangi til baka og Ella Dís fái að koma aftur heim til Íslands. Úrskurður á að falla í málinu í síð- asta lagi 18. apríl næstkomandi. Heimildirnar herma að ef komi til varanlegrar forræðissviptingar muni henni verða komið fyrir á heimili fyrir fatlaða fyrir utan London. Barnaverndaryfirvöld aðstoða Ragna hefur verið á Íslandi með hin- um dætrum sínum tveimur síðustu vikurnar en Mark hefur sinnt Ellu Dís í London á meðan. Samkvæmt heimildum hélt Ragna þó aftur til London á sunnudaginn. Hún mun hafa haft miklar áhyggjur af dóttur sinni sem hefur ekki séð kunnuglegt andlit í meira en viku. Hún sé ein á nýjum stað þar sem enginn skilur hana. Dómarinn í málinu mun hafa krafið yfirvöld um útskýringar á því af hverju það er nauðsynlegt að halda foreldrum Ellu Dísar frá henni. Heimildirnar herma að ástæðan fyrir því sé sú að talið sé að þau ætli sér að flýja með hana til Íslands áður en úrskurðað hefur verið í málinu. Ragna mun hafa farið út til að krefjast þess að fá að hitta Ellu Dís og reyna að fá dómsuppkvaðningu málsins flýtt. Hún mun vera sannfærð um að hún fái aftur fullt forræði yfir dóttur sinni og hún fái að koma til Íslands innan tíðar. Þá munu barnaverndar- yfirvöld á Íslandi vera í sambandi við yfirvöld þar ytra og beita sér í málinu af fullum krafti. Greind með genagalla DV greindi frá því fyrr í mars, sam- kvæmt heimildum, að breskir læknar hefðu greint Ellu Dís með með afar sjaldgæfan genagalla sem gæti hafa orsakað veikindi hennar. Gallinn veldur því að líkami hennar getur illa unnið úr vítamínum. Hún er nú farin að fá B2-vítamín beint í magann og vonast læknar til að hún komi til með að jafna sig að ein- hverju leyti. Erfitt er þó að segja til um batann vegna þess hve langt sjúkdómurinn er genginn án með- ferðar. Ragna er í fjölmiðlabanni og má sjálf því ekki tjá sig opinberlega um Ellu Dís fyrr en eftir að dómur fellur í máli hennar. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Hún mun hafa haft miklar áhyggjur af dóttur sinni sem hefur ekki séð kunnulegt andlit í meira en viku. n Talin ætla að flýja til Íslands n Trúir að hún endurheimti forræðið 4.–10. apríl 2012 Páskablað Fær ekki heimsóknir Ella Dís er komin á nýjan spítala í London og foreldrunum er haldið frá henni. „Lélegt lið á þingi“ n Davíð talar um sitjandi ríkisstjórn í Verslunarskólablaðinu Í nýjasta tölublaði Verslunarskóla- blaðsins er viðtal við Davíð Odds- son, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi seðlabankastjóra. Að- spurður hvort hann hafi enn áhuga á að fylgjast með stjórnmálum eftir langan feril segist hann pæla mikið í stjórnmálum sem ritstjóri Morgun- blaðsins. „Sérstaklega hérlendis og því sem er í kringum okkur. Þegar maður skrifar á hverjum degi verður maður að fylgjast vel með. Það er mikið verið að skipta um þingmenn og það tala allir um það en að með- altali hverfa 30% af þingmönnum í hverjum kosningum. Það er rosaleg breyting,“ segir hann. Í viðtalinu dylur Davíð ekki skoð- anir sínar á sitjandi ríkisstjórn. „Það er mjög mikið, að mér finnst, af lélegu liði á þingi núna. Það er óvenjulélegt núna. Allir tala um stjórnmálamenn- ina sem annaðhvort glæpamenn, bjána eða asna. Þetta er svo mikið í umræðunni núna að ég held að al- mennilegt fólk sé ekkert spennt að fara á þing.“ Í svörum Davíðs kemur fram að hann telji ríkisstjórnina hanga á blá- þræði. „Ég held að þessi stjórn sé löngu búin. Hún hangir bara. Það á enginn von á neinu frá þeim. Þetta er búið spil. Það þarf bara að fara að kjósa, það eru allir komnir með upp í kok af þessu,“ segir Davíð sem hefði væntanlega lítið á móti því að sjá Sjálfstæðisflokkinn komast aftur til valda. Mætir fyrir landsdóm „Ég held að þessi stjórn sé löngu búin.“ Árás eftir kynni á Facebook Klukkan þrjú aðfaranótt þriðju- dags kom blóðug kona af er- lendum uppruna til lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu og tilkynnti að hún hefði orðið fyrir árás á heimili sínu í Vesturborg- inni. Konan sagðist hafa kynnst árásarmanninum á samskipta- síðunni Facebook og hann hafi svo komið heim til hennar. Eftir stuttar samræður hafi maður- inn svo ráðist á hana og gengið í skrokk á henni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregl- unni en þar segir einnig að maðurinn hafi stolið farsíma konunnar. Fíkniefni í Norrænu Lögreglan á Seyðisfirði fann lítil- ræði af fíkniefnum á tveimur far- þegum sem komu með bílferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðju- dagsmorgun. Í tilkynningu frá lög- reglunni kemur fram að málið er að talið að fullu upplýst og verður því lokið með sektargerðum. Efnin fundust með aðstoð fíkniefnaleit- arhunda tollgæslu og lögreglu. Í slysi á stolnum bíl Um sjö leytið að morgni þriðjudags var lögreglu tilkynnt um harðan árekstur á mótum Breiðholtsbraut- ar og Skógarsels þar sem bifreið var ekið á umferðarljós. Ökumaður bif- reiðarinnar var sagður hafa hlaupið af vettvangi slyssins. Í ljós kom að bifreiðin, sem hann hafði ekið, hafði verið tilkynnt stolin á mánudag. Nokkru síðar, eða um klukkan hálf níu, var svo tilkynnt um mann sem var að reyna að komast inn í bif- reiðar í Seljahverfi og kíkja inn um glugga á húsum. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins skömmu síðar og kom þá í ljós að þetta var sami maður og hafði lent í umferð- aróhappi fyrr um morguninn. Mað- urinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum vímugjafa og var færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu uns mál hans var tekið fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.