Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 41
Viðtal 41Páskablað 4.–10. apríl 2012 É g vil bara vera venjuleg mann- eskja og lifa venjulegu lífi,“ segir Berglind Þórsdóttir, 32 ára Akur- eyringur. Berglind hefur átt við eiturlyfjafíkn að stríða frá unga- aldri. Hún byrjaði að drekka áfengi 13 ára og fór fljótlega í harða neyslu. Í dag er hún komin fimm mánuði á leið að sínu öðru barni og hefur tekist að halda sér edrú í nokkurn tíma. „Ég man ekki hvað ég hef verið edrú lengi. Líklega einhver ár. Ég hef þó fall- ið nokkrum sinnum en fæ þá strax samviskubit og reyni um leið að verða edrú aftur.“ Hataði karlmenn Berglind segir ömurlega lífsreynslu sem hún varð fyrir í kringum ferm- ingaraldur hafa haft gífurlega mikil og eyðileggjandi áhrif á líf sitt. „Mér var nauðgað. Ég var á fyrsta fylleríinu – ef fyllerí skyldi kalla – ég og vinkona mín höfðum skipt á milli okkar fjórum bjór- um. Við vorum niðri í bæ en þegar leið- ir skildi þreif maður í mig og dró mig á bak við skóbúð sem var þarna,“ segir Berglind og bætir við að hún hafi verið illa farin eftir árásina. „Ég fór á sjúkrahús þar sem í ljós kom að ég var öll rifin eftir hann. Ég var hrein mey áður en þetta gerðist og þetta hafði mikil áhrif á traust mitt í garð karlmanna. Ég hreinlega hataði karlmenn í mörg ár á eftir og meik- aði ekki einu sinni pabba minn. Hann átti það ekki skilið. Hann var brjálað- ur yfir því að þetta skyldi koma fyrir mig,“ segir hún og bætir við að hún viti ekki hvernig maðurinn sem nauðgaði henni líti út. Gat ekki meira „Ég vildi ekki fá að sjá hann. Ég fór í „blackout“ af hræðslu og í mörg ár á eftir var ég alltaf hrædd. Nauðgun er það ógeðslegasta sem getur komið fyrir mann. Ég vil frekar deyja en að vera nauðgað. Löggan taldi þetta vera borðleggj- andi mál, það voru vitni að þessu og gerandinn var allur klóraður og ég rif- in og marin. Samt var hann sýknaður. Dómarinn sagði við mig að ég ætti ekki að vera að ljúga upp á saklausan drenginn. Það var ömurlegt að heyra og stakk mig í hjartað. Í rauninni upp- lifði ég að mér hefði verið nauðgað af dómaranum líka. Ég var mjög lengi reið yfir þessu og hef ekki jafnað mig ennþá,“ segir hún og bætir við að foreldrar hennar hafi viljað fara með málið í Hæstarétt en að hún hafi þvertekið fyrir það. „Ég meik- aði ekki meira. Ef barninu mínu yrði nauðgað myndi ég ekki fara þessa leið – að þurfa að rifja þetta endalaust upp aftur og aftur. Frekar myndi ég drepa gerandann.“ Í ofbeldissambandi Eftir þetta fór verulega að halla undan fæti hjá Berglindi. Hún segist í kjölfarið hafa farið að misnota þunglyndis- og geðlyf og drekka mikið. „Öll hegðunin breyttist og þetta hafði mjög neikvæð áhrif á skólagönguna. Ég fór að klæða mig öðruvísi, málaði mig mjög mik- ið og gekk um með hníf. Ég vildi bara að allir væru hræddir við mig og fór að umgangast eldri krakka sem voru í neyslu. Mér fannst ég ekki mæta neinum skilningi og ekki fá neina aðstoð. Það fór bara allt í klessu,“ segir hún og bæt- ir við að hún muni líklega aldrei jafna sig á þessari lífsreynslu. „Ég held bara að það sé ekki hægt. Ég er ennþá mjög reið.