Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 80
80 Lífsstíll 4.–10. apríl 2012 Páskablað
Tískugleði
í Reykjavík
Reykjavík Fashion Festival fór fram í Hörpu um síðustu helgi. Þar sýndu 11 íslenskir hönnuðir hönnun sína.
DV fékk nokkra tískuvitra gesti hátíðarinnar til þess að segja sína skoðun á því helsta á RFF 2012.
Álitsgjafar
R – Ragnheiður Bogadóttir
lögfræðingur, fyrirsæta og tískumógúll
E – Erna Hrund Hermannsdóttir
förðunarfræðingur og tískubloggari á
reykjavikfashionjournal.com
Á – Ásgeir Hjartarson
hárgreiðslumaður á Senter og þáttarstjórn
andi á mbl.is
V – Valgerður Árnadóttir
innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða
í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðs
setningu
HilduR YEoman
Ævintýraveröld Hildar
„Skemmtilegasta sýningin og hún sýndi
það svo sannarlega að hún kann að hanna
skemmtilegar og einstakar flíkur. Bleiki
glimmerjakkinn sló öll met.“
E
„Augna og eyrnakonfekt pakkað inn í
Macintoshpappír. Skemmtilegt ævintýri
þar sem glimmer, mikil litadýrð skemmtileg
efni og snið svifu í kringum skúlptúrsveppi
undir undurfögrum söng Daníels Ágústs.“
R
„Sýningin var flott en tók aðeins athyglina
frá fötunum. Fötin voru ekki alveg nógu
seljanleg en þetta var skemmtilegt „show“.“
Á
„Langskemmtilegasta og íburðarmesta
sýningin, gleði, glys og diskó. Hildur er
listamaður með frumleg „showpieces“ og
fylgihluti, mér fannst nærfötin falleg en
hefði viljað sjá fleiri flíkur sem hægt er að
klæðast og kaupa í haust.“ V
BiRna
Loðhúfur og litir
„Loðhúfurnar fannst mér geggjaðar og mér
fannst sum fötin flott, önnur ekki. Sumar
samsetningar ekki alveg að ganga upp en
flottir litir.“ Á
„Ekki fyrir mig, ég skildi ekki stíliseringuna
á fyrirsætunum, ég hefði viljað hafa hana
einfaldari og förðunina látlausari.“
E
„Mér fannst ég ekki beint vera að sjá neitt
nýtt, eins og gullbuxurnar sem dæmi. Svo
voru þarna flíkur sem mér hefur fundist
vera kannski hennar leið að fara aftur í
næntísreiffílinginn en það er bara búið að
taka hann svo mikið. Skemmtileg litasam
setning.“ R
„Mér tókst að sjá fallegan prjónakjól og
samfesting með hettu sem ég fílaði en það
var svo mikið annað í gangi í einu, ég vissi
ekki hvert augun og hugurinn ætluðu.“
V
KoRmÁKuR & SKJÖlduR
Karlmannlegir slátrarar
„Þeir eru Savile Row Íslands. Guðmundur
Jörundsson hönnuður nær á frábæran hátt
að nota efnivið breskra séntilmanna og
hanna úr því föt sem maður ímyndar sér að
fínustu hreppsstjórar Íslands hafi klæðst
í gamla daga (Þeir hafa þó sennilega ekki
verið svona smekklegir?).“ V
„Slógu í gegn. Guðmundur Jörundsson kann
sitt fag.“ 4 og hálf stjarna. E
„Geggjuð sýning. Vestin og jakkarnir
geðveik. Leðurreimarnar sem þeir notuðu
um hendurnar líka og magabeltin úr leðri
ógeðslega svöl. Algjör klassi.“
Á
„Gaman þegar verið er að sækja í þessi
gömlu herrasnið, rúllukraginn alveg upp,
ekki nýtt snið en ný nálgun og litadýrðin
meiri. Falleg litasamsetning og förðunin
flott.“ R
milla SnoRRaSon
Krúttlegt og sveitalegt
„Ein af mínum uppáhaldssýningum, fötin
minntu á stíl Alexu Chung og ég myndi vilja
eignast hverja einustu flík sem kom fram á
pallinn.“ E
„Ekki alveg minn tebolli og tónlistin á
sýningunni þeirra var hræðileg. Ég tengdi
ekki við sýninguna, þessi „hillbilly“ áhrif.
