Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 63
KonungsríKi Kela
Viðtal 63Páskablað 4.–10. apríl 2012
eru önnum kafin við að kynna bók-
ina um Gullna hattinn sem á að
færa almenningi vitundarvakningu
um einhverfu. Þá ætla þau að taka
virkan þátt í alþjóðlegum baráttu-
degi einhverfra þann 2. apríl. „Keli
er ofsalega spenntur því Sameinuðu
þjóðirnar hafa boðið að halda bar-
áttudaginn hátíðlegan með Gullna
hattinum í höfuðstöðvum þeirra. Og
þangað mætum við Keli að árita bók-
ina. Keli skrifar auðvitað ekki svo ég
sagði við Kela: Hvernig ætlar þú að
árita bókina? Þú getur ekki skrifað.
Þá skrifaði hann á stafaborðið: Gerðu
bara stimpil fyrir mig.
Þannig að hann verður með
stimpilinn sem er auðvitað hin allra
skemmtilegasta lausn, ég er viss um
að aðrir sem þurfa að árita lon og
don sáröfunda hann,“ segir Margrét
kímin. Þó er ekki víst að Keli end-
ist mikið í slíku margmenni og það
er einmitt vegna þess að „dyravörð-
inn“ vantar. „Hann á því auðvitað
erfitt með að vera í margmenni en er
allur af vilja gerður. Við erum alltaf
með plan b og ef álagið er of mikið
þá finnst okkur ekkert að því að fara
bara. Bræður hans Kela geta þá tekið
við árituninni sem ég er viss um að
þeir gera með mikilli ánægju,“ segir
Margrét.
Náin vinátta við Kate
Vináttan og samstarfið við Kate
Winslet hefur verið mikið ævin-
týri að sögn Margrétar. „Kate hefur
unnið allt sitt starf í sjálfboðavinnu.
Frá því að hún talaði inn á myndina
hefur hún helgað sig þessu verkefni
og mikinn kostnað við stofnun góð-
gerðasamtakanna hefur hún greitt
með sjálfboðavinnu sinni og með því
að fá aðra til þess að vinna með sér.
Ég hef oft reynt að þakka henni kær-
lega fyrir þetta framlag sitt en hún
snýr nú venjulega á mig og þakkar
mér þess í stað. Þannig er hún gerð.
Hún sendi mér bréf og sagði mér að
muna eftir því að ef það væri ekki
fyrir hugrekki mitt og einbeitni í því
að breyta heiminum þá hefði ekk-
ert af þessu gerst. Ég er nú ekki viss
um það en ég er viss um að Kate er
einstök manneskja og er óendanlega
þakklát Dorrit Moussaieff sem leiddi
okkur öll í raun saman.“
Margrét og Kate urðu góðar vin-
konur. Kate sagði reyndar í viðtali ný-
verið að hún hefði vitað frá því hún
hitti Margréti fyrst að þær yrði nánar
vinkonur. „Já, það fann ég líka og það
er ekki síst vegna þess hversu einstök
hún er. Hún skilur okkur svo vel og
það er svo ofsalega góð tilfinning.“
Hún gefur dæmi sem sýnir gott inn-
ræti hennar. „Kate hringir oft og einu
sinni heyrir hún í Kela í bakgrunnin-
um. Hún spyr: Er þetta Keli, er þetta
Keli? Og hún vill endilega fá að tala
við hann. Ég vissi eiginlega ekki hvað
ég átti að segja. Í fyrsta lagi af því Keli
talar ekki. Og í öðru lagi, þá hefur
enginn beðið mig um að fá að tala
við Kela í símann.
Kate sagðist auðvitað vita það.
„En hann hlustar,“ sagði hún þá og
fékk loks að tala við hann.
„Þetta er einmitt það sem við berj-
umst fyrir. Að fólk viti að einhverf-
ir hlusta. Þeir heyra og skilja og það
er svo mikilvægt að við berum virð-
ingu fyrir því. Þótt að einhverfir virð-
ist vera fjarri þá eru þeir það ekki. Við
þurfum bara að nálgast þá öðruvísi.“
Bað Kate að knúsa sig ekki
Bók Kate hefur þegar fengið afar
góða dóma og vakið mikla athygli.
Margrét og Kate hafa fylgt henni eft-
ir. „Kate var í stóru viðtali við Ladies
Home Journal. Ég var síðan í fram-
haldinu með framsögu um ein-
hverfu. Það er ef til vill lýsandi fyrir
samvinnuna. Nú erum við að vinna
að stórri markaðsherferð fyrir bók-
ina og góðgerðasamtökin í samráði
við Hvíta húsið á Íslandi og Davíð og
Golíat. Ég bað sérstaklega um að við
ynnum með íslenskum fyrirtækjum
eins mikið og hægt væri vegna efna-
hagsástandsins og henni fannst það
lítið mál.“
Á kápu bókarinnar er mynd af
Kela og Kate. „Forsíðumyndin er
tekin af Mario Testino, hann tók til
dæmis brúðkaupsmyndirnar af Kate
Middleton og Vilhjálmi prinsi. Keli
hafði haft áhyggjur af myndatökunni
og skrifaði sérstaklega til Kate.
