Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 72
72 Lífsstíll 4.–10. apríl 2012 Páskablað Þ að var árið 2006 sem ég tók ákvörðun um að gaman væri að eiga sameiginlegt áhugamál með mannin- um mínum. Hann er mikill útivistarmaður, hefur gengið fjöll, stundað lax og skotveiði og verið í björgunarsveit frá því hann man eft- ir sér. Ég var búin að vera í háskóla- námi síðastliðið ár og lítið gert ann- að en að sitja og lesa. Þegar maðurinn minn kom svo með þá hugmynd að ganga með FÍ árlega göngu á Hvannadalshnjúk sem Haraldur Örn Ólafsson leiddi um hvítasunnuna leist mér vel á hugmyndina og sagðist meira en tilbúin að koma með og samþykkti jafnframt að byrja að æfa mig með því að ganga Esjuna. Undirbúningurinn hófst og ég gekk upp í miðja Esju tveimur vik- um fyrir hvítasunnu. Ég taldi mig hafa æft mig nóg og fannst þetta nú ekki mikið mál. Eftir að hafa farið á kynningarfund hjá FÍ byrjaði ég að verða mér úti um nauðsynlegan útbúnað svo sem belti, brodda og ísexi. Ég keypti mér þau föt sem mig vantaði svo ekki sé minnst á sólgler- augu og léttan bakpoka. Hráslagalegur morgunn Spenna ríkti í loftinu þegar lagt var af stað austur, veðurspáin lofaði góðu. Með okkur manninum mín- um voru í för sonur hans og tengda- dóttir sem voru jafn eftirvæntingar- full og við. Ég hugsaði með mér áður en við lögðum af stað að Sandfelli að vera nú ekki að drekka eða borða mikið því ekki gæti ég byrjað að labba stút- full af mat og alls ekki vildi ég vera að drekka mikið því ég ætlaði sko ekki að fara að pissa í miðju fjalli. Þarna var ég svo mætt klukkan 4.30, tilbúin með fléttur í hárinu, ég hafði gætt þess að setja maskara á aug- un og var með allar græjur, 2 lítra af vökva og nesti. Það var hráslagalegt þarna um morguninn svo ég klæddi mig í öll fötin mín sem ég hafði orðið mér úti um sem henta á jökul. Á bílastæðinu við Sandfell var svo hópurinn kominn saman 140– 150 manns með fararstjórum. Har- aldur Örn talaði um fyrirkomulag- ið, hann gengi fremstur, gengið yrði hægt, gert stopp eftir 10 mínútur, svo fólk gæti fækkað fötum og svo framvegis, ég hlustaði á þetta, geisp- aði, vildi bara fara að labba af stað og klára þetta þar sem ég var orðin dálítið þreytt og syfjuð. Svo hófust hræðilegustu klukkutímar lífs míns. Sandfellsheiðin Hópurinn lagði af stað í halarófu upp hlíðina á eftir fyrstu fararstjór- unum. Af einhverjum ástæðum þá lentum við maðurinn minn framar- lega í hópnum og mér fannst geng- ið frekar rösklega. Fljótlega fann ég svitann byrja að renna, púlsinn örugglega kominn langt yfir eðlileg mörk og mæðin að drepa mig. Þá var stoppað og fararstjórinn kall- aði „fækka fötum sem þurfa“ ég var stoppinu svo fegin að ég hafði ekki rænu á að taka af mér pokann til þess að fara úr einhverjum af þeim lögum sem ég hafði klætt mig í svo það eina sem ég gerði var að renna niður ysta laginu og taka af mér húf- una. Svo var haldið áfram og lagt á brattann. Eftir sirka 400 metra hækkun var stoppað stutt við lítinn læk þar sem hægt er að fylla á vatn í síðasta sinn á leiðinni upp á Hnjúkinn. Ég þurfti ekki að fylla á neitt þar sem ég var með mína 2 lítra ósnerta, vel geymda í pokanum mínum. Ég gat ekki hugsað mér að taka pokann af mér eða setjast því ég var ekki viss um að geta staðið upp aftur svo ég sníkti sopa af manninum mínum, hallaði mér á stafina mína og reyndi að koma öndun og púls í lag. Mað- urinn minn spurði mig hvort það væri ekki allt í lagi hjá mér? Ég brosti kokhraust framan í hann og stundi „jú“. En málið var að mér var óglatt, svimaði og langaði mest að snúa við! Ég gerði mér enga grein fyrir því að ég leit út eins og eldrauð blaðra með maskara lekandi niður andlitið með svitanum og kvíðaglampa í augun- um. Spurð hvort ég vildi snúa við Þegar við vorum í um 600 metra