Vel saumað og flott en stíllinn algjörlega
ekki minn en það er bara mín persónulega
skoðun.“ Á
„Fallegir litir og skemmtilegt að blanda
pastellitum saman við dökku litina. Þetta
var kannski sú lína sem höfðaði síst til mín
en ég sá samt nokkrar flíkur sem ég myndi
vilja eiga.“ R
„Sæt fyrsta sýning hönnuðar, frumleg snið
og mynstur. Fatnaður sem höfðar til yngri
kvenna sem þora að vera öðruvísi. Ekki minn
tebolli en ég gef henni kredit fyrir frumleika
og vandvirkni.“ V
REY
Töffaralegt og klæðilegt
„REY tekst á frábæran hátt að taka
hefðbundnar flíkur og bæta sérstöðu við
þær sem gefa þeim óhefðbundnara útlit,
en henta engu að síður hvort sem er á
Wallstreet eða í tískupartíi í East Village.“
V
„Ein af mínum uppáhalds. Æðislegt. Með
smáatriðin á hreinu og geggjað að hún skuli
nota lífræna bómull fötin sín.“
Á
„Of einfalt fyrir minn smekk, því miður, hefði
viljað sjá liti, en hlakka til að fylgjast meira
með Rebekku því ég kunni vel að meta
haust 2011 „collectionið“ hennar.“
E
„Skemmtilegt að sjá hvernig hún blandar
saman. Flestar flíkurnar svartar en svo
koma inn á milli gegnsæjar. Klassísk hönnun
en kannski ekkert mjög ögrandi lína. Falleg
snið. Nothæft og klæðilegt.“
R
ÝR
Stríðsárarómantík
„Sniðin, smáatriðin og heildarútkoman
myndaði fullkomna heild og línu sem
myndi sóma sér vel á stórum sýningum í
París, New York og London.“
V
„Kom mér mikið á óvart. Ég átti von á
svipuðum flíkum og þeim sem hún hafði
gert áður. Sýningin var skemmtileg
blanda af tískusýningu og „show
roomi“.“ E
„Flott hönnun, flott snið og mjög
klæðilegt. Hefur greinilega þróað stílinn
sinn mikið frá síðasta ári og er orðin mun
faglegri.“ Á
„Sem hönnuður hefur hún þroskast
mikið og þessi lína var einstaklega
falleg – bæði hvað varðar efnisval og
litasamsetningu.“ R
mundi
Frumlegt og fallegt
„Mjög nothæf lína og ég persónulega
myndi vilja eiga flestallar prjóna
flíkurnar. Það hefðu mátt vera meiri
nýjungar frá því í fyrra.“
V
„Munstrin á flíkunum og litasam
setningin var heillandi svart og hvítt,
blandað saman við pastelgrænan
og jarðliti. Áreynslulaust og eins og
módelin hafi gripið fötin og sett saman
sjálf.“ R
„Einn af mínum uppáhaldshönnuðum.
Mundi dró áhorfendur með sér inn í
undarlegan draumaheim, í bílakjallara
Hörpu, sem mig langaði ekki að fara úr.“
E
„Mjög frumleg hönnun hjá Munda en á
sama tíma mjög skrýtin. Hann er svona
„arty“ hönnuðurinn okkar. Mundi er
greinilega undir mjög sterkum áhrifum
frá Bernhard Willhelm.“
Á
Kalda
Töffaralegur einfaldleiki
„Einfalt og fágað er stíllinn sem mér
finnst systurnar hafa skapað í gegnum
tíðina og þetta „collection“ var engin
undantekning. E
„Mynstur sem minntu á urð og grjót og
íslenska jökla. Mikið um beinar línur
og nothæfar flíkur. Ég hefði viljað sjá
frumleika og sérstöðu.“
V
„Mér fannst þetta svolítið bera nafn
með rentu, kalt og yfirþyrmandi. Mér
finnst hattarnir mjög kúl. Kannski ekki
beint minn stíll.“ Á
KRon BY KRonKRon
Mynstur á mynstur ofan
„Stórkostlegar mynstraðar flíkur, með
litríkum og mynstruðum sokkabuxum
og skóm, allt stíliserað á þann hátt að
manni fannst það samt ekki „of mikið“
af hinu góða!“ V
„Mikið um litadýrð og litasamsetning
ögrandi en virkaði vel. Hefði mátt vera
hlutlausara „make up“ og hárskraut –
„less is more“, því sjálfar flíkurnar voru
listaverk út af fyrir sig.“ R
„Mjög litríkt og ég fann fyrir Afríku
áhrifum. Fötin geggjuð en sýningin sjálf
kannski engin flugeldasýning.“
Á
„Flott munstur og fannst gaman að sjá
breytingu úr léttum siffonefnum í aðeins
þyngri efni. Förðunin og hárið fannst
mér ekki passa og mér fannst það gera
minna úr fötunum.“ E
ZiSKa
Rokkaraleg mystík
„Æðisleg, fannst sérstaklega fallegt
hvernig hún blandaði ólíkum efnum
saman í flíkurnar. Allt passaði svo vel
saman og úr varð ein flottasta sýningin
á RFF í ár.“ E
„Draumkenndur og myrkur stíll með
sérstöku handbragði sem maður þekkir
Hörpu Einarsdóttur fyrir. Fatnaður sem
hentar jafnvel persónu úr Eve Online og
manneskju í raunveruleikanum.“
V
„Ziska var mjög flott. Mesta
töffarahönnunin og heildarlúkkið
mjög flott. Þetta er flott lína hjá henni.
Krummi var líka flottur á sviðinu ásamt
nautshöfðinu.“ Á
„Það sem er heillandi við hennar
hönnun að hún er óhrædd við að blanda
saman silki, leðri, flaueli og prjón. Þá
eru mynstrin á flíkunum táknræn og
sveipuð dulúð sem gera flíkurnar líkt
og af öðrum heimi sem ég væri til í að
heimsækja.“ R
Ella
Fágður kvenleiki
„Mjög flott hönnun og fagmannlega
gerð. Þetta var svona gamaldags og
klassískt í anda Audrey Hepburn og
fimmta áratugarins.“ Á
„Smekklegar og kvenlegar flíkur með
vísun til fimmta áratugarins, gæðalegar
og nothæfar og munu eflaust prýða
íslenskar framakonur á næstunni.“
V
„Fannst það vera mjög fallegt og
klassískt. Fallegir litir, „makeup“ið og
heildarlúkkið á módelunum mjög fallegt
og fágað.“ R
„Fallegt „collection“ sem minnti á stíl
Audrey Hepburn.“ E