Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 46
Sandkorn
Þ
etta er búið spil,“ úrskurðar
Davíð Oddsson í viðtali við
skólablað Versló. Davíð sá að
ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar
dóttur væri búin að vera.
Sjálfstæðismenn eru farnir að
undirbúa uppgjör á uppgjörinu við
hrunið. Samband ungra sjálfstæðis
manna hefur sett fram kröfur sínar
fyrir komandi ríkisstjórn Sjálfstæðis
flokksins: Enginn þingmaður sem
greiddi atkvæði með ákæru gegn Geir
Haarde fyrir brot á ráðherralögum fái
að vera með í næstu ríkisstjórn.
Flokkurinn er byrjaður að vinna
að sinni eigin útgáfu af stjórnarskrá.
Stjórnarskráin sem var samin með
aðkomu almennings, ekki síst til að
minnka flokksræðið og auka bein
völd almennings, á að fara í ruslið.
38% þjóðarinnar ætla núna að kjósa
flokkinn sem vill kasta nýju stjórnar
skránni.
Það sýndi sig í hruninu að flokks
ræðið raskaði ábyrgðarstrúktúrnum
í æðstu stjórn ríkisins. Seðlabanka
stjórinn Davíð var til dæmis óform
lega æðri forsætisráðherranum Geir.
Seðlabankinn og forsætisráðuneytið
voru hluti af sama flokki, sem stendur
saman hvað sem á dynur, en veittu
ekki aðhald á báða bóga eins og vera
ber. Yfirstandandi var tilraun til að
leggja dómskerfið undir áhrif flokks
ins. Það var svo margt að, en forysta
sjálfstæðismanna hefur gert það að
verkefni sínu að afskrifa og endur
skrifa hrunið sem utanaðkomandi
vanda. „Við björguðum Íslandi,“ sagði
Geir um störf sín í erlendum fjöl
miðlum.
Það hefur verið gert grín að
sumum sjálfstæðismönnum fyrir
að skorta auðmýkt andspænis eigin
mistökum, meðal annars í síðasta
áramótaskaupi RÚV, þar sem þeir
voru titlaðir „djöfulsins snillingar“.
Niðurstaðan gefur til kynna að þeir
hafi haft rétt fyrir sér. Það borgar sig
standa á rústum eigin hruns og gera
sig breiðan, taka til óspilltra málanna
við atvinnustjórnmál. Það er það sem
þjóðin kaupir.
Geir Haarde leiddi þjóðina inn í
efnahagshrun. Þegar verst var og tug
þúsundir mótmæltu stjórn hans naut
ríkisstjórn Geirs stuðnings 26% þjóð
arinnar. Núna er ríkisstjórn Jóhönnu
með 28% stuðning. Þjóðin leggur
þessar tvær ríkisstjórnir að jöfnu.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur þótt
kaldlynd, fjarlæg og ópersónuleg.
Hún er ekki fyndin eins og Davíð og
ekki mjúk eins og Geir. Margt er að á
Íslandi. Erfitt er að greina á milli hvað
er á ábyrgð Jóhönnu og hvað er á
ábyrgð Geirs. Nýjasta útspil stjórnar
innar er að hrósa sér af tölum sem
sýna að ráðstöfunartekjur þeirra 20%
tekjulægstu lækkuðu úr 176 þúsund
um á mánuði í 146 þúsund. Stein
grímur J. skrifaði grein og fagnaði
auknum jöfnuði í tilefni talnanna. Á
móti kemur að ríkisstjórninni er hrós
að í erlendum miðlum fyrir góðan
árangur í efnahagsmálum, sem stafar
fyrst og fremst af falli krónunnar á
kostnað launþega og skuldara.