Kate er nefnilega ofboðslega hlý
manneskja og gælin. Hún knúsar og
kelar og á það til að grípa þéttingsfast
um fólk. Líka Kela,“ segir Margrét og
hlær. „Það var einmitt það sem Keli
hafði áhyggjur af því hann er snerti-
fælinn. Hann bað hana vinsamlegast
ekki að faðma hann svona mikið því
þá yrði hann hræddur og fyndi fyrir
verkjum.
Svona voru skilaboðin til Kate:
„Kate is my friend. Keli loves Kate.
Keli is not much for hugs. It does feel
bad being touched. I feel pain and
fear.“ Þetta getur Keli nú tjáð sig um
sem hann gat ekki áður. Tjáningin
skiptir svo gríðarlega miklu máli. Þú
getur sagt hvað þú vilt og hvað þú
vilt ekki og hverjir eru þínir draumar
og hvað langar þig að gera í framtíð-
inni.“
Margrét segir Kate hafa átt erfitt
með að standast það að knúsa hann
en hún varð við tilmælum Kela. Í
myndatökunni bað Mario Kate að
færa sig nær og knúsa Kela en hún
neitaði. „Hún svaraði alltaf í vinaleg-
um tón: Nei, ég má það ekki.“
Það sem gerðist síðan í mynda-
tökunni var afskaplega fallegt. Kate
lagði hönd sína ofurlétt á öxl Kela og
Keli tók frumkvæðið og tók í höndina
á henni. Það gladdi hana svo mikið
að hún fékk tár í augun.
Heimur takmarkana
Fjölskyldulífið er allt annað en
venjulegt að sögn Margrétar. „Heim-
ur einhverfra barna er heimur tak-
markana,“ segir hún og það að eiga
einhverft barn stór áskorun.
„Auðvitað er það stór áskorun
að eiga einhverft barn, en hann Keli
okkar er yndislegur drengur og hefur
kallað fram það fallegasta í okkur
sem manneskjum. Það hefur svo
margt breyst í okkar lífi og ótrúlegt
að hugsa til þeirrar stundar sem ég
horfði á Kela heima á Íslandi og gafst
upp. Enginn má gefast upp. Það eru
mín skilaboð til foreldra einhverfra
barna. Vonin er eldsneytið, eða neist-
inn sem heldur foreldrum einhverfra
barna gangandi. Ef maður hefur ekki
von þá gefst maður bara upp. Heim-
ur venjulegra barna er heimur tæki-
færa og áður en ég eignaðist Kela þá
vissi ég ekki hvað ég hafði það gott.
Heimur einhverfra barna er heimur
takmarkana og einangrunar. Þess-
ir heimar lúta ólíkum lögmálum og
stangast á.“
Vegabréfið er skilningur og
umburðarlyndi
Það er engin leið að ráðgera nokkuð
um framtíðina að mati Margrétar.
Fjölskyldunni finnst bæði heillavæn-
legast og í anda ævintýranna að taka
einn dag í einu.
„Ég geri mitt allra besta hvern ein-
asta dag. Þessi góðgerðasamtök eru
hins vegar stofnuð með framtíð hans
í huga og það er óskandi að með
Kate í stafni að þau blómstri. Það er
hægt að búa betur að einhverfum
víðast hvar um heiminn. Ég hélt til
dæmis alltaf að ástandið hér heima
væri afar gott þangað til ég kynnt-
ist því sem er að gerast í Bandaríkj-
unum. Hér er miklu meira umburð-
arlyndi. Í Bandaríkjunum er horft
framan í Kela og talað við hann.
Heima á Íslandi er það sjaldnar.
Skortur á tjáningu einhverfra verð-
ur oft til þess að þeir eru afgreiddir
sem greindarskertir og þá er talað
við þá sem slíka. En það eru þau
oftast ekki. Langoftast er um mjög
greinda einstaklinga að ræða. Þau
eru einfaldlega í öðru ríki og vega-
bréfið þangað inn er skilningur og
umburðarlyndi.“
kristjana@dv.is
Mæðgin Í dag er Keli orðinn 14 ára og býr með fjölskyldu sinni í Austin í Texas. Hann á
merkilega vinkonu, sjálfa óskarsverðlaunaleikkonuna Kate Winslet sem hefur gefið út ljós-
myndabókina The Golden Hat honum til heiðurs. Kate stofnaði líka góðgerðasamtökin The
Golden Hat Foundation í félagi við móður Kela.
Kate, Keli og Margrét Kate Winslet er góð vinkona fjölskyldunnar og heilluð af Kela.
Hugrekki
og einurð
n Dorrit Moussaieff að-
stoðaði við að tengja
Margréti og Kate og á
því mikið í þessu góða
ævintýri sem kynni
þeirra hafa leitt af sér.
n „Ég hafði lengi dáðst að hugrekki og
einurð Margrétar og fylgst með baráttu
hennar, Kela og fjölskyldunnar og einnig
með gerð myndarinnar. Þegar Margrét
kom svo til mín með þá hugmynd að fá
heimsþekkta kvikmyndaleikkonu með
enskan framburð sem ætti sjálf börn, til
að tala inn á myndina, þá datt mér Kate
Winslet í hug. Ég ræddi við nokkra vini
mína sem þekktu Kate vel og svo leiddi
eitt af öðru. Nú hefur myndin skilað
miklum árangri og Kate og Margrét
vinna saman að því að efla nýja stofnun
í þágu einhverfra barna. Það gleður mig
mjög því það mun hjálpa einhverfum
börnum bæði á Íslandi og um allan
heim.“