Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 82
82 Sport 4.–10. apríl 2012 Páskablað
Markahæstir
Leikmaður Lið Mörk
1. Robin van Persie Arsenal 26
2. Wayne Rooney Man. United 21
3. Sergio Agüero Man. City 17
4. Demba Ba Newcastle 16
5. Yakubu Blackburn 14
6–8. Edin Dzeko Man. City 13
6–8. Clint Dempsey Fulham 13
6–8. E. Adebayor Tottenham 13
9. Grant Holt Norwich 12
10. Mario Balotelli Man. City 11
Flestar
stoðsendingar
Leikmaður Lið Sendingar
1. David Silva Man. City 12
2.–3. E. Adebayor Tottenham 11
2.–3. A. Valencia Man. United 11
4. Juan Mata Chelsea 10
5. Robin van Persie Arsenal 9
6.–10. Ryan Giggs Man. United 8
6.–10. Alex Song Arsenal 8
6.–10. Theo Walcott Arsenal 8
6.–10. Nani Man. United 8
6.–10. Gareth Bale Tottenham 8
Meðalfjöldi
vallargesta
1. Man. United 75,379
2. Arsenal 59,976
3. Newcastle 49,497
4. Man. City 46,990
5. Liverpool 44,800
6. Chelsea 41,564
7. Sunderland 38,585
8. Tottenham 36,020
9. Aston Villa 34,177
10. Everton 32,980
Leikirnir um páskana
Föstudagur 6. apríl
15.30 Swansea - Newcastle
Laugardagur 7. apríl
11.45 Sunderland - Tottenham
14.00 Bolton - Fulham
14.00 Chelsea - Wigan
14.00 Liverpool - Aston Villa
14.00 Norwich - Everton
14.00 WBA - Blackburn
16.30 Stoke - Úlfarnir
Sunnudagur 8. apríl
12.30 Man. United - QPR
15.00 Arsenal - Man. City
Mánudagur 9. apríl
14.00 Everton - Sunderland
14.00 Newcastle - Bolton
14.00 Tottenham - Norwich
16.30 Aston Villa - Stoke
19.00 Fulham - Chelsea
Þriðjudagur 10. apríl
19.00 Blackburn - Liverpool
Miðvikudagur 11. apríl
18.45 Man. City - WBA
18.45 Wigan - Man. United
18.45 Úlfarnir - Arsenal
19.00 QPR - Swansea
K
nattspyrnuþjálfarinn
Rafael Benitez hefur
verið án vinnu í 15
mánuði – síðan hann
var rekinn frá Inter á
Ítalíu. Það er hreint ótrúlega
langur tími fyrir mann sem hefur
á sínum ferli tvívegis unnið
spænsku deildina með öðru liði
en Barcelona eða Real Madrid
auk þess að gera Liverpool að
Evrópumeisturum. Vissulega
hafa honum borist ýmiss konar
tilboð, eins og að stýra Chelsea
út tímabilið en Spánverjinn
bíður eftir alvöru liði sem hann
getur stjórnað sjálfur. Hann
reynir nú hvað hann getur til að
halda sér í umræðunni og hélt
hann langa tölu á SoccerEx-
ráðstefnunni í Manchester á
dögunum. Þar sýndi hann sín
helstu vopn þegar kemur að
tölvubúnaði og tölfræði en
Benitez er mjög tæknivæddur.
Svo tæknivæddur í raun að
hann hefur verið ásakaður um
að vera slakur þjálfari maður
á mann. Fullyrðing sem hann
hafnar staðfastlega og bendir á
hvað hann gerði með Fernando
Torres sem dæmi.
Bjó til forrit í
Sinclair Spectrum
„Þegar ég var ungur að árum
að þjálfa unglingaliðin hjá Real
Madrid notaði ég gamlar tölvur
eins og Commodore 64 og
Sinclair Spectrum til að geyma
tölfræðina,“ sagði Benitez á
ráðstefnunni. „Ég lagði allt upp
á tölvu og bjó meira að segja til
mín eigin forrit. Ég var að gera
tæknileg próf á leikmönnum
mínum og undir lok leiktíðar
voru allir búnir að bæta sig
um 30 prósent. Við skoruðum
114 mörk og fengum á okkur
14. Styrkleiki minn liggur á
vellinum en með tölvunni
gat ég haldið utan um allar
upplýsingar,“ segir Benitez.