“ Berglind segist muna lítið frá þess- um tíma allt þar til hún varð ófrísk að stelpunni sem í dag er 11 ára. Hún seg- ist hafa átt góðan tíma á meðgöngunni og fyrst eftir að stelpan fæddist en svo hafi aftur farið að halla undan fæti. „Ég var í mjög ofbeldisfullu sam- bandi – var lamin í klessu og hent nið- ur stiga. Ég hafði heyrt af konum í of- beldissamböndum en gerði mér ekki grein fyrir að hann væri að berja mig. Mér fannst ég eiga það skilið þar sem ég hafði verið að tuða í honum,“ segir hún en bætir við að hún hafi farið frá honum eftir að hann lagði hendur á dóttur hennar. Vont en það venst „Hún bað hann um að hætta að berja mömmu og hann snéri sér við og kýldi hana. Hún missti andann og fékk skurð á ennið. Mig langaði að drepa hann, ég var svo reið. Þá henti hann mér niður stigann. Ég er búin að fara í tvær aðgerðir á baki og vildi fara í fleiri en læknirinn segist ekkert geta gert. Ef hann skæri mig aftur myndi ég sennilega lenda í hjólastól. Ég er öryrki eftir þetta. Þetta er svona vont en það venst. Fyrst var þetta sársauki en svo pirr- ingur og nú er ég orðin vön þessu. Ég man ekki hvernig er að vera án verkja,“ segir hún og bætir við að hún hafi ver- ið á morfínskyldum lyfjum um tíma en hafi fengið óþol fyrir þeim. „Ég varð svo pirruð og þá finnst mér verkirnir skárri svo ég hætti á þeim. Það var ekk- ert mál,“ segir hún og bætir við að hún hafi kært árásina. „Kæran var ekki tekin fyrir. Ég hef oft lagt inn kærur en aðeins einu sinni hefur verið dæmt í málinu. Það var þetta ógeð þegar ég var 13 ára og gaur- inn var sýknaður. Kerfið hefur alltaf snúið við mér bakinu.“ Meðferð engin lausn Berglind segist eiga óteljandi með- ferðir að baki. „Að mínu mati er eng- in lausn í meðferð. Þú verður að vera tilbúin að vilja hætta sjálf. Ég hef nokkrum sinnum gert það og tók þá út morfínfráhvörfin sjálf,“ segir hún og bætir við að slík fráhvörf séu ólýsanleg vanlíðan. „Þetta er ekkert skylt þynnku – þynnka er eitthvað til að hlæja að. Í frá- hvörfum finnurðu til alls staðar, meira að segja í hárinu. Manni finnst mað- ur vera að deyja og bíður bara eftir að deyja. Í eitt skiptið hjálpaði mamma mér. Hún var í því að skipta um sæng- ur, teppi og lök. Ég var rennisveitt en samt ískalt. Þetta var algjör viðbjóður en ég var svo stolt af mér. Þá tókst mér að vera edrú í nokkur ár,“ segir hún og bætir við að hún hafi svo farið að hanga með vinkonum sínum. Dagleg neysla „Þær höfðu aldrei verið í neyslu og voru búnar að eignast sín fyrstu börn. En svo fóru þær að prófa og ég féll með þeim. Svo náði ég aftur góðum tíma en féll svo aftur. Svona hefur þetta verið í gegnum tíðina. Ég hélt að ég gæti fengið mér smók með þeim. Fyrst var þetta bara um helgar og mér sýndist ég ætla að ráða við þetta. Fljótlega fór- um við að nota am- fetamín á djamminu en svo var ég farin að fara á bak við þær og sprauta mig. Innan skamms var neyslan orðin dagleg.“ Aðspurð segist hún varla skilja hvernig hún hafi haft efni á neyslunni. „Ég hef tekið tveggja milljóna króna lán til að borga nokkurra mánaða neyslu og svo var ég líka að selja dóp á tíma- bili. Ég á tvær íbúðir og lenti aldrei í vanskilum með greiðslur þótt ég væri á kafi í neyslu. Það var ekki fyrr en krepp- an kom sem fjármálin fóru í klessu.