Sama hvernig litið er á málið er
ekki hægt að segja að störf Jóhönnu
séu sambærileg við störf forsætis
ráðherra sem stýrir landinu í for
dæmalaust efnahagshrun. Einhver
hrópandi, óútskýrð skekkja er í um
ræðunni ef ráðandi skoðun er að
þessar tvær ríkisstjórnir státi af svip
uðum árangri. Líklega stafar skekkjan
af framúrskarandi tengslum Sjálf
stæðisflokksins við þjóðina; öflugum
almannatengslum og hugmynda
fræðilegum samhljómi. Þjóðin og
flokkurinn eru eins og óaðskiljanlegir
sálufélagar.
En ef lærdómur þjóðarinnar af
hruninu er að kjósa uppgjör við upp
gjörið er ekki annað að segja en:
Guð blessi Íslendinga.
Vanheilagt
bandalag
n Áhugamenn um stjórn
mál þykjast nú hafa séð van
heilagt bandalag á milli Ólafs
Ragnars Grímssonar og Davíðs
Oddssonar í komandi forseta
kjöri. Báðir eru yfirlýstir and
stæðingar Evrópusambands
ins en innganga Íslands í
sambandið er mikið hitamál.
Ólafur hefur ýjað að því að
hann muni berjast gegn inn
göngu Íslands í Evrópusam
bandið verði hann kjörinn
áfram og Davíð berst gegn
þessari aðild sem ritstjóri
Morgunblaðsins. Davíð mun
líklega styðja áframhaldandi
setu Ólafs Ragnars á forseta
stóli af þessum sökum. Þarna
ráða hreinir hagsmunir för
þar sem eigendur Morgun
blaðsins, helstu kvótaeigend
ur landsins, eru svarnir
andstæðingar Evrópusam
bandsins.
Jón stóri og Dabbi
n Það virðist vera nokkuð
árlegt að menntaskóla
blöð skúbbi með viðtölum
við einstaklinga sem ekki
feta troðnar
slóðir. Í fyrra
varð uppnám
í Mennta
skólanum
í Reykjavík
þegar birt var
hátíðarviðtal
við Jón stóra sem leiðbeindi
æsku landsins. Í ár er það
skólablað Verslunarskólans
sem slær í gegn með viðtali
við Davíð Oddsson, ritstjóra
Moggans, og fyrrverandi
forsætisráðherra, sem fer á
kostum líkt og Jón.
Andrés í stúkunni
n Lesendur Viðskiptablaðs
ins tóku eftir því í síðustu
viku að blaðamaðurinn
Andrés Magnússon var ekki
með sinn vikulega fjöl
miðlapistil
í blaðinu.
Veltu ýmsir
því fyrir sér
hvort loks
ins væri
búið að láta
blaðamann
inn hætta að skrifa pistl
ana. Pistlar Andrésar hafa
löngum haft mikið skemmt
anagildi fyrir lesendur blaðs
ins. Andrés opinberar yfir
leitt eigin fákunnáttu á sviði
fréttamennsku í þeim, meðal
annars með stöðugum, hat
römmum skrifum um eina af
betri fjölmiðlakonum lands
ins, Sigrúnu
Davíðsdótt-
ur. Andrés
náði aldrei
að sanna sig
sem frétta
maður, en
hefur þess í
stað tekið upp á því að skrifa
um fréttir. Hann er eins og
hæfileikalaus fótboltamaður
sem situr bitur uppi í stúku
og þusar um leikmennina
inni á vellinum.
Hún er
skapstór
Læknarnir
hristu hausinn
Sigríður Þorgeirsdóttir um systur sína Herdísi. – DV Kristján Björn Tryggvason vann bug á heilaæxli. – DV
„Djöfulsins snillingar“
„Þjóðin og
flokkurinn
eru eins og
óaðskiljanlegir
sálufélagar
Þ
egar fiskikvóta ber á
góma loka margir eyr
um. Enda ekki að furða,
krókamark, línuíviln
un, slægingarstuðull, aflahlut
deild og þorskígildi eru hvorki
árennileg hugtök né áhuga
vekjandi. Kerfisbundið hrekja
þau frá og láta margir skipan
þessara mála öðrum eftir. Ég
hvet fólk þó til að staldra við og
íhuga eftirfarandi:
Hvaða réttlæti er í því að
sum barna okkar erfi aðgengi
að almannagæðum eins og
fiskimiðunum en önnur ekki?