Spánverjinn er núna búinn
að búa til smáforrit fyrir iPad-
spjaldtölvu þar sem hann
auglýsir sig og aðferðir sínar.
Yfir þessu öllu býr atvinnulausi
maðurinn á meðan Harry
Redknapp, stjóri Tottenham,
sem kann ekki að senda
tölvupóst, er líklegastur til að
taka við landsliðsþjálfarastarfi
Englands. Tölvur og tækni
eru ekki allt þegar kemur að
fótbolta en þó er vert að benda
aftur á að Benitez hefur tvívegis
unnið La Liga með Valencia
og á að baki bikarmeistaratitil
með Liverpool og hann vann
Meistaradeildina með liðinu.
Vill bera ábyrgð á öllu
Á Englandi er notast við þessa
knattspyrnustjórastöðu þar
sem menn koma að mun
meiru en bara þjálfun liðsins.
Það er eitthvað sem Benitez
vill því hann vill bera ábyrgð
á öllu sem kemur að liðinu
sem hann stýrir. „Stjóri liðsins
verður að vita allt um rekstur-
inn, bæði fjárhagshliðina og
um leikmennina,“ segir hann
og bendir á sitt eigið ágæti
þegar kemur að fjárhagslegu
hliðinni. „Á síðasta tímabili
Liverpool undir stjórn Gerards
Houllier græddi liðið 91 millj-
ón punda en á síðasta tíma-
bili mínu voru tekjurnar 184,1
milljón pund. Þetta þýðir stöð-
ugleika sem hægt er að byggja
á til framtíðar.“
Tölur eru eitthvað sem
Benitez horfir til og hann vill
að tölurnar séu stöðugar. Æf-
ing er allt frá 60 mínútum upp í
90 mínútur þar af er notast við
bolta í 80 prósent af tímanum.
Sjötíu prósent æfingarinnar er
fyrirfram ákveðin en restin fer
eftir því hver mótherji næstu
viku sé. Benitez notar svo grafík
til að sjá hvað hver leikmaður
hleypur langt í hverjum leik.
Hann var mikið gagnrýndur
fyrir að breyta liðinu alltaf eitt-
hvað fyrir hvern einasta leik.
Aftur á móti bendir Benitez á
að leikmenn Liverpool voru
að hlaupa að meðaltali rúman
11 og hálfan kílómeter í hverj-
um leik á árunum 2005–2010.
Svoleiðis vinna krefjist þess að
menn hvílist reglulega. Þeg-
ar menn eru komnir á „rauða
svæðið“ þá verður að hvíla.
Góður maður á mann
Tölur eru svo sannarlega ekki
allt í fótbolta og var Benitez
oft sakaður um að vera kaldur
og ná ekki til leikmanna
sinna. Hann harðneitar því og
bendir á Fernando Torres sem
sitt besta dæmi. „Torres með
sjálfstraust er heimsklassa
leikmaður,“ segir Benitez en
undir stjórn landa síns var
Torres nær óstöðvandi hjá
Liverpool. Langt frá þeim
manni sem hálf enska þjóðin
er farin að vorkenna í dag. „Án
sjálfstrausts vantar einfaldlega
eitthvað í Torres,“ bætir Benitez
við en hann vísaði einnig þeirri
fullyrðingu til föðurhúsanna
að það hafi verið heimskulegt
hjá honum að nýta Gerrard
úti hægra megin eins og hann
var margoft gagnrýndur fyrir.
„Þegar ég kom til Liverpool var
Gerrard að spila á miðjunni
og skoraði tíu mörk á tímabili.
Þegar hann spilar hægra megin
við framherjann eða fyrir aftan
hann skorar Gerrard 20 mörk á
tímabili.“
Sama hvað Benitez ger-
ir þessa dagana virðist hann
ekki vera á teikniborðum
margra liða í Evrópu eftir síð-
asta tímabilið með Liverpool
og hörmungina sem hann
lenti í með Inter. Tölfræðin ein
landar honum ekki starfi en
það verður þó að segjast ótrú-
legt að maður með ferilskrá
Benitez sé án starfs í 15 mán-
uði.
Fær ekki annan séns
Það gengur ekkert hjá
Benitez að fá nýtt starf.
Tæknilegur úTlagi
n Benitez bíður eftir alvöru liði n Hrósar sér fyrir tímann hjá Liverpool