“ Aldrei selt sig Berglind er í sambúð með Marvin Haukdal sem einnig hefur verið á kafi í dópi. Marvin sagði sína sögu í DV í fyrra en þar kom fram að bæði kærasta hans og vinkona hefðu látið lífið eftir mikla neyslu. „Marvin er besti vinur minn og dóttir mín lítur á hann sem pabba sinn,“ segir Berglind og bætir við að þau hafi kynnst í neyslu. „Þá var ég búin að vera að sprauta mig og sjúga kókaín í nefið í tvö ár og var í svakalega slæmu ástandi. Ég hafði verið sökuð um að selja mig sem var ber lygi – ég hef aldrei á ævinni selt mig. Mér hafði gengið vel og var byrjuð í skóla en hrundi algjörlega við þess- ar ásakanir. Ég fór á kaf í ruglið og þá kynntumst við. Mér var orðið gjörsam- lega sama um allt og fór með stelpuna mína til mömmu og sagði bara „fuck it“,“ segir hún og bætir við að það séu ótrúlegar sögur í gangi um þau Marvin. Endalausar sögur „Fólk heldur alltaf að ég sé dópuð og kemur þannig fram við mig – horfir í augun á mér til að reyna að sjá hvort ég sé á einhverju. Ég er búin að heyra svo mikið af alls kyns sögum og mamma hefur fengið að heyra þær margar líka. Einhvern tímann átti ég að hafa verið útúrdópuð með dótturina í búðinni. Þá höfðum við verið öll veik heima með gubbupest í marga daga og mamma hafði þurft að versla inn fyrir okkur. Ég skil ekki hvað er að fólki sem þarf að smjatta á svona sögum. Oft er þetta líka fólk sem er sjálft á kafi í neyslu og við höfum ekki verið í sam- bandi við í mörg ár. Ég er miklu betri en þetta lið.“ Sér eftir mörgu Hún segist aldrei hafa misst forræði yfir dóttur sinni þrátt fyrir allt sem gengið hafi á í gegnum tíðina. „Mamma hef- ur fengið tímabundna umsjá og ég hef haft samband við féló þegar ég hef fall- ið og látið vita að stelpan væri komin til hennar,“ segir hún og bætir við að hún hafi mikið samviskubit gagnvart barninu sínu. „Ég elska þessa stelpu meira en allt annað og ég hef aldrei dópað ólétt. Um leið og ég vissi að ég væri ófrísk að henni hætti ég samstundis,“ segir hún og smellir saman fingrum til að leggja áherslu á orð sín og þagnar svo um stund áður en hún heldur áfram: „Maður er bara með þennan sjúkdóm. Auðvitað vildi ég að ég hefði aldrei prófað. Ég sé eftir ógeðslega mörgu og vildi að ég hefði farið allt aðra leið í líf- inu,“ segir hún og bætir við að nauðg- unin hafi verið upphafið að endinum. „Ég hef heyrt að ég noti þessa nauðg- un sem afsökun en þarna fór að halla undan fæti. Nauðgunin eyðilagði allt. Ég man voðalega lítið frá þessum tíma, man bara að mér leið ógeðslega illa.“ Hanga mest heima Berglind segist ekki óttast um að dótt- irin fari sömu leið. „Ég ætla að passa mjög vel upp á hana. Við erum rosa- lega nánar og ég sé um leið ef eitthvað er að, þá pumpa ég hana þar til ég hef náð því upp úr henni. Hún er ekki að fara að hanga niðri í bæ, það er ekki séns,“ segir hún ákveðin og bætir við að það sé mikil hamingja á heimilinu vegna komandi erfingja. „Ég missti fóstur í fyrra, læknarnir halda að ég hafi þá verið komin 14 vik- ur. Það var mjög erfitt og ég fór í mikið þunglyndi. Núna vorum við ekkert að reyna en það mátti alveg koma ef það kæmi. Og það kom. Við erum öll mjög glöð,“ segir hún brosandi en bætir svo við að hún hafi ekki hugmynd um hvað öðru fólki finnist. „Mér finnst mjög erfitt að vita til þess að fólk hafi enga trú á að við séum edrú. Það er ekki að hjálpa. Við eigum nánast enga vini. Þeir sem eru í kring- um okkur eru bara foreldrar okkar. Ég get ekki verið að umgangast fólk sem er í rugli og ég forðast að fara niður í bæ. Við höngum mest bara hérna heima,“ segir hún og bætir við að hún hafi ekki útskýrt fíknina fyrir dótturinni. „Einn daginn kom hún heim og sagði að foreldrar vinkonu sinnar hefðu sagt að mamma hennar og Marvin væru í dópi. Svoleiðis ger- ir maður ekki. Ég á eftir að segja henni frá þessu en mér finnst hún bara of ung ennþá.