Hvaða gagn er að þjóðareign
auðlinda ef aðgengið er háð
árlegri úthlutun til sömu aðila?
Eigum við að trúa því að hag
ræðið sé svo mikið að þessi for
gjöf sé réttlætanleg? Réttlætir
hagræðing yfirleitt ójafnræði?
Myndi jafnræði koma sjávar
útveginum á hliðina og hvers
vegna þá bara honum en ekki
öðrum atvinnugreinum?
Mótstaða við breytingar á
fiskveiðistjórnunarkerfinu er
eftirtektarverð, ekki síst í ljósi
gríðarlegrar skuldsetningar
sem mestmegnis má rekja til
aðgengiskaupa að auðlindinni.
Þessi tilhögun hefur hrúgað
skuldum inn í atvinnugrein
ina og ryksugað út úr henni
arðinn sem er fyrirfram tekinn
og sést á því að ekki er hægt að
hrófla við kerfinu af tillitssemi
við ofangreinda viðskipta
gjörninga. Samkvæmt þessu
er framtíðin föst í fortíðinni, er
það ásættanlegt?
Þrjátíu ára forgangur að
fiskiauðlindinni hefur skapað
þeim sem njóta gríðarlegt for
skot sem ætti að nýtast vel í
samkeppnisumhverfi. Eða
hvað? Stórútgerðin hallmælir
mjög opnum og almennum
leigumarkaði með veiðiheim
ildir en finnst sjálfsagt að reka
eigin leigumarkað og leigja frá
sér veiðiheimildir sem hún
nýtir ekki sjálf. Hún eignar sér
líka allar aflaaukningar af hálfu
ríkisins og telur sig vera í for
gangi. Þannig getur stórútgerð
in í krafti árlegra úthlutana ein
okað veiðiréttinn um aldur og
ævi því veiðireynslan er metin
þeirra sem eiga veiðiréttinn en
ekki þeirra sem veiða.
Viljum við hafa þetta svona?
Eigum við að trúa að þetta sé
okkur fyrir bestu og þiggja bara
jólabónus? Er eðlilegt að rétt
kjörin stjórnvöld umbreyti
stefnu sinni, rjúfi sátt sína
við kjósendur og búi til nýja
við eitthvert hagsmunafélag?
Hvað gerir þetta hagsmuna
félag rétthærri en kjósendur?
Er það ómissandi viðskipta
snilld fyrir íslenskt samfélag
sem stjórnarflokkarnir hrein
lega vissu ekki af fyrir kosn
ingar? Er þessi snilld svo yfir
gengileg að réttlætanlegt sé að
byggja aðgengi okkar mikil
vægustu auðlindar á veiði
reynslu þriggja ára tímabils,
framlengja forgjöfina langt
umfram framlegð og brjóta
mannréttindasáttmála að auki?
Hvað með aðrar auðlindir?
Í raun ríkir hér algert öng
þveiti í auðlindamálum, stjórn
armeirihlutinn rauf sátt sína
við kjósendur, stjórnarandstað
an er trú stefnu alls óskyldri
kjósendum og framundan
kvótafrumvarp sem sameinar
þessa hryggðarmynd. Verði
það samþykkt má búast við
áframhaldandi annríki lands
dóms.
Öngþveiti í auðlindamálum
„Hvaða rétt-
læti er í því
að sum barna okkar
erfi aðgengi að al-
mannagæðum eins
og fiskimiðunum en
önnur ekki?
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
jontrausti@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
46 4.–10. apríl 2012 Páskablað
Kjallari
Lýður Árnason