hæð og stutt í brúnir Sandfells heiðarinnar og ástand mitt hafði þá versnað til muna, sá ég að mað- ur stóð í hlíðinni, horfði á mig með áhyggjusvip og gekk svo samhliða mér stutta stund. Þarna var á ferð- inni Ólafur Örn Haraldsson, for- seti FÍ. Hann heilsaði mér vinsam- lega og spurði mig hvernig mér liði og hvort ég vildi ekki fækka fötum eða jafnvel snúa við? Ég svaraði því til „að ég væri í góðu lagi og hefði alls ekki í hyggju að snúa við“, þó svo að ég hefði gjarnan viljað það en ég ætlaði sko ekki að vera fyrst til að gera það. Svo ég hélt áfram, starandi á skó mannsins míns. Þegar þarna var komið við sögu var ég líka farin að finna til í náranum, eitthvað sem ég kannaðist ekki við því ég hafði alltaf verið líkamlega hraust. Þegar upp á Sandfell var komið var búið að láta vita að tekin yrði um 20 mínútna nestispása og sá ég að sólin var að koma upp. Mikið var ég fegin þegar ég sá sólina skríða upp fyrir jökulbrúnina. Mér fannst ég algjör hetja að hafa lagt þennan áfanga að baki, gat samt ekki verið jafn glöð og hressileg eins og hinir í hópn- um, náði ekki þessu tali í kringum mig um útsýni og fleira þegar út- sýni mitt hafði að mestu verið skór mannsins míns. Þar sem svitinn hafði bogað af mér allan tímann var ég blaut í gegn og í stoppinu í 7–800 metra hæð var smá kul svo ég fann hvernig mér kólnaði allri, mér datt ekki í hug að fækka fötum hvað þá að fá mér sæti. Ég hafði það þó af að taka af mér pokann sækja drykkinn minn og eina flatköku. Þegar ég var við það að renna niður síðasta bit- anum kemur Haraldur Örn til mín og leggur það til við mig án þess að orðlengja það neitt frekar að nú væri rétti tíminn til að snúa við. Það væri upplagt á þessum stað því þá þyrfti hann ekki að missa einn far- arstjórann sinn. Ég varð orðlaus, og í gegnum hugann flaug sú hugsun/ von um það hvort það væri hópur á leið niður? En þegar hann hélt áfram að tala til mín þá skildist mér að svo væri nú ekki og ég „þyrfti alls ekki að líta á þetta sem ósig- ur, koma bara aftur að ári.“ Að ári? Hvað meinti maðurinn? Í þessu stutta stoppi fann ég hvernig ég náði tökum á mæðinni og púlsinn kominn aðeins niður svo ég varð hálf klumsa yfir þessu tyggj- andi restina af flatkökunni. Áður en ég náði að svara tekur skelegg tengdadóttir okkar sig til og svar- ar fyrir mig: „Heyrðu sko, við erum búin að borga fullt verð fyrir þessa Hnjúksgöngu og hún fer ekki nið- ur. Reiðin og höfnunin yfir því að ég virtist sú eina sem vísa átti niður gaf mér aukinn kraft til þess að gefast ekki upp. Ég fékk mér slurk úr flösk- unni minni skellti pokanum á bak- ið og þrammaði áfram á eftir hópn- um, sár og niðurlægð! Raðað í línur fyrir jökulinn Áfram var haldið og framundan var skelfileg upplifun. Af einhverjum ástæðum virtist leiðin frá stoppinu á Sandfellsheiði upp í 1.100 metra þar sem næsta stopp átti að vera ganga þokkalega. Mæðin hafði aðeins minnkað og ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara. Snjórinn hafði tekið við af stein- um og klettum, sólgleraugun voru komin á nefið. Ég var að fá tilfinn- ingu fyrir því að vera næstum því „með ‘etta“. En fólk greikkaði spor- ið. Ég gekk eins hratt og ég gat þrátt Fyrir nokkrum árum ákváð Jóna Margrét Ólafsdóttir að klífa Hvannadalshnjúk ásamt manni sínum í ferð á vegum Ferðafélags Ís- lands. Þetta var hennar fyrsta fjallganga og hér lýsir hún upplifun sinni en kannski fyrst og fremst varar hún fólk við að fara óundirbúið í slíka göngu. „Kæru göngufélagar, ég deili með ykkur þessari sögu því svona á ekki að gera hlutina!“ segir Jóna Margrét. „Ég gerði mér enga grein fyrir því að ég leit út eins og eldrauð blaðra Með rétta útbúnaðinn En enga reynslu. Fyrsta fjallgangan var á Hvannadalshnjúk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.