“ Lifir í stöðugum ótta Sjálf segist hún oft hafa náð botn- inum. „Þegar ég hef litið í kringum mig og séð félagsskapinn þá hef ég náð botninum. Þetta er svo ógeðsleg- ur heimur. Illskan er svo mikil. Ég hef engan áhuga á að snúa aftur. Ég er ekki svona ill,“ segir hún og bætir við að draugar fortíðar minni reglulega á sig. „Þótt við séum löngu hætt að umgang- ast þetta lið losnum við ekki svo auð- veldlega. Stuttu eftir að ég missti fóstur var ráðist á mig heima hjá vini mínum. Ég var barin með stóru grjóti í hausinn svo ég rotaðist. Um daginn var brotist inn til okk- ar og blóðug sprauta skilin eftir í rúm- inu. Við sváfum á sófanum þar til við gátum keypt okkur nýtt rúm og hent- um því gamla. Það tók lögguna nokkra daga að koma og tryggingarfélagið enn lengri tíma og við fengum ekkert út úr tryggingunum. Enda erum við hætt að borga tryggingar, það er ekki til neins,“ segir hún og bætir við að þau lifi í stöð- ugum ótta. Sjúkur heimur fíknar „Þetta innbrot fór mjög illa í mig og við fluttum í hina íbúðina mína í kjölfarið. Ég meikaði ekki að vera lengur á jarð- hæð. Ég svaf lengi með exi við rúmið, ég var svo hrædd,“ segir hún og bætir við að heimur fíkla sé ógeðfelldur. „Ég hef alltaf litið niður á sprautufíkla sem er hálföfugsnúið þar sem ég var sjálf að sprauta mig. Ég geri það enn í dag – einhvern veginn eru þeir ógeðfelldari en aðrir dópistar. Þetta er samt allt sami hluturinn. Þeir sem eru að sjúga í nefið eru ekk- ert skárri. Þetta lið er svo ógeðslegt og illa innrætt, fíknin gerir það svo sjúkt. Fólk í neyslu er eitraðra en dópið sjálft,“ segir hún og bætir við að hún sé ekki hrædd um að falla. „Ekki í augnablikinu. Ég er komin í það gott ástand. En það hefur svo sem gerst áður, að ég hef verið of örugg með mig,“ segir hún og bætir við að þau Marvin dreymi um að flytja í burtu svo þau geti byrjað nýtt líf þar sem enginn þekki þau. „Okkur langar að flytja út en ég veit ekki. Fjölskyldan er hér og svo er ég líka með þessar tvær íbúðir sem ég losna ekki við. Okkur langar bara að lifa venjulegu lífi og hverfa í fjöldann. Vera þar sem enginn veit hver við erum og við erum bara tvö með börnin okk- ar. Okkur langar bara í annan séns.“ n Berglind Þórsdóttir hefur átt við eiturlyfjafíkn að stríða frá ungaaldri. Hún byrjaði að drekka áfengi 13 ára og lenti í skelfilegri lífsreynslu í kringum ferming- araldurinn sem hún segir hafa orðið til þess að lífið hafi tekið ógnvænlega stefnu. Berglind er edrú í dag og ófrísk að sínu öðru barni. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal „Ég var hrein mey áður en þetta gerðist og þetta hafði mikil áhrif á traust mitt í garð karlmanna. Lífið hrundi eftir nauðgun Hamingja með erfingjann Berg- lind segir mikla hamingju ríkja á heimili þeirra með væntanlegan erfingja en hún er komin fimm mánuði á leið. Fallin Myndin er tekin í einu af þeim skiptum sem Berglind féll. Hún féllst á að sýna myndina til að sýna hversu ömurleg fíknin er. M Y N D B jA r N i E ir Ík